Tíminn - 09.10.1993, Side 3

Tíminn - 09.10.1993, Side 3
Laugardagur 2. október 1993 Tíminn 3 Af hverju leyfði Gallup ekki Kópavogsbúum og Hafnfirðingum að segja álit sitt á tillögum Umdæmanefndar? Kópavogsbúar nær öllum öðrum hrifnari af sameiningu en... Kópavogsbúum og Hafnfirðingum var ýtt út úr viðamikilli skoð- anakönnun Gallups á hug landsmanna til sameiningar sveitarfé- laga. Svör við fýrrí spumingu Gallups leiddi glöggt í Ijós að Kópa- vogsbúar voru nær öllum öðrum hlynntari því að sveitarfélög sam- einuöust og stuðningur Hafnfirðinga var líka með mesta móti. En af einhverjum óskýrðum ástæðum leyfði Gallup hins vegar hvorki Kópavogsbúum né Hafn- firðingum að láta í ljós álit sitt á tillögum Umdæmanefndar varð- andi sameiningu þeirra eigin bæj- arfélaga, þ.e. þeirri tillögu nefnd- arinnar að þessir bæir skuli ekki sameinast öðrum. „Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf fólks til samein- ingar sveitarfélaga,“ segir í inn- gangi Gallups í umræddri könnun sem gerð var fyrir Samráðsnefnd um sameiningu sveitarfélaga núna í september sl. í fyrsta lagi var fólk spurfc Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) samein- ingu sveitarfélaga í einstökum byggðarlögum? Þessari spumingu fengu allir að svara. Svörin leiddu m.a. í ljós að með einni undantekningu (Vest- urlandi) var fylgi við sameiningu sveitarfélaga hvergi meira en í Kópavogi. Yfir 84% Kópavogsbúa sögðust hlynntir sameiningu og Sameining sveitarfélaga: Kynning á Suður- nesjum Umdæmisnefnd Suðumesja efnir nú í október og nóvember til borgara- funda um sameiningu sveitarfélaga. Fundur hefur verið haldinn í Höfn- um en næstu fundir verða í Vogum 14. okfc, Grindavík 18., Sandgerði 25., Garði 4 nóv., Njarðvík 8. nóv., og Keflavík 11. nóvember. mjög stór meirihluti (74%) Hafn- firðinga reyndist sama sinnis. Vesturland var líka eini Iandshlut- inn þar sem færri vom andvígir sameiningu en einmitt í Kópabogi (7%) og Hafnarfirði (11%). Önnur spumingin hljóðaði svo: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) til- lögum um sameiningu sveitarfé- laga í þinni heimabyggð? Athyglisvert er að þessari spum- ingu fengu hvorki Kópavogsbúar né Hafnfirðingar að svara og vom þar með útilokaðir frá því að láta í ljós álit sitt á eigin sameiningar- málum, í könnun sem þó er gerð fyrir Samráðsnefnd um samein- ingu sveitarfélaga. Tillögur Umdæmanefndar Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu (SSH) um sameiningar- mál á svæðinu vom fjórar. Tillaga tvö hljóðaði svo: „Kópavogur, sem hefur sveitarfélagsnúmer 1000, yrði áfram sjálfstætt sveitarfélag." og fiórða tillagan: „Hafnarfjörður (1400) verði óbreyttur." Af því yfirgnæfandi fylgi við sam- einingu sveitarfélaga sem fram kom meðal Kópavogsbúa og Hafti- firðinga í svömm við fyrri spum- ingunni virðist allt eins mega ætla að mikill meirihluti íbúa í þessum bæjum sé mjög andvígur fyrr- nefndum tillögum Umdæma- nefndar, þ.e. tillögum um að þeir skuli ekki sameinast öðmm. Er það ekki að minnsta kosti merki- legt að Gallup skyldi ekki gefa þeim, eins og gefið var íbúum ann- arra sveitarfélaga, kost á því að Iáta í ljós álit sitt á tillögum Umdæma- nefndar? Hlutfall þeirra sem sögðust hlynntir sameiningu samkvæmt 1. spurningu og 2. spumingu var sem hér segir: Spurn Spurn 1 2 ReykjavySeltj.nes. .. ....81% 76% Seltjarnames 47% Mosfellsbær 67% 60% GarðabTBessast.hr.. 84% 75% Kópavogur ....84% Hafnarfjörður 74% Suðumes ....78% 69% Vesturland ....94% 81% Vestfirðir .... 52% 48% Nl. vestra ....71% 63% Nl. eystra ....68% 57% Austurland ....66% 70% Suðurland 64% 52% Suðumes ....78% 69% Austurland hefur þá sérstöðu að þar virðast fleiri hlynntir samein- ingu sinna eigin sveitarfélaga við önnur en sameiningu annars staðar á Iandinu. Að öðm leyti er mismun- ur á svömm við 1. og 2. spumingu hvergi yfir 13%. Af því mætti álykta, að meira en 70% Kópavogsbúa og yfir 60% Hafnfirðinga gætu verið því hlynntir að sameinast öðmm sveitarfélögum á sínu svæði, eða fcd. hverjir öðmm. Almennum bæjarbú- um virðist hins vegar allar bjargir bannaðar með að koma skoðunum sínum á framfæri, þar sem ekki er gert ráð fyrir að þeir fái að kjósa um tillögur Umdæmanefndar, og þeim var ekki einu sinni gefið tækifæri til að láta álit sitt í ljós í skoðanakönn- un, sem unnin er fyrir Samráðs- nefnd um sameiningu sveitarfélaga. Vestfirðir voru eina kjördæmið þar sem fleiri (52%) vom andvígir en hlynntir sameiningu í sinni heima- byggð. Á Seltjarnamesi vom hóp- arnir hnífjafnir (47% í hvomm) og á Suðurlandi var mjótt á mun- unum því 45% lýstu sig andvíg. Á Austurlandi var meira en þriðji hver andvígur. Andstaða var líka töluverð á Norðurlandi (35% og 28%). Nær fjórðungur var andvígur samein- ingu á Suðumesjum og meira en fimmti hver í Garðabæ og Bessa- staðahreppi. Aðeins 6. hver Reykvík- ingur er andsnúinn því að sameinast Nesinu Mosfellsbæ, Kjalamesi og Kjós og einungis 10. hver Vestlend- ingur er á móti sameiningartillög- um þar. - HEI Samvinnubókin 8% nafnvextir 8,16% ársávöxtun Arsávöxtun á síðasta ári var 6,92% Raunávöxtun á síðasta ári var 5,35% Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirdinga * Dagur frímerkisins í tilefni af Degi frímerkisins 9. október verður frímerkjasýning í Kringlunni dagana 6.-9. október. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson fer í póstflug frá Reykjavík til Akureyrar á Degi frímerkisins. í tilefni af því verður sérstakur póst- stimpill í notkun og verður tekið við bréfum til kl. 13.00 laugard. 9. okt. á pósthúsunum R-1 í Pósthússtræti 5, R-3 í Kringlunni. Auk þess veitir Frímerkjasalan Ármúla 25 nánari upplýsingar. Einungis er tekið við ábyrgðarbréfum með sérstöku aukagjaldi (kr. 160), sem rennurtil Landgræðslu ríkisins. Á Degi frímerkisins koma út ný frímerki tileinkuð gömlum flugvélum, svo og frímerkjablokk til minningar um hópflug ítala fyrir 60 árum. Verður hvorttveggja til sýnis og sölu á sýningunni í Kringlunni. DMÍUK KKlMtKKISINX ■t.OKTÖÖEK W5 • \>Xt> KH tvn FRlMERKJASALAN PQOTML IVMthölf K445, 128 Rcykjavík, Siml 636051 PÓSTUR OG SÍMI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.