Tíminn - 13.10.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.10.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 13. október 1993 Tíminn Ritstjóri: Þór Jónsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Stefán Asgrfmsson Útgefandi: Mótvæg] hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Skrtfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Síml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1400-, verö (lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Dvínandi stuðn- ingur við EB Allar Evrópubandalagsþjóðirnar tólf geta nú staðfest Maastricht-samkomulagið. Þýskur dóm- stóll skar úr um það í gær að samkomulagið bryti ekki í bága við stjórnarskrá Þýskalands. Þar með var fengið samþykki síðustu EB-þjóðarinnar. Kohl kanslari klappaði dómurunum lof í lófa. Síðustu hindruninni hefur verið rutt úr vegi og Jacques Delors, formaður stjórnarnefndar EB, getur varpað öndinni léttar. Þó eru blikur á norðurhimni. Á sama tíma og EB-þjóðirnar treysta böndin betur innbyrðis, berast þær fréttir frá þeim þremur Norðurlönd- um, sem að undanförnu hafa knúið ákveðið á dyr bandalagsins, að þar fari stuðningur dvínandi meðal almennings fyrir aðildarumsóknum stjórnvalda. Samkvæmt skoðanakönnunum í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru að meðaltali 46,6 af hundraði andvígir aðild að EB, 36,6 af hundraði eru henni fylgjandi og 16,6 af hundraði enn óákveðnir. Eins og vænta mátti er andstaðan mest í Noregi, en minnst í Finnlandi. Norðmenn óttast um hag sjávarútvegarins og fiskimiða sinna í nánu sam- félagi Evrópuþjóða, þar sem æðstu völd verða ekki lengur í höndum innlendra stjórnvalda, heldur ráðandi manna innan EB í Brussel. Spán- verjar og Portúgalir sjá veiðisvæði Norðmanna í hillingum. Hvorki meira né minna en 60 af hundraði Norðmanna leggjast gegn aðild Noregs að EB. Þess vegna er engin furða að Miðjuflokk- urinn ynni stórsigur í norsku þingkosningunum fyrir mánuði, en hann setti andstöðu við EB á oddinn í kosningabaráttunni. Nálægðin við Rússland veldur hvort tveggja andstöðu og stuðningi við EB í Finnlandi. Þar eru menn ekki á einu máli um skynsemi þess að bindast vestrænum þjóðum í jafn víðtæku bandalagi og EB er orðið. Þó styðja 53 af hundr- aði Finna aðild að bandalaginu. Skoðanakannanirnar, sem fóru fram í löndun- um þremur um helgina, sýna að um þessar mundir er það aðeins í Finnlandi, sem nægur stuðningur er fyrir aðild að Evrópubandalaginu. í Svíþjóð eru 45 af hundraði gegn inngöngu í EB, en aðeins 29 af hundraði meðmælt því. Stuðn- ingurinn, sem áður var, fer óðum þverrandi. Enn líður langur tími þangað til gengið verður til raunverulegra kosninga í þessum löndum um aðild að Evrópubandalaginu. Má gera ráð fyrir að andstöðuhópum bandalagsins vaxi fiskur um hrygg eftir fréttir helgarinnar. Sömuleiðis þyng- ist róðurinn fyrir ríkisstjórnir þessara landa, sem hefur mistekist að sannfæra alþýðu manna um ágæti þess að taka fullan þátt í bandalaginu. Af tölum helgarinnar að dæma virðist evrópska efnahagssvæðið, EES, verða langlífari kostur en áður var spáð og lengri bið verða á því að EFTA tvístrist með öllu. Jón Sigurðsson, bankastjóri Seðlabankans, gaf ót þá yfirlýsíngu í gærkvöldi að hann væri hættur við að kaupa Grand Cherokee jepp- ann sem frægur hefiir orðið síð- ustu daga meðal þjóðarinnar oger íarinn að slaga Mtt upp í frægð Jóns sjálfs. Garri lýsti áhyggjum sínum af því f gær að Jón, sem er mjög verð- mætur og minnst milljónar á mánuði maður, gæti farið sér að voða í umferðinni og því yrði þjóð hans að sjá sóma sinn í því að skaffa honum sterkt ökutæki. Garri veit svo sem ekkert hvort Jón er góður, miðlungs eða vondur bfl- stjóri en vill gjaman að hann sé sem öruggastur í umferðinni og í laxveiðitúrum og aki þvf um á traustum bfl. En nú hefur Jón ákveðið að hætta við að láta bankann kaupa undir sig bflinn góða og iæhir það fylgja með að hann muni ekki nota sér starfskjarabundin réttíndi sín sem seðlabankastjóri tíl að láta „stofh- un fólksins" eins og formaður bankaráðs Seðiabanka orðaði það í útvarpi í gær, borga undir sig fimm milljóna króna bfl. Nú segja ef til vill einhverjir sem svo að maður með eitthvað um milljón á mánuði og kannski ekki neitt yfirgengilega viðveru á vinnustaö sé svo sem ekkert of góður til að kaupa sér sinn eigin bíl og getí ráðíð því sjálfur hvort hann kaupi bfl fyrir um eina miiljón eins og Jóhanna Sigurðardóttir, eða fimmfalt dýrari bfl, eða þá bara ef honum dettur það f hug - skrið- sem nóg er til af austur í Rússlandi. Hann verði bara að borga sjálfúr. Á slík rökgetur Garri svo sem failist þótt honum sé afar annt um Jón Sigurðsson, fyrrver- andi álmálaráðherra, og velferð hans aila. En sé það nú svo að Jón hafi hreinlega séð að sér á þrenginga- tímum, að láta stofnun fólksins spandera á sig lúxusbíl, þá hlýtur hann þar með að þurfa að ganga götuna til enda sem aðalbanka- stjóri og arftaki Jóhannesar Nor- dals sem hafði svo mikinn stfl hér á árum áður að negrahöfðingjar og - kóngar ýmsir innan úr svörtustu Afríku héldu að væri konungur Is- lands. Jón hlýtur með þessu að vera að segja það að bflaffíðindi eins og þau sem tíðkast hafa í Seðiabank- anum og fleiri ríkisstofhunum sem sýsla með peninga landsmanna, séu óæskileg og skuli leggjast af. Hann hiýtur því í ffamhaldinu að hotta rækilega á eftír undirmönn- um sínum með að þeir fari að dæmi hans og skili af sér lúxus- jeppunum sem þeir aka á kostnað Seðlabankans; Tómas skili Blaz- emum, Birgir skili Exploremum, báðir Range Roveramir sem þeir Jóhannes Nordal og Jón Sig. sjálfur ekur á verði seldir, svo og Pour- runner bankaeftírlitsins. Nú bíöur Garri eftir því að húskarfamir í Seðlabanka fari að fordæmi Jóns aðalbankastjóra. Garri fyrir risalottói Spáð Þá er búið að loka Fossbankan- um og eiga Færeyingar nú engan banka lengur því hinir stærri urðu gjaldþrota á undan. Fjár- málalffið á eyjunum er því orðið aldanskt og í gær tóku Danir fær- eyska fjárlagafrumvarpið í gegn og sögðu það marklaust plagg og ónothæft með öllu. Þar með er færeyskt efnahagslíf búið að kippa fótunum svo rækilega undan sjálfu sér að ekki er hægt að tala um Færeyjar sem fullvalda ríki lengur. Efnahagslegt sjálfstæði er ekki til þar og án þess fær ekkert ríkis- vald þrifist. Gjaldþrotið blasir við og Danir taka að sér skuldimar og dugmesta fólkið. Tíu af hundraði þjóðarinnar em flutt til Dan- merkur og flóttamannastraumur- inn eykst. Flotinn er seldur fyrir slikk og óhugnanlega dýr samgöngu- mannvirki grotna niður af brúk- unarleysi. Fasteignaverð er hmn- ið og er það sögð ein höfuðástæö- an fyrir að síðasti bankinn er gjaldþrota, en veð Fossbankans í fasteignum em harla lítils virði. Veð stærri bankanna í skipum og öðmm atvinnufyrirtækjum drógu þá niður í fúafen fallíttanna. Stjómmálamenn og embættis- menn litu á landsjóðinn sem sitt einkaherfang og em uppi háværar kröfur um að þeir verði látnir sæta sakadómsrannsókn fyrir óráðsíu eftir að ljóst er hvemig þeir em búnir að leika þjóðina, efnahag hennar og fullveldi. Verðug athygli íslendingar skulda nær sjötíu af hundraði landsframleiðslu í út- löndum. Það þýðir að lánstraustið er nær þorrið og landið verður sett á aumingjalistann hjá alþjóð- legum lánastofnunum þegar örfá prósent bætast við skuldasúpuna. Þá fara líka seðlabankastjórarnir að taka sig út í fínu bflunum sín- um og þeir og fjármálaráðherrar lýðveldisins munu vekja verðuga athygli á ársfundum Alþjóðabank- ans og annarra slíkra stofnana þegar þeir mæta þar með fríðu fömneyti. Formaður Alþýðuflokksins bend- ir á að verðmæti alls þess fisks sem íslendingar draga úr sjó fari í greiðslur afborgana og vaxta er- lendra lána. Forsætisráherra telur Vitt og breitt hins vegar að allt sé í fínasta lagi í sinni hosiló og bullaði um það í stefnuræðu sinni um daginn, að skammt sé í mikið efnahagslegt góðæri en var fáorður um hvaðan þess sé að vænta og með hvaða hætti. Kannski er búið að spá fyr- ir honum stómm vinningi í ein- hverju risalottóinu. Skollaeyrum skellt Hér hefur verið skellt skollaeyr- um við öllum fréttum frá ná- grannalöndunum um verðfall á fasteignum og er íbúðarhúsnæði þar ekki undanskilið. Þetta gerist aldrei hér, segja spekingarnir í fasteignabransan- um og skrökva í fjölmiðlana að mikill skortur sé á nýbyggingum og að mikil og vaxandi eftirspum sé á fasteignamarkaði. Húsbréfakerfið og annar mokst- ur úr sjóðum fasteignaóráðsíunn- ar hefur lengt í hengingarólum íbúðabyggjenda og -kaupenda en nú em blikur á lofti um að boginn sé spenntur mun hærra en mark- aðurinn þolir. Eftirspum hlýtur að minnka og verð að lækka og guð hjálpi þeim sem halda sig eiga trygg veð í öllu gúmolaðinu, eins og færeysku bankamir. Samtfmis því að yfirvöldin neita að horfast í augu við blákaldan vemleikann, safnar nómenklatúr- an auði og framtíðarvelferð sjálfri sér til handa. Hún virðist halda sig geta komist hjá öllum hremmingum sem yfir dynja þeg- ar efnahagslegt sjálfstæði er rokið út í veður og vind. En það er ekki víst að málið sé svo einfalt og þægilegt og kemur í ljós síðar þegar hrakspár ganga eftir. Ábyrgðarleysingjamir í æðstu stöðum vilja ekki heyra nefnt að gerður sé samanburður á fær- eysku ástandi og íslensku. Hér eiga að gilda einhver allt önnur lögmál en á öðmm eyjum Norð- ur-Atlantshafsins, sem glatað hafa efhahagslegu sjálfstæði og full- veldi. Samt er munurinn aldrei útskýrður, aðeins kastað fram órökstuddum staðhæfingum um efnið. Það er ekki einu sinnni hugað að því við hverja á að semja um gjaldþrotið. Það vita Færeyingar þó. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.