Tíminn - 09.10.1993, Side 17

Tíminn - 09.10.1993, Side 17
Laugardagur 9. október 1993 Tíminn 17 Skuggar mannlífsins Skuggar kvöldsins iiðu letilega niður fjallshlíðina. Þaö var þriðjudagur, 3. desember 1991, í Carroll-sýslu sem er í hjarta Virgíníufylkis. Héraðið er umkringt tignarlegum fjöll- um, náttúrufegurð en mikil og svæðið nokkuð afskekkt. Upp úr kl. 20.00 tóku tveir veiðimenn eftir að eldur hafði kviknað í einu einbýlishúsanna. Þeir hröðuðu sér til næsta bóndabæjar og þaðan var hringt í lögreglu og sjúkrabíl. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var húsið alelda. Slökkviliðsmenn- imir reyndu að komast inn í húsið en allt kom fyrir ekki, eldurinn og hitinn var orðinn mikill og þeir urðu að láta sér nægja að sprauta vatni á húsið og bíða átekta. Næstu augnablik voru mjög tauga- trekkjandi því einn af nágrönnun- um kom hlaupandi og sagði að hann hefði ekki séð til íbúanna, ungrar móður og dóttur hennar á þriðja ári. Sýnt þótti að mæðgumar væm enn í húsinu og því var ákveðið að tveir reykkafarar fæm vel útbúnir í til- raunaferð inn í húsið. Eftir mikið hark og áræði tókst tevimur slökkvi- liðsmönnum að komast inn í húsið. Eldurinn brann alls staðar og reykjarkófið var svo þykkt að í fyrstu sáu þeir ekkerL í húsinu vom að- eins þrjú herbergi og eftir að hafa kannað stofuna réðust þeir til inn- göngu í svefnherbergi mæðgnanna. Þar fúndu þeir konulík á gólfinu, skaðbmnnið og óþekkjanlegL Föt konunnar vom bmnnin að öðm leyti en að svunta úr gerviefhi fannst við hlið konunnar. Annar björgunarmaðurinn laut þó niður að konunni til að fullvissa sig um að hún væri ekki með lífsmarki. Þá sá hann nokkuð enn hræðilegra. Við hlið konunnar lá lítill bamslík- ami, skaðbrenndur einnig. Bamið var klætt í stuttermabol og leikföng lágu við hlið þess. Það reyndist einnig dáið er að var komið. Ekkert slys Hjúkmnarfók sem komið var á staðinn staðfesti að mæðgumar væm látnar. Svo virtist í fyrstu sem slys hefði valdið því að eldur kom upp og sennilega höfðu mæðgumar lent í sjálfheldu inni í svefnherberg- inu. Þó vom líkin send til kmfning- ar þar sem enn átti eftir að skera formlega úr um dánarorsök. Konan hét Sheila Marie Ring, þri- tug að aldri, og dóttir hennar, tveggja og hálfs árs, hét Jasmine Ce- lene Sutphin. Ættingjar bám síðar kennsl á líkin. Þótt líkamar þeirra væm mjög illa famir af völdum bmna var enn hægt að þekkja and- litin. Slökkviliðsmennirnir héldu áfram slökkvistarfinu og mörgum klukku- stundum síðar tókst þeim loks að slökkva eldinn. Er Þeir fóm inn í húsið fundu þeir dauðan hund sem grannar sögðu að Sheila hefði átt. Hafði hundurinn drepist af orsökum elds og reyks? Slökviliðsmennirnir vom of þreyttir til að geta hugsað út í það. Snemma næsta morgun, miðviku- daginn 4. desember 1991, kom í Ijós, öllum til hryllings og undmn- ar, að læknar höfðu fundið stungu- sár á líkunum sem bentu til þess að móðirin og hin unga dóttir hefðu verið myrt. Fmmrannsókn á húsinu benti einnig til að eldurinn hefði verið kveiktur af ásetningi, mögu- lega til að eyða „sönnunargögnun- um“, þ.e. fómarlömbunum tveimur. Það var áræði slökkviliðsmannanna tveggja, sem fóm inn í logandi hús- ið, að þakka að enn var hægt að rannsaka líkin. Húsið var hitað upp með ami en hlífin fannst nokkra metra frá amin- um sjálfum. Auk þess virtist sem eldsupptök hefðu verið í hinum helmingi hússins. Dick Carrico lögregluforingi var skipaður stjómandi rannsóknarinn- ar af hálfu yfirvalda. Hann var að stíga fyrstu skrefin í rannsókn sem átti eftir að skelfa alla íbúa héraðsins og fó þá til að sjá heiminn í öðm og Thomas Midkiff myrkara ljósi en fyrr. Sjálfur kallaði lögregluforinginn málið (eftir að það upplýstist) miskunnarlausasta glæp sem hann hafði fengist við á 32 ára starfsferli. Dick hófst þegar handa. Eftir að hafa skoðað líkin sendi hann þau til kmfningar í næstu borg, Roanoke. Kmfninguna átti að framkvæma daginn eftir. Það kom í Ijós að Sheila Ring og dóttir hennar höfðu Ieigt húsið af nágranna þeirra. Mæðgumar höfðu búið þarna í rúmlega tvö ár, eða frá því að dóttirin fæddist. Bamsfaðir dótturinnar hafði átt í ástarsam- bandi við Sheilu fyrir nokkuð löngu en upp úr því hafði slitnað og hann bjó í öðm fylki. Sheila var saumakona að atvinnu og gáfú yfirmenn og samstarfsfélag- ar henni mjög góða umsögn. Hún var sögð samviskusöm, stundvís og iðin og vinum hennar fannst fráleitt að einhver hefði viljað myrða hana og bamið, sem hafði verið sólar- geisli móðurinnar. Óteljandi stungusár Klukkan níu um morguninn, dag- inn eftir, barst Carrico kmfningar- skýrslan. Móðirin hafði verið stung- in með eggvopni ótal sinnum. Stungumar vom víðs vegar um lík- amann en eitt lagið hafði öðmm fremur dregið hana til dauða, á vinstri hluta baksins Þar hafði hníf- urinn gengið í gegnum hjarta og lunga. Dánarorsökin var sem sagt af völdum hnífsstungu, ekki bmnans. Vitað var að hnífurinn hlaut að hafa verið með mjög hvassri egg, en auk þess vom 90% af líkama hennar illa bmnnin. Sömu sögu var að segja af dóttur- inni. Læknir staðfesti að hún hefði einnig dáið áður fyrir bmnann og hafði dauðdaga hennar borið að á svipaðan hátt og hjá móðurinni. Sjúkur maður? Efir hádegið fór Carrico á vettvang glæpsins og skoðaði sig enn betur um í rústunum. Það lék enginn vafi á því í hans huga að eldurinn hafði verið kveiktur af ásetningi. Hann skimaði eftir morðvopninu en fann ekki. Ekki var enn búið að fjarlægja hundshræið úr húsinu. Carrico laut niður og skoðaði hræið vandlega og sá það sem öðrum hafði yfirsésL að hundurinn hafði verið snúinn úr hálsliðnum. Carrico bölvaði morð- ingjanum. Ljóst var að hann var sjúkur maður og stórhættulegur umhverfi sínu. Hann varð að finna hið bráðasta. Það urðu straumhvörf við í rann- sókninni þegar einn af nágrönnum Sheilu gaf sig fram við lögregluna og sagðist hafa séð mann fyrir utan heimili mæðgnanna um það bil hálfri klukkustund áður en áætlað var að eldurinn hefði kviknað. Ná- granninn sá ekki framan í hann en sagði að hann hefði ekið gulum sportbíl. Annar granni gaf sig síðar fram við lögregluna og staðfesti I SAKAMÁL ) þetta. Hann gerði gott betur með því að nafngreina manninn. Thomas Jefferson Midkiff var búsettur í grenndinni og að sögn kunnugra hafði hann átt vingott við Sheilu um skeið. Sakbending Midkiff var handtekinn nokkrum klukkustundum síðar og leiddur í sakbendingu. Nágranninn benti á Midkiff í hópi 8 manna og sagðist fullviss um að Midkiff væri maður- inn sem hann hafði séð fyrir utan heimili mæðgnanna. Þetta var góð byrjun en ekki nóg til að krefjast gæsluvarðhalds yfir Midkiff. Ákveðið var að fylgjast náið með honum og leita gagna í milli- tíðinni. Skömmu eftir sakbendinguna tók málið óvænta stefnu þegar Midkiff fór fram á fund hjá lögreglustjóra og spurði: .hvað í fjáranum er á seyði? Ég vil fá að vita af hverju fylgst er með mér. Honum var les- inn réttur hans og tjáð að allt sem Sheiia Ring og dóttir hennar, Jasmine. Hér fundust mæðgurnar. hann segði væri síðar hægt að nota gegn honum. Óvænt játning Midkiff var heldur rytjulegur útlits, hár og sterklegur með þunnt hár, gleraugu og yfirvaraskegg. Hann hélt því fram að hann vissi ekkert um málið en eftir því sem samræð- umar urðu lengri, kom lögreglu- stjóri auga á ýms- ar brotalamir og misræmi í frásögn hans. Carrico beitti Midkiff auknum þrýstingi því hann virtist vera sú manngerð sem auðvelt væri að brjóta niður. Táugar hans voru þandar til hins hins ýtrasta og samviska hans virtist slæm. Eftir u.þ.b. 3ja klukku- stunda stanslaus- ar yfirheyrslur brotnaði Midkiff saman og fór að gráta. Hann sagði: „Það sem ég gerði var ljótt, svo ljótt að ég get ekki tal- að um það.“ Um síðir játaði Midkiff á sig morðin og saga hans var enn ljót- ari en nokkum grunaði. Hann hafði átt í sam- bandi við Sheilu um skeið, en var sjálfur giftur og átti þrjú böm og heimili skammt frá húsi Sheilu. í litlu samfélagi eru sögur fljótar að berast og erfitt fyrir fólk að eiga sín leyndarmál. Þess vegna var hann hræddur um að konan hans kæmist að framhjáhald- inu, en hann lýsti sambandinu við Sheilu sem „einungis kynferðis- legu“ og hann hafði engan áhuga á að fórna fjölskyldunni fyrir hana. Sheila vildi hins vegar meira og morðdaginn hafði hún sagt honum að hann ætti tvo kosti. Annar var að hefja sambúð með henni en að öðr- um kosti hótaði Sheila að ljóstra upp um sambandið, beinlínis hringja í konuna hans og segja henni allt af létta. Midkiff hafði fyrst orðið hræddur en fylltist síðan gríð- arlegri heift. Hann réðst á Sheilu og barði en lét ekki þar við sitja: „Ég réðst á hana í eldhúsinu og greip beittan eldhúshníf og lagði til henn- ar. Hún öskraði og ég hugsaði um það fyrst og fremst að Ijúka verkinu á sem skemmstum tíma og stakk hana hvað eftir annað, bæði í brjóst, háls og bak. í látunum kom dóttir hennar hlaupandi og mér var ekki sjálfrátt. Ég stakk hana líka og skömmu síðar varð allt hljótt." Áður en hann yfirgaf húsið, kveikti hann eld á tveimur stöðum, í von um að líkin myndu brenna upp til ösku og bruninn yrði skoðaður sem hvert annað slys. Fyrir utan húsið beið hundur Sheilu og einhverj- um innri hvötum,“ sá hann ástæðu til að drepa hundinn líka og kastaði honum síðan inn í eldinn. Röð tilviljana hafði komið í veg fyr- ir að áætlun hans gengi eftir. í fyrsta lagi varð eldsins vart skömmu eftir að hann kviknaði. í öðru lagi var hægt að bjarga líkunum það fljótt úr brunanum að hægt var að rannsaka þau af gaumgæfni. Og í þriðja lagi var hrein tilviljun nágranninn hafði tekið eftir bfl Midkiffs fyrir ut- an húsið. Midkiff var ákærður fyrir tvö- falt 1. gráðu morð en þó var því trú- að að hann hefði ekki skipulagt glæpinn heldur framkvæmt hann í stundaræði. Það bjargaði honum síðar í dómssal frá dauðarefsinginni. Hann hafði fram að þessu tandur- hreina sakaskrá og geðrannsókn sýndi að maður- inn var fullkom- lega sakhæfur og með greind í góðu meðallagi. Lögreglan hélt áfram að púsla gögnunum sam- an og afla enn fleiri sannana, en enn vantaði sönn- unargögn eins og t.d. morðvopnið. Það fannst aldrei. Þegar réttað var í málinu, nokkr- um mánuðum síðar, bar verjandi Midkiffs því við að skjólstæðingur sinn hefði játað á sig glæpina í stundarbrjálæði. Hann væri því saklaus og krefðist sýknu. Midkiff var allur annar í hátt en hann hafði verið á skrifstofu lög- reglustjóra nokkrum mánuðum áð- ur og virtist í góðu jafnvægi. „Ég var rangur maður á röngum stað og ég ímyndaði mér skyndilega að ég hefði gert það sem ég sagði lögreglu- stjóra,“ sagði hann er hann var spurður út í eigin játningu. Fram- burður hans var varðveittur á segul- bandi og vó þungt þegar kom að því að dæma í málinu. Kviðdómur var hins vegar ekki trúaður á frásögn hins grunaða. Mánudaginn 21. júní 1993, eftir að búið var að áfrýja dómi undiréttar, var Midkiff dæmdur í tvöfalt lífstíð- arfangelsi. Nokkur brögð voru að íbúar krefðust þess að hann yrði tek- inn af lífi en þær öldur lægði í tím- ans rás. Hið rólega og fallega fjallahérað Virginíufylkis verður aldrei samt á ný og minningin um þennan hræði- lega atburð mun geymast í hugum íbúanna um ókomna tíð. Hvort sem morðið á Sheilu Ring saumakonu var ástríðuglæpur eða ekki, var morðið á litlu stúlkunni svo til- gangslaust og miskunnarlaust að það öðlaðist hejmsathygli á sfnum tíma. Skuggar Carrolsýslu eru þyngri og myrkari en áður en þetta gerðist. Skuggar mannlífsins. Eldurinn brann alis stað- ar og reykjarkófiö var svo þykkt að f fyrstu sáu þeir ekkert f húsinu voru aöeins þrjú her* bergi og eftir að hafa kannað stofuna réðust þeir til inngöngu í svefn- herbergi mæðgnanna. Þarfundu þeir konulík á gólfinu, skaðbrunnið og óþekkjanlegt. Föt kon- unnar voru brunnin að öðru leyti en að svunta úr gervlefni fannst við hlið konunnar. Annar björgunarmaðurínn laut þó niður að konunni til að fullvissa sig um að hún værí ekki með tífs* marki. Þá sá hann nokk- uð enn hræöilegra. Við hlið konunnar lá lítill barnslíkami, skað- brenndur einnig. Barnið var klætt i stuttermabol og ieikföng iágu við hlið þess. Það reyndist einn- ig dálð er að var komið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.