Tíminn - 16.11.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.11.1993, Blaðsíða 12
12 i„u,tfr2 Þriðjudagur 16. nóvember 1993 HVOLSVOLLUR Leikskólastjóri á Hvolsvelli Laus ertil umsóknar staða leikskólastjóra á Hvolsvelli. Leikskólinn flytur í nýtt glæsilegt húsnæði í mars 1994. Starfið felst m.a. í að sjá um og skipuleggja vinnu við dagleg störf í skólanum sem og almenn fóstrustörf. Hér er um heilsdagsstarf að ræða. Ráðningartími er ffá næstu áramótum. Við leitum að leikskólastjóra sem: • Hefur menntun til starfsins. • Hefur frumkvæði og stjómunarhæfileika. • Á gott með að umgangast fólk. • Hefur áhuga á að byggja upp nýja starfsemi á göml- um grunni. Laun skv. launakjörum Fóstrufélags íslands og launa- nefndar Sambands ísl. sveitarféiaga. Skriflegar umsóknir sendist til sveitarstjóra Hvolhrepps, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fyrir 20. nóvember nk. Leikskólastjóri Fyrirhugað er að opna nýjan leikskóla við Miklaholt í mars 1994. Gert er ráð fýrir því að leikskólastjóri heQi störf 15. janúar ‘94. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fýrri störf skulu berast leikskólafulltrúa fyrir 26. nóvember 1993. Nánari upplýsingar veitir leikskólafulltrúi í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Skattframtöl Bókhaldsþjónusta Rekstrarráðgjof Júlíana Gísladóttir Viðskiptafxæðmgur Meistari í maíkaðsfræðum Langholtsvegur 82 Sími: 68 27 88 104 Reykjavík Fax: 67 88 81 Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing haldiö I Hraunholti, Daishrauni 15, Hafnarfirði, 17. nóvember 1993. Oagskrá: Kl. 18:00 Formaöur KFR setur þingiö. Kl. 18:05 Kosnir þingforsetar og ritarar. Kosin kjörbréfanefnd. Kl. 18:10 Flutt skýrsla stjöman a) formanns, b) gjaldkera. Umræöur og afgreiösla. Ki. 18:40 Avörp gesta: a) SUF b) LFK c) Rokksskrifstofan. Kl. 19:00 Stjömmálanefnd — tillaga milliþinganefndar — umræöur. Kl. 19:30 Kjörbréfanefnd skilar áliti. Kl. 19:40 Kosnir aöalmenn f miöstjóm. Kaffihlé Kl. 20:20 Stjómmál: Steingrimur Hermannsson alþingismaöur. Almennar umræöur. Kl. 22:20 Stjómmálaályktun afgreidd. Kl. 22:50 Kosning varamanna i miöstjóm. Kl. 23:10 Stjómarkosning: a) Formanns. b) Fjórir i stjóm KFR og tveggja til vara. c) Uppstillinganefnd. d) Stjómmálanefnd. e) Tveir endurskoöendur. Kl. 23:30 ðnnur mál. Kl. 24:00 ÞingsliL Akranes — Bæjarmál Baajarmálafundur veröur haldinn i Framsóknarhúsinu laugardaginn 20. nóv. n.k., kl. 10.30. Dagskrá: 1. Fariö veröur yfir þau mál sem efst eru á baugi ( bæjarstjóm. 2. Málefni hitaveitunnar. Allir velkomnir. Bæjarfulltrúamlr Fyrsti samrá&sfundur Fagráðs í hrossarækt var haldinn á Hótel Sögu sl. föstudag. Mættir voru um 50 fulltrúar. Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri og Olafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur fluttu stórmerk erindi um ný rannsóknarverkefni, markaðsmál, beitarmál og neytendamál. Þá voru raedd önnur nauðsynleg verkefni Fagráðsins. I Fagráðinu situr einn fulltrúi frá Búnaðarfélagi Islonds, þrír frá Félagi hrossabænda, þrír frá Rala, bændaskólunum og yfirdýralæknisembættinu ásamt einum fulltrúa frá Landssambandi hestamanna. Fundarstjóri var Jónas Jónasson búnaðarmálastjóri. Upp- skeru- hátíð allra hesta- manna HESTAR Guðlaugur Tryggvi Karlsson Uppskeruhátíð allra hestamanna var haldin á Hótel íslandi sl. föstudag og mættu þúsund manns. Að hátíðinni standa Hestaíþróttasamband íslands, Landssamband hestamannafé- laga, Búnaðarfélag íslands og Fé- lag hrossabænda. Sérstaklega var kjörimi hestaíþróttamaður ársins og hlaut Sigurbjöm Bárðarson þann titil. Þá var Sveinn Guð- mundsson á Sauðárkróki kosinn ræktunarmaður ársins og ber hann þann titil með sóma. Sr. Halldór Gunnarsson í Holti gaf fyrir hönd hrossabænda, styttuna Alsvinn, sem hestaíþrótttmaður ársins hlaut. Alsvinnur og Árvak- ur vom sem kunnugt er hestar Óðins, sem drógu sólina. Als- vinnur var alltaf sigurviss og fór mikixm en Árvakur fór með gát. Veislustjóri var Guðmundur Birkir Þorkelsson. Hinn kunni rækfunarmaður úr Skagafirði, Sveinn Guðmundsson, tekur við verðlaununum úr hendi Jón- asar Jónassonar búnaðarmálastjóra. Ræktunarmaður ársins; það er titill sem Sveinn ber með réttu eftir frábæran árangur m.a. á Fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna á Vindheimamelum ! sumar. Blómum prýddir og kossum hlaðnir tóku þessir fræknu sveinar við heillaóskum. Frá vinstri: Hinrik Bragason, heimsmeistari! skeiði, og Sigurbjörn Bárðarson, hestaiþróttamaður ársins. Útför hins þekkta hestamanns Einars Vilhjálmssonar var gerð frá Hallgrímskirkju að við- stöddu miklu fjölmenni. Félag- ar úr hestamannafélaginu Fák- ur, stóðu heiðursvörð. Einar var einstaklega greiðvikinn fé- lagi og vildi allra götu greiða. Sópaði að honum og fjölskyld- unni hvar sem þau fóru á hin- um undurfögru skagfirsku gæðingum, sem allir voru frá sama bæ. Einar ólst upp í stór- um systkinahópi í Hlíðunum, og var gott að eiga nábýh við hann og hans fólk* Eiginkonu, börnum, öllum ættingjum og vinum er vottuð innileg samúð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.