Tíminn - 13.10.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.10.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113-SlMI 73655 labriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 13. OKT. 1993 Framkvæmdir við byggingu forsetabústaðar að Bessastöðum hefjast á næsta ári Ætlast til aö forseti búi að Bessastöðum í vor verða hafnar framkvæmdir við byggingu forsetabústaðar að Bessastöðum og í framtíðinni er ætlast til að forseti íslands búi þar. Vigdís Finnbogadóttir hefur búið á heimili sínu við Aragötu i Reykjavík. Ekki er Ijóst hver heildarkostnaður við framkvæmdir á Bessastöðum er, en þær hafa staðið yfir í um nokkum tíma. Pétur Stefánsson, framkvæmdastjóri Bessastaðanefndar, segir upp- bygginguna bundna í lög og um hana sé pólitísk samstaða. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga sem lagt verður fyrir Alþingi í haust, er gert ráð fyrir að um 82 milljónum króna verði veitt í endurbyggingu Bessastaða á árinu 1994. Lokið verð- ur byggingu þjónustuhúss og svo- kallaðs Norðurhúss, auk þess sem verið er að endumýja allar skolplagn- ir staðarins ásamt regnþró og regn- vatnslögnum. f vor er gert ráð fyrir að hafin verði bygging forsetabústað- ar og mun hann rísa þar sem svo- nefnt Ráðsmannshús er nú. Verður Ráðsmannshúsið rifið, þar sem það er talið ónýtt og nýtt hús byggt í stað- inn. Það hús verður eins og Ráðs- mannshúsið að ytra útliti, enda er það fríðað, eins og aðrar byggingar að Bessastöðum. Nú er unnið að því að kanna hvort fomleifar leynist við húsið og hafa verið grafnir skurðir umhverfis húsið í þeim tilgangi. Varðandi þá spumingu hvort nauð- synlegt sé að fara út í byggingu for- setabústaðar, sagði Pétur Stefánsson að uppbygging Bessastaða værí bundin í lög og hann vissi ekki betur en að það væri breið pólitísk sam- staða um hana. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að uppbyggingunni WHt'í ■ ■ ■ | S M I Á miörí mynd, sem tekin er af suöuríillð Bessastaöa má A - sjá núverandl framkvæmdir viö þjónustuhúsið og norö- * ij*.ÍWW1 anvert við Bessastaöastofu er jafnframt unnið að bygg- 5555s"""bI M ffi M ^í||} i| | C S H U S 8 Ingu Norðurhúss. Tll vinstrí er Ráðsmannshúsið sem verður ríflö og þar verður byggður forsetabústaður, ■ .‘-'v • með sama útllti. HHHHHHHHHH^IHHHHHI^HHHHHÍI^HHHHHHíhIHHHHBI Tfmamynd Áml Bjama verði lokið fyrir árslok 1995, en reyndar er ekki ljóst hvort það tekst. Framkvæmdir hafa tafist töluvert vegna fomleifafunda, sem hafa að sögn Péturs bætt við 200 árum í sögu staðarins. Forsetaembættið á hús við Laufás- veginn sem hefur verið notað við móttökur og önnur tækifæri í þeim húsnæðisþrengingum sem forseta- embættið er í að sögn Péturs. Eins og áður sagði er nú unnið að byggingu þjónustuhúss og Norður- húss. í þjónustuhúsi verður aðstaða til matargerðar, framreiðslu og hreingeminga, auk aðstöðu fyrir starfsfólk. Norðurhúsið mun hýsa tæknibúnað staðarins, þar verður íbúð staðarvarðar og aðstaða fyrir bíl- stjóra og öryggisverði. -PS Stjórn veitustofnana tilnefndi vatnsveitustjóra en Borgarstjóri hunsar til- nefningu veitustofnunar Borgarráð réft Cuðmund Þórodds- son verkfræðing í stöftu vatnsveitu- stjóra í gær að tillögu borgarstjóra, sem þar með gekk framhjá tilnefn- ingu stjóraar veitustofnana um annan umsækjanda sem haffti hlot- ift meirihlutastuðning hjá stjóra- inni. Það mun vera sjaldgæft að gengið sé fram hjá tilnefriingum stofnana borgarinnar með því að tilnefna annan umsækjanda fyrir borgarráði. Á nýlegum fundi í stjóm veitu- stofnana vom greidd atkvæði um umsækjendur um stöðu vatnsveitu- stjóra. Þar fékk skrifstofustjóri Vatn- sveitunnar, Hólmsteinn Sigurðsson, þrjú atkvæði en Jón Óskarsson, yfir- verkfræðingur Vatnsveitunnar, hlaut eitt atkvæði. í borgarráði var samþykkt sam- hljóða að veita Guðmundi stöðuna en Sigrún Magnúsdóttir sat hjá. Þess má geta að Guðmundur Þór- oddsson er sonur Þóroddar Th. Sig- urðssonar, fyrrverandi vatnsveitu- stjóra. -HÞ ...ERLENDAR FRÉTTIR... MOSKVA— Bóris Jeltsln forseti kann að ákveða að fresta þingkosn- ingunum I desember og láta þær fara fram ásamt forsetakosningun- um slðar, hafði fréttastofan Itar-Tass eftir háttsettum ráögjafa forsetans I gær. Einn aðalandstæðingur Jelt- slns, þjóöemissinninn Sergei Ba- burin, sagðist heldur vilja vera I framboði til nýs sambandsrikisþings eða þings. KARLSRUHE, Þýskalandi — Ut- anrfkisráðherra Þýskalands, Klaus Kinkel, sagði i gær að Maastricht- samningurinn um nánari samein- ingu Evrópu gæti tekiö gildi 1. nóv- ember eftir að stjómlagadómstóll Þýskalands sagöi samninginn sam- ræmast stjómarskrá Þýskalands. TÚNIS — Miðstjóm PLO samþykkti i gær friðarsamninginn við Israel og útnefndi Jassir Arafat æðsta yfirvald til að fara meö stjóm á vesturbakk- anum og Gaza-ströndinni. TÚNIS — Fjölhliða viðræður um bágar aðstæður flóttamanna i Mið- Austuriöndum hófust i Túnis, fyrsti fundurinn af þvl tagi sem haldinn er I landi sem opinberiega er i strfði við fsrael. SARAJEVO — Serbneskir her- menn sem sitja um Sarajevo létu stórskotahriðina dynja á framvarðar- Ifnu múslima I fyrrinótt þegar bar- dagar hörðnuðu umhverfis höfuö- borg Bosniu, aö sögn friöargæslu- liða S.þ. GENF — Alþjóðlegir neyðarflutn- ingar á matvælum og lyfjum með flugi til umsetinnar Sarajevo-borgar hafa staðið lengur en loftbrú vest- rænna bandamanna til Beriinar rétt eftir slðari heimsstyijöld, að sögn Sameinuöu þjóðanna. TÓKÝO — Bóris Jeltsin og japanski forsætisráöherrann, Morihiro Ho- sokawa, hafa sniðgengiö deilu sem hefði getað eyðilagt heimsókn rúss- neska forsetans, með þvl að sam- þykkja að fresta samningaviöræö- um um langvarandi þrætu um yfir- ráð yfir eyjaklasa. TBUSI, Georgiu — Uppreisnarher- menn helltu eldflaugum yfir hemað- ariega mikilvægan bæ I vesturhluta Georgiu I gær og stjóm Georglu sagðist vonast til að rússnesk hem- aðaraöstoð kæmist fljótiega til káka- siska lýöveldisins. AÞENA — Gamalreyndi sóslalista- leiðtoginn Andreas Papandreou, átti siödegis I gær að ieggja fram lista yfir nýja rlkisstjóm eftir að PASOK- flokkur hans vann stórsigur I kosn- ingum i Grikklandi um helgina. PARÍS — Forsætisráöhema Frakk- lands, Edouard Balladur, ætiar að koma fram með tillögu um heims- viðskiptasamning til bráöabirgða þar sem látið er biöa þar til siðar aö leysa erfiðustu deilumálin, þrátt fyrir vonbrigöi og háö Evróðubandalags- ins og embættismanna GATT. KAÍRÓ — Hosni Mubarak sór ( gær embættiseið til setu þríðja sex ára tlmabiliö I forsetastóli Egyptalands og hét þvl að endurbæta skrifræðis- kerfi landsins með þvl að setja nýja menn til starfa. DURBAN, Suður-Afríku — Árásar- leiðangri á ættbálkastriöshátfö f dreifbýli svartra I Natal, lauk meö þvi að fýrirhuguð fómariömb brytj- uðu niður árásarmennina sem misstu a.m.k. 16 manns, að sögn lögreglunnar. STOKKHÓLMUR — Robert Fogel og Douglass North, tveir Banda- rikjamenn sem sagðir eru frumherj- ar I efnahagssögu, unnu hagfræði- verðlaun Nóbels fýrir verk sem hefur átt þátt I að skýra vöxt og hnignun efnahags. SEÚL — Björgunartiði suður-kór- eska sjóhersins sem reyndi aö ná allt aö 160 likum sem álitið er að séu lokuö inni I sokkinni ferju, mis- tókst að koma flakinu á flot og sagði að það myndi taka marga daga að draga það upp á yfirboröiö. DENNI DÆMALAUSI ^ður en ég segi þér hvað kom fyrír verðurþú að muna að ég er bara lítill strékur. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.