Tíminn - 13.10.1993, Blaðsíða 5
Miövikudagur 13. október 1993
Tíminn 5
Tilraunin átti að vera til undir-
búnings á ferðum til Mars
Þær Sally Silverstone og Jayne
Poynter eru nú aftur komnar í
mannlegt samfélag. Þær hafa ný-
lokið tveggja ára dvöl í risastórri
eerkúlu í eyðimöridnni í Arizona
ir sem þær gegndu hlutverid
frumkvöðla sem á ensku kalla sig
Jbiospherians", þ.e. að lifa á
hringrás náttúrunnar.
Bresku stúlkumar tvær hafa nú
yfirgefið þriggja ekra gróðurhúsið
sem kostaði 150 milljónir dollara,
þar sem þær voru þátttakendur í
einhverri furðulegustu vísinda-
legu tilraun sem gerð hefur verið.
Ásamt sex öðrum áttu þær heimili
sitt í Biosphere 2, umhverfi líkast
því að það komi úr Disneylandi.
Það er sköpunarverk milljarða-
mærings frá Texas, sem hefur það
markmið að leggja fram rannsókn-
ir sem verði undirstaða ferðalaga
til Mars.
Hugmyndin var sú að kanna
hvort maðurinn gæti lifað í um-
hverfi, sem er sjálfu sér nægt með
því að endumýta eigið loft, úrgang
og vatn, án aðstoðar utan frá.
Þegar Silverstone, sem er 38 ára,
bjó sig undir að yfirgefa þessa til-
búnu veröld, kveið hún því að
horfast í augu við hversdagsheim-
inn aftur. „Tilfinningar mínar
koma sín úr hverri áttinni. Ég á
eftir að sakna þess að vera óhult
inni í Biosphere 2, en er líka
Spennt og hlakka til að hitta fjöl-
skyldu mína og vini,“ sagði hún
þegar hún beið eftir að heilsa upp á
móður sína, bróður og systur, sem
vom komin til Arizona frá Eng-
landi tilað taka á móti henni. „Eitt
er þó alveg víst, ég verð ekki dýr í
rekstri þegar mér verður boðið út,
ég býst ekki við að verða fær um að
fást við meira en hálft glas af
hverju sem er,“ bætti hún við. Eini
dropinn af áfengi, sem hefur kom-
ið inn fyrir varir hennar á undan-
fömum tveim árum, hefur verið
eitt og eitt glas af bananavíni sem
bmggað var innan geimhjálmsins.
Reyndi á þolrifin —
ekki síður en vísindin
Tilraunin reyndist ekki síður ná
til þolgæðis en vísinda. Gler- og
stálhjálmurinn umlykur örlítinn
regnskóg, eyðimörk, haf og gras-
sléttur, þar sem saman em komnar
3.800 tegundir jurta og dýra.
En plöntur visnuðu, hænumar
neituðu að verpa, býflugur og kól-
ibrifúglar drápust og kakkalakkar
tímguðust örar en búist hafði ver-
ið við. Svínin, sem reiknað hafði
verið með að ætu úrgang og gæfú
frá sér áburð, átu of mikið af ann-
arri fæðu og varð að slátra þeim
áður en ætlað hafði verið.
Tilraunin var stundum umdeild.
„Fölsun", var hrópað, þegar
600.000 rúmfetum af lofti var dælt
inn eftir þrjá mánuði til að hindra
að sjálfboðaliðamir féllu í öngviL
Það hneykslaði líka suma þegar
Poynter, 31 árs umhverfisfræðing-
ur, fór út fyrir geimsvæðið til að
láta sauma á sig fingur sem hafði
Jayne Poynter bjó I tvð ár t glerhýsinu þar sem gróður þreifst vel, en hænurnar verptu ekki og ýmsar dýrategundir
þoldu ekki lífiö viö þessar kringumstæöur.
skorist af í slysi. Þegar hún kom
aftur til félaga sinna, smyglaði hún
með sér poka fullum af vamingi og
gerði þannig enn tortryggilegri
fúllyrðingar um að þeir, sem inni
fyrir dveldu, ætluðu að fullnægja
eigin þörfum. Poynter hélt því
fram að í pokanum væri eingöngu
rannsóknarefni, en ekki Mars-
súkkulaðistykki eins og sums stað-
ar var haldið fram.
Loddarar með tækni-
brellur? Eða ávannst
eitthvað?
Enn vandræðalegri voru upp-
ljóstranir varðandi koltvísýrings-
skrúbb, sem hreinsar loft og ein-
hver rétti hópnum. 10 manna ráð-
gjafanefnd tilraunarinnar leystist
upp í febrúar eftir að margir
nefndarmenn lýstu því yfir að vís-
indakröfúr þyldu ekki nánari at-
hugun.
Aðrir hættu þátttöku í tilrauna-
verkefninu sárhneykslaðir. „Þetta
átti að vera stórmál," sagði Rocky
Stewart tölvuforritari. „Allt átti að
vera Iokað, innsiglað vistkerfi, svo
að ekki þyrfti á vélrænum kerfum
að halda. Þessir „biospheriar" eru
loddarar. Þetta er bara tækni-
Óvenjuleg mannvirki voru reist I
eyöimðrkinni í Arizona og þar áttu
aö fara fram tilraunir til aö undirbúa
feröir til Mars. Sitthvaö þótti athuga-
vert viö framkvæmdina, en sá, sem
stendur fjárhagslega straum afæv-
intýrinu, ætlar aö halda áfram
næstu lOOárin!
brella."
Hvaða vísindalegu gildi svo sem
tilraunin er sögð búa yfir, kom
ýmsum vísindamönnum á óvart
hversu vel kerfið verkaði. Hópur-
inn ræktaði 80% af eigin fæðu og
endurvann allan úrgang og vatn.
Aðalsigurvegarinn verður að telj-
ast sá sem ber hitann og þungann
af fjárhagshliðinni, Ed Bass, sem
væntir þess að tilrauninni verði
haldið áfram í heila öld.
Meira en ein milljón gesta heim-
sótti Biosphere 2 og borgaði hver
10 dollara fyrir að virða fyrir sér
þennan „dýragarð" manna.
Bass hefúr trú á því að ekki síðar
en árið 2000 fari garðurinn að
skila hagnaði og þegar er farið að
þjálfa aðra kynslóð „biospheriana"
fýrir næsta tilraunatímabil.
Hátíðartónleikar SÍ
„Það gildir nokkuð sem gert er,“
sagði skáldið, og vonandi telst ekki
ofseint að Ijúka lofsorði á Hátíðar-
tónleika Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands og Rfkisútvarpsins sem
haldnir voru í Háskólabíói 30.
september. Tilgangur tónleikanna
var í og með að kynna þrjá verð-
launamenn Útvarpsins og veita
þeim Tónvakaverðlaun: stjómand-
inn Páll P. Pálsson hlaut Heiðursfé
fyrir hljómsveitarverk sitt Conc-
erto di giubileo (júbflkonsert); ein-
leikarinn Þorsteinn Gauti Sigurðs-
son sigraði í keppni flytjenda í
sumar og hlaut að launum Keppn-
i«fé, og Haukur Tómasson tón-
skáld fékk Pálsfé (ísólfssonar) fyr-
ir hljómsveitarverk sitt Strati, sem
frumflutt var á tónleikunum.
Heimir Steinsson útvarpsstjóri af-
henti verðlaunin og flutti litla
ræðu á tónleikunum.
Fýrst spilaði Þorsteinn Gauti ein-
leik í 3. píanókonsert Rakhman-
ínovs, gríðarlega löngu verki og
erfiðu fyrir píanóið. Þorsteinn spil-
aði þetta með fúrðulegu öryggi og
lagði að auki svo mikið til þess
músíkalskt séð, að verulega
skemmtilegt var á að hlýða. Þor-
steinn er, eins og við alltaf vissum
að hann yrði, einn okkar albesti pí-
anisti. Hlutur hljómsveitarinnar
er mjög lítill í þessum konsert,
smá-undirspil. Eftir hlé kom svo
Strati Hauks Tómassonar, en nafn-
ið mun vísa til þess að verkið sé
IagskipL eftir því sem tónleika-
skráin segir. Þar gat óæft eyra m.a.
heyrt Jiomage á JSB“ þar sem
stefbrot færist með síendurtekn-
ingu upp eða niður tónskalann, og
á öðru plani æfingar í rytma.
Kunnáttufullir hafa vafalaust
heyrt margt fleira af þessu tagi í
þessu áheyranlega verki ung-
skáldsins (f. 1960).
Síðastur á efnisskrá var fyrr-
greindur hljómsveitarkonsert Páls
P. Pálssonar, kunnáttusamlega
samið verk og skemmtilegt
áheymar fyrir áheyrendur, og
sennilega skemmtilegt líka í flutn-
ingi íyrir spilarana.
Þótt ekki hafi það farið hátt, hef-
ur Páll P. Pálsson verið fastráðinn
stjómandi Sinfóníuhljómsveitar
íslands í fjóra áratugi, og hefur
vaxið mjög í þeirri íþrótt hin síðari
ár. Páll er gott dæmi um jákvæðan
viðskiptajöfnuð íslendinga á einu
sviði ftjálsra viðskipta: „Evrópu-
samvinnan" dregur til sín í sívax-
andi mæli ýmiss konar uppa og
undirmálsfólk, svo til umtals-
verðrar landhreinsunar horfir, en
á móti flytjast hingað hámenntað-
ir tónlistarmenn til að spila í Sin-
fóníuhljómsveitinni, kenna í tón-
listarskólum víða um land,
stjóma, syngja og semja tónlist.
Þessi „innflutningur" hefur á liðn-
um áratugum auðgað menningar-
líf vort meira en orð fá lýst, enda
ber tónlistin vafalaust af öðmm
listum hér á landi um þessar
mundir. Sig. SL
Rösklega riðið í hlað
Sinfóníuhljómsveitin hóf reglu-
legt tónleikahald vetrarins í Há-
skólabíói 7. október með miklum
glæsibrag og með nýjan aðal-
stjómanda á palli. Sá er Finni eins
og Petri Sakari og heitir Osmo
Vánska. Jafnframt hafa verið gerð-
ar ýmsar breytingar á Háskólabíói
sem bæta eiga hljómburðinn
(þann hljómburð sem Páll ísólfs-
son mun hafa sagt í vígsluræðu að
ætti fáa sinn líka). Einleikari á
fiðlu var Auður Hafsteinsdóttir, en
á efnisskrá vom verk eftir Þorstein
Hauksson, Carl Nielsen og Beetho-
ven.
Ad Astra -
- upp til stjamanna -
eftir Þorstein Hauksson er mjög
stflhreint verk og áheyrilegt og
þótti mönnum stjómanda og
hljómsveit takast vel flutningur-
inn.
Auður Hafsteinsdóttir vann
sömuleiðis frækilegan sigur með
einleik sínum í fiðlukonsert Niels-
ens, en þetta var fmmraun hennar
sem einleikari með Sinfónfuhljóm-
sveitinni. Leikur Auðar einkennd-
ist af tæknilegu öryggi, skaphita og
músíkölsku innsæi. Konsertinn
gerir miklar kröfur til einleikarans,
en er jafnframt mjög skemmtileg-
ur áheymar.
Síðasta verkið, 7. sinfónía Beetho-
vens, var samt hápunktur kvölds-
ins frá tónlistarsjónarmiði. Bæði
hljómsveit og stjórnandi sýndu
ótvírætt hvers þau em megnug —
hljómsveitin er þegar búin að fá
vottorð frá útlöndum um ágæti
sitt, en þessir tónleikar sýndu að
Osmo VSnská er ekki fisjað saman
þegar tónsprotinn er annars vegar,
enda benda þessir fyrstu tónleikar
til þess að mikils megi af tónleika-
haldi vetrarins vænta. Sig. SL