Tíminn - 07.10.1993, Page 5
Fimmtudagur 7. október 1993
Tíminn 5
Ingibjörg Ólafsdóttir:
Það þarf að efla og styrkja
Landssamtök hjartasjúklinga
Landssamtök hjartasjúklinga eru
þessa dagana að nálgast merk
tímamót, þ.e.a.s. 10 ára afmælið.
í sjálfu sér er 10 ára aldur ekki
sérstaklega merkilegur, en við
nánari athugun er það ekkert
smáræði sem unnið hefur verið í
þessum samtökum á þessu tíma-
bili.
Bjartsýnisfólkið, sem fór í
hjartaaðgerðir til London og
komst til heilsu á ný, fjölskyldum
sínum og allri þjóðinni í heild til
heilla, lét ekki deigan sfga, en
stofnaði þessi merku samtök.
Fyrst og fremst til að halda hóp-
inn, styrkja og styðja hvert annað
og vinna að málefnum hjarta-
sjúklinga. Koma upp aðstöðu til
þjálfunar og framhaldsþjálfúnar,
fara í gönguferðir saman og síð-
ast en ekki síst, reyna að koma af
stað og vinna að undirbúningi
hjartaskurðlækninga á íslandi.
Ná eyrum landsmanna og þá ekki
síst forráðamanna þjóðarinnar.
Þessir forkólfar áttu góða stuðn-
ingsmenn, þar á meðal hjúkrun-
arfólk og lækna, sem voru þess
vel vitandi, að við áttum af-
bragðsfólk til að takast á við
verkefnið. Og sigurinn vannsL
Árið 1986 fóru af stað fyrstu
hjartaaðgerðirnar og strax með
mjög góðum árangri, svo að eftir
var tekið. Leitað hefur verið eftir
því frá grannþjóðum okkar, að
senda fólk hingað í aðgerðir og
kostnaður við þessar aðgerðir er
mun lægri hér en á umræddum
stöðum. En við höfum nóg með
okkar fólk, og sú sorglega stað-
reynd að fækka þurfti s.l. sumar
um 2 aðgerðir á viku úr 6 að-
gerðum í 4, og að það sé ófram-
kvæmanlegt að fjölga aftur í 6 á
viku, er í raun og veru illskiljan-
legt. Og biðlistinn lengist, en á
s.l. vori, þegar þessi fækkun
hófst, var þetta mun betra. Það er
varla hægt að hugsa þá hugsun
til enda, hvað getur gerst, ef svo
heldur fram sem horfir.
En hvað er til ráða? Það er hæg-
ara sagt en gert. Við vitum að
efnahagsvandinn er mikill og að
mörgu er að hyggja. En við vit-
um einnig að samstaða og sam-
vinna fær miklu áorkað. Lands-
samtök hjartasjúklinga eru lýs-
andi dæmi um framtak einstak-
linga, sem ákváðu að láta einskis
ófreistað til að koma hugmynd-
um sínum á framfæri og láta
hjólin fara að snúast, og þetta var
í rauninni barátta uppá líf og
dauða.
Það þarf að efla Landssamtökin
og félög hjartasjúklinga á hinum
ýmsu stöðum á landinu. Þeir
þurfa fleiri hjálpartæki og þrek-
hjól inn í heilsugæslustöðvamar
og fleiri stuðningsmenn inn í
hópinn á hinum ýmsu stöðum á
landinu.
Dagana 8. og 9. október n.k.
munu Landssamtökin minnast
þessa 10 ára áfanga, og þessi mál
verða til umræðu víða og til um-
fjöllunar í fjölmiðlum.
í dag eru um 2.400 manns félag-
ar í Landssamtökum hjartasjúk-
linga. í þeim hópi eru bæði
hjartasjúklingar og stuðnings-
menn þeirra. Landssamtökin eru
því opin öllu hugsandi fólki, og
óska eftir stuðningi þess. Sam-
einaðir stöndum vér, sundraðir
föllum vér.
Ég óska Landssamtökum
hjartasjúklinga allra heilla um
ókomin ár.
Höfundur er hjúkrunarfræöingur.
Leó E. Löve:
Auðvitað TÍMINN
í öllum heimsálfum bera virtustu
dagblöð nafnið Tíminn. Flest eru á
ensku, eins og til dæmis The New
York Times.
Það er að sjálfsögðu til marks um
ágæti nafnsins hversu víða það
hefur fest rætur og nýtur trausts
vinsælda.
íslensku hljómar nafnið vel, er
stutt og laggott og lýsandi um svo
ótal margt sem varðar líðandi
stund jafnt sem liðna.
Það er því ekkert undarlegt að
Tíminn sé öfundaður af nafninu og
ýmsir kunni að vilja blaðinu miður
vel.
Þessar línur eru settar á blað til
þess að leiða að því rök, að Tíminn
eigi að halda áfram að heita hinu
sígilda góða nafni, en heyrst hafa
raddir um að einhverjir vilji breyta
nafni blaðsins.
Verðmæti
Svo sem að framan greinir eru
verðmæti í hinu góða nafni.
Hversu mikið er erfitt um að segja,
en líkt og með önnur nöfn eða
vörumerki leitast menn við að
meta slíkt til fjár við sölu verð-
mætisins.
Ég var í hinni svokölluðu bráða-
birgðastjóm Mótvægis h.f., sem
undirbjó breytingu úr útgáfufélagi
í einkaeign Framsóknarflokksins í
hlutafélag sem almenningur ætti
kost á að eiga.
Sennilega var ég sá stjómarmanna
sem hvað best þekkti til markaðs-
setningar og sölu á prentuðu, út-
gefnu efni. Var mér því ljóst að erf-
itt kynni að vera að sannfæra menn
um að verðmæti í eignum Tímans
Þessar tínur eru settar
á blað til þess að leiða
að því rök, að Tíminn
eigi að halda áfram að
heita hinu sígilda
góða nafni, en heyrst
hafa raddir um að ein-
hverjir vilji breyta
nafni blaðsins.
væri meira en lá fyrir í áliti aðila
sem fengnir höfðu verið til að meta
það. Sannfæra, segi ég, því ég taldi
að nýja félagið væri að gera mjög
góð kaup og því væri fjárfesting í
hlutafélaginu vænlegur kostur.
Þá var mér bent á að nafnið væri
utan við þær fjárhæðir sem nefnd-
ar hefðu verið. Til stæði að Fram-
sóknarflokkurinn leigði það til
óafturkallanlegra afnota. Ástæða
þess var sú, að með því móti gæti
fyrri eigandi tekið við nafninu að
nýju, ætti Mótvægi h.f. ekki fram-
tíð fyrir sér, eða vildi selja nafnið,
sem þá yrði selt hæstbjóðanda.
Ég féllst á að þetta væri sanngjöm
niðurstaða.
Óháð ritstjóm
í fjölmiðlaheiminum hafa grand-
varir menn af því áhyggjur að aug-
lýsendur reyni að hafa áhrif á
fréttamiðlun. Er þetta vegna þess
að stórir auglýsendur eru mikil-
vægir fyrir afkomu fjölmiðla og í
hinum harða heimi viðskiptanna
er öllum brögðum beitt.
Vegna ýmiss konar þrýstings er
fréttastjómm þess vegna oft vandi
á höndum.
En hvemig verður sá vandi til?
Jú, stór auglýsandi hefúr sam-
band við fjölmiðilinn og segist
munu auglýsa gegn tilteknum
skilyrðum, annars muni hann ekki
auglýsa.
Að þetta sé vandi er öllum Ijóst.
En hvemig horfir það við ef aug-
lýsandinn segir: Ég ætla að auglýsa
hjá ykkur fyrir svo og svo háa fjár-
hæð á ári, óháð því hvemig fiöl-
miðillinn flytur fréttir sínar eða
hagar störfum sínum á annan hátt?
Það er jafn Ijóst að hér verður
enginn vandi á höndum fyrir fjöl-
miðilinn. Það verður ekki reynt að
hafa áhrif á hann með hótunum
eða öðmm þrýstingi.
Þetta er staða Tfmans gagnvart
Framsóknarflokknum. Flokkurinn
kaupir auglýsingar, óháð því hvað
stendur í blaðinu, og borgar fyrir-
fram.
Tíminn á að heita sama nafni hér
eftir sem hingað til. Hann á að vera
heiðarlegur gagnvart lesendum
sínum sem öðmm; hann á umfram
allt að vera sjálfstæður.
Engin ástæða er til að ætla ann-
að og ég óska blaðinu, lesendum
þess öllum, starfsmönnum og
ekki síst hinum unga ritstjóra alls
hins besta með ferskan, sjálfstæð-
an og umfram allt heiðarlegan
fjölmiðil.
Höfundur er lögfræölngur og forstjóri.
Allt í óvissu um Sjálfstæðisflokkinn og formann hans
Morgunblaðið birti 3ja blaðsíðna
viðtal við Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra 19. sept sl. Vel ígmndaðar
spumingar vom lagðar fyrir hann,
en lítið um bein svör. Það er þolin-
mæðisverk að lesa langloku af þessu
tagi, og þó skulu helstu atriðin rakin
f stuttu máli.
Fyrst minntust spyijendur, sem
vom tveir, á slæma útkomu f nýleg-
um skoðanakönnunum. Davíð gaf þá
skýringu, að Sjálfstæðisflokkurinn
tapi fylgi, þegar hann hefir stjómar-
forustu. Ætti ekki að vera erfitt að
skilja ástæður þess.
Þá var að því vikið af spyrjendum,
að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi far-
ið dvínandi með svipuðum hætti og
orðið hafi hjá stóm flokkunum í
Evrópu, sem reyni að beita nýjum
vinnubrögðum. Davíð svaraði því til,
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi náð
fram sínum málum, sigrað komm-
únismann og einnig Sambandið,
sem sé ekki lengur ógnvaldur í at-
vinnulífinu. Þvf kunni sumir að
halda, að hann hafi ekki lengur hlut-
verki að gegna.
Spyrjendur ítreka, að margir hægri
flokkar eigi í vandræðum með sig
einmitt vegna hmns kommúnism-
ans. Davíð segir: „Varist eftirlíking-
ar.“ Alþýðuflokkurinn hafi nefnilega
talið sig hafa nálgast stefhu Sjálf-
stæðisflokksins, sem hefði því enga
stefnu núna.
Enn vilja spyrjendur ekki gefa sig
og telja nýjar átakalínur vera að
myndast, en gamla flokkakerfið að
riðlasL Davíð skaut sér á ný bak við
Alþýðuflokkinn, sem hann kvað
lengi hafa notað þetta áróðursbragð.
Gerðist hann nú reiður og sagði, að
Alþýðuflokkurinn hafi í fyrsta sinn í
stjómarsamstarfinu verið „virkilega
óheiðarlegur". Hann bætti því við,
að hugtak Sjálfstæðisflokksins um
„stétt með stétt" gildi enn og nái til
bænda líka.
Spurt er þá, hvort Sjálfstæðisflokk-
urinn sé orðinn málsvari sérhags-
munahópa fremur en heildarsjónar-
miða. Davíð svaraði ekki, en masaði
almennt um sjávarútveg og land-
búnað.
Þá kvörtuðu spyrjendur um léleg
boðskipti milli flokksfomstu og
flokksmanna. Þarviðurkenndi Davíð
klaufaskap og ásakaði Morgunblaðið,
sem styddi Sjálfstæðisflokkinn ekki
eins og áður.
Spyrjendur segja erfitt að festa
hendur á stefnu flokksstjómar og
vilja fá að vita, hver sé hans „pólit-
íska sannfæring". Davíð telur enn á
ný, að þama sé áróður andstæðing-
anna á ferðinni. Nú er Framsóknar-
flokkurinn, en ekki Alþýðuflokkur-
inn, sökudólgurinn, enda hafi Stein-
grímur Hermannsson kallað sig
„sjóðvitlausan frjálshyggjumann".
Loks er spurt, hvert sé mikilvæg-
asta málefni landsfundarins í næsta
mánuði. Svar Davíðs: „Landsfundur-
inn mun ekki ræða neitt eitt mál.“
Þó kvaðst hann gera sér vonir um, að
hugað verði að breytingu á kjör-
dæmaskipuninni í átt til hlutfalls-
kosninga. En það hefir sem kunnugt
er verið aðal baráttumál smáflokk-
anna í landinu, sem fá sig síður
kosna f kjördæmum.
Önnur atriði viðtalsins fjölluðu um
dægurmál. „Við höfum farið erfiðu
leiðina," sparað, ekki hræddir við
breytt EB, etc.
Hvað stendur upp úr? Ekkert.
Flokksformaðurinn er tómur og hef-
ir ekki neitt haldbært fram að færa
um stefnu flokks síns eða eigin
stefnu. Þetta er gamli borgarstjórinn
í Reykjavík, sem vann það eitt sér til
,frægðar“ að byggja tvö óþörf og rán-
dýr hús fyrir lánsfé á verðbólgutíma.
Fjölskyldur sem kenndar eru við
„Kolkrabbann" fylktu liði á síðasta
landsfund Sjálfstæðisflokksins til að
kjósa hann formann í stað Þorsteins.
Hann hefir nú endurgoldið það: flutt
skatta frá fyrirtækjum yfir á einstak-
linga, brotið niður velferðarkerfið og
fellt gengið tvívegis. Allt hefir hækk-
að og hækkar enn, nema vinnulaun-
in.
Samvinnumaður