Tíminn - 25.09.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 25. september 1993
Ungmenna-
félag íslands
hefur látið gera
úttekt á
skógræktarstarfi
ungmennafélaga
frá upphafi
Björn B. Jónsson:
Björn B. Jónsson hefur rannsakað
skógrækt á vegum íslenskra ung-
mennafélaga frá upphafi og árang-
ur hennar. Rannsóknin var gerð
að tillhlutan Ungmennafélags ís-
Iands. Björn hefur safnað gögnum
um þessa starfsemi félaganna og
er um þessar mundir að taka sam-
an niðurstöður og kemur þar fjöl-
margt forvitnilegt í ljós:
Árið 1910 voru 10 ungmennafé-
lög á íslandi byrjuð í skógrækt. Af
þeim eru fimm enn í skógrækt.
1915 voru 35 félög í skógrækt. 28
þeirra eru enn að.
1920 var 41 félag í skógrækt. 31
þeirra er enn að.
1930 voru 46 félög í skógrækt. 37
þeirra eru enn að.
1940 var 61 félag í skógrækt. 42
þeirra eru enn að.
1950 voru 79 félög í skógrækt. 51
þeirra er enn að.
1960 voru 92 félög í skógrækt. 70
þeirra eru enn að.
1970 voru 82 félög í skógrækt. 70
þeirra eru enn að.
1980 voru 80 félög í skógrækt. 72
þeirra eru enn að.
1990 var 91 félag í skógrækt. 85
þeirra eru enn að.
Árið 1992 voru alls 113 svæði
undir skógrækt hjá 96 ungmenna-
félögum innan Ungmennafélags
íslands. Á 43 stöðum var að finna
skóg eða að skógrækt er hafin við
félagsheimili eða íþróttamann-
virki. Níu golfklúbbar innan UMFÍ
hafa byrjað gróðursetningu á golf-
svæðum sínum. Hreint afmarkað-
ir skógarreitir árið 1992 hjá ung-
mennafélögunum eru alls 57.
Auk þessa hafa mörg félög plant-
að trjám heima við bæi, í skóg-
ræktargirðingar í eigu annarra,
látið plöntur af hendi til gróður-
setningar heima við bæi, eða tekið
þátt í útplöntun hjá t.d. skógrækt-
arfélögum, Skógrækt ríkisins og
sveitarfélögum.
Björn er langt kominn með nám
í skógfræðum í Finnlandi en á sín-
um tíma gáfu finnsk stjórnvöld
eitt háskólanámspláss í skógfræð-
um í tilefni af afmæli Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta íslands,
og hreppti Björn hnossið. Hann
var þá garðyrkjubóndi að Stöllum
í Biskupstungum en seldi stöðina
og tók sig upp ásamt fjölskyldu
sinni og fluttist til Finnlands til
að hefja námið. Þetta var vorið
1991. Hvað kom til að garðyrkju-
bóndi tók sig upp til að hefja há-
skólanám?
Úr búskap í skóg-
fræðinám
„Ég byrjaði að búa árið 1975 í
Neðra-Dal í Biskupstungum en
byggði síðan upp garðyrkjustöð-
ina Stalla í túninu heima að
stærstum hluta á árunum 1977-
1984. Þegar fjárhagurinn var aftur
að rýmkast eftir það tók ég mig
upp, seldi stöðina og fór í skóg-
fræðinámið sem nú sér fyrir end-
ann á í árslok 1994.
Aðdragandinn að því að ég hóf að
rannsaka skógræktarstarf ung-
mennafélaga frá upphafi, er sá að
ég hef frá æsku verið ungmenna-
félagsmaður og var áður í stjórn
Héraðssambandsins Skarphéðins.
Eftir að vera byrjaður í náminu
jókst áhugi minn á að skoða hvað
ungmennafélögin hafa gert í skóg-
ræktarmálum frá upphafi og síðan
varð það úr að stjórn Ungmenna-
félags íslands fól mér þetta verk í
upphafi árs 1992.
Ég kom síðan heim frá Finnlandi
í fyrrasumar. Þá kom ég heim í
sumarfríinu, safnaði gögnum og
vann síðan úr þeim úti í Finnlandi
f fyrravetur og skilaði fyrstu nið-
urstöðum af mér nú í vor. Þeim
niðurstöðum er nú verið að koma
út til félaganna. í framhaldinu má
gera ráð fyrir að skógræktarstarf
ungmennafélaganna verði metið
og ný stefna mörkuð."
„Ræktun lands
og lýðs“
Það olli Birni nokkrum örðug-
leikum í upphafi athugunar hans
að úttekt af þessu tagi hafði ekki
fyrr verið gerð hér á landi á sam-
bærilegu starfi ákveðins hóps
þannig að hann þurfti að upp-
hugsa frá grunni hvernig hann
stæði að verki, auk þess sem hann
varð að hanna öll eyðublöð sjálfur.
íslendingar voru að byrja á skóg-
rækt um síðustu aldamót, t.d. á
Hallormsstað og víðar en að sögn
Björns á sjálf vakningin sér hins
vegar stað innan ungmennafélags-
hreyfingarinnar þegar hún er
stofnuð upp úr aldamótunum, en
eitt af markmiðum hennar var og
er einmitt ræktun lýðs og lands.
Ræktun lands var m.a. skógrækt
auk fjölbreyttrar annarrar rækt-
unar.
„Ungmennafélagsvakningin fól í
sér ræktun lýðs og lands og til-
gangur hreyfingarinnar var ekki
endilega sá að fara út í nytjaskóg-
rækt heldur átti að rækta landið,
fá skjól og gera landið byggilegra.
Hugmyndin var sú að ungmenna-
félögin myndu byrja þetta starf
smátt og smátt, síðan myndu aðr-
ir taka við. Þannig má segja að
landgræðsluskógar séu gömul
hugmynd.
Skógræktarátak
aldamótabama
Mjög almennur áhugi virðist hafa
kviknað fljótt og orðið almennur
og mjög víða var plantað. Ung-
mennafélögin girtu af skógrækt-
arreiti víða en auk þess fór fólk að
planta út trjáplöntum heima við
bæi. Þannig er í dag ógjörningur
að sjá hve margir gamlir skóg-
ræktarreitir heima við bæi eru
beinlínis gerðir af ungmennafé-
lögum og hve margir óbeint. Það
er þó Ijóst að þeir skipta hundruð-
um — minnst 500.
Allt í kringum landið gefur því
enn að líta litla trjáreiti í kringum