Tíminn - 09.09.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 9. september 1993
ísland sigraði Lúxemborg með minnsta mun í gær 1-0. En samt:
Mikíir yfirburðir
íslenska A-landsliðið í knattspymu
sigraði lið Lúxemborgar í gærkvöldi á
Laugardalsvelli með minnsta mögu-
lega mun eða 1-0. Þrátt fyrir aðeins
eins marks sigur var sigur íslands
aldrei í hættu enda voru yfirhurðimir
miklir. Þessi sigur landans þýðir að
bestum árangri í undankeppni HM er
náð eða sem nemur 50%. Sigurinn
þýðir líka að góður möguleiki er á að
Island færíst upp um styrkleikaflokk
þegar raðað verður í Evrópukeppni
landsliða í haust.
íslendingar voru meira með boltann
í fyrri hálfleik og oft var góða spila-
mennsku að sjá. Liðið hélt boltanum
vel og oft á tíðum gekk boltinn manna
á milli án þess að leikmenn Lúxem-
borgar kæmu við boltann. En þessi
góða spilamennska bar ekki árangur
þegar komið var að vítateig andstæð-
inganna enda vöm Lúxemborgara þétt
fyrir. Það vantaði að sóknarmenn ís-
lendinga reyndu að spila sig fría og
bjóða sig og það varð oft rauninn að
miðjumenn liðsins þurftu að gefa
sendingar upp homin sem einfaldlega
ekki gengu upp. Amór Guðjohnsen
fékk þrjú tækifæri í fyrri hálfleik til að
gera mark og það hættulegasta á loka-
mínútunni þegar hann skallaði af
markteig en markvörður Lúxemborg-
ara, Paul Koch, varði vel en sendingin
til Amórs kom frá Ólafi Þórðarsyni.
Sóknarþungi íslendinga var meiri í
seinni hálfleik og til að mynda fengu
þeir á annan tug homspyma en enga í
fyrri hálfleik. Amar Gunnlaugsson
fékk dauðafæri á 49. mínútu á miðj-
um vítateignum en viðstöðulaust skot
hans fór framhjá. Sigurmark leiksins
kom síðan á 54. mínútu. Rúnar Krist-
insson þmmaði þá að marki en mark-
vörður Lúxemborgara varði en missti
boltann frá sér. Þórður Guðjónsson
náði þá boltanum og sendi á Amar
Gunnlaugsson sem var felldur við
markteiginn og færeyski dómarinn,
Nemus Napoleon Djurhuus, dæmdi
umsvifalaust vítaspymu. Haraldur
Ingólfsson tók vítið og skoraði ömgg-
lega. Þetta var markið sem gerði
gæfumuninn í leiknum og tryggði ís-
lenska landsliðinu þriðja sætið í riðl-
inum og svo ofarlega hefur fslenskt
landslið aldrei lent.
Vamarmennimir Hlynur Birgisson
og Guðni Bergsson fengu báðir ágæt
færi til að skora á lokamínútunum en
skot þeirra misstu marks.
Sigurður Jónsson var bestur í ís-
lenska liðinu og tapaði aldrei návigi
og er geysilega mikilvægur fyrir liðið,
bindur saman vöm og sókn. Haraldur
Ingólfsson var góður á vinstri kantin-
um og átti nokkrar góðar sendingar
sem oft gerðu usla í vöm Lúxemborg-
ar. Guðni Bergsson var sterkur í vöm-
inni og fór ekkert framhjá honum.
Birkir Kristinsson hafði lítið að gera
og fékk td. aðeins þrjú skot á sig í fyrri
hálfleik, ef skot skyldi kalla. Aðrir leik-
menn liðsins gerðu of mörg mistök og
hefðu getað valdið vandræðum ef and-
stæðingamir hefðu verið sterkari. Ás-
geir Elíasson verður án efa ráðinn
áfram sem þjálfari liðsins enda árang-
ur hans sá besti frá upphafi. Annað
væri KSÍ til vansa.
Théo Malget var bestur Lúxemborg-
ara.
Fjölnir og Höttur
í þriðju deild
Fjölnir og Höttur tryggðu sér í gær-
kvöldi sæti í þriðju deild. Höttur
lagði Ægi að velli á Egilsstöðum 5-4,
en Höttur vann einnig fyrri leikinn
2-0. Þegar tíu mínútur voru til leiks-
loka var staðan 1-4 Ægi í vil, en
heimamenn náðu að skora fjögur
mörk. Mörk Hattar gerðu þeir Hörð-
ur Guðmundsson, sem gerði tvö, og
þeir Heimir Hallgrímsson, Grétar
Eggertsson og Leifur Sveinsson eitt
mark hver. Á Fáskrúðsfirði sigruðu
Fjölnismenn, KBS 2-1 en þeir unnu
einnig fyrri leikinn 5-1. Þeir Þor-
valdur Logason og Jón Þór Þórisson
gerðu mörk gestanna en Vilberg
Jónasson gerði mark KBS. Tíminn
óskar Fjölni og Hetti til hamingju
með árangurinn. Fjölnir leikur í
fyrsta sinn í þriðju deild, en Höttur
lék síðast í þriðju deild árið 1981.
Getraunir:
ÍA og KR á
alþjóðlegum
getraunaseðli
Á mánudaginn hefst sala á fyrsta
Eurotips seðli ársins sem á em 14
valdir leikir úr Evrópuknattspym-
unni sem leiknir verða 15. og
16.september. Að þessu sinni taka
Austurríkismenn, Danir, Svíar og ís-
lendingar þátt í Eurotips og verða
með sameiginlegan fyrsta vinning
en einnig verður greitt fyrir 2., 3. og
4. vinning á íslandi. Alls verða átta
Eurotips seðlar fyrir áramót. Á þess-
um fyrsta seðli em tvö íslensk fé-
lagslið, KR sem tekur þátt í Evrópu-
keppni félagsliða og mætir MTK
Búdapest 16. september klukkan
17.30 á KR-velIi og ÍA sem mætir
Feyenoord á Laugardalsvelli klukk-
an 20 þann 15. september. Þeir sem
ætla að tippa á þessum seðli verða að
hafa skilað getraunaseðlinum fyrir
klukkan 16.55 þann 15. september.
Amar Gunnlaugsson stóð sig þokkalega og fiskaði m.a. vítaspymuna sem tryggði fslendingum sigur.
Tímamynd Pjetur
Frjálsar íþróttir-10.000 m hlaup:
Junxia setti heimsmet
Kínverska stúlkan Wang Junxia
setti í gærdag heimsmet í 10.000 m
hlaupi á frjálsíþróttamóti í Beijing í
Kína. Junxia hljóp metrana tíu þús-
und á 29.31,78 mínútum og var þar
Franska knattspyman:
Mónakó í staó Marseille
Það verður lið Mónakó sem tekur
sæti Marseille í Evrópukeppni
meistaraliða en upphaflega átti Mó-
nakó að keppa í keppni félagsliða.
Andstæðingar Mónakó, sem lenti í 3.
sæti f frönsku knattspymunni í
fyrra, verða grísku meistaramir AEK
Aþena. Auxurre tekur sæti Mónakó í
keppni félagsliða en í gær var talið
líklegt að Auxurre tæki sæti Mar-
seiile en svo varð nú ekki.
með fyrst kvenna til að hlaupa vega-
lengdina á undir 30 mínútum.
Gamla metið á átti norska stúlkan
Ingrid Kristiansen sem var 30.13,74
og var það met sett fyrir sjö árum.
Árangur kínverskra stúlkna í ýms-
um hlaupum að undanfömu hefur
vakið mikla athygli en eins og kunn-
ugt er sigmðu kínverskar stúlkur í
1.500 m, 3.000 m og 10.000 m
hlaupum á síðasta heimsmeistara-
móti í Stuttgart. Leiddar hafa verið
líkur að því að að kínversku stúlk-
umar neyti ólöglegra lyfja til að ná
góðum árangri. Kínversk íþróttayf-
irvöld halda því hinsvegar fram að
kínverskar stúlkur þoli miklar og
harðar æfingar mun betur og það
spili líka inn í að t.d. Junxia sé frá
þorpi sem er langt yfir sjávarmáli og
því sé þol hennar mikið og það sé
fyrst og fremst ástæðan fyrir frábær-
um árangri þeirra.
r HM í handbolta:
ísland vann
Grikkland
íslenska landsliðið í handbolta,
skipað leikmönnum 21 árs og yngri,
sigraði það gríska í gær 32-20 á HM.
Staðan í hálfleik var 18-10. Páll Þór-
ólfsson gerði 8 mörk, Dagur Sig-
urðsson 6, Patrekur Jóhannesson 5
og Aron Kristjánsson 5. Ingvar
Ragnarsson markvörður var besti
maður liðsins og varði 18 skot.
Undankeppni HM:
Úrslit
1. riðill
Skotland-Sviss...........1-1
Staöan
Sviss.........8 5 3 019-513
Portúga!.......74 2 114-410
Ítalía........74 2 1 15-6 10
Skotland......8 3 3 2 10-9 9
Malta.........9117 3-213
Eistland......7016 1-171
Nssti leikun 22. sept. Eist-
land-ítalfa
2. riðill
England-Pólland..........3-0
Staðan
Noregur......752 020-3 12
England .........8 4 3 1 19-6 11
Holland......7 3 3 1 17-8 9
PóIÍand......63 21 8-6 8
Tyrkland.....8116 7-17 3
San Marino ....8 017 1-32 1
Næstu leikin 22. sept. San Mar-
Íno-Holland, Noregur-Póliand.
3. riðiD
Albanía-Danmörk..........0-1
N.írland-Lettland........2-0
Írland-Litháen...........2-0
Staðan
írland.......10 73 017-2 17
Danmörk.....10 64 014-1 16
Spánn........9531 18-2 13
Ríriand.....105 2 313-1112
Litháen ....12 2 3 7 8-21 7
Lettland.....12 0 5 7 4-21 5
Albanía.....11 12 8 5-21 4
Næsti leikun 22.sept Albanía-
Spánn.
4. riðill
Waies-TékkiySlókvakía....2-2
Færeyjar-Rúmenía .. .........,.0-4
Staðan
Beigfa ......8 7 01 15-3 14
Rúmenía......8512 25-10 11
TékkL/Sló....834118-9 10
Wales........842 216-1010
Kýpur........8215 8-13 5
Færeyjar....100 0101-38 0
Næstu lefidr: 13. okt Rúmenía-
Belgía, Wales-Kýpur.
5. riðfll
Ísland-Lúxemborg.........1-0
Ungverjaland-Rússland....1-3
Staðan
Rússland.......7 5 2 0 15-3 12
Grikkiand......6 4 2 0 6-1 10
ísland.........83 2 3 7-6 8
Ungverjal......7115 5-113
Lúxemborg......6 015 1-13 1
Nssti leikun 12. okt Lúxem-
borg-Grikkland
6. riðill
Finniand-Frakkland.......0-2
Búlgaría-Svíþjóð.........1-1
Staðan
Frakkland....8 6 1114-5 13
Svíþjóð .....8 521 15-5 12
Búlgaría.....84 2 213-8 10
Austurríki...73 0412-10 6
Finnland ....8 116 4-14 3
fsrael.......7 0 2 5 5-21 2
Næstu leikÍR 13. okt Frakk-
land-ísrael, Búlgaría-Austur-
ríkí, Svíþjóð-Finnland.
Þýska knattspyraan:
GÍadbach-Leverkusen ****** v*J2**2
Dortmund-Leipzig.........0-1
Niimberg-Karlsruhe ......1-1
Wattenscheid-Duisburg....0-2
Köin-Dresden.............0-1
Hamborg-Stuttgart........3-2
Eyfólfur Sverrisson skoraði
fyrra mark Stuttgart
Kaiseslautem-Schalke.....0-0
Frankfurt-Freiburg........3-0
ítalska knattspyrnan:
Juventus-Sampdoria........3-1
Atalanta-Reggiana........2-1
Genúa-Cagliari...........1-1
InterMiIan-Cremonese......2-1
Lazio-Parma ......... ..2-1
Lecce-Foggta .......................0-2
Napoli-Torino............0-0
Piacenza-AC Milan........0-0
Udinese-Roma.............0-0