Tíminn - 09.10.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn
Laugardagur 9. október 1993
Sala á vodka minnkar hátt í fjórðung
á tveim árum:
Morgunblað í miðbæinn:
Tíminn flytur á Hverfisgötu
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýs- Skrifstofuvélar hf. Vonir standa til breytingar eru íyrirhugaðar á út-
ingadeild Tímans flytja senn í þess að starfsemi blaðsins á nýja gáfutíma blaðsins og mun það sem
hjarta Reykjavíkur í húsnæði að staðnum verði komin í fullan gang fyrr koma út á morgnana.
Hverfisgötu 33 þar sem áður voru innan nokkurra vikna. Engar —sá
Sala á sterkum bjór virðist aftur
að ná sér á strik, sala borðvína
vex hægt og rólega, en sala
sterkra drykkja dregst stórlega
saman annað árið í röð, sam-
kvæmt sölutölum ÁTVR fyrir
fyrstu níu mánuði þessa árs.
Þannig hefur sala fyrstu mu mán-
aða ársins á „þjóðardrykknum"
vodka, minnkað um hátt í fjórð-
ung, úr 484 þúsund lítrum 1991
niður í aðeins 373 lítra á sama
tímaíár.
Þetta er samdráttur upp á rúmlega
155 þúsund flöskur. Mælt í hreinu
alkóhóli var áfengissala fyrstu níu
mánuði þessa árs um 5% minni en á
sama tíma í fyrra og um 12% minni en
á sama tímabili árið 1991.
Frá því í byrjun árs 1991 hefur sala á
bjór í hverjum ársfjórðungi farið
minnkandi miðað við sama fjórðung
árið á undan. Þannig var bjórsala t.d.
orðin nærri fjórðungi minni á fyrsta
fjórðungi þessa árs en á sama tímabili
þrem árum áður. Þessi þróun stöðvað-
ist á öðrum fjórðungi þessa árs. Og nú
á þriðja ársfjórðungi (mánuðina
júlí/sepL) óx salan um 7% milli ára og
varð aftur álíka og hún var tveim ár-
um áður, þ.e. sömu mánuði árið 1991.
Bjórsala hefur frá upphafi jafnan verið
langmest á þriðja fjórðungi hvers árs.
Á þessu ári var bjórsala til dæmis
nærri 70% meiri mánuðina júlí-sept-
ember en janúar-mars. Bjórinn inni-
heldur kringum þriðjung af öllu því
alkóhóli sem íslendingar neyta.
Sala allra helstu tegunda sterkra
drykkja hefur farið stórlega minnk-
andi annað árið í röð, þegar litið er á
fyrstu níu mánuði hvers árs. Bæði í
lítrum talið og hlutfallslega hefur
sölusamdrátturinn síðustu ár verið
langmestur í vodka, eða 23% á aðeins
tveim árum. En sala á koníaki hefur
líka minnkað um 20%, sala á gini
minnkað um 16% og sala á brennivíni
og viskíi hefur minnkað um 14% á
tveim árum.
Þróun brennivínssölunnar hefur
raunar verið ein „sorgarsaga" síðustu
fimm árin. Árið 1988 seldi ÁTVR um
294.000 lítra af brennivíni. í fyrra var
salan komin niður í 158.000 lítra og
verður varla meiri en um 150.000 lítr-
ar á þessu ári, eða nærri því helmingi
minni en fyrir fimm árum. Á sama
tímabili hefur vodkasala minnkað
kringum 40%. Þótt hlutur þess í
heildarsölunni hafi farið nokkuð
minnkandi innbyrða fslendingar þó
ennþá nærri fjórðunginn af öllu sínu
alkóhóli með vodkadrykkju.
Hérlendis fá menn því drjúgan meiri-
hluta (57%) alls þess alkóhóls sem
þeir kaupa í „Ríkinu" úr aðeins tveim
tegundum drykkja, bjór og vodka. AIl-
ar aðrar tegundir samanlagðar slaga
þannig ekki nærri upp í þessar tvær
tegundir þegar mælt er í seldu magni
hreins álkóhóls. - HEI
Undanþága erlendra áhafna afnumin í Hafnarfjarðarhöfn. Hlíf:
Islenskt verkafólk á að
hafa forgang til vinnu
Frá síðustu mánaðamótum hefur engin undanþága verið veitt til
erlendra áhafna við uppskipun á fiski og annarri vöru á félags-
svæði Hlífar í Hafnarfirði. Að mati stjómar félagsins á íslenskt
verkafólk að hafa forgang til vinnu og þá einkum á þeim tímum
þegar atvinnuleysi er mikið. En ríflega 400 manns eru án atvinnu í
Firðinum.
Sigurður T. Sigurðsson, formað-
ur Hlífar, segir að hann hafi reynt
að fá Verkamannasambandið til að
ríða á vaðið og sameina menn í
þessu hagsmunamáli hringinn í
kringum landið. Hinsvegar hefur
sambandið ekki haft burði til þess,
að mati Sigurðar. Meðal annars
mun erlendum áhöfnum vera leyft
að sinna þessari vinnu um borð f
skipum sfnum í Reykjavíkurhöfn.
„Þessvegna ríðum við fyrstir á
vaðið og lemjum í borðið. Við telj-
um að á tímum atvinnuleysis eigi
alls ekki að Jeyfa erlendum áhöfn-
um að vinna við uppskipun á fiski
og öðrum vörum,“ segir formaður
Hlífar.
Hann segir að fyrir skömmu hafi
komið timburskip inn til Hafnar-
fjarðar og „án þess að tala við kóng
né prest voru Rússar á spilunum.
Svo átti að mata mann á því, bæði
verktakinn og fleiri, að spilin væru
það flókin að íslendingar gætu
ekki unnið við þau.“
Sigurður T. fullyrðir að hvergi í
heiminum sé jafn hæft og vel upp-
lýst verkafólk og hér á íslandi.
-GRH
Bjórsala að ná
sér á strik
íslensk Ijóðskáld lesa Ijóð sín erlendis, m.a. á stórri norrænni
y Ijóðahátíð í New York:
Islensk Ijóðlist
kynnt erlendis
Matthías Johannessen og fleirí
íslensk Ijóðskáld fara til meg-
inlands Evrópu og Bandaríkj-
anna síðar í þessum mánuði
til að lesa upp ljóð. Matthías,
Steinunn Sigurðardóttir rit-
höfundur, og Hallberg Hall-
mundsson ljóðaþýðandi lesa
upp ljóð á norrænni ljóða-
kynningu í New York. Þetta er
talin vera einhver mesta kynn-
ing á norrænni ljóðlist sem
farið hefur fram í Bandaríkj-
unum.
Finnar og Svíar eiga frumkvæði
að ljóðhátíðinni í New York. Á há-
tíðinni verða nokkur merkustu
núlifandi ljóðskáld Norðurland-
anna. í tengslum við hátíðina
verður gefin út sýnisbók á nor-
rænum ljóðum og eiga íslensku
skáldin ljóð í bókinni.
Áður en Matthías fer til Banda-
ríkjanna fer hann til Parísar og les
þar upp ljóð ásamt Sigurði Páls-
Matthías Jóhannessen skáld er á
leið til útlanda með Ijóö sfn.
syni og Lindu Vilhjálmsdóttur. í
ferðinni les hann einnig upp ljóð í
Poetry Center í London og í ráð-
húsinu í Colchester í Essex í boði
háskólans í Essex. Ljóðskáldin
Linda Vilhjálmsdóttir og Sjón
verða einnig með Matthíasi í Essex
og lesa ljóð. Þá mun Matthías lesa
upp ljóð í háskólanum í Durham.
Matthías sagðist vera ánægður
með að fá tækifæri til að kynna ís-
lenska Ijóðlist fyrir erlendum
þjóðum, en viðurkenndi um leið
að hann væri hálfkvíðinn. „Ég er
ekki mikið fýrir svona tilstand, en
þegar ég er beðinn að gera eitt-
hvað í þessum dúr, sem íslenskt
ljóðskáld og fulltrúi landsins er-
lendis, þá hef ég yfirleitt gert það.
Ég er stoltur af því að fá að vera
fulltrúi þessara þúsund ára gömlu
menningar okkar og minna á þessi
merku tengsl við okkar arf og sýna
hvernig við reynum að vernda
hann í nýju umhverfi og nýjum
heimi," sagði Matthías.
Matthías les ljóð sín á íslensku,
en þau verða einnig flutt þýdd á
ensku og frönsku.
-EÓ
Uppsagnir svæfingalækna Landspítala:
Hreyfing aö
koma á
samninga-
viöræður
Hreyfing virðist vera að koma á svæfíngalæknanna.
kjaradeilu heilbrigðisyfirvalda og Eins og kunnugt er sögðu átta
átta svæfingalækna á handlækn- svæfingaiæknar af tólf upp stöð-
ingadeiid Landspítalans. Yfir- um sfnum um mánaðamótin ág-
læknar á Landspítalanum sendu úst-september vegna óánægju
í gær frá sér ályktun þar sem með greiðslur fyrir svokallaðar
segir að deildin hafi nánast lam- staðarvaktir.
ast og dregið hafi verulega úr Þeirhafaekkifengiðþessarvakt-
hjartaaðgerðum. Því verði að ir að fuflu greiddar í langan tíma
leysa deiluna hið fyrsta. og ekki notið lágmarkshvíldar
Nú bíða 103 sjúklingar eftir sem þó er kveðið á um í samning-
hjartaaðgerð en þeir voru 46 um um læknanna.
áramót. Að minnsta kosti 17 Á dögunum gripu læknarnir til
þeirra þurfa bráða aðgerð og þola aðgerða og hafa m.a. neitað að
ekki bið. Yfírlæknar spítalans vinna yfirvinnu og farið sér hægt.
álíta það skyldu hlutaðeigandi Eftir þvf sem næst verður komist .
ráðherra að finna lausn á þessum hefur lítið sem ekkert verið fund-
vanda. að með þeim frá því þeir sögðu
Yfirlæknar á Landspítalanum upp störíúm. Þess má geta að
átefja harðlega aðgerðarleysi læknarnir hafa tveggja mánaða
hluteigandi stjómvalda varðandi uppsagnarfrest og taka uppsagnir
lausn þessa alvarlega vanda sem þeirra gildi um næstu mánaða-
er kominn upp vegna uppsagna mót. -HÞ