Tíminn - 13.10.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.10.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 13. október 1993 r Sigurveig Astgeirsdóttir Fædd 15. apríl 1929 Dáln 5. október 1993 Mér er þungt í hjarta þegar ég sest niður við að skrifa um tengdamóður mína, Veigu, eins og hún var kölluð, sem lést í Landspítalanum eftir erfið veikindi, því hún var mér annað og meira en bara tengdamóðir og amma bamanna minna. Alveg frá fyrstu tíð, er ég var nítján ára gömul og kom fyrst inn f fjölskyld- una, tók hún mér sem sinni eigin dóttur. Veturinn 1975 fluttum við Geiri tímabundið inn á heimili þeirra hjóna að Kvisthaga 8. Á þeim tíma eignuð- umst við dótturina Sigurveigu, sem var okkar fyrsta bam og þeirra fyrsta bamabam. Er mér þetta tímabil sér- staklega dýrmætt Oft sátum við Veiga mín í eldhúsinu og spjölluðum yfir kaffibolla langt fram á nótt, eins og bestu vinkonur. Við gátum ávallt trúað hvor annarri fyrir okkar innstu hugsunum. Á þess- um tæpum tveimur árum var lagður gmnnur að vináttu og kærleik, sem aldrei bar skugga á. Margar vom ferðimar til okkar Geira öll árin sem við bjuggum á Selfossi. Ætíð var hún tilbúin til að koma og sjá um heimili okkar, þegar ég þurfti að dvelja á sjúkrahúsi, tvisvar sinnum, í allt að fjórar vikur í senn. Einnig þeg- ar Lfna Dögg fæddist og síðan Sigurð- ur, alltaf var Veiga mín til staðar. Hún kom með okkur á öll jólaböll fyrir austan, og tók Evu litlu með sér eftir að hún fæddist Þegar ég sest niður núna og renni huga yfir þau fjögur ár, sem við höfum búið í Reykjavík, fyllist ég þakklæti yf- ir því að hafa fengið að vera nær henni. Kemur þá sterkast fram síðast- liðið ár, sérstaklega 2. nóvember, þeg- ar Iæknirinn hringdi eftir erfiða að- gerð, sem Veiga mín gekkst undir, og tilkynnti hversu alvarlega sjúkdómur- inn hefði leikið hana. Tók síðan við erfiður tími. En alltaf áttum við okkar gleðistundir inn á milli. Þann 20. júlí sfðastliðinn var hún aft- ur lögð inn á Landspítalann. Hófst þá þyngsta tímabilið fyrir okkur öll. Það var ómetanlegur styrkur að fá að njóta þeirrar yndislegu umhyggju og kær- leika sem starfsfólk deildar 11E sýndi Veigu og okkur hinum, þann tíma er hún var á meðal okkar. Vil ég koma sérstöku þakklæti á framfeeri til alls starfsfólksins. Það var svo gott að finna að maður væri vel- kominn, jafnt að degi sem nóttu. Einnig vii ég þakka starfsfólkinu á krabbameinsdeild kvenna fyrir frá- bæra umönnun í alla staði í fyrravet- ur. Guð varðveiti minningu Veigu minn- ar með þökk fyrir allt Hin langa þraut er liðm, nú loksins hlaustu friðirm, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn ogsólm björt upprunnin, á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) Kær kveðja, Adda Mig langar að minnast móðursystur minnar, Sigurveigar Ástgeirsdóttur. Ég man þegar ég var lítil og kom á Kvisthagann til Veigu frænku. Hún var mér alltaf svo góð. Mér feinst hún og mamma alltaf svo áþekkar og það kom fyrir að ég togaði í pilsið hennar og hélt það væri mamma. Eg minnist með gleði ferðanna aust- ur þegar ég, Dísa og Stína (dætur Veigu) lágum í skottinu í bílnum í ýmsum leikjum. Það kom tímabil í lífi mínu eftir að afi dó, þá hugsaði ég mikið um dauðann og hvað yrði um mig ef mamma dæi. Þá sá ég fram á von. Ég fem þrjú heimili þar sem ég gat hugsað mér að eiga heima og heimili Veigu var eitt þeirra. Ég varð unglingur og ég þekkti ekki skilningsríkari „móður" en Veigu. Mér fannst hún skilja okkur unglingana og virða skoðanir okkar. Ég varð fullorðin og fékk að kynnast henni sem jafningja. Við gátum rætt lífið og tilveruna. Ég gat treyst henni og mér fannst hún vera eins og klett- ur. Eftir að mamma dó feinst mér Veiga vera nýja mamman mfn og amma bamanna minna. Hún bar svo mikinn kærleika til allra og ef það var eitthvað sem hún gat gert fyrir náung- ann, þávarþaðgert Veiga var létt í lund og hafði gaman af að gantast og gerði það óspart fram í andlátið. Ég trúi því að nú sé hún hjá Cuði, en þar er yfirfljótandi kærleikur og allir heilbrigðir. Drottirm er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur harm mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Harm hressirsál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafhs síns. Jafhvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þirm og stafur hugga mig. (23. Davíðsiálmur, 1.-5. ven) Ég bið Guð að blessa manninn henn- ar, bömin hennar og þeirra fjölskyld- ur, systkini og alia sem nú eiga um sárt að binda. Bestu kveðjur, Aradís Ámadóttir Cleðin og sorgin Égvarlítiðbam og ég spurði móður mína hver munur vœri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maðursem kermir aldrei sorgar í hjarta smu getur ekki glaðst því harm þekkir ekki sorgina. (Þórucn Magnea, LjóAabók grumukóla) Ég vil minnast ömmu minnar, sem var mér alltaf svo indæl og góð. Ég bjó f kjallaranum fyrir neðan ömmu og afa í nokkur ár, ásamt mömmu minni. Mamma vann mikið á kvöldin og því varð amma að passa mig. Á kvöldin spiluðum við amma mikið saman og þegar ég fór að sofa fórum við alltaf með „Faðirvorið", sem hún kenndi mér og líka allar bænimar. Svo var það í nóvember 1992 að hún greindist því miður með krabbamein. Mér þótti erfitt að sætta mig við þetta. Sá vetur var mér mjög erfiður. Á hverju kvöldi fórum við mamma til ömmu, elduðum fyrir okkur, og vor- um þar á kvöldin. Þann 20. júlí síðastliðinn lagðist hún inn á Landspítalann. Mamma var mik- ið uppi á spftala hjá elsku ömmu minni, á meðan vorum ég og Lína frænka á Laugarvatni hjá skyldfólki okkar. 5. október dó elsku amma mín, en nú veit ég að henni líður vel, og nú þarf hún ekki að kveljast meira af sjúk- dómnum sfnum. Þér kæra sendi kveðju með kvöldstjömunni blá það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, Guð mirm ávallt gætiþín, éggleymi aldrei þér. (Bjarni Þorsteinuon) Ég sakna hennar mjög mikið og vildi að hún hefði getað verið lengur hjá okkur, en ég veit að Guð og englamir gæta hennar mjög vel. Blessuð sé minning ömmu minnar. Eva Bragadóttir Margs er að mirmast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að mirmast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (Valdlmar Brkm) Það er mér helst f huga hvað hún amma mín var mér ávallt ljúf og góð. Þann 2. nóvember 1992 greindist hún því miður með krabbamein, sem var mér mjög erfitt að skilja og sætta mig við. Fram að níu ára aldri bjó ég á Selfossi og verður mér hlýtt í hjarta þegar ég hugsa um ömmu í Reykjavík. Ég þáði alltaf koss, þegar ég kom og fór, og fann ætíð fyrir hlýju og öryggi í faðmi hennar. Þegar ég fluttist til Reykjavíkur, árið 1989, fjölgaði heimsóknunum til ömmu. Síðastliðið sumar dvaldist ég um tíma á Laugarvatni og þá hugsaði ég oft heitt til elsku ömmu minnar. Þá dvaldist hún á Landspítalanum, og var þá mamma mjög oft hjá henni. Þegar mamma var að fea heim, þá bað amma alltaf fyrir kveðju til mfn og vildi hún vita hvemig mér liði og hvað væri að frétta af mér. Ég sakna þess að geta ekki setið og talað við hana ömmu mfna um Iffið og tilveruna. Ein af minningum mínum um ömmu er þegar ég fór hringinn í kringum landið með henni og öðrum fjölskyldumeðlimum og gistum við í tjaldi. Þegar við vorum í Dimmuborg- um létum ég, Siggi bróðir og Eva frænka hana loka augunum og leidd- um hana, eins og hún væri blind, um hraunið. Við skemmtum okkur öll al- veg konunglega. Farþúífriði, fríður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (VaMlmar Briem) Núna veit ég að elsku ömmu minni líður vel og nú þjáist hún ekki lengur. Ég vil biðja Guð um að taka vel á móti henni og passa hana vel fyrir mig. Blessuð sé minning minnar elsku ömmu. Lína Dögg Ástgeirsdóttir Steinunn Þorsteinsdóttir frá Grund Fædd 15. ágúst 1905 Dáin 5. október 1993 Steinunn var fædd 15. ágúst árið 1905 á Grund í Svínadal í Austur- Húnavatnssýslu, dóttir Þorsteins bónda þar Þorsteinssonar (f. 1848 — d. 192 i) og síðari konu hans Ragn- hildar Sveinsdóttur (f. 1871 — d. 1951). Grund var og er góð jörð og mér er sagt að Þorsteinn bóndi hafi skilað af sér allgóðu búi þegar hann féll frá árið 1921. Samt hefur Ragnhildi ekki verið neitt lítill vandi á höndum, fimmtugri ekkju með fimm böm: dætumar Ingu 18 ára, Steinunni 16 ára og Þóru 12 ára, og synina Guðmund 10 ára og Þórð 7 ára. En bústofninn fór nánast allur í arfekipti til eldri bama Þor- steins af fyrra hjónabandi. Það má því segja að þessi 6 manna hópur hæfi bú- skap á nakinni jörðinni, skuldlausri að vísu, árið 1921. Og réttur áratugur í heimskreppuna miklu. Ung fór Steinunn að heiman og var þá í vistum, eins og kallað var, suður í Reykjavík, en kom aftur norður árið sem dóttir hennar, Ásta Sigfúsdóttir, feddist Það var 1930. Næsta áratug var hún ráðskona hjá bræðrum sfnum á Grund og sá þá um öll búverk innanhúss, en 1939 flutti hún aftur til Reykjavíkur, svo dóttir hennar, Ásta, gæti notið menntunar í Málleysingjaskólanum. Hún vann þá ýmis störf hér syðra og hélt seinna heimili með systrum sínum tveim, sem einnig voru þá fluttar suður. En á sumrin voru bær allar fiórar á Grund, Steinunn og Ásta frá vori til hausts, en Inga og Þóra um sumarfrítímann. Þetta var orðinn fetur skikkur sum- arsins þegar ég fyrst kynntist fólkinu á Grund árið 1944. Þá var orðið tvíbýlt þar, bræðumir báðir kvæntir, hvor sinni Guðrúnu, en bæjarhúsið enn bara eitt. Að sumrinu gat heimilisfólk orðið vel á annan tuginn. Húsmæð- umar gengu báðar til túnávinnslu á vorin en heyverka að sumrinu, Stein- unn sýslaði enn með öll innanhúss- verk. Ég kom að Grund ellefu ára gamall liðléttingur, en matvinnungur þó. Það var óvænt reynsla að lenda í miðri stórfiölskyldu þriggja kynslóða af bráðókunnugu fólki og trúlega hefðu mér felist hendur andspænis þeim umskiptum ef nærveran hennar Steinu hefði ekki strax verið svona góð. Ekki það að hitt fólkið væri mér neitt önugt, þvert á móti, allir gerðu sér ómak til að vera mér sem bestir. Það var eiginlega hálf niðurlægjandi. En Steina vissi af manni frá upphafi, þó hún varla yrti á mig fyrr en einum tveim dögum eftir að ég kom. Þá var lfka búið að setja mig inn í kúarekt- orsembættið þar á bænum. Þetta var að morgni dags eftir mjalt- ir og fólkið gengið út til annarra verka, en ég sat við eldhúsborðið og var að klára morgunhræringinn minn. Steina kom þá á fetinni framan úr búri til að taka af borðinu, en staldraði með handleggi krosslagða á bringunni, horfði út um gluggann og sagði við sjálfa sig fremur en mig: — Nú er miðvikudagur í sjöundu vikunni. Þennan dag í fyrra var Þórður allan daginn niðrá Seiganefi að pæla upp kartöflugarðinn, það var dumb- ungsveður en hékk þurrt mestallan daginn. Guðmundur var, man ég, að slóðadraga sáðslétturnar héma suður- og-niðurfrá, fram undir hádegið. Ekki man ég hvað hann var að bjástra seinni partinn. Svo leit hún á mig og sagði: — Farðu nú að láta út kýmar, Geiri minn. Þessi landbúnaðarakademía okkar Steinu þama við eldhúsborðið varð svo eiginlega að föstum morgunsið. Hún nefndi vikudaginn, rifiaði upp veðrið á sama degi árinu áður og greindi sjálfri sér frá því hverju heim- ilismenn hefðu þá komið í verk. Manni þóttu það forréttindi að fá að f MINNINgI ^ ITMllHlHllI J heyra þessi eintöl hennar. Og Iíka að fá að láta út kýmar að hennar boði. Steinunn var smávaxin kona, en samsvaraði sér vel. Andlitið kringlu- leitt og nokkuð frítt, jarphærð með fléttur eins og þá var siður. Hrein og snyrtilega búin dagsdaglega umfram það sem tíðkaðist þá. Hún var snör í hreyfingum, en þó fumlaus og yfirveg- uð eins og handatiltektir hennar væm löngu gjörhugsaðar. Og hún var fljót- ari að prjóna en annað fólk. Yfirleitt gekk hún seinust til náða og fól eldinn í vélinni undir tveim taðflögum áður en hún blés á eldhúslampann og fór inn. Þegar aðrir komu á fætur á morgnana var hún löngu búin að lífga glæðumar í loga og setja potta og katla af öllum stærðum og gerðum yf- ir eldinn. Nema á þvottadögum, þá var stóri þvottapotturinn einn á vélinni og Steina krakaði f hann þvottaprikinu í hvert sinn sem hún átti leið hjá. Verk- vísi hennar var ömgg og hún slóraði ekki við hluti sem gera mátti í fram- hjáleiðum. Sjaldan brá Steina sér út f töðuflekk, helst ef mikið var undir í tvísýnu veðri, en þá bar undireins svo við, að hinir sem með henni vom, fóm ósjálfrátt að rifia hraðar og raka fetar. Og hún hljóp við fót milli skemmu og bæjar. Eftir tveggja eða þriggja vikna dvöl á Gmnd var ég kominn með áhyggjur af því að Steina mundi verða hungur- morða, því ég hafði ekki séð hana taka til sín næringu nema hvað hún saup stundum kaffi eða mjólkurbland úr bolla við eldhúsbekkinn og nartaði þá kleinubita með, einkum þegar gestir komu. Þetta fannst mér uggvænlegt Við nánari eftirgrennslan kom svo í ljós að hún laumaði upp í sig einum og einum bita á bak við búrhurðina um leið og hún bar fram af borðinu eftir máltíðir. Það var léttir að komast aðþví. Fólkið á Gmnd var eindræg og sterk fiölskylda, eins og títt er um þá sem hafa þurft að mæta örðugum dögum sameiginlega í æsku sinni. Þau hafa öll með nokkmm hætti fylgt mér sfð- an. Einkum þó Steinunn. Aldrei hvarflaði það að mér að rengja upplýs- ingar hennar um þessi ársgömlu dæg- ur, né um annað sem hún var að muna. Hinir gerðu það ekki heldur, því minni hennar var með þessum ósköpum gert Og aldrei heyrði ég neinn reka hana á stampinn. Manni þótti bara ekkert náttúrlegra en að Steina væri þessi gangandi búskapar- saga sem hún var. Yfirborðslegra fólk sem meira flíkar minni sínu er marg- oft kallað stórgáfað. Það orð veigrar maður sér við að nota um jafn heil- steypta manneskju og Steina á Gmnd var. Því oftar sem mynd hennar vitjar mín nú á seinni ámm þeim mun viss- ari er ég um það að hún var manneskj- an sem ung að ámm gerði upp sára reynslu sína af djúphygli og yfirvegun, því ekki gat hún gleymt neinu. Og hún snéri sorginni upp í þrotlausa at- orku sem einlægt var að þjóna öðmm. Ekki af þýlyndi heldur af meðvitaðri reisn. Hún Steina á Gmnd lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Ekki var hún heldur sú manneskja sem maður var síþakkandi það sem hún gerði fyrir aðra. Gleði hennar sjálfrar af verkunum nægði í því efni. Samt get ég ekki stillt mig um það að gjalda henni skylduga þökk að verka- lokum um leið og ég sendi alúðar- kveðjur til Gmndarfólksins alls. Eink- anlega Þóm systur Steinunnar og Ástu dóttur hennar, sem önnuðust gömlu konuna í þrautagöngu veikinda hennar seinustu tvo áratugina. Þorgeir Þorgeirson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.