Tíminn - 13.10.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.10.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. október 1993 Tíminn 7 VEITINGAHÚSIÐ GULLNI HANINN erfarið að bjóða upp á ýmíslegt góðgæti úr íslenskum mat. Þar má m.a. fá steikta hrútspunga og sviðasultu. Veitingamaðurinn á Gullna hananum bauð nokkrum framámönnum í landbún- aðargeiranum að smakka. Hér fá Guðrún Helga Jónasdóttir, forstöðumaður Upplýslngaþjónustu bænda, og Amór Karisson, formaður Samtaka sauðfjárbænda, sér punga að smakka. Tfmamynd Ámi Bjama Ný rannsókn gefur til kynna að tengsl séu á milli neyslu jurtafitu og hjarta- og æðasjúkdóma: Er jurtafita skað- leg heilsunni? Niðurstöður nýrrar langtímarannsóknar á tengslum fituneyslu og hjarta- og æðasjúkdóma á vegum læknadeildar Harvard-háskól- ans í Bandaríkjunum, benda til að neysla smjörlíkis geti aukið lík- ur á hjartasjúkdómum. Könnunin bendir til að jurtafita sé ekki heilsusamlegri en dýrafita eins og haldið hefur verið fram. Könnun Harvard-háskólans náði til mataræðis 85.095 kvenna í átta ár. Könnunin leiddi í ljós að bein tengsl eru á milli neyslu fæðu sem unnin er úr hertri jurtafitu og aukn- um líkum á hjarta- og æðasjúkdóm- um. Alls greindist 431 kona með hjarta- og æðasjúkdóm á meðan rannsóknin stóð yfir. í Ijós kom að líkumar voru 67% meiri að fá hjartasjúkdóm hjá þeim konum sem höfðu að jafnaði neytt boðsmjörlflds í 10 ár eða lengur en hjá konunum sem neyttu þess ekki að staðaldri. í matvælaiðnaði er algengt að not- uð sé hert jurtafeiti en við herðingu breytist hún úr fljótandi yfir í fast form. Við þá breytingu virðist jurta- olían annars vegar auka magn LDL- blóðfitu í blóðinu, sem er talin geta valdið hjarta- og æðasjúkdómum og hins vegar geta dregið úr HDL-blóð- fitu, sem er talin vinna gegn skað- legum áhrifum LDL-gerðarinnar. Með hliðsjón af niðurstöðu rann- sóknarinnar hefúr m.a. Danska nær- ingarráðið varað við neyslu hertrar jurtaolíu og hvatt almenning til að draga úr notkun þeirra fæðuteg- unda sem innihalda mikið af henni, sem er aðallega smjörlíki og ýmis matvara unnin úr iðnaðarsmjörlíki, s.s. kökur, smákökur og hvítt brauð. Harvard-rannsóknin er ein fjöl- margra nýlegra rannsókna sem eru að kollvarpa fyrri hugmyndum um skaðsemi hörðu dýrafitunnar fyrir heilsuna, en í langtímarannsóknum hefur reynst erfitt að sýna fram á bein tengsl hjarta- og æðasjúkdóma og neyslu hennar. Þessi nýja vitneskja þýðir þó ekki að gefið verði grænt Ijós á neyslu fituríkrar fæðu af þeirri einföldu ástæðu að offita er skaðleg heils- unni. -EÓ Ný samtök um stjórnarskrárbót og þjóðaratkvæði: Ætla að beita sér á þingmannsefnin Þvottahús selt fyrir 60 millj. Fyrirhugað er að breyta þvottahúsi Ríkisspítalanna í hlutafélag á næsta ári. Jafnframt er stefnt að því að selja hlutafé fyrir 60 milljónir króna. í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er fjárveiting til Ríkisspítalanna lækk- uð um þessa upphæð. í greinargerð með frumvarpinu segir að ef ekki takist að selja hlutabréfin, verði ann- að hvort að draga úr starfsemi spítal- anna eða auka umsvif þvottahússins. -EÓ HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR I REYKJAVÍK STJÓRNUNARSVIÐ Inflúensubólusetning á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslustöðvar Seltjarnarness og sjálfstætt starfandi heimilislækna Um þessar mundir er að hefjast bólusetning gegn inflú- ensu á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjamamesi og sjálfstætt starfandi heimilislækna. Samkvæmt upplýsingum land- læknis er öldruðum, hjarta- og lungnasjúklingum og fólki með skert ónæmiskerfl sérstaklega ráðlagt að láta bólu- setja sig gegn inflúensu. Bólusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðvun- um í Reykjavík og Heilsugæslustöðinni á Seltjamarnesi. Stöðvarnar eru: Heilsugæslustöð Árbæjar, Hraunbæ 102, sími 671500, Heilsugæslustöð Grafarvogs, Hverafold 1-3, sími 681060, Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, sími 670200, Heilsugæslustöðin í Mjódd, Þönglabakka 6, sími 670440, Heilsugæslustöðin i Fossvogi. Borgarspítala, sími 696780, Heilsugæslustöð Álftamýrar, Álftamýri 5, sími 688550, Heilsugæslustöð Hliðasvæðis, Drápuhlíð 14, sími 622320, Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, sími 625070, Heilsugæslustöðin Seltjamamesi, Suðurströnd, sími 612070. Ennfremur annast sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík þessar bólusetningar. 12. október 1993. Heilsugæslan í Reykjavík. Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi. Borgarendurskoðandi Staða borgarendurskoðanda er laus til umsóknar. Borgar- endurskoðandi skal hafa starfsréttindi sem löggiltur end- urskoðandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fýrri störf sendast undirrituðum eigi síðar en 10. nóvember n.k. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 1994. Reykjavík, 12. október 1993. Borgarstjórinn í Reykjavík Stofnuð hafa verið samtök til að rýmka lög um þjóðaratkvæða- greiöslur og torvelda valdaframsal til ríkjasamtaka. Samtökin ætla aö vinna þverpólitískt fyrir næstu alþingiskosningar og vilja að fólk hliðhollt þeim raðist upp á framboðslista flokkanna. I bréfi frá Samtökum um stjómar- skrárbót og þjóðaratkvæði, segir um þettæ „Starf samtakanna verður að kynna sér afstöðu þingmannsefna til málstaðar samtakanna og ennfremur að vinna að því, að sem flestir kjósend- ur eigi kost á þingmannsefnum, sem heita því að láta hann ganga fyrir öðru, hver sem afstaðan til þjóðmála er að öðru leyti." Samtökin vilja setja þrjú ákvæði til tryggingar sínum baráttumálum. Að framsal á valdi til ríkjasamtaka verði að hljóta 5/6 atkvæða á Alþingi. Að þriðji hluti þingmanna geti vísað ný- samþykktum lögum til Alþingis og óski flórði hluti kjósenda þess með undirskrift, skuli bera lög sem tekið hafa gildi undir bindandi þjóðarat- kvæði. Bjöm S. Stefánsson, einn af stofn- endum Samtaka um stjómarskrárbót og þjóðaratkvæði, segir að baki þeim standi einstaklingar á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi, með sitt eigið skipulag. „Við höfum reynt að hafa þetta sem þverast á flokkana, þannig að ekki sé hægt að tengja þetta einum flokki fremur en öðrum,“ segir Bjöm. Tilfefni þess að samtökin em stofnuð er sagt nýfengin reynsla af meðferð EES-málsins, sem kalli á aðgerðir Al- þingis strax eftir næstu kosningar. í bréfi samtakanna segir að tvisvar hafi reynt á afstöðu þingmanna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um EES-samning- inn, einn flokkur hafi verið einhuga andvígur henni en þrír fylgjandi. Bjöm S. Stefánsson segir að Samtök um stjómarskrárbót og þjóðaratkvæði tengist ekki Samstöðu um óháð ís- land, samtökum EES- andstæðinga. Menn vilji ekki að þessu tvennu sé ruglað saman, enda hafi margir verið sammála því að bera EES-samninginn undir þjóðaratkvæði, þó svo að þeir hafi ekki lagst gegn honum. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stofn- félaga í samtökunum, utan nafns Am- þórs Helgasonar. -ÁG RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS NOVENCO páKviFryfi og hítablAsárar I FARAR- BRODDI Staðlaðar einingar hitablásara frá Novenco til loftræsingar og lofthitunar í íbúðarhús, skemmur, bílskúra, veitingahús og verkstæði. Höfum einnig þakblásara og þakhettur fyrir skemmur, skrifstofubyggingar, verkstæði o.fl. Novenco er dönsk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsibúnaði og hitablásurum. RAFVÉLAVERKSTÆÐI FÁLKANS HÖFÐABAKKA 9 • SÍMI: 91-685518 Mótorvindingar, dæluviðgerðir og allar almennar rafvélaviðgerðir. Pekking Revnslá Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 51 74 • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.