Tíminn - 09.10.1993, Page 18
18 Tíminn
Laugardagur 9. október 1993
Innilegustu þakkir til allra sem
glöddu mig með margvíslegum hætti á
90 ára afmœli mínu 23. september sl.
Guðrún Auðunsdóttir
frá Stóru-Mörk
tækniskóli
t
íslands
Háskóli og framhaldsskóli
Höfðabakka 9,112 Reykjavik
simi 91-814933
minnir á að umsóknarfrestur fýrir þá, sem hyggjast
hefja nám í Frumgreinadeild og Rekstrardeiid í
janúar 1994, rennur út 15. október.
Rektor
Laust lyfsöluleyfi, sem
forseti íslands veitir
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Akranesi (Akraness
apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi
við 11. gr. laga nr. 76/1982 um lyfladreifingu, að viðtak-
andi lyfsöluleyfishafi kaupi allan búnað apóteksins og inn-
réttingar þess. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi fast-
eign apóteksins, ásamt íbúð lyfsalans að Suðurgötu 32,
Akranesi.
Viðtakandi lyfsali skal hefja reksturfrá og með 1. janúar
1994.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði-
menntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 1.
nóvember 1993.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
5. október 1993.
UTBOÐ
Djúpvegur (61) um Oshlíð
Vegagerö rikisins óskar eftir tilboöum i byggingu
vegskála I Ófæru meö stiga 1994.
Helstu magntölun Lengd skála 55 m, mótafletir
2.300 m2, steypustyrktarjárn 901 og steinsteypa
920 m3.
Verki skal lokið 1. september 1994.
Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö ríkisins
á Isafiröi og I Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald-
kera), ffá og meö 11. þ.m.
Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14.00
þann 25. október 1993.
Vegamálastjóri
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚNI 3 . 105 REYKJAVÍK. SÍMI 632340 . MYNDSENDIR 628219
Kirkjutún —
ný íbúðarbyggð
Á Borgarskipulagi, Borgartúni 3 á 3. hæð, er tii sýnis tillaga að
ibúöarbyggð á lóðinni Borgartúni 30, lóð Eimskipafélagsís-
lands. Tillagan verður til sýnis alla virka daga frá kl. 8.30 til
16.00 frá 13. október til 3. nóvember. Ábendingum skal skilaö
inn til Borgarskipulags fýrir lok kynningartíma.
Borgarskipulag Reykjavíkur,
Borgartúni 3,-105 Reykjavík
Atvinnuhúsnæði
125 fm. með innkeyrsludyrum til leigu eða sölu við Grensásveg. Mjög
gott húsnæði fyrir ýmsa starfsemi. Upplýsingar í síma 30649.
Hermann Benediktsson
Fæddur 6. mars 1904
Dáinn 17. september 1993
Mánudaginn 27. september sl. andað-
ist móðurbróðir minn, Hermann Bene-
diktsson, f Sjúkrahúsi Húsavíkur. Enda
þótt hann hefði þá dvalið að mestu á
sjúkrahúsum síðasta árið sem hann
lifði, er ekki hægt að segja að veikinda-
stríðið hafi verið langt. Þegar frá er tal-
inn missir sjónarinnar, hélt hann að
mestu bæði líkamlegum og andlegum
styrk allt til síðasta dags.
Hermann fæddist á Hlíðarenda í Bárð-
ardal á fyrsta áratug aldarinnar, elsti
sonur hjónanna Steinunnar Guðrúnar
Jóhannesdóttur og Benedikts Kristjáns-
sonar. Systkini hans eru Laufey fyrrum
húsfreyja á Eiði á Langanesi og síðar
búsett á Húsavík, dáin 1992, Guðrún
Anna húsfreyja í Svartárkoti í Bárðar-
dal, sem nú dvelur að Hvammi á Húsa-
vík, Þórir og Steingrímur, sem báðir
eru búsettir í Reykjavík.
Á Hlíðarenda mun þeim afa og ömmu
hafa búnast nokkuð vel, en þau áttu
ekki jörðina og urðu að víkja af henni
árið 1915. Fluttu þau þá að Stórási í
Bárðardal, sem var eitt af heiðarbýlun-
um milli Mývatnssveitar og Bárðardals,
sem byggðust upp á sl. öld í kjölfar
landþrengsla í dalabyggðum.
Sjálfsagt hafa húsakynni á Hlíðarenda
ekki verið til sérstakrar fyrirmyndar á
þessum árum. Samt sem áður er ekki
að efa að flutningurinn þaðan að Stór-
ási hefúr boðað mikil viðbrigði til hins
verra fyrir fjölskylduna. Á Hlíðarenda
var tvímælaJaust gott að búa, jörðin
staðsett miðsvæðis í Bárðardal, sléttar
grundir og móar milli Skjálfandafljóts
og skógi vaxinnar vesturhlíðar dalsins,
byggð til beggja handa og beggja vegna
„Fljótsins". Aftur á móti var Stórás eitt
af afskekktustu heiðarbýlunum f sveit-
inni, úr sjónmáli við alla mannabyggð
og húsakynni vægast sagt léleg. En
kostir Ieiguliðans voru ekki margir og
því var stefnan tekin á heiðina, þegar
ekki fékkst húsnæði f dalnum.
Á Stórási bjuggu þau hjónin sfðan til
1930, er jörðin fór í eyði, og þar áttu
systkinin sín uppvaxtarár.
Enda þótt búskapur afa og ömmu í
Stórási einkenndist af hvíldarlitlu
brauðstriti, sem bömin urðu að taka
fullan þátt í svo fljótt sem þau voru þess
megnug, fer ekki á milli mála, að marg-
ar góðar minningar voru tengdar ver-
unni þar. Þar áttu þau góða nágranna
sem deildu með þeim blíðu og stríðu. Á
„Heiðinni" ríkir mikil sumarfegurð og
öll náttúran iðar af lífi fugla og ferfæt-
linga, bæði villtra og taminna. Um það
get ég borið, sem eytt hef margri vor-
nóttinni á þessum slóðum í viðureign
við lágfótu.
Stórás var heimili Hermanns allt til
ársins 1930, er fjölskyldan flutti að
Svartárkoti í Bárðardal. Þar var Her-
mann skrifaður fyrir búi næstu þijú ár-
in. Á þeim árum dó Steinunn amma og
skömmu seinna lauk sjálfstæðum bú-
skap fjölskyldunnar. Á árunum 1934 til
1952 taldist Hermann heimilisfastur á
Stöng í Mývatnssveit, enda þótt hann
dveldist raunar langdvölum að Sigurð-
arstöðum í Bárðardal og víðar. Árið
1952 flytur hann síðan til systur sinnar
að Svartárkoti, þar sem hann taldi sér
heimili upp frá því. Þar hafði hann
lengstum sínar eigin skepnur og var
sinn eigin húsbóndi á Svartárkotsheim-
ilinu.
Árið 1985 flutti hann sig svo um set að
Álftagerði í Mývatnssveit, þar sem hann
dvaldi á heimili Amfríðar Aðalgeirs-
dóttur og Jóhanns sonar hennar. Var
hann þá orðinn næstum því blindur, en
naut kærleiksríkrar umönnunar þeirra
mæðginanna allt þar til hann fékk inni
á Hvammi, dvalarheimili aldraðra á
Húsavík, haustið 1988. Þar hafði hann
sitt eigið herbergi í fjögur ár, en síðasta
árið var hann á Sjúkrahúsi Húsavíkur.
Það var hlutskipti Hermanns allt frá
unglingsárunum og þar til hann kom í
Svartárkot að hjálpa þeim sem á einn
eða annan hátt áttu um sárt að binda.
Hann var allt frá fýrstu tíð reiðubúinn
að koma til starfa þar sem hjálpar var
þörf, t.d. þar sem slysfarir eða óvænt
dauðsföll höfðu raskað heimilishögum.
Starfsvettvangur hans var því sem næst
eingöngu bundinn við sveitimar tvær,
Bárðardal og Mývatnssveit, enda þótt
leiðir lægju lengra burt um tíma.
Fyrsta ferðin í annan landshluta mun
hafa legið vestur að Miðhúsum í Reyk-
hólasveit undir lok fyrri búskapaiár-
anna í Svartárkoti. Þangað hélt hann
ásamt Steingrími bróður sínum í mars-
mánuði með Lagarfossi til Hólmavíkur.
Síðan tók við 8 klst. ganga á skíðum í
ófærð frá TVöllatungu um TVöllatungu-
heiði að Valshamri í Geiradal. Á Mið-
húsum dvöldust þeir bræður til júní-
loka og kynntust ólíkum búskaparhátt-
um, stunduðu m.a. selveiði og hirtu
æðarvarp hjá bóndanum, Tómasi Sig-
urgeirssyni frá Stafni f Reykjadal.
Seinna lá leið Hermanns aftur að Mið-
húsum, varð sú dvöl lengri en hin fyrri.
Löngu seinna lá svo leið hans í Þor-
móðsdal í Mosfellssveit, þar sem hann
annaðist um nokkurra vikna skeið bú
fyrir Steingrím bróður sinn meðan þau
hjón fóru með dóttur sfna til lækninga
í Danmörku.
Hermann var tæplega meðalmaður á
hæð, þreklega vaxinn en ekki feitur.
Hann var mikill göngugarpur og ferð-
aðist því gjaman gangandi á milli bæja,
enda var honum alla tíð frekar lítið gef-
ið um hesta. Gönguþrekið mun hann
hafa fengið í Stórási, þar sem hann
gekk mikið til ijúpna auk þess sem
miklar göngur fylgdu fjárbúskapnum á
heiðinni. Hann var mikill dýravinur,
eins og giöggt mátti sjá þegar komið
var í fjárhúsin hjá honum í Svartárkoti,
en kindur hans voru mjög gæfar og
mannelskar. Mér er þó ekki síst minnis-
stætt hversu miklu ástfóstri hann tók
við hundinn Kát, sem ég átti á ung-
lingsárunum. Var hann þess fullviss að
þessi hundur iylgdi sér eftir að lffi hans
lauk, taldi sig hafa fengið sönnun þess
hjá skyggnu fólki.
Hermann var mikið snyrtimenni, sem
Iagði kapp á að laga til í kringum sig
hvar sem hann var. Um snyrtimennsk-
una vitna t.d. hleðslur í vatnsbakkanum
umhverfis Ósinn, þar sem Svartá fellur
úr Svartárvatni. Vel var hann lesinn og
stálminnugur allt til hinsta dags. Á síð-
asta áratug tók hann að missa sjónina.
Enda þótt þá tæki fyrir bóklestur, fylgd-
ist hann alla tíð vel með útvarpi og því
varð missir sjónarinnar ekki til þess að
hann einangraðist eða staðnaði. Hann
hafði mikinn áhuga á spíritisma og
trúði á líf að loknu jarðlífi.
Þá er ótalið það áhugamál sem alla tíð
mun hafa skipað stærstan sess í huga
hans, en það var tónlistin.
Fyrsta minning mín af Hermanni
frænda er tengd tónlistinni. Þegar hann
kom í heimsókn til Guðrúnar systur
sinnar í Víðikeri, hafði hann ætið fiðl-
una meðferðis. Ég minnist þess hve
mér þótti gaman að hlusta á hann spila,
en ég hafði ekki áður kynnst þessu
hljóðfæri þar á bæ, enda þótt í Víðikeri
væri orgel og söngur væri iðkaður á
heimilinu.
Fyrsta hljóðfærið, sem Hermann eign-
aðist, var munnharpa sem hann keypti
á Akureyri skömmu eftir fermingu.
Hún kostaði fimm krónur, sem á þeim
tíma hefur verið nokkurt fé fyrir fátæk-
an sveitadreng. Hún var honum og fjöl-
skyldunni mikill gleðigjafi í einangrun-
inni í Stórási. Það er svo líklega um
1927 sem hann kaupir sér fiðlu á Húsa-
vík. Með fiðluna fór hann síðan til
Hjálmars Stefánssonar fiðluleikara og
bónda í Mývatnssveit og fékk hjá hon-
um tveggja daga tilsögn. Var það öll til-
sögnin sem hann fékk á hljóðfærið. En
nú varð ekki til baka snúið og fyrir
mann með jafn glöggt tóneyra og Her-
mann nægði þessi tími til að koma hon-
um af stað í hljóðfæraleik. Á þessum ár-
um var fiðlan mjög útbreitt hljóðfæri í
Þingeyjarsýslu og þar fundust nokkuð
góðir fiðluleikarar, þótt trúlega hafi
enginn jafnast á við Hjálmar Stefáns-
son.
Eftir það var fiðlan förunautur Her-
manns í blíðu og stríðu, sá förunautur
sem aldrei brást og ætíð var til staðar.
Líklega hefur hann þó aldrei stundað
fiðluleikinn eins reglulega og eftir að
hann kom að Hvammi og sjónin var að
mestu farin. Þar lék hann daglega á fiðl-
una og sagði mér að líklega hafi hann
aldrei náð eins góðum tökum á hljóð-
færinu og þessi síðustu ár. Á Hvammi
tók ég myndina, sem (ylgir þessari
minningargrein, fyrir þremur árum
síðan.
Ekki fannst Hermanni að hann gæti
tekið fiðiuna með sér á sjúkrahúsið sl.
haust Hann var samt ekki reiðubúinn
að segja að fullu skilið við hljóðfæra-
leik, heldur bað hann mig að kaupa fyr-
ir sig munnhörpu, sem ég gerði. Á
munnhörpuna Iék hann á sjúkrahúsinu
allt þar til yfir lauk. Þar með lauk tón-
listarferli hans með munnhörpunni,
sama hljóðfærinu og hann byrjaði með.
Ekki er mér kunnugt um hvenær Her-
mann eigaðist grammófón, en líklega
hefur það verið meðan hann átti heima
í Stórási. Skömmu eftir að foreldrar
mínir fluttu að Svartárkoti, sem var ár-
ið 1946, kom hann þangað með
grammófóninn sinn og plötur til að
lána okkur. Var þetta allstór heimilis-
fónn og nokkuð hljómgóður. Lagavalið
á gömlu 78 snúninga plötunum var,
eins og að líkum lætur, fiðluverk leikin
af gömlu snillingunum Kreisler, Hei-
fetz og Menuhin, óperuaríur með söng
Carusos, Giglis, Björlings, Titos Schipa
og fleiri, auk Stefáns Islandi, Erlings
Ólafssonar og Maríu Markan. Þá fýlgdu
og nokkrar plötur með danstónlist,
m.a. norsku danshljómsveitinni Gellin
av Bolström.
Þessi greiði Hermanns frænda við okk-
ur f Svartárkoti varð þess valdandi að
við systkinin féllum fýrir tónlistargyðj-
unni. Hefur hún síðan stytt okkur
stundir, enda þótt hljóðfæravalið væri
ekki það sama og hjá Hermanni.
Ekki var öll tónlist að skapi Hermanns.
Sérstaklega var honum lítið gefið um
djass og aðra nútímatónlist. í þessu
sambandi minnist ég samtals okkar
nokkru eftir að hann kom í Svartárkot,
en þar lýsti hann tónlistinni sem tærri
lind sem ætti upptök sín hátt upp til
fjalla. Eins og lækurinn, sem mengast
af hinum og þessum aðskotaefnum á
leið sinni til sjávar og endar í sumum
tilfellum för sína sem gruggugt fljót,
fannst honum sumt það sem nútíminn
legði af mörkum til tónlistarinnar
menga hana og svipta hreinleika sínum
og töframætti.
í dag, laugardag, fer útför Hermanns
frænda fram frá Lundarbrekkukirkju í
Bárðardal, kirkjunni þar sem hann var
fermdur árið 1918. Þar kveðjum við
ættingjamir frænda okkar og vin og
sveitungamir samferðamann, sem ætíð
vildi hjálpa þar sem hjálpar var þörf, án
þess að spyrja um verkalaunin. Hann
kvaddi jarðlífið án þess að eignast maka
eða afkomendur, en þar með er ekki
sagt að hann hafi ekki skilið eftir sig
spor í huga okkar samferðamannanna.
Þar spyr hver maður sjálfan sig, en ekki
mun vera ágreiningur um að með Her-
manni Benediktssyni er góður maður
genginn.
Blessuð sé minning hans.
Haukur Harðarson
frá Svartárkoti