Tíminn - 09.10.1993, Page 19
Laugardagur 9. október 1993
Tíminn 19
Hjónaminning:
Dagmar Öskarsdóttir og
Karl Marteinsson
Dagman
Fædd 2. nóvember 1911
Dáin 1. október 1993
Karl:
Fæddur 9. nóvember 1911
Dáinn 25. nóvember 1976
Dagmar Óskarsdóttir frá Leiti í
Mjóafirði er látin. Maður hennar,
Karl Marteinsson frá Skálateigi, lést
fyrir sautján árum. Þau bjuggu inni
á Norðfjarðarsveit, lengst af í Skála-
teigi. Með örfáum orðum vil ég
minnast þeirra heiðurshjóna.
Karl var fæddur í Skálateigi, sonur
hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur
og Marteins Sigfussonar, er þar
bjuggu lengi. Hann ólst upp með
foreldrum sínum og vann síðan að
búi þeirra um skeið. Hugur hans
stóð til verknáms og hann byrjaði að
læra klæðskeraiðn. Þá veiktist hann
alvarlega og þau veikindi drógu
langan slóða. Hann hvarf frá námi.
Dagmar og Karl gengu í hjónaband
27. júní 1942 og byrjuðu búskap
sinn í Skálateigi með foreldrum
hans.
Dagmar fæddist í Firði í Mjóafirði.
Foreldrar hennar voru Óskar Ólafs-
son frá Firði og seinni kona hans,
Sesselja Þórama Jónsdóttir frá Úlfs-
stöðum í Loðmundarfirði. Þau
bjuggu fyrst í Firði og síðan á Leiti,
nýbýli sem Óskar byggði í landi
Fjarðar. Hann féll frá þegar Dagmar
var átta ára. En Þórama bjó áfram á
Leiti með aðstoð Sigurðar bróður
frá Skálateigi í Norðfirði
síns og bama sinna eftir að þau
komust til þroska. Dagmar naut
góðrar bama- og unglingafræðslu
hjá Guðmundi Stefónssyni bónda og
kennara í Firði. Hún var löngum
heima á Leiti næstu árin. Fór þó í
vist syðra vetrarlangt og dvaldist
öðm hverju nokkrar vikur hjá Guð-
rúnu föðursystur sinni á Seyðisfirði.
Karl og Dagmar byrjuðu sinn bú-
skap í Skálateigi 1942, sem fyrr get-
ur. En 1945 færðu þau sig um set
eftir að hafa fengið ábúð á Hólum,
einnig á Norðfjarðarsveit Þá fluttist
og fjölskyldan á Leiti til þeirra í Hóla
og bjuggu þar saman næstu ár. Var
íbúðarhúsið á Leiti tekið ofen og
hús reist úr viðum þess á Hólum.
Næst er þess að geta að 1954 fluttu
Karl og Dagmar að Skálateigi á ný
ásamt skylduliði sínu. Ingibjörg,
móðir Karls, hafði látist árið áður og
Marteinn faðir hans dó 1956. Dvölin
á Skálateigi að þessu sinni varð rösk
tuttugu ár og þar ólust upp börn
þeirra fimm, sem nú skulu nefnd í
aldursröð:
Óskar er elstur, verkamaður í
Grindavík. Marteinn, bifreiða- og
vinnuvélastjóri, kvæntur Þórdísi Ág-
ústsdóttur og búa í Grindavík.
Björg, gift Helga Jónssyni rafvirkja.
Gerður, gift Sveini Guðmundssyni
rennismið, búa í Garðabæ. Baldur
var yngstur, en er nú látinn. Hann
stundaði söngnám í Reykjavík og
vann ýmis störf jafnframt. — Hér er
þess og að geta að Sesselja Þórarna
Hansdóttir frá Asknesi kom að Leiti
bamung og ólst síðan upp hjá nöfnu
sinni og Dagmar, þar og á Norðfirði,
og telst með systkinahópnum. Mað-
ur hennar er Nikulás Brynjólfsson
sjómaður og búa þau í Keflavík.
Karl og Dagmar bmgðu nú búi í
Skálateigi 1975 og fluttu til Grinda-
víkur. Karl átti þá skammt eftir ólif-
að og lést þar á heimili sínu árið eft-
ir. Dagmar hélt heimili í Grindavík
næstu árin með Óskari syni sínum,
uns hún fór að Hrafnistu í Hafnar-
firði vorið 1984.
Hjónin í Skálateigi vom aldrei
heilsusterk og búsýslan af þeim sök-
um örðugri en ella. En þau vom vel
verki farin og samhent f hvívetna.
Þau nutu og nokkurs stuðnings í
störfum frá ættingjum húsfreyju og
börnin komu snemma til léttis.
Snyrtimennska var þeim í blóð bor-
in og þau fóm vel með það sem þau
höfðu undir höndum, búsmala sem
annað. Karl hafði yndi af hestum og
átti gæðinga.
Bæði vom þau hjón heimakær í
bestu merkingu þess orðs, bóndi
hinn góði heimilisfaðir, húsfreyja
ástrík og umhyggjusöm móðir.
Dagmar var sem fyrr getur fædd og
uppalin f Mjóafirði og dvaldist þar
ungdómsárin. Við vomm á líku reki,
en sóttum ekki sama barnaskóla, því
langt var bæja á milli. Faðir minn
var í vinfengi við fólkið á Leiti og
samskipti jukust með heimilunum
þegar ég var unglingur. Frá þeim á
ég sérstæðar minningar, góðar og
bjartar. Yngra fólkið átti og um ára-
bil mikið saman að sælda í félags-
starfi, á mannfundum og gleðimót-
um. Er raunar af því allnokkur saga,
sem alltaf var gaman að rifja upp
þegar fundum bar saman.
Við Margrét heimsóttum hjónin í
Skálateigi stöku sinnum, gistum þá
gjarnan og nutum gestrisni þeirra
og góðvildar. Höfum við átt samleið
með Dagmar ærið langa þegar nú
leiðir skiljast um sinn. Við bættust
svo kynni af Karli manni hennar og
bömum þeirra og öll á einn veg. Það
er því margs að minnast og margt
að þakka þegar Dagmar er kvödd.
Seinast hittum við hana í vor á
Hrafnistu, þar sem hún dvaldi síð-
asta áfangann og undi eftir hætti vel
sínum hag. Niðjar hennar og vensla-
fólk var í seilingarfjarlægð og vitjaði
hennar oft, eins og vænta mátti.
í lífi Dagmar hafa vissulega skipst á
skin og skúrir. Hún missti föður
sinn ung, en naut áfram samvista
með móður sinni, sem var traust
kona með hjartað á réttum stað.
Hún eignaðist góðan eiginmann og
með honum mannvænleg börn. En
missti yngsta son sinn á besta aldri
og hafði áður séð á bak kæmm bróð-
ur ungum að árum. Þetta er einatt
gangur lífsins, það er gefið og tekið
á víxl. Og Dagmar var gefinn styrkur
og hugarró, sem ekki er allra, og
hún naut sólskinsstundanna.
Við Margrét minnumst með hlýj-
um huga hjónanna frá Skálateigi og
biðjum þeim blessunar. Ástvinum
þeirra sendum við alúðarkveðjur.
Vilhjálmur á Brekku
Bridge
UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON
Bikarkeppnin 1993:
Öruggur sigur Samvinnuferða
Eins og flestum er kunnugt varð sveit Samvinnuferða-Landsýn bikar-
meistari í bridge um síðustu helgi. Liðsmenn sveitarinnar spiluðu ágæt-
lega allt frá undanúrslitunum til síðasta spils. Ofanritaður var á staðn-
um og lýsir hér nokkru af því forvitnilegasta sem fyrir augu bar.
Undanúrslit: Leikur Samvinnu-
ferða gegn TVB 16.1. lota spil 15
Suður gefur; NS á hættu
NORÐUR
Á ÁKD9742
* D86
i8
* K4
VESTUR AUSTUR
* G65 A T3
V T432 * Á5
* GT4 ♦ D753
* 975 * GT862
SUÐUR
A 8
V KG97
* ÁK962
* ÁD3
pass Ragnar 3gr. pass
pass 5* pass
pass pass pass
Suður Vestur Norður Austur
Páll
1 +
4*
6*
„Það sem eyðilagði spilið var að
makker skyldi eiga hjartadrottn-
inguna," sagði Páll Valdimarsson
þótt afrakstur spilsins væri 12 slag-
ir og 1430 í húsi. Hvað átti Páll við?
Jú, sagnserían var góð og vissulega
mjög vandað að spila samninginn í
suður. Ef hjartadrottninguna vant-
ar er slemman í bráðri hættu í
norður en þar var hún einmitt spil-
uð á hinu borðinu með sama ár-
angri svo spilið féll. Páll og Ragnar
höfðu í vopnabúri sínu geymt 3ja
granda sögnina á móti sterku laufi
sem mjög var nú orðin rykfallin,
hafði legið í geymslu í 3 ár án þess
að vera notuð en nú kom loks tæki-
færið. Sögnin lofar gegnheilum lit
einhvers staðar með hliðarstyrk.
Páll spurði um hliðarstyrkinn með
fjórum Iaufum og fékk þá 5 lauf.
Það voru allar líkur á að Ragnar
væri með spaðalitinn og Páll sagði
því svellkaldur 6 spaða á einspilið,
en sem fyrr segir bölvaði hann
hjartadrottningunni. Ef hana hefði
vantað, hefði spilið mögulega boð-
ið upp á sveiflu.
Það varð hins vegar sveifla til
Páls og Ragnars í spili 33 í úrslita-
leiknum gegn Bimi Th. (sjá
stöðumynd Lh.). Norður; enginn
Norður Austur Suður Vestur
Ragnar Gísli Páll Björn
3 grönd! pass 5 ♦! pass
pass pass
Hér hindruðu Ragnar og Páll
(Samvf.) grimmt og komust ekki
bara upp með það, þeir unnu líka
spilið. Eins og sést má jafnvel
standa 4 hjörtu í austur ef suður
hittir ekki á tígulútspilið en annars
eru 9 slagir tryggir. 5 tíglar em
alltaf einn niður en einhver óná-
Helgi Jóhannsson, forsQóri Sam-
vinnuferða og einn af bikarmeist-
uranum 1993, fhugar hér stöóuna.
Þetta er önnur stórkeppnin á stuttum
tíma sem Samvinnuferöir vinna þvf
sveítin sfgraði á Bridgeháb'ð í ár.
kvæmni olli því að eftir að Bjöm
spilaði út hjartaás, spilaði hann
aftur hjarta. Páll trompaði, spilaði
seinni tíglinum á ás, svínaði síðan
laufi og kastaði spaða niður í blind-
um í laufásinn. Þar með vom tap-
arar spilsins aðeins tveir, einn á
hjarta og einn á spaða.
í lokaða salnum fengu AV að spila
hálitabút í vitlausri hendi og fóm
einn niður. Afraksturinn því 450 til
sveitar Samvinnuferða eða 10 imp.
NORÐUR
* T6
V 64
♦ ÁK86543
* 3
VESTUR AUSTUR
♦ ÁDG82 4 K3
V ÁK98 V DGT532
♦ 7 ♦ D9
♦ 972 * K54
SUÐUR
♦ 9754
V 7
♦ GT
* ÁDGT86
Bjöm Theódórsson átti að mínu
mati hraustlegustu meldingu
keppninnar og jafnframt eina þá
glæsilegustu í spili no 47 í undan-
úrslitunum gegn H.P Kökugerð.
Hvað myndi maður gera í fjórðu
hendi eftir að andstæðingamir
hefðu sagt sig upp í fjögur hjörtu í
einum sagnhring með þessi spil:
♦ÁD653V644K4+ÁG32
Suftur gefur; NS
NORÐUR
A K84
v ÁK95
♦ DG9
♦ T87
VESTUR AUSTUR
♦ GT7 ♦ ÁD653
V T V 64
♦ T7632 ♦ K4
♦ D954 A ÁG32
SUÐUR
♦ 92
V DG8732
♦ Á85
♦ K6
Bjöm var undir í leiknum og þetta
var næstsíðasta spilið í undanúr-
slitunum og hann sá að hér dygðu
engin vettlingatök og setti 4 spaða
á borðið. Reyndist sú karlmennska
hreinasta snilld.
Ef vömin hefði staðið sig í stykk-
inu er spilið aðeins einn niður og
segir 100-kallinn lítið upp í þá 620
sem í boði vom ef Björn hefði pass-
að. Það sem er enn merkilegra er
þó að Björn vann spilið!
Ústpilið var hjartadrottning og
aftur hjarta sem Bjöm trompaði í
blindum. Því næst spilaði hann litl-
um tígli og lét kónginn eldsnöggt á
borðið þegar suður setti níuna.
Suður dúkkaði í hita augnabliksins
og þar með fór síðasta von Selfyss-
inganna.
Ef til vill hefði borgað sig fyrir
norður að hindra í spili no 40.
Opinn salur, vestur; enginn
I3
* ÁG98532
VESTUR AUSTUR
♦ ÁDGT7 A3
V K V ÁG9
♦ ÁKD82 ♦ T7654
♦ 74 * KDT6
SUÐUR
A K96542
V D9743
♦ G9
Vestur Norftur Austur Suður
1* pass 2 ♦ 3^
4 gr. 6* pass 5* pass
pass pass pass
í lokaða salnum opnaði Einar Sveins-
son í sveit Bjöms á einu laufi (sterkt)
norður sagði pass (sem orkar tvímæl-
is) og Bjöm Th. gat því í rólegheitun-
um sagt tvo tígla. Suður sagði þrjá
tígla sem lofuðu hálitunum. Eftir það
leist Einari mjög vel á slemmuna og
eftir ásaspumingu sagði hann 6 tígla
sem em óhnekkjandi í þessari hendi
vegna þess að suður á ekkert Iauf. í
opna salnum lentu Selfyssingamir aft-
ur á móti f því að vegna kerfissagna
varð vestur sagnhafi í 6 tíglum. Norður
spilaði út laufás og gaf félaga sínum
stungu og 14 imp út:
Sveitimar sem kepptu í úrslitunum
um síðustu helgi vom skipaðar
eftirtöldum spilurum: Samvinnuf:
Helgi Jóh., Guðm. Herm., Páll Vald.,
Ragnar Magnúss., Bjöm Eysteinss. og
Aðalsteinn Jörgensen. Sv. Bjöms Th:
Bjöm Th., Gísli Hafliðason, Kristján
Blöndal, Einar Svanss. og Stefán
Guðjohnsen. Sveit TVB: Júlíus
Snorrason, Sigurður Sig., Jón P.
Sigurjónss., Borgþór Péturss., Trausti
Valss. og Ólafur Ólafsson. HP: Grímur
Amars., Bjöm Snorras., Helgi G.
Helgas., Kristján Gunnarsson, Ólafur
Steinason og Stefán Jóhannsson.