Tíminn - 05.10.1993, Page 5
Þriðjudagur 5. október 1993
Tíminn 5
Krossfarar undir ósongati
ÞJóðlelkhúsið: 13. KROSSFERÐIN. Höf-
undur Oddur Bjömsson. Tónllst:
HJálmar H. Ragnarsson. Danshöfundur:
Astrós Gunnarsdóttir. Lýsing: Páll
Ragnarsson. Lelkmynd og búningar:
Sigurjón Jóhannsson. Leikstjóri: Þór-
hildur Þoríeifsdóttir. Frumsýnt á Stóra
sviðinu 1. október.
Það var viðamikil leiksýning sem
Þjóðleikhúsið bauð áhorfendum
uppá á föstudagskvöldið. 13. kross-
ferðin er stórt verk, margþætt og
víðfeðmt. Það er líka býsna langt,
sýningin er þrír og hálfur tími með
hléi, og gerir þannig býsna miklar
kröfur til áhorfenda. Eg hygg að
þetta sé metnaðaríýllsta verk Odds
Bjömssonar, hins þrautþjálfaða
leikskálds, sem nú er líklega orðinn
elstur leikritahöfunda okkar sem
enn skrifa. Þótt verkið sé nokkuð
misvel skrifað, er það mjög athygl-
isvert. Og sýningin, undir leiðsögn
Þórhildar Þorleifsdóttur, var minni-
leg skynræn upplifun í leikhúsinu.
Oddur Bjömsson er helsti forvígis-
maður absúrdleikhússins meðal ís-
lenskra leikskálda. Ekki hef ég séð
öll leikrit Odds, enda er nú áratugur
síðan síðast kom verk eftir hann á
fjalimar. En í Þrettándu krossferð-
inni er eins og hann dragi saman
dæmi, neyti kunnáttu sinnar og
reynslu til að búa til víðtæka mynd
af reiki mannsins um heiminn,
hrösunum hans og viðieitni. Og sú
mynd verður sú sama og iöngum
fyrr maðurinn er rekald á hafi tím-
ans, hrekst áfram af gimdum sínum
og eðlishvötum, ginntur út í stríð
við ímyndaða óvini, undir merkjum
hugsjónar sem aðeins er tilbúning-
ur. Gömul saga og alltaf ný, — Odd-
ur Bjömsson fetar í spor margra
skálda og spámanna.
Hugsjónatal valdsmanna, sem vís-
að er til í leiknum, er vísvitandi
blekking. En niðurstaða verksins
sýnist mér þó ekki dökk einvörð-
ungu. Þegar krossfarinn, hinn eini
sem eftir lifir, haltrar áfram við hlið
ríddarans á hestinum í lokaatriði
leiksins, má auðvitað líta á hann
sem ginningarfífl, eins konar San-
sjó Pansa með Don Kíkóta. En í
samhengi leiksins hefur riddarinn á
hestinum trúarlega skírskotun.
Þrettánda krossferðin byggir mjög á
trúarlegu táknmáli. Almennt er
verkið fullt af menningarsöguleg-
um skírskotunum, sem birtast sem
í draumi. í þessu fylgir Oddur í slóð
súrrealískra leikskálda aldarinnar,
— að baki vakir hinn sænski jötunn
Strindberg með Draumleik og önn-
ur verk frá síðasta skeiði sínu, þegar
hann sprengdi af mikilli djörfung
hið natúralíska leikform.
Oddur hefur aldrei heillast af raun-
sæisforminu, segir hann í viðtali í
leikskrá. Hann kveðst hins vegar
hafa mikinn áhuga á „kompositi-
on“. í samhengi við það er þetta
verk ofið mörgum þáttum. Það
sækir efnivið bæði í myndlist og
músík — og dans. Allir þessir þætt-
ir vinna vel saman í sýningunni.
Flamencodansinn var skemmtilegt
Krossfaramir. Eggert Þorteifsson f hlutverki Seppa, Pálmi Gestsson sem Stefán og Baltasar Kormákur sem Andrés.
atriði og tónlist Hjálmars Helga gaf
þessu seiðþrunginn blæ. Sviðs-
myndin var oft á tíðum með svip
málverka endurreisnar, og athyglis-
vert litaspilið þar sem byggt var á
heitum frumlitum: svart, rautt,
hvítt. Og eitt kostulegasta atriðið,
Bóndakonan væna í Búrgund, var
eins og lifandi sveitamálverk, slung-
ið saman úr furðulegri blöndu al-
þýðlegs hátíðleika, trúarlegrar upp-
ljómunar (borðhaldið) og næsta
frumstæðrar skoplegrar erótíkur.
Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gísla-
son áttu góða stund í þessu atriði.
Ég veit ekki nema þetta atriði, með
krossförunum og bóndahjónunum,
verði minnisstæðast úr leiknum.
Annað virtist þó falla áhorfendum á
frumsýningu betur: KIukku-Kalli,
þar sem Gísli Rúnar Jónsson fór á
kostum í hlutverki Karls keisara
sem var að smíða klukkur sem
gengu aftur á bak. Þar var ágætt
skopatriði sem tókst þó að vega salt
á mörkum harmsins.
Það má ekki gera of mikið úr sögu-
legu efni leiksins, því að Þrettánda
Oddur Björnsson.
krossferðin er engin myndasýning
úr menningarsögunni. Heldur er
verkið nútímalegt í fyllsta skilningi,
— annars væri það ekki mikils vert.
Sýn höfundar á nútímann er heldur
dökk, eins og hlýtur að vera hjá
hugsandi mönnum nú á dögum:
„Óvemdað geðveikrahæli undir
ósongati" er auðkennið sem sett er
á fimmtánda atriði leiksins og þar
verður skemmtistjórinn, sem klæð-
ist trúðsgervi meðan orgían geisar,
eins konar talsmaður og stjómandi
ballsins á geðveikrahælinu. Og það
kemur ekki á óvart að undir lok
verksins hljómar miskunnarbænin
— ,jv]iserere", svo heitir næstsíð-
asta atriðið: Drottinn miskunni
þessu ráðvillta, sturlaða mannkyni.
Ef ætti að ræða að gagni skírskot-
anir verksins og tilvísanir, einstaka
þræði í þeim vef sem það er, myndi
það sprengja ramma leikhúsum-
sagnar hér í blaðinu. Hugmynda-
auðgi og kunnátta höfundar er ótví-
ræð og raunar löngu kunn. Hins
vegar þykir mér veila verksins helst
vera sjálfur textinn, orðræðan. Hún
er stundum skörp og hnyttin, sbr.
atriðið Hjá Álfadrottningunni, þar
sem drottningin reynir að tæla
krossfarana á beð sinn, og í fyrr-
nefndu atriði, KIukku-Kalli. Annars
staðar verður hún of dauf og sviplít-
il, jafnvel flöt og bragðdauf, einkum
í samræðum krossfaranna innbyrð-
is. Þessi ágalli, bragðleysi textans á
köflum, verður til þess að verkið allt
verður næsta abstrakt, líkast loft-
mynd. Sjálfar persónulýsingamar
verða líkastar skuggum, megin-
þunginn færist á þær hugmyndir
sem að baki búa. Og það em þær, og
hin sjónræna og almennt skynræna
upplifun sýningarinnar, sem gerir
verk Odds einkum áhugavert. Hins
vegar er því ekki að leyna að ég hygg
að verkið hefði grætt á samþjöppun
og styttingu, einkum í þeim atrið-
um sem lýsa endalausri göngu
krossfaranna um klettagljúfur og
berangur.
13. krossferðin er afar heildstæð
sýning, leikhúsveisla. Það er ekki
áhugavert að taka einstök atriði út
úr og gefa þátttakendum einkunnir,
enda er það að öllum jafnaði mark-
lítil iðja leikdómara. Leikmynd Sig-
urjóns Jóhannssonar gefur sýning-
unni ákjósanlegan ramma, hún er
víð og há, alveg í stíl við abstrak-
sjónir verksins, rýmið verður því
frjálslegt og opið sem hæfir, og lita-
spilið hef ég áður nefnt, svo og há-
tíðlega tónlist Hjálmars sem hæfir
alveg umgerðinni. Að öllum þess-
um búnaði er einkar vel staðið og
möguleikar stóra sviðsins nýttir til
fúllnustu. Þórhildur leikstjóri hefur
unnið mikið verk og gott, að sam-
hæfa krafta alls þess fólks sem hér
leggur sitt til sýningarinnar.
Engin leið er — né heldur ástæða
— til að telja alla leikendur. Mest
mæðir á krossförunum þremur:
Andrés: Baltasar Kormákur, Seppi:
Eggert Þorleifsson, Stefán: Pálmi
Gestsson. Hver um sig hefur glögg
persónueinkenni. Seppi er einfeldn-
ingurinn, Andrés hugsjónamaður-
inn, sumir myndu segja skýjaglóp-
urinn, Stefán foringinn, sá sem lifir
af. Leikaramir þrír áttu góðan sam-
leik og jafnvægi var á milli þeirra,
en fyrmefndur slaki í textanum
háði þeim nokkuð, þannig að sum
atriðin náðu ekki flugi. Aftur á móti
náðu aukaleikarar oft að vinna vel
úr sínu, og hef ég þegar nefnt fá-
eina, bæti við Amari Jónssyni sem
fór með skemmtistjórann af mikl-
um krafti og öryggi, og Helgu Bach-
mann sem lagði hárréttan ísmeygi-
legan tón í Álfadrottninguna.
Þótt áhorfendur hafi vafalaust ver-
ið nokkuð teknir að lýjast eftir þessa
löngu og kröfumiklu sýningu um
það er henni lauk, hygg ég að Þrett-
ánda krossferðin verði þeim lang-
flestum eftirminnileg Ieikhús-
reynsla. Aðstandendum sýningar-
innar, ekki síst höfundinum, Oddi
Bjömssyni, var vel fagnað í leikslok.
Vonandi þurfúm við ekki að bíða
áratug eftir næsta sjónleik hans.
Gunnar Stefánsson
Síðasti keisari Þýskalands
Wilhelm II: Prínce and Emperor 1859-
1900, eftir Lamar Cecil. North Carolina
Press, 469 bls. $ 43.95.
Heimsstyrjöldin 1914-18 hefur öðr-
um atburðum fremur markað 20.
öldina. Vilhjálmur II, keisari Þýska-
lands, maður mannkosta, en mikilla
ágalla, hefur af þeim sökurn verið
sagnfræðingum áleitið íhugunar-
efni. Að nýrri ævisögu hans hefur
Lamar Cecil prófessor unnið undan-
farin ár og kom fyrra bindi hennar út
1989. Nær það til ársins 1900. Um
það sagði í Modern History: „Dregin
er upp mjög glögg mynd af þýskum
stjómmálum á efstu þrepum, er
fram fóru sem makk að tjaldabaki á
tíunda áratugnum.“
„Cecil prófessor telur rangsnúna þá
skoðun, að persönliches regiment,
persónuleg stjóm keisarans, hafi
hafist 1897, þegar yfirhöndinni náði
hópur sá, sem auka vildi valdsvið
hans á kostnað annarra stjómvalda,
og telur það ár einungis hafa orðið
áherslubreyting, rík að vísu í þeim
efnum í stjómartíð hans. Þótt áhugi
keisarans á stjómmálum væri of
endasleppur til að hann fengi í raun-
inni stjórnað Þýskalandi til lang-
frama, var hann til hins síðasta
veigamikill, þótt óútreiknanlegur
þjóðhöfðingi, sem ríkiskanslarar
urðu að semja sig að ... þegar Vil-
hjálmur og drottning hans komu til
ríkis 1888, kvað Viktoría drotting að
sagt er, það vera „óttalegt fyrir okkur
öll að vita nú af Wiliy og Bismarck
[ Bókmenntír '
og Donnu sem æðstu stjórnendum,
tveimur þeirra svo óhæfum, einu
þeirra svo illu.“
„Telur Cecil prófessor, að skipan
von Búlows í embætti rfidskansíara
1900 hafi markað nokkur tímamót,
því að hann hafi síður haldið í við
keisarann en fyrirrennarar hans.“
Breskur hægri
hugsuður
The Philosophy of Michael Oakeshott,
eftir Paul Franco, 277 bls. £ 20.
Fyrir þremur ámm birtist bók
þessi um Michael Oakeshott. Varð
hún tilefni ritdóms f Finanrial
Times 23. júní 1990: „í hug-
myndasögunni má það furðulegt
heita að djúphugulasti og frumleg-
asti pólitíski hugsuður á Bretlandi
á þessari öld skuli öðrum síður
njóta skilnings og öðmm fremur
vera vanræktur. Án efa veldur því
að nokkm, að rit hans em á köfl-
um torlesin og að nokkm að hin
efablandna íhaldshyggja, sem í
þeim er fram sett, hefur aldrei átt
upp á pallborð háskólakennara,
stallbræðra hans. Engu síður er
með öllu ósæmilegt að Michael
Oakeshott — eins fmmlegur
hugsuður og Wittgenstein og eins
leikinn rithöfundur og David
Hume — skuli svo lítt lesinn og
svo lítt þekktur."
„Fagnaðarefni er þess vegna út-
koma fyrstu bókarinnar, sem full-
um fetum fjallar um íhuganir Oak-
eshotts. Umfjöllun Francos — víð-
feðm, skipuleg og byggð á traustri
þekkingu á ritum Oakeshotts — er
tvímælalaust ágætur leiðarvísir
um íhuganir hans. Ef nokkurt
sjónarmið ber öðmm hærra í bók
Francos, þá er það á þá leið, að pól-
ítísk heimspeki Oakeshotts sé end-
urframsetning frjálshyggju án
þeirrar kenningahneigðar, sem
upp á síðkastið hefur kveðið svo
mjög að í hinum enskumælandi
heimi."