Tíminn - 22.09.1993, Side 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 22. september 1993
Horfur á að bændur verði að farga tíundu hverri
kind í haust:
Greiðslumark til
sauðfjárbænda
verður 7.670 tonn
Landbúnaðarráðherra hefur samkvæmt tillögu framkvæmdanefnd-
ar búvörusamninga ákveðið að greiðslumark til sauöfjárframleiö-
enda haustið 1994 skuli vera 7.670 tonn. Þetta er um 6% minna
greiðslumark en er á þessu hausti. Greiðslur til bænda munu mið-
ast við 7.400 tonn þar sem 270 tonn, eöa sem svarar 55 milljónum
króna, fara til afsetningar innanlands á birgðum kindakjöts.
Greiðslumark á þessu hausti er 8.150
tonn. Skerðingin er því 480 tonn.
Þetta segir hins vegar ekki alla sög-
una. Beinar greiðslur til bænda
koma til með að miðast við 7.400
tonn þar sem 270 tonn fara til að
kosta afsetningu birgða kindakjöts
sem safnast hafa upp vegna sölusam-
dráttar. Mismunurinn á 8.150 tonn-
um og 7.400 tonnum er 750 tonn.
Þetta er um 9,2% samdráttur. Þetta
þýðir að bóndi sem á 400 ær verður
að slátra um 40 ám í haust.
Haukur Halldórsson, formaður
Stéttarsambands bænda, sagðist
sætta sig við niðurstöðu búvöru-
samninganefndar, en sagðist þó ekki
vera yfir sig ánægður með hana. TII-
laga Framleiðsluráðs var að greiðslu-
markið yrði ákveðið 7.800 tonn.
Fulltrúar bænda héldu fast í þessa
tölu og því dróst að ganga frá
greiðslumarki, en það á lögum sam-
kvæmt að liggja fyrir 15. september.
Um tíma var talið líklegt að bændur
myndu fara með málið í gerðardóm
en til þess kemur ekki.
Ágreiningurinn um greiðslumarkið
snerist ekki síst um hvemig ætti að
taka tillit til kjötútsölu sem ríkið
stóð fyrir í fyrrahaust. Bændur töldu
að í forsendum útreikninga greiðslu-
marksins viktaði kjötsala á fyrstu sex
mánuðum þessa árs of mikið. Hauk-
ur sagði að menn hefðu orðið sam-
mála um að nota áfram þá reikni-
formúlu sem nú hefði verið notuð.
Það þýddi að ef sala á þessu verðlags-
ári hefði verið vanmetin þá kæmi
hún bændum til góða síðar.
Haukur sagði að fúlltrúar bænda f
búvörusamninganefnd hefðu látið
bóka að þeir myndu áfram reyna að
sækja til ríkisins fjármagn sem
bændur telja að ríkið skuldi bændum
vegna kjötútsölunnar frá því í fyrra.
Þar er um einar 50 milljónir að tefla.
Búvörusamninganefnd bókaði einn-
ig sameiginlega að við mótun reglu-
gerðar um greiðslu atvinnuleysis-
bóta til sjálfstætt starfandi atvinnu-
rekenda yrði að taka tillit til bænda,
en bændur hafa í nokkur ár greitt
tryggingagjald í Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð án þess að eiga kost á því að
fá atvinnuleysisbætur. -EÓ
Stéttarfélag verkfræðinga segir að nokkuð sé um að
raflagnir séu hannaðar af mönnum sem ekki hafa
menntun til þess:
Sveitarfélög brjóta
ákvæði byggingarlaga
Stéttarfélag verkfræðinga hefur sent
öllum sveitarfélögum f landinu bréf
þar sem þess er krafist að ákvæði
byggingariaga um menntun bygg-
ingafulltrúa verði virL Félagið telur
sig hafa heimildir fyrir því að stun
félög bijóti byggingarlög. Félagið
segir ennfremur að við raflagna-
hönnun séu ákvæði byggingarreglu-
geröar þverbrotin.
Frá þessu er greint í fréttabréfi
Stéttarfélags verkfræðinga.
í 21. grein byggingarlaga segir að
byggingafulltrúi skuli vera arkitekt,
byggingafræðingur, byggingatækni-
fræðingur eða byggingaverkfræðing-
ur. Verkfræðingar telja sig hafa heim-
ildir fyrir því að þessu ákvæði sé ekki
framfylgt í öllum sveitarfélögum og
Jress vegna hafi öllum sveitarstjóm-
um verið send skrifleg mótmæli.
Verkfræðingar telja einnig að
ákvæði byggingarreglugerðar séu
þverbrotin við hönnun raflagna. í
reglugerðinni segir að aðaluppdrætti
og séruppdrætti af húsum og öðmm
mannvirkjum megi einungis gera
arkitektar, byggingafræðingar,
tæknifræðingar og verkfræðingar,
hver á sínu sviði.
Verkfræðingar segja að eins og stað-
an sé í dag hanni rafvirkjar og raf-
virkjameistarar raflagnir í stómm
stfl. Dæmi séu um að arkitektar
hanni raflagnir og leggi inn hjá bygg-
ingafulltrúum og rafveitum til sam-
þykktar, en arkitektar hafi enga þekk-
ingu á rafmagni. Stéttarfélag verk-
fræðinga hefur hafið aðgerðir til að
koma í veg fyrir þetta. -EÓ
Hætta skal að miða lán
við lánskjaravísitölu
„Neytendasamtökin telja mikilvægt aö eigið fé heimilanna, ein-
staklinganna og fyrírtækjanna sé ekki eyðilagt með því að gervi-
heimur lánskjaravísitölunnar fái óhindrað að eyðileggja íslenskt
efnahagslíf," segir m.a. í nýlegrí samþykkt samtakanna um afnám
vísitölubindingar lána.
NS telja nauðsynlegt að nú þegar
verði hætt að miða lán við lánskjara-
vísitölu eða þá að útreikningi vísitöl-
unnar verði breytt svo að hún mæli
allar breytingar, lækkanir jafnt sem
hækkanir á markaðnum, enda sé önn-
ur viðmiðun röng.
Neytendasamtökin benda á að vaxta-
taka af lánum sem bundin eru láns-
kjaravísitölu sé óeðlileg. Þannig séu
vextir á greiðsludegi miðaðir við upp-
færðan höfuðstól í stað þess að reikna
breytingu höfuðstólsins yfir allt tíma-
bilið. „Þetta þýðir að því hærri sem
verðbólgan er, þeim mun meira er
vaxtaokrið".
Neytendasamtökin hafa bent á að
skuldir íslenskra heimila hafi vaxið
gífurlega á undanfömum árum.
Ástæða þess sé m.a. sú, að þorri fjár-
festingalána sé bundinn lánskjaravísi-
tölu. Á sama tíma og fasteignaverð
lækki og dragi úr hagvexti með með-
fylgjandi kjararýmun þá hækki láns-
kjaravísitalan. Þetta stafi af því að við
útreikning vísitölunnar séu mikilvæg-
ir þættir undanskildir, svo sem verð-
breytingar á fasteignum.
„Neytendasamtökin telja gildandi
reikningsgmndvöll lánskjaravísitöl-
unnar rangan og telja jaftiframt ólík-
legt að hægt sé að finna reiknings-
gmndvöll fyrir slíka vísitölu sem mæli
allar þær hræringar sem gerast á
markaðnum. Því er hætta á að lang-
varandi vísitölubinding leiði til stöðn-
unar og afturfarar, svo sem raun hefur
orðið hér á landi.“ -HEI
Þór Jónsson, nýráðinn ritstjóri Tfmans.
Tímamynd Pjetur.
Þór Jónsson, nýráðinn ritstjóri Tímans:
Ætlunin er að ná
til breiðari
„Þetta verkefni leggst Ijómandi vel í mig og ég hlakka til að taka
til starfa. Það verður ekki umbylting á blaðinu heldur þróun og
ég hef trú á að sígandi lukka sé best,“ segir Þór Jónsson, ný-
ráðinn rítstjórí Tímans, sem ætlar blaðinu að ná til breiðarí
hóps en veríö hefur á miðju og vinstrí væng stjómmálanna.
Hann segir að fréttastefna blaðsins eigi aö vera óháð öllum
hagsmunaöflum. Hann segist ekki hafa heyrt að til standi að
breyta nafni blaðsins.
Eins og komið hefur fram gekk
stjóm Mótvægis, útgáfufélags Tím-
ans, frá ráðningu ritstjóra á fundi
sínum í gærmorgun og stóð valið á
milli Þórs og þriggja annarra um-
sækjenda.
Þór Jónsson mun taka til starfa á
næstu vikum. Hann er 29 ára gam-
all og nam fjölmiðlafræði við Blaða-
mannaháskólann í Stokkhólmi og
lauk þaðan prófi vorið 1991. Hann
var blaðamaður á Tímanum árin
1986 til 1988 og var fréttaritari
Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1990 til
1992.
Þór vill að Tíminn nái til breiðari
hóps en verið hefur. „Ég álít að
skortur sé á blaði með þessum
breiða grundvelli þar sem eigi að-
gang fólk sem alla jafna á ekki greið-
an aðgang að öðrum öflugum fjöl-
miðlum. Þá er ég að tala um fólk á
þessu sviði stjómmála á miðju og
vinstra megin við miðju," segir Þór.
Um fréttastefnu blaðsins segir Þór:
„Hugmyndin er sú að ritstjóm frétta
sé óháð og hún verður að þora að
beina spjótum sínum hvert sem er.
Það er ritstjóra að standa vörð
ásamt fréttastjóra um það sjálfstæði
gagnvart alls konar hagsmunaöflum
og þá ekki síst eigendum þessa
blaðs.“
Þór vísar til þess að oft hafi frétta-
stefna blaðsins þó verið hörð og
boðar þá steftiu áfram. „Ég tel hins
vegar nauðsynlegt að þetta sjálf-
stæði sé fyrir hendi og að blaðið
verði vettvangur fyrir miðju- og
vinstrifólk og aðra hópa," bætir
hann við.
Þór segir að jafhvel þó að vilji hafi
staðið til að gera álíka breytingar
áður á blaðinu, hafi það liðið fyrir
það að vera flokkspípa og enginn
hafi treyst því að blaðið væri opið.
hóps
„Þetta traust þarf að ávinna sér og
virðingu til þess að breiðfylking geti
myndast um blaðið. Þetta hefúr ver-
ið flokksmálgagn og það hefur ekki
farið fram hjá neinum," segir Þór.
Hann vill lítið tjá sig um á þessu
stigi hvaða útlitsbreytingar lesend-
ur Tímans munu geta átt von á en
segir þó að byrjað verði á að létta út-
lit blaðsins. „Ég hef kallað það að
gefa blaðinu andlitslyftingu," segir
Þór en bendir jafnframt á að ekki
standi til að umbylta því. „Ég tel rétt
að þróa blaðið frá því sem það er
núna. Ég er að koma inn í fyrirtæki
sem nú þegar er rekið og byggir á
vissum gmnni. Hér er ekki ætlunin
að beygja af leið og búa til nýtt
blað," segir Þór.
Um efnistök blaðsins segir Þór:
„Þetta á að verða alhliða upplýsinga-
miðill. Þama er ætlunin að hafa
góða menningarumfjöllun ásamt
því að hafa góðar fréttaskýringar."
Hann segir að breyttu blaði fylgi
óhjákvæmilega mannabreytingar
en eins og kunnugt er var starfs-
mönnum blaðsins sagt upp störfum
á dögunum. Þór segir að þessi mál
skýrist á næstunni.
-HÞ
Formannaskipti í
stjórn Mótvægis hf.
Jón Sigurðsson hefur sagt af sér
stjómarformennsku í Mótvægi hf.,
útgáfufélagi Tímans. Jíú er lokið
mikilvægum fyrsta áfanga í starfi fé-
lagsins. Ég taldi rétt að nýr formaður
væri í takt við meirihluta stjómar svo
og framkvæmdastjóra og ritsljóra í
næstu áföngum,“ segir Jón m.a. um
ástæður þessa. Jón vildi ekki svan
því hvort hann væri óánægður með
að ekki skyldi vera talað við alla um-
sækjendur um stöðu ritstjóra. Stein-
grímur Cunnarsson varaformaður
hefur tekið við stjórnarformennsku.
Jón segist ekki vera á leið út úr stjóm
blaðsins þrátt fyrir þetta. Hann segir
að engar deilur hafi verið um afsögn
sína.
Jón segist hafa haft aðrar hugmyndir
um framtíðarhorfúr blaðsins en aðrir
í stjóminni og félaginu. Þar vísar
hann m.a til greinar sem hann skrif-
aði í blaðið þann 14. september s.l.
Þar leggur Jón m.a áherslu á efnis-
Jón Sigurðsson, fráfarandl
stjómarformaður Mótvægls hf.
umfjöllun blaðsins sem hann vill kalla
greinablað fremur en fréttablað Þar
sagði Jón m.a: „Tíminn er að jafnaði
vel skrifað blað, ekki hnökralaust að
útliti, en yfirleitt vandað að efni og
efnismeðferð svo langt sem það nær.
Það þari að efla sjálfstraust starfs-
manna blaðsins með því að viðra störf
þeirra og minnast þess sem vel er
gert.“
Þess má geta að Birgir Guðmunds-
son, fréttastjóri Tímans, var meðal
umsækjenda en umsókn hans hlaut
ekki stuðning. Jón tekur fram að-
spurður að í því felist á engan hátt
vanmat á störfum og hæfileikum
Birgis. Fram hafi komið áhersla á að fa
utanaðkomandi mann til starfsins.
Jón vill taka fram að Þór Jónsson, ný-
ráðinn ritstjóri, hefði fengið hreinan
meirihluta í stjóminni. „Eg var þátt-
takandi í að mynda þann meirihluta
og það er enginn ágreiningur um það.
Það sem er um að ræða er að ákveðn-
um áfanga í starfsemi fyrirtækisins er
lokið. Það er nýr áfangi að hefjast,"
segir Jón. -HÞ