Tíminn - 05.10.1993, Page 3
Þriðjudagur 5. október 1993
Tíminn 3
Hávaxtastefnan fælir fólk frá því að fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja
en kaupir í staðinn ýmis konar vaxtabréf. Dagsbrún:
Alls staðar samdrátt-
ur og hvergi gróska
Hjúkrunarforstjöri Landspltaíans um afleíðingar
þess að foreldrar leikskólabarna hætti um áramót:
Guömundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannafélagsins Dags-
brún, telur að atvinnuleysið muni
bitna einna harðast á höfuðborgar-
svæðinu í vetur og spáir því að um
700 manns verði án atvinnu hjá fé-
laginu þegar mest verður. Það er
aukning um 200 manns þegar
ástandið var einna verst í vetur sem
leið. Þegar eru um 300 manns á at-
vinnuleysisskrá hjá félaginu og að
jafnaði fjölgar á skránni um 30-50
manns á hverjum hálfum mánuði.
„Ég spáði 500 þá og það gekk eftir.
Það er engin hreyfing á neinu í at-
vinnulífinu, alls staðar samdráttur
og ég sé hvergi grósku; þetta er
óhugnanlegt helvíti. T.d. eru bygg-
ingar og aðrar verklegar fram-
kvæmdir algjörlega að detta. Þá er
fólk hætt að leggja fjármagn í at-
vinnurekstur. Atvinnulífið er að
kikna undan vaxtabyrðinni sem er
að seigdrepa allan fyrirtækjarekstur.
Þess í stað fjárfestir fólk í ýmis kon-
Guömundur J. Guömundsson,
formaöur Dagsbrúnar.
ar öðrum bréfum sem gefa af sér
góða ávöxtun," segir formaður
Steingrímur seg
ir sig úr stjórn
Mótvægis
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins og
fyrrverandi stjómarformaður blað-
stjómar Tímans, hefur sagt sig úr
stjóm Nótvægis hf. sem gefur Tím-
ann út Steingrímur tilkynnti þessa
ákvörðun á fundi stjómar Nótvægis
ígær.
„Ástæðan er einfaldlega sú að ég
heyri raddir, m.a frá starfsmönnum
Tímans og fleirum, að það skaði fyr-
irtækið að ég, sem formaður Fram-
sóknarflokksins, sitji í stjórn. Ég vil
alls ekki liggja undir því að ég sé að
skaða þetta fyrirtæki. Ég held að það
sé nóg samt. Það hefur mikill rógur
verið breiddur út um það. Ég ákvað
þess vegna að segja mig úr stjóm-
inni og óska bara fyrirtækinu góðs
gengis," sagði Steingrímur.
Hrafn Magnússon framkvæmda-
stjóri tekur sæti Steingríms í stjóm-
inni.
Á stjómaríúndinum var jafnframt
samþykkt að óska eftir endurskoðun
á samningi Mótvægis við Framsókn-
arflokkinn um notkun á nafni Tím-
Umhverfisráðherrum Norðurlanda lýst vel á samnor-
ræna umhverfisskatta og gjöld:
Vantar meiri peninga
og fleiri markmið
Umhverfisráðherrar Norðurtandanna, sem funduðu I Kalmar í Sví-
þjóð, eru á einu máli um að þá vanti meiri peninga og fleiri raun-
hæf markmið til samnorræna umhverfisstarfsins. Sameiginlegir
norrænir umhverflsskattar og gjöld gætu verið mikilvægur þáttur
í framkvæmd sameiginlegrar stefnuáætlunar.
Áætluninni er ætlað að vera grund-
völlur aukins norræns samstarfs í
umhverfismálum. Með sameiginleg-
um aðgerðum, t.d. aðstoð við Eystra-
saltslöndin, nái Norðurlöndin aukn-
um áhrifum bæði pólitískt og efna-
hagslega.
Að frumkvæði íslands samþykktu
umhverfisráðherrar Norðurlanda að
senda breska umhverfisráðherranum
Dagsbrúnar.
Samkvæmt nýrri þjóðhagsáætlun
er gert ráð fyrir 5%-5,5% atvinnu-
leysi að jafnaði á næsta ári. Það þýð-
ir að allt að 7200 manns verði án at-
vinnu og hefur ástandið ekki verið
svo alvarlegt í ein 25 ár, eða frá
kreppunni í kringum 1968 þegar
síldin hvarf.
Hjá Dagsbrún eru þegar um 300
manns án atvinnu og að jafnaði
koma þetta frá 30-50 manns til að
skrá sig atvinnulausa á hverju hálf-
um mánuði.
Þrátt fyrir ýmsar tillögur og ábend-
ingar til nýsköpunar í atvinnumál-
um sem aðilar vinnumarkaðarins
lögðu fyrir ríkisstjórnina í tengslum
við gerð síðustu kjarasamninga,
virðist lítið lífsmark hjá stjórnvöld-
um við að reyna að koma einhverj-
um þeirra í verk.
„Stjórnvöld hafa ekkert litið á þess-
ar tillögur og þetta er bara látið
draslast niður.“
Guðmundur J. segir að minnkandi
kaupmáttur fólks, eftir undan-
gengnar kjaraskerðingar, atvinnu-
leysi og vegna lágs kaups, sé farinn
að valda atvinnuleysi.
„Þau kvarta mjög mörg iðnfyrir-
tækin. Það er minna keypt, veltan
minnkar og þannig myndast þessi
vítahringur.“
Þá gagnrýnir formaður Dagsbrúnar
harðlega þá fjárfestingarstefnu sem
viðgengst hefur í sjávarútveginum á
liðnum misserum. Hann segir að
þrátt fyrir að nær allir viðurkenni að
flotinn sé of stór þá sé haldið áfram
að fjárfesta í fiskiskipum en lítið
sem ekkert í vinnslunni eða í rann-
sóknir sem miði að frekari nýtingu
afla, meiri verðmætasköpunar og
nýrra atvinnutækifæra. -grh
Spítalinn
yrði nær
óstarfhæfur
JVIæti þessi hópur ekki tíl vinnu er spítalinn ekki starfshæfur," segir
Ragnheiður Haraldsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Landspítalanum, konti
tii þess að starfsemi leikskóla ríkisspítala verði iögð niður og foreldrar
leggi niður störf um áramót eins og þeir ályktuðu um að gera á fundi
nýiega. Hún telur að erfltt gæti veríð að halda uppi starfsemi bráða-
deflda sem og vöku- og gjörgæsludeildar. Þegar síðast fréttist höíðu
engar viðræður átt sér stað við borgaryfirvöid um að taka við rekstrin-
um.
Ragnheiður segir að þess hafi
jafnan verið gætt að vemda
ákveðna og mikilvæga þjónustu
spílalans þrátt fyrir sumarlokanir,
niðurskurð, uppsagnír o.fi. „Fari
svo að fólk ætli að ganga út hér og
þar um alla stofnun er við miklu
verri mál að eiga,“ segir Ragnheið-
ur og óttast um starfsemi vöku-
deildar, gjörgæsludeildar og
bráðamóttöku. Hún segist ekki
vilja hugsa þá hugsun til enda, fari
svo að fólk sjái sér ekki fært að
mæta til vinnu um áramót.
Ragnheiður segir að bráðadeildir
spítalans yrðu fljótlega mjög illa
úti sem og vökudeild en þar eiga
rúm 40% hjúkrunarfræðinga
böm á leikskólum spítalans. Hún
bendir og á að 10 hjúkrunarfræð-
ingar á skurðstofum eigi börn á
dagheimilum.
Þá bendir hún á að á krabbalækn-
ingasviði ásamt einu krabba-
meinslækningadeild landsins,
starfi nú 12 hjúkrunarfræðingar
og þar af eigi 8 þeirra böm á dag-
heimilum rfldsspi'tala.
Ragnheiður heldur áfram að telja
upp deildir sem myndu lamast
fljótlega og nefhir sem dæmi deild
11 E en þar liggja brjóstholsjúk-
lingar eins og hjartasjúklingar.
Þar eru 6 hjúkrunarfræðingar af 8
með börn á dagheimilum.
í máli Ragnheiðar kemur fram að
ekki sé hægt að einblína eingöngu
á fjölda þeirra sem myndu ganga
út og vísar þar til mikillar sér-
hæfni heilbrigðisstarfsmanna
bæði hvað varðar menntun og
starf. Sem dæmi um þetta nefhir
hún tvo hjúkrunarfræðinga á
göngudeild þar sem krabbameins-
sjúklingar fá geislameðferð og
fhllyrðir að enginn geti gengið í
störfþeirra.
Hún segir að þetta gildi mjög vfða
og tekur dæmi um einn eðlisfræð-
ing. „Þetta er kona sem gegnir
mjög sérhæfðu starfi f vaktavinnu.
Kysi hún að hætta iokast sú starf-
semi sem hún sinnir,“ segir Ragn-
heiður.
.Jafnvel þótt svo færi að einhver
híuti af fólkinu gengi héðan út
yrðum við samt sem áður að loka
starfsemi sums staðar vegna þess-
arar sérhæfingar,“ segir Ragnheið-
ur.
Hún hefur áhyggjur af þeim óró-
leika sem áform heilbrigðisráð-
herra hafa valdið. „Ég legg áherslu
á mikilvægi þess að viðræður hefj-
ist strax um framhaidið þannig að
það lækki öldurnar og óróinn
minnki. Óvissuástand er töluvert
erfitt við að eiga,“ segir Ragnheið-
ur og hefur áhyggjur af vinnuanda
og einbeitingu starfsmanna. -HÞ
Steingrimur Hermannsson.
ans.
„Stjóm Mótvægis hf. hefur ákveðið
að fara fram á viðræður um heimild
félagsins til að nota nafnið Tíminn á
dagblað það sem félagið gefur út.
Þess er óskað að viðræður þessar fari
fram sem allra fyrst," segir í sam-
þykkt stjórnar Mótvægis. -EÓ
Spáð er að kaupmáttur lækki um 4% á næsta ári:
0,5% hagvöxtur
í ár, 2,6% sam-
dráttur aö ári
sameiginlegt bréf þar sem lýst er
áhyggjum yfir fyrirhugaðri stækkun
geymslustöðvarinnar THORP við Sel-
lafield fyrir geislavirkan úrgang. Farið
er fram á það við bresk stjómvöld að
ekki verði veitt leyfi fyrir stöðunni
nema að undangengnu samráði við
ríki Parísarsamningsins um vemdun
Norðaustur-Atlantshafsins.
- HEI
í forsendum fjárlaga er gert ráð fyr-
ir að kaupmáttur ráðstöfunartekna
rými um 4% á næsta ári og að þjóð-
artekjur og verg landsframleiðsla
minnki um 2,6%. Spáð er að verð-
bólga verði innan við 3%. Þá er gert
ráð fyrir að atvinnuleysi aukist enn
og verði 5% á árinu, en horfur eru á
að það verði 4,5% á þessu ári.
Sé litið á spá um einstakar hagtölur
á komandi ári er ekki hægt að segja
að betri tímar séu framundan. At-
vinnuleysi eykst, landsframleiðslan
minnkar, fjárfesting minnkar, kaup-
máttur minnkar, útflutningur
minnkar, innflutningur minnkar og
kaupmáttur minnkar. Eina sem
hægt er að kalla jákvætt er að því er
spáð að viðskiptakjör verði jákvæð á
næsta ári.
Hagvöxtur á þessu ári verður 0,5%
þvert ofan í spá Þjóðhagsstofnunar.
Hins vegar er gert ráð fyrir að hag-
vöxtur dragist saman um 2,6% á
næsta ári. Ástæðan er niðurskurður
í þorskafla.
Eitt er sérstaklega athyglisvert við
hagtölur fjárlagafmmvarpsins. Þar
er gert ráð fyrir að meðalgengi
hækki um 3,8% á næsta ári. Með
öðmm orðum er ekki haldið jafn fast
í fastgengisstefnuna og áður. í fjár-
lagafmmvarpi síðasta árs var gert
ráð fyrir að gengi breyttist ekki milli
ára. Þetta gekk ekki eftir því að með-
algengi ársins mun að öllum líkind-
um hækka um 8,7% á árinu. -EÓ
Þingflokkur Framsóknarflokksins kýs sér væntanlega
formann á morgun:
Formannskjör
frestaðist
Enn er óráðið hver verði næsti formaður þingflokks Framsóknar-
flokksins, en gert er ráð fyrir að ákvörðun um það verði tekin á
þingflokksfundi á morgun.
Páll Pétursson, þingmaður Norð-
urlands vestra og núverandi þing-
flokksformaður, hefur lýst því yfir að
hann gefi kost á sér í þingflokksfor-
mennskuna áfram. Enginn úr þing-
liði framsóknarmanna hefur lýst því
opinberlega að hann ætli að etja
kappi við Pál, en nöfn Halldórs Ás-
grímssonar og Guðmundar Bjarna-
sonar hafa verið nefnd í því sam-
bandi. Samkomulags um þing-
flokksformann er nú leitað og sagð-
ist einn þingmanna flokksins í gær
vonast til að ekki þyrfti að gera út
um málið með kosningu á milli
manna innan þingflokksins. -ÁG