Tíminn - 25.09.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 25. september 1993
Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisgerðarinnar Góu og súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu hf. á Akureyri:
„Hæfilega bjartsýnn
á framtíð Lindu hf.“
Nú er tæpur mánuður frá því Helgi
Vilhjálmsson í Góu festi kaup á
Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu hf. á
Akureyri. Helgi segist bjartsýnn á
reksturinn þó að enn sé ekkert hægt
að segja til um framtíðina, því stutt
sé liðið frá kaupunum. Helgi er
harðorður í garð stjómvalda, lífeyr-
issjóða, verkalýðsfélaga og iðnrek-
enda hér í viðtali. Hann gagnrýnir
aðför að íslenskum landbúnaði og
segir að röðin sé komin að honum
eftir aðför að íslenskum iðnaði.
Helgi sagði í samtali við Tímann að
honum litist ágætlega á framhaldið
hjá Lindu, þótt eflaust væri dálítið
snemmt um það að segja nú. „Ég
vona að reksturinn gangi vel, en
maður bjargar þessu ekki á 30 dög-
um.“ Varðandi framtfð Lindu á Ak-
ureyri sagði Helgi að allt væri opið í
þeim efnum og gaf jafnframt í skyn
að möguleikar væru á að Góa flytti
norður yfir heiðar. „Ef þeir ætla að
vera svo vitlausir hér á Stór-Reykja-
víkursvæðinu, að okra á manni bæði
í rafmagni, fasteignagjöldum og
gatnagerðargjöldum, þá er ekkert
mál að vera fyrir norðan. Það er jafn
auðvelt að flytja norður, eins og að
HJALPUM
OKKUR SJALF
— veljum íslenskt
I'STAK Dagblaðið TIMINN Lynghálsi 9, sími 686300
OSTA- 06 SMJÖRSAI4N ^irv Bitruhalsi 2 Rey^javik f rh\ 691600 W mm mif.
VÍKING-eÉíjGG hf. AKUREYRI ■\ 4|| HÚSAVÍK
Llnda hf. er gamalgrólö fyrlrtækl, sem nú er f eigu Helga Vllhjálmsson-
ar í Góu. Hann seglr aö þær vörur sem fyrirtækiö framleiölr séu góðar
og þekktar, og því þurfi ekkl aö hefja markaðsstarf frá grunni. Meö-
fylgjandi mynd er úr gamalll auglýsingu, sem staöfestir þessl orö
Helga.
flytja suður. En reyndar sýnist mér
sveitarfélögin út á landi vera jafn
sofandi og kjósa að eyða fjármunum
frekar í listasöfn, en í það sem skap-
ar vinnu. Ég er ekki á móti listasöfn-
um en verðum við ekki að hafa
vinnu fyrst?“ Með þessu átti Helgi
við listasafnið sem Akureyrarbær
opnaði á dögunum f Listagilinu og
sagði: „Það er dálítið skrítið að á
meðan Akureyrarbær henti tugum
milljóna í listasafn þá mátti Linda
fara út í hafsauga."
Aðspurður um hvort verksmiðjan
sem slík væri ekki úrelt sagði Helgi
að að einhverju leyti væri hún það.
Hins vegar væri búið að setja á
markað mjög skemmtilega vöru og
slíkt yrði aldrei úrelt, nema menn
tækju upp á því að hætta framleiðsl-
unni, því mikla fjármuni kostaði að
markaðssetja nýja framleiðslu.
„Linda er þekkt merki með góða
vöru, eins og Lindu-buff, konfekt og
suðusúkkulaði, sem við þurfum að
hjálpa og við það er ég að glíma
núna.“
Helgi var þungorður í garð lífeyris-
sjóða og verkalýðsfélaga vegna mál-
efna Lindu hf. á Akureyri. „Þessir
aðilar eru búnir að mergsjúga
starfsmenn og fyrirtækið í áratugi
með félagsgjöldum, en í stað þess að
leggja hönd á plóginn og hjálpa því,
eru peningarnir lagðir í laxeldi og
listasöfn. Ef þessir aðilar, sem eiga
milljarða, ætla ekki að styðja við
bakið á fyrirtækjum, en þess í stað
að leika sér f fínum kokkteilboðum
og sofna, þá fá þeir ekki gjöldin sem
þeir byggja tekjur sínar á, því þá
verða allar vörur fluttar inn.“
Varðandi framtíð sælgætisiðnaðar
á íslandi var ekki síður þungt hljóð
honum í garð stjórnvalda og jafnvel
iðnrekenda. Hann tiltók þann
skollaleik sem fram hefur farið
vegna innflutnings á landbúnaðaraf-
urðum sem væri upprunninn í her-
búðum Alþýðuflokksins og hans
ráðherra og sagði landbúnaðinn
vera að ganga í gegnum það sama og
annar íslenskur iðnaður. Það væri
búið að eyðileggja húsgagnaiðnað-
inn, skóiðnaðinn og hálfeyðileggja
sælgætisiðnaðinn og nú væri röðin
komin að landbúnaðinum. „Neyt-
endur verða að taka fram fyrir hend-
urnar á blindum mönnum, því
stjórnvöld virðast vera blind. Það er
neytandinn sem getur gert eitthvað
í þessu. Hann spyr: „Hvað er að ger-
ast? Sonurinn missti vinnuna í Góu
og gengur atvinnulaus. Hvað er
hægt að gera? Það má reyna að
kaupa íslenska framleiðslu, ef hún
er jafngóð og verðið sambærilegt og
jafnvel þótt það sé aðeins hærra. Það
er betra að kaupa íslenskt dýrara, en
að sonurinn sé atvinnulaus."
Helgi gagnrýndi Félag íslenskra
iðnrekenda og sagði það ekkert vera
nema hagsmunagæslufélag fyrir
innflytjendur, en ekki fyrir íslenska
framleiðendur, og bjóst hann ekki
við öðru en að hann myndi hætta
þátttöku í þeim félagsskap.
-PS
lelkmenn
ársins ‘93
Lesendum Tímans gefst kostur á að velja Tíma-leikmenn ársins í knatt-
spymu, sem valinn verður í samstarfi við Hótel Örk og Adidas.
Tíma-leikmenn 1. deildar karla og kvenna fá að launum Sælulykil að
Hótel Örk í Hveragerði fyrir tvo, sem samanstendur af gistingu í eina
nótt, þriggja rétta kvöldverði, dansleik og morgunverði.
Þá verða dregin út nöfn þriggja aðila, úr innsendum svarseðlum, og fá
þeir heppnu Adidasvörur frá Sportmönnum hf.
Næstu daga munu birtast svarseðlar á íþróttasíðum blaðsins, en skilaffest-
ur seðlanna er til 28. september næstkomandi, merkt „Tíma-leikmenn
ársins, Lynghálsi 9, 110 Reykjavík“.
hótel öbk adidas=
PARADÍS RÉTT HANDAN WÐ HÆÐINA