Tíminn - 16.11.1993, Blaðsíða 2
2 LEIÐARI //_ __ _______ Þriðjudagur 16. nóvember 1993
Tálvonir
Norðurlandaráðsþings
Það segir sína sögu um
ástandið á atvinnumark-
aðnum á Norðurlöndum
að 500 fundarmönnum, ráðherr-
um og embættismönnum, á
þingi Norðurlandaráðs í Maríu-
höfn á Álandseyjum í síðustu
viku, tókst ekki að komast að
neinni skynsamlegri niðurstöðu
um með hvaða hætti vinna ætti
bug á atvinnuleysinu.
I öllum löndunum ríkir efna-
hagskreppa og atvinnuleysið er
þar mikið og erfitt vandamál.
Hér á landi hefur atvinnuleysi
aukist um 28 prósent frá ágúst-
mánuði í fyrra til sama mánaðar
í ár samkvæmt yfirliti um at-
vinnuástandið frá Vinnumála-
skrifstofu félagsmálaráðuneytis-
ins. Þess má geta, að þar kemur
einnig fram að langtímaatviimu-
leysi kvenna hefur aukist um 19
prósent frá maí til ágúst á þessu
ári. Á sama tíma hefur hins veg-
ar atvinnuástand karla heldur
lagast.
En yfirlýsingin frá Norður-
landaráðinu um þessi málefni
veitir atvinnulausum litla eða
enga huggun.
Hún felst aðallega í þessum til-
lögum: Viðskiptahindranir skulu
afnumdar og afgreiðslu GATT-
samningsins flýtt, það örvi hag-
vöxt; efnahagur Norðurlandanna
á að vera heilbrigður til að auka
veltu og lækka vexti; gera á end-
urbætur á skattalöggjöf svo að
lítil og meðalstór fyrirtæki fái
lægri skatta, menntun og endur-
menntun eiga að leysa af hólmi
atvinnuleysisbætur og þess skal
krefjast að atvinnulausir taki þau
störf sem bjóðast, ennfremur á
að hætta niðurgreiðslum til ým-
issa atvinnugreina; loks stöðugra
gengi.
Yfirlýsingin er mjög almenns
eðlis og mikil vonbrigði þeim
sem vonuðust eftir fjörsprautu
frá ráðherrum Norðurlandanna
til að vinna á atvinnuleysinu.
Ekki bætir það trúna á tillög-
umar, að ráðherrar Norðurland-
anna eru ekki sammála um til
hvers þær leiði, sé það mælt í
stöðugUdum eða fjármagni.
Hver varð svo niðurstaða um-
ræðnanna um atvinnuleysið á
fundi Norðurlandaráðs á Álands-
eyjum? Jú. Norðurlandaráði
kom ásamt um að leggja til við
ráðherraráðið að leggja fram tU-
lögu tU að minnka atvinnuleysi
fyrir fund þess í Stokkhólmi í
mars á næsta ári. Málið var með
öðrum orðum svæft.
Afstaðan á þingi Norðurlanda-
ráðs tU þessa erfiða og aðkaUandi
vandamáls, sem við blasir á öU-
um Norðurlöndum, er til
skammar og er vanvirðing við
atvinnulaust fólk.
Það segir hins vegar talsvert um
Norðurlandaráð nú um stundir,
að ályktanir á þeim vettvangi
þykja ekki lengur bitastætt
fréttaefni, þótt fjölmargir frétta-
menn fylgist að jafnaði með
þinginu. Blaðamaður, sem sat
þingið, orðaði það með þessum
hætti: „Félagsskapurinn er mikU-
vægastur á þessum þingum. Hitt
er bara þvæla, það er löngu vit-
að.'
Ef tU viU ætti Norðurlandaráð
að sleppa fundahöldum og um-
ræðum á næsta þingi sínu í
Stokkhólmi í vor og einbeita sér
að félagsskapnum. Altént ylli
það ekki atvinnulausum tálvon-
um.
Dómarar dæmdir
ÁRAS
Þær eru skrýtnar skepnur þessar
þjóðarsáttir. Þær eru vegsamaðar
af öUum, stj ómmálamönnum, at-
vinnurekendum og verkalýðsrek-
endum og eru taldar veita þjóðar-
tetrinu ómælda gæfu og hagsæld.
Skilgreining á þjóðarsáttinni er
mjög á reiki, enda er hennar ekki
þörf, húij er eins og náð drottins,
sem ekki þárf útlistunar við.
En skilningur á þjóðarsátt muH
samt sá að fólk sem býr við miðl-
ungslaun og þaðan af minna, af-
salar sér öUum frekari kaupkröf-
um og þeim lífsgæðum og opin-
berri þjónustu sem bera samheitið
veUerð til að efnafólkið sem á at-
vinnuvegina og ant hitt, veiðbréf-
in og það sem þeim þætti efna-
hagslífsins heyrir, þurfi ekkert að
missa af sínum eignum eða slaka á
afkomu sinni.
Hið sama gildir um þá sem
skammta sjálfum sér og hver öðr-
um þreföld og upp í tíföld laun
þeirra sem þakkað er fyrir að gera
þjóðarsáttir. Þeir þurfa aldrei að
gefa neitt eftir en auka tekjur sínar
í öfugu hlutfalli við þjóðarsáttar-
stéttimar.
Dómstóll yfirstéttanna
Eftir hveija þjóðarsáttaisamninga
er láglaunalýðnum hælt upp í hás-
tert fyrir skynsemi að ógleymdu
fjármálavitinu sem það á að sýna
með því að halda verðbólgu og alls
kyns annarri óáran í skefjum, svo
ekki sé minnst á vaxtafárið.
En hvað sem öllum þjóðarsáttum
líður eykst atvinnuleysi jafnt og
þétt, tekjur þjóðarsáttarstéttanna
minnka stöðugt, gjaldþrotum
fjölgar og heilu atvinnugreinamar
em að komast á vonarvöl. Bank-
arnir eru neyddir til að lækka
vextí og telja það ekki boða gott.
En allt í einu er Kjaradómur sett-
ur í gang rétt einu sinni. Það fyrir-
bæri, sem þingmenn og hálaunað-
ir embættísmenn bjuggu til sér til
hægðarauka, hefur aldrei á neina
þjóðarsátt heyrt minnst, hvorki
fyrrnésíðar.
í þennan furðulega dómstól em
valdir nokkrir sæmilega tekjuháir
menn sem hafa það verkefni eitt
að bera saman kjör opinberra há-
launamanna og hækka þau á víxl,
því alltaf er verið að finna út að ei-
hveijar af þessum stéttum séu að
dragast aftur úr öðrum tekjudrjúg-
um starfshópum.
Dæmi er um að úrskuiður þessa
dómstóls hafi beinlínis verið þjóð-
hættulegur og varð að ónýta hann
og ryðja dóminn.
Möppudýrakerfi
Nú em komnir aðrir dómendur
og enn er kominn úrsksurður.
Hann var eingöngu gerður til að
forða því reginhneyksli að Hæstí-
réttur kæmist upp með að dæma í
eigin sök og meðlimum sínum í
hag.
Kjaradómur er nú búinn að úr-
skurða öllum dómurum landsins
yfirvinnu, misjafnlega mikla. Fá
t.d. hæstaréttardómarar svipaðar
næturvinnugreiðslur og þeir vom
áður búnir að taka sér.
Samtímis er sagt frá tillögum
nefndar um nýja skipan lögreglu-
og dómsmála, þar sem látíð er að
því liggja að dómstólar liggi lon og
don yfir málum sem liggja Ijóst
fyrir og sakbomingar búnir að játa
en samt er haldið áfram vitna-
leiðslum og skýrslugerð og öllu því
möppudýrafargani sem kerfiskarl-
amir ráða yfir. Allt þetta má ein-
falda mjög án þess að réttarörygg-
inu stafi hin minnsta hætta af.
En Kjaradómur bætír bara á eftír-
vinnnna.
Dómarar landsins em síst meira
ofborgaðir en aðrir embættis-
menn, en þeir em gerðir hér að
umtalsefni einvörðungu vegna
þess að Kjaradómur var að gera
þeimgott.
Þar sem Kjaradómur er þess um-
kominn að vita allaf upp á hár
hvað hinar og þessar opinberar
stéttir eiga að fá fyrir vinnur sínar,
ætti vel að vera hægt að koma
þessu við miklu víðar í þjóðfélag-
inu. Bara láta dómstóla vega og
meta verðmæti vinnuframlags
hinna og þessara stétta, gera sam-
anburð, fylgjast með hveijir em að
dragast aftur úr og hækka þá upp
og ættí að vera auðvelt að ná fram
launalegu réttlætí.
Þeir frjálsu samningar sem fólki
er talin trú um að séu iðkaðir
meðal láglaunafólksins hafa ekki
verið annað en þjóðarsáttir árum
saman. Eða geta rnenn séð það í
launaumslögum sínum? Hvenær
var síðast samið um kauphækkun
fyrir verkalýðinn, eða BSRB, eða
yfirleitt neina þá sem ekki heyra
undir þann forkostulega Kjara-
dóm?
Hver skyldi svo dæma kjaradóm-
urum laun erfiðis síns? OÓ
---- TÍMINN --------------------------------;-------------------------------------
Ritstjóri: Þór Jónsson • ASstoSarritstjóri: Oddur Ólafsson • Fréttastjóri: Stefón Ásgrímsson
Utgefandi: Mótvægi hf • StjórnarformaSur: Steingrímur Gunnarsson • Auglýsingastjóri GuSni Geir Einarsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík
Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
ASalsími: 618300 Póstfax: 618303
Auglýsingasími: 618322, auglýsingafox: 618321 • Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. • ÚHit: Auglýsingastofan Örkin • Mána&aróskrift 1400 kr. Ver& í lausasölu 125 kr.