Tíminn - 16.11.1993, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 16. nóvember 1993 Verð í lausasölu 125 kr.
WœBBBBBB^M
DÓMARARNIR
DÆMDIR
-sjá síðu 2
STÆRSTA BYGQÐA-
MAL SIÐARI TIMA
Bragi Guðbrandsson um
atkvæbagreiðsluna um
sameiningu sveitarfélaga
20. nóvember
-sjá síðu 3
350 MILNA
LANDHELGI
ÓRAUNHÆF QSK
SEGIR KRISTJAN
RAGNARSSON
-sjá baksíðu
ISLElSjSKA GLIMAN
UR LANDI
-sjá síðu 4
FULUR
UTAfslBÆJARMENN
A AKUREYRI
-sjá baksíðu
18 mán-
aða fang-
elsi ffyrir
nauðgun
Prítugur maður var dæmdur
í gær fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í átján mánaða
fangelsi fyrir að nauðga þrí-
tugri konu í mars síðastliðn-
um.
Samkvæmt vitnisburði
konunnar réðst maðurinn
fyrirvaralaust á hana, en þau
voru stödd í samkvæmi á
heimili mannsins við Lauga-
veg. Konan slapp frá mann-
inum þegar tveir menn sem
áttu leið framhjá húsinu
heyrðu konuna hrópa á
hjálp og knúðu dyra.
Maðurinn hefur ávallt neit-
að sakargiftum, en það þótti
Ijóst á framburði konunnar
og áverkum sem á henni
voru, auk vitnisburðar
mannanna tveggja sem
komu að húsinu, að sekt
hans væri sönnuð.
Auk fangelsisdómsins var
maðurinn dæmdur til að
greiða konunni 550 þúsund
krónur í bætur og 170 þús-
tmd krónur í sakarkostnað.
-PS
Lögbrot og aronska
Viðræður um varnarliðið í strand? Utanríkisráðherra sakaður um lögbrot og aronsku þegar
hann hefur ekki samráð við utanríkismálanefnd í samningaviðræðum um framtíð her-
stöðvarinnar í Keflavík
„Þessar ásakanir hafa við engin rök að styðjast. Lagaskyldan er um
samráð við utanríkismálanefnd um stefnumótun. Við það hefur ver-
ið staðið. Allt frá 1991 var lagður grundvöllur að því að endurskoða
stefnuna í vamar- og öryggismálum í ljósi breyttra aðstæðna,* segir
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra.
Trúnaðurinn sem varðar efnis-
atriði samninganna, er til kom-
inn, að sögn utanríkisráðherra,
vegna þess að bandarísk stjóm-
völd hafa beðið um að íslending-
ar virði trúnað einstakra efnisat-
riða.
„Við sjáum okkur hag í því að
verða við því. Pað þjónar t.d.
ekki okkar hagsmunum, að
ágreiningur sem er uppi milli
einstakra greina bandarískra
stjórnvalda verði opinber. Pað
gæti skaðað okkar hagsmuni."
Fulltrúar stjórnarandstöðu-
flokkanna í utanríkismálanefnd
hafa í þrjá mánuði óskað eftir
svörum frá utanríkisráðherra
Eldur
úr arni
Húsið að Hegranesi 29
ónýtt eftir brunann
Flest bendir til að eldsupptökin í
einbýlishúsinu í Hegranesi 29 á
föstudagskvöld megi rekja til ófrá-
gengins arins. Talið er að eldur
hafi komist í einangmn í lofti fyrir
ofan arininn og síðan breiðst hratt
út um húsið. Pessi hluti hússins
var ófrágenginn. Húsið er talið
ónýtt eftir bmnann.
Eftir fréttaflutning af brunanum
lögðu margir leið sína á vettvang
og að sögn íbúa í Hegranesinu var
stöðugur straumur bíla um götuna
alla helgina.
í forsíðufrétt laugardagsblaðsins
um stórbmnann féll niður síðasta
orð fréttarinnar. Rétt hljómar
málsgreinin þannig: Konan telur
að kviknað hafi í út frá arni.
Gnmur hennar hefur fengist stað-
festur eftir rannsókn RLR á vett-
vangi. -ÁG
um hvaða tillögur Bandaríkja-
menn leggi fram varðandi fram-
tíð herstöðvarinnar í Keflavík og
hvaða gagntillögur íslenska við-
ræðunefndin leggi fram á móti.
Ólafur Ragnar Grímsson, fulltrúi
Alþýðubandalags, segir málið
komið í hnút og mikið beri í
milli, en ekkert liggur fyrir um
framhald viðræðna.
„Bandaríkin hafa komið með
tillögur þar sem þeir leggja til
vemlega minni umsvif sín hér.
Jón Baldvin lætur sína menn
neita að fallast á slflcar tillögur.
Pegar hann ákveður svo enn á
ný að hylja þetta mál þögninni
og neitar lögboðnum aðila, ut-
anríkismálanefnd, um upplýs-
ingar, þá vekur það auðvitað
mikla tortryggni. Hvers vegna?
Hverra hagsmuna er hann að
gæta. Undanfarna áratugi hafa
aðilamir að íslenskum aðalverk-
tökum grætt milljarða á hemað-
arumsvifum. Er það fyrst og
fremst það sem utanríkisráð-
herra er að biðja um? Við því
fást engin svör.‘
-Þú sakar utanríkisráðherra um
aronsku?
í íslensku máli hefur það við-
horf að setja fjárhagslega hags-
muni á oddinn gagnvart banda-
ríska hernum, verið kallað ar-
onska. Ég tel það mjög alvarlegt
mál fyrir Jón Baldvin, bæði per-
sónulega og sem utanríkisráð-
herra, að hann sé nú búinn að
skapa þá stöðu að hann liggi
undir grun um að vera orðinn
ansi hallur undir hin aronsku
sjónarmið. Það eru auðvitað
mikil tíðindi ef Jón Baldvin er
farinn að ganga þessa braut. Ég
er ekki að fullyrða neitt úm það.
Bandaríkjamenn voru tilbúnir
að ganga frá málunum á við-
ræðufundinum í Washington,
en íslensku embættismennirnir
höfðu ekki umboð til þess að
fallast á þá minnkun umsvifa,
sem bandaríska herveldið vildi
knýja hér fram. Er það ekki
nokkuð sérstakt fyrir vopnlausa
íslenska þjóð að íslensku emb-
ættismennirnir, í nafni Jóns
Baldvins, séu að krefjast meiri
hernaðarumsvifa hér á landi
heldur en hið öfluga herveldi
telur nauðsynlegt. Hvaðan fá
embættismenn utanríkisráðu-
neytisins meiri vitneskju um
hemaðarlegar þarfir heldur en í
öllu samanlögðu veldinu í Pent-
agon?' -ÁG
Arininn var hálfkaraður. TaliS er að eldur hafi borist úr arninum í einangrun fyrir ofan og þaðan farið um allt húsið.
Leitað að Þjóðverja
Fannst kaldur og hrakinn skammt frá Sigöldu. í annað sinn sem leitað er að manninum.
Á sjötta tug björgunarsveitar-
manna leitaði í gærmorgun að
þrítugum, þýskum myndlistar-
manni á Landmannaafrétti,
sunnan við Hrauneyjarfossvirkj-
un. Maðurinn fannst um eitt-
leytið, á gangi í átt að virkjun-
inni, þar sem hann geymdi bif-
reið sína. Hann hafði fyrr um
morguninn kveikt á neyðar-
sendi, en síðan slökkt á honum
aftur. Petta er ekki í fyrsta sinn
sem þessi maður kemst í hann
krappan á hálendi íslands, en
víðtæk leit var gerð að honum á
Grímsfjalli árið 1989.
Erlingur Gíslason, flugbjörgun-
arsveitarmaður frá Hellu og einn
þeirra sem fann manninn, ók
fram á Þjóðverjann þar sem
hann var á gangi um sex kíló-
metra frá Hrauneyjarfossvirkjun.
Erlingur sagði Pjóðveijann hafa
verið blautan og kaldan. Hann
var þó á réttri leið. Aðstæður
voru slæmar, hvasst og mikil
rigning.
-PS
W BÆKUR W VERÖLD Íf/SJÓNVARP m ÚTVJLRP ¥ BÍÖ f ÍÞRÓTTIR
ir SIÐA 11 W SIÐA 6 f SÍÐA 13 f SIÐA 15 V SIÐA7-10