Tíminn - 25.09.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. september 1993
Tíminn 13
Þurrpækill
á rúllupvlsu
1/2 dl salt
1/2 dl sykur
1 tsk. saltpétur
Blandið vel saman, nuddið utan á
rúllupylsuna og geymið hana í
pæklinum í plastpoka, sem loka
skal vandlega, og geymið í ísskáp í
um það bil fjóra daga. Sjóðið
rúllupylsuna í rúmlega eina
klukkustund, sem reyndar fer eft-
ir stærð, og setjið hana í létta
pressu. Gott er að pressa rúllu-
pylsuna og reyndar kjötpylsur yf-
irleitt í plastpoka, svo soðið renni
ekki frá þeim.
Hreinsa skal æöar úr lifrinni áöur en hún er hökkuð. Hræriö I lifrarpylsunni
meö hendi eöa sleif.
Hafiö keppina rúmiega hálffulla, saumiö fyrir og jafniö í keppnum.
Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari bendir lesendum Tímans á nýja
aðferð við matreiðslu á lifur, sem hann hefur reyndar notað lengi:
„Lifrarbollur" fyrir börnin
Úlfar Eysteinsson, matreiðslu-
meistari og veitingamaður á Þrem
frökkum, hefur verið þekktur fyrir
að fara ótroðnar slóðir í matargerð.
Hann hefur þó ekki verið þekktur
fyrir sláturgerð og af þeim sökum
hafði Tíminn samband við Úlfar og
var hann spurður hvort hann hefði
ekki einhvem rétt á takteinum sem
væri búinn til úr slátri.
Úlfar var fljótur til svars og benti á
fljótlegan rétt sem hægt væri að búa
til úr lifur, nokkurs konar lifrarboll-
ur eða klattar, þar sem lifrin er
hökkuð saman við hráar kartöflur.
Úlfar sagði að rétturinn væri sér-
staklega heppilegur fyrir yngri kyn-
slóðina. „Það eru svo mörg böm sem
vilja ekki borða lifur, en með því að
gera þetta verður hún mjög meyr,
eiginlega eins og hamborgari. Eg
gerði þetta fyrir mín böm, sem nú
em vaxin úr grasi og ég vona að þau
geri þetta fyrir sín böm,“ sagði Úlfar
Eysteinsson matreiðslumeistari í
samtali við Tímann.
Lifrarbollur
500 gr lifur
250 gr hráar
Þykkvabæjarkartöflur
Lifrin og kartöflumar eru hakkaðar
saman. Bollumar eru skammtaðar á
pönnuna með skeið og með þessu er
hægt að nota kokteiisósu, hráan
lauk, franskar kartöflur eða soðnar.
Þá er hægt að laga lauksósu og hafa
með og einnig spælt egg. „Þegar
þetta hefur verið hakkað, verður úr
þessu lint, hálfgert deig og síðan
notaði ég bara stærstu skeiðina á
heimilinu og hellti á pönnuna og
þar jafnaðist það úr deiginu. Þetta er
afskaplega fljótlegt og það má segja
að þetta sé svona ný leið til að fá
yngri kynslóðina til að borða lifur,
enda er gífurlega mikið af bætiefn-
um í henni.“ -PS
KitchenAid
ORÐSENDING
Okkur er ánægja að tilkynna að við höfiim tekið að okkur um-
boð á íslandi fyrir KitchenAid. Hrærivélar og úrval fylgihluta
er nú fyrirliggjandi hjá okkur og söluaðilum um land allt.
íslenskur leiðarvísir fylgir öllum vélum og hússtjómarkennari
okkar, Dröfh H. Farestveit, veitir faglega ráðgjöf.
KitchenAid' — Mest seldu hrærivélar á íslandi í 50 ár!
Eínar
Fanestveit&Co.hf
Borgartúni 28 V 622901 og 622900
VESTFROST A FRAB/ÍRU VERÐI
..yoM^Knur í mörgum stœrðum
Yfir 25 ára reynsla á íslandi.
Niðurfall í botni fyrir afþíðingu
Óryggisrofar v/hitabreytinga og bama
Spamaðarsfilling - djúpfrystirofi
Ljós í loki
Danfoss kerfi
Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð
Úrval kœli- og
frystiskápa
Orkusparandi -
Tvœr pressur í
sambyggðum
skápum
Hœgri eða vinstri
opnun
Djúpfrystirofi -
öryggisrofi
Danfoss kerfi
ocííSesi
• FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 •
ÓÝRAR FRYSTIKISTUR, KÆLI - OG FRYSTISKÁPAR
Slátursala I Miövangi, en hún er síöasta kaupfélagsverslunin á höfuöborgar-
svæöinu. Verslunin er f eigu Kaupféiags Suöurnesja. Tlmamynd Ámi Bjama
Síður en svo að sláturgerð virðist á leiðinni að
leggjast niður:
MEIRA OG MEIRA BER
Á ÞVÍ AÐ UNGT FÓLK
TAKI SLÁTUR
„Það er ekki spuming, að þetta em
mjög góð matarkaup,“ sagði hann
Jónas starfsmaður í Miðvangi í
Hafnarfirði, þar sem slátursala
stendur nú yfir. Hvert slátur með
sviðnum haus kostar þar 509 krón-
ur. Að sögn Jónasar virðist þeim
fremur fjölga en fækka sem kaupa
og gera slátur. Það bæri líka meira
og meira á því að unga fólkið taki
slátur. Hann sagðist því síður en svo
hafa trú á því að sláturgerð sé neitt á
leiðinni að leggjast af í landinu,
meðan svo er.
Jaftiaðarlega taldi Jónas að um 150
slátur seljist á dag. Mest sé hún fyrir
og um helgar, mikil ös á fimmtudög-
um, föstudögum og laugardögum.
Að öllu óbreyttu verður ófrosið slát-
ur til sölu 2-3 vikur til viðbótar í
Miðvangi.
- HEI