Tíminn - 09.09.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 9. september 1993 Tímiiin MALSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdasljóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Asgrfmsson Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Síml: 686300. Auglýslngaslml: 680001. Kvöldslmar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1368,- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Greiðsluform framtíðar Tæknin í meðferð fjármuna er undraverð og þótt allt verald- legt verðmætamat miðist við peninga, er verið að útrýma þeim með öllu úr viðskiptalífinu. Alls kyns verðpappírar með undirskriftum nær allra annarra en bankastjóra Seðlabank- ans, sem sér um peningaútgáfu, ganga sem greiðslur manna og fyrirtækja á meðal og eru fullgild gögn við uppkvaðningu dóma þegar misbrestur verður á skuldaskilum. Ávísanahefti eru í höndum allra Iaunþega og flestra ann- arra og vilja bankarnir, sem útbýta þeim, helst enga ábyrgð taka á þeirri peningaútskrift allri, enda ekki siður á þeim bæjum að vita mikið um greiðslugetu og áreiðanleika við- skiptamannanna. Með framþróun rafeindatækninnar urðu kreditkortin til og er það lána- og greiðsluform tengt um nær alla heimsbyggð- ina og þykir þægilegt. En allt kostar þetta peninga og fjármálastofnanir og ýmsir fleiri krækja sér f prósentur af öllum þægilegheitunum. Snjallir bankamenn fundu upp á að kalla kostnaðinn þjón- ustugjöld. Eftir því sem tækninni í fjármunahreyfingum fleygir fram bætist á þjónustuna og gjöldin margfaldast. Allt á þetta að efla viðskiptin og gerir eflaust og á sinn þátt í að efla og við- halda neysluþjóðfélaginu. Rétt eina ferðina er búið að finna upp „greiðslumiðil fram- tíðarinnar", sem eru debetkortin, sem eiga að taka flestu fram af allri þeirri þjónustu sem útilokar peninga í viðskipt- um. Munu plastkortafyrirtæki og bankar innleiða herleg- heitin í þjónustustarfsemi sína innan tíðar. En babb er komið í bátinn. Öll stærstu verslanasambönd landsins með Kaupmannasamtökin í broddi fylkingar snúast gegn hinni nýju þjónustu bankanna og skora á félagsmenn sína sem og almenning að taka debetkortin ekki í notkun, þótt viðurkennt sé að þarna sé fundið „greiðsluform fram- tíðarinnar". Ástæðan er sú að bankarnir hafa séð sér leik á borði að auka enn þjónustugjöld sín og ætla sér stóran hlut af þeim kostn- aði sem greiðsluformið býður þeim upp á að óbreyttu. Tékkar eru notendum dýrir og kreditkortin margfalt dýrari og hækka vöruverð umtalsvert. Samkvæmt upplýsingum Kaupmannasamtakanna og samstarfsaðila þeirra gegn notk- un debetkorta ætla bankar að leggja á himinhá þjónustu- gjöld og nota þá fjármuni til að kljást við eigin fortíðar- vanda. Samt sem áður er mælt með debetkortum sem æskilegum greiðslumáta, en aðeins ef fjárpynd af hálfu banka fylgir ekki með í kaupunum. Bankamenn eiga sjálfsagt eftir að svara þessum ásökunum og sýna fram á réttmæti gjaldtökunnar. En eftir stendur að það er undarleg framþróun að tæknin og sjálfvirknin í viðskiptum og bankastarfsemi skuli ávallt kosta viðskiptavinina offjár og þeim mun meiri sem sparn- aðurinn í húsnæði, mannahaldi og pappírsvinnu minnkar. Þetta er öfugþróun miðað við þær væntingar sem gerðar eru þegar tækninýjungar rafeindaævintýranna eru kynntar. Þrátt fyrir alla þróunina og þá miklu þjónustu og þægileg- heit, sem sífellt er verið að boða með nýmóðins greiðslu- miðlum, sýnist augljóst að ódýrasti og hagkvæmasti greiðslumátinn fyrir allan almenning eru gamaldags og trygg peningaviðskipti. Það vita þeir líka sem selja vöru og þjónustu. Og hver veit nema það verði greiðslumáti framtíðarinnar þegar allt kemur til alls, vegna þess að þjónustan og öll tæknivæðingin er svo skrambi dýr. Kannski minnka þá líka eitthvað biðraðirnar í bönkunum, sem eru farnar að lengjast ískyggilega í seinni tíð. i*! um 1 sem em 1 m m. laisenn eins m sem m. $ nema; sériní í leit að sjálfstæðisflokki „Ég er alveg ópólitískur og kýs íhaldið," sagði Haukur pressari Guðmundsson þegar hann var spurður um pólitískar skoðanir sínar. Andstætt Hauki er Albert Guð- mundsson ambassador mikill sjálf- stæðismaður, en á enga samleið með Sjálfstæðisflokknum, að því er hann upplýsti í viðtali við Tímann, sem birt var í gær. Albert segir sinn gamla flokk vera eitthvað allt annað en hann var þegar hann barðist fýrir hugsjón- um sínum og flokksins. Þá var Haukur pressari á dögum og kaus gamla góða íhaldið af öllu sínu hlutleysi. Engar getgátur skulu hafðar uppi um hvort Haukur teldi það hlutleysisbrot að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í dag eða hvort það teldust afskipti af pólitík. Hann lagði sitt sjálfstæða mat á menn og málefni og lét ekki aðra hringla með skoðanir sínar. Samkvæmt því sem Albert sagði Tímanum er hann ekki fráhverfur því að fara í framboð til borgar- stjómar að vori. Hins vegar segist hann ekkert vita hvort sinn gamli flokkur taki við sér. „Þeir þurfa ekk- ert á öðru húsi að halda, svo ég held þeir þurfi ekkert á mér að halda.“ Hér vísar gamli flokksjálkurinn til þess að hann var driffjöðrin í að koma Valhöll upp. Er það félags- heimili Sjálfstæðisflokksins mikil og verðmæt eign og verðugar höf- uðstöðvar Kolkrabbans, sem teygir þaðan fengsæla arma sína í hirslur þjóðfélagsins. Foraar hugsjónir Albert Guðmundsson segir að margir fylgismenn skori á sig að bjóða sig fram til borgarstjómar. Ekki vill hann svara hvort hann geri það undir merkjum Sjálfstæð- isflokksins eða fari í sjálfstætt framboð, en ítrekar enn og aftur að hann sé alltaf sjálfstæðismaður. Hann efast þó um að Sjálfstæðis- flokkurinn sé sjálfstæðisflokkur og á enga samleið með honum eins og hann er f dag. Frjálshyggjustefnan, sem nú er á boðstólum, er ekki sambærileg við gömlu sjálfstæðis- stefnuna, enda er nú um annan og verri flokk að ræða en þann sem Valhöll var reist fyrir með eldmóði hugsjónamanna. Hvergi minnist ambassadorinn á Vitt og breitt Borgaraflokkinn, sem hann stofn- aði og leiddi til glæsilegs sigurs í þingkosningum, en hjaðnaði svo og hvarf út úr veraldarsögunni án þess að skilja annað eftir sig en nokkrar myndir á lögreglustöðinni á Selfossi og umhverfisráðuneyti, sem hefur sér einkum til ágætis að geta af sér mörg og góð embætti, sem auðvitað er hin góða náttúra allra ráðuneyta. Flokkurinn sá verður því ekki endurreistur, enda er Hulduherinn svo rækilega í felum að hann finn- ur ekki einu sinni sjálfan sig leng- ur. Afturhald Pólitísk framtíð Alberts Guð- mundssonar ræðst því annað hvort í eigin framboði eða í Sjálfstæðis- flokknum, þar sem enginn vill hann og hann kærir sig ekkert um að vera í sjálfur. Nema í þeim gamla góða Sjálf- stæðisflokki sem hann gekk ungur til liðs við og varð eftirlæti flokks- systkina sinna í öllum prófkjörum sem veittu honum greiða leið til mikilla metorða, þó aldrei hinna æðstu. Sé rétt skilið, ætlar gamla kempan sér enn eitt hlutverk í brokkgengri sögu Sjálfstæðisflokksins. Hann er ekki fráhverfur framboði á vegum flokksins, en því aðeins að hann verði eins og í gamla daga. Albert ætlar að gera íhaldsflokk úr Sjálf- stæðisflokknum, sem orðinn er gegnsýrður af frjálshyggju og bú- inn að gleyma uppruna sínum og eðli. íhaldsmaðurinn Albert Guð- mundsson hefur fullan hug á að gera íhaldið að afturhaldi og kvitta fyrir syndir frjálshyggjunnar, sem skoðanakannanir sýna ótvírætt að orðinn er næststærsti flokkur Iandsins og er á hraðferð að ná þriðja sætinu eins og horfir. Nú sækir hann inn í sitt gamla vígi, borgarstjórn Reykjavíkur, og ætlar sér stóran hlut þegar kosið verður að vori. Hvort sem hann fer fram á lista Sjálfstæðisflokksins eða meðfram honum, verða áhrif Alberts ótvíræð og fróðlegt verður að fylgjast með þegar hann tekst á við sjálfstæðismenn frjálshyggj- unnar um hina einu og sönnu sjálf- stæðisstefnu, hver sem hún kann að vera. Líkast til hefur Haukur pressari komist næst henni þegar hann kaus íhaldið af einskæru hlutleysi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.