Tíminn - 25.11.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. nóvember 1993 3 -Q- VETTVANGUR Þorsteinn Ólafsson, fyrrverandi kennari Mikið er rætt um bágborið efna- hagsástand þjóðar vorrar. Sjávar- útvegur, aðalatvinnuvegur okkar, er rekinn með miklum halla og mörg fiskvinnslufyrirtæki ramba á barmi gjaldþrots. Hallinn á ríkis- sjóði er alltof mikill og skuldir við útlönd ískyggilega miklar og virð- ast fara vaxandi með ári hverju. Atvinnuleysi, sem við að mestu höfum sloppið við frá því í krepp- unni miklu á 4. áratugnum, er far- ið að gera vart við sig, all- óþyrmi- lega. Helsta orsök þessa ástands er tal- in vera minni þorskafli og lækk- andi verð á sjávarafurðum. Þetta er að nokkru leyti rétt, en skýrir ekki að öllu hina miklu lægð í at- hafnalífinu. Ég ætla ekki að ræða hér um orsakir erfiðleikanna, heldur velta fyrir mér hvað er til ráða. Þrengingar sjávarútvegsins eru ekki eingöúgu vegna minni þorsk- kvóta og lægra verðs á afurðum, heldur einnig af miklum fjár- magnskosmaði. Eigið fé í sjávarút- vegi er í flestum tilfellum alltof lít- ið. Fyrirtæki hafa því orðið að taka mikið af lánum til að halda rekstr- inum gangandi, en lánsfé er dýrt, vextir eru hér háir. Því ber heldur ekki að neita, að óraunsæ bjart- sýni hefur í sjávarútvegi, sem víða annars staðar í þjóðfélaginu, leitt til of mikillar fjárfestingar. Fjár- festar hafa í mörg undanfarin ár ekki verið ginnkeyptir fyrir að kaupa hlutabréf í sjávarútvegsfyr- irtækjum, því von um ágóða er þar óviss. Það er heldur ekki upp- örvandi þegar einn áhrifamesti fjölmiðill landsins, Morgunblaðið, hæðist að útgerðarmönnum, upp- SÍGILD Sigurður Steinþórsson Kór Langholtskirkju flutti Messu heilagrar Sesselju eftir Jósef Haydn um helgina, 20. og 21. nóvember, ásamt kammersveit og fjórum ein- söngvurum. í litlum pistli í efnis- skránni segir stjórnandinn Jón Stefánsson, að sumir hafi fundið að því við Haydn hve „veraldleg' kirkjutónlist hans væri, en hann SÍGILD Sigurður Steinþórsson Bandaríska stúlkan Jennifer Koh, af kóresku kyni, lék einleik í fiðlukonsert Tsjækovskís á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar 18. nóvember. Þótt konsert þessi sé ,eins og Gamli Nói' fyrir lengra komna fiðlara, nefnilega verk sem allir takast á við í námi sínu, þá mun hann vera tækni- lega mjög erfiður. Jennifer Koh, sem er aðeins sextáh eða sautján ára, spilaði með svo fullkomnum Hvað er til ráða? A a BMSBXBmm ' ' Vtð eigum því að kappkosta að taka íslenskar vörur fram yfir innfiuttar, sé þess nokkur kostur. Pegar við kaupum útlendar vörur, sem einnig eru framleiddar inn- anlands, þá erum við aðflytja atvinnu úr landi ogfækka atvinnutækifærum hér heima. nefnir og kallar þá „sægreifa". Ég held að hér á landi séu margir ríkir menn, sem eiga mikið af verð- mætum verðbréfum. Hvemig væri að þessir „pappírsgreifar', ef ég má nota það orð, keyptu töluvert af hlutabréfum í illa stöddum sjávar- útvegsfyrirtækjum víðs vegar um landið. Þá gætu fyrirtækin borgað skuldir og losnað við hina þungu vaxtabyrði. Er þetta ekki leið til að bæta stöðu aðalatvinnuvegs okk- ar? Hallinn á ríkissjóði er alltof mik- ill. Ráðamenn tala nær eingöngu um sparnað og niðurskurð, en minna um hvemig eigi að fá meiri peninga inn í ríkiskassann. Ég hef oft hugsað um draum sem mig dreytndi um mánaðamótin nóv.- des. sl. Þetta var skömmu eftir að ríkisstjómin ákvað að leggja á 5% hátekjuskatt. Mér fannst ég vera staddur á fjöl- mennum fundi, líklega á Hótel Borg. Þar sá ég marga tekjuhæstu og ríkustu menn landsins. Margir tóku til máls og var heitt í hamsi. Ræðumenn létu óspart í ljós megnustu óánægju og voru sár- móðgaðir vegna hins lága hátekju- skatts, sem þeir sögðu að væri bara sýndarmennska. Einn ræðumaður varpaði fram þeirri hugmynd, að fundarmenn gerðust styrktarfélag- ar ríkissjóðs. Hann benti réttilega á að mörg félagasamtök afla fjár á þann hátt að hafa ákveðinn hóp styrktarmeðlima. „Væri ekki athugandi að hinn svarað því til að Drottinn hafi gef- ið sér glaðvært sinni. Og víst er um það, að þessi messa er bæði falleg og skemmtileg. Textinn er hin hefðbundna latneska messa, sem ólatínulærðum heyrðist vera „hókus, pókus, pflarókus', en er kyrie, gloria, aedo etc. Við þenn- an texta eru til óendanlega margar messur, og verður það að teljast mjög í anda hagræðingar að nota alltaf sama textann. Einsöngvarar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Elsa Waage, og magnþrungnum hætti, að ég minnist þess ekki að hafa orðið vitni að öðru eins fyrr. Túlkun hennar var mjög persónuleg, t.d. í hæga kaflanum, en meira var þó um það vert hvernig hún beinlínis flutti áheyrendum tón- listina. Hljómsveitin og stjórn- andinn Osmo Vánská skiluðu sín- um hlut sömuleiðis afarvel, líkt og þeim yxi ásmegin við snilld ungu stúlkunnar. Fyrstur á efnisskrá var annars Eldur eftir Jórunni Viðar, ballett- tónlist sem hún samdi í tilefni af vígslu Þjóðleikhússins. Verkið er fallegt og áhugavert og gegnir sameiginlegi sjóður okkar prófaði þessa fjáröflunarleið?' spurði ræðumaður. Þessari hugmynd var mjög vel tekið og það var eins og fargi væri létt af fundarmönnum og andrúmsloftið í salnum varð annað og léttara. Já, því ekki að reyna þetta, sögðu menn. „Það er borin von að stjómmálamenn hafi vilja eða kjark til að hækka beina skatta, sem nokkru nemur, á okk- ur og aðra sem breiðust hafa bök- in,' sagði einn ræðumanna. Talað var um að fyrst borguðu menn ríflega upphæð, sem mætti skoða sem jólagjöf til ríkisins (þetta var rétt fyrir síðustu jól), en síðan borguðu menn mánaðarlega ákveðna upphæð, hver eftir efn- um og áhuga, gjarnan í gegnum kreditkort. Mér fannst ég ætla að taka til máls og lýsa því yfir að ég væri fús til að slást í hóp styrktaraðila, þó að ég væri ekki hátekjumaður. En ég vildi koma með þá tillögu, að fyrsta upphæðin, sem væri dálítið rífleg, rynni öll til heilbrigðismála, svo að ekki þyrfti að níðast á sjúk- um og vanheilum. En síðan færi það, sem menn greiddu mánaðar- alt, Garðar Cortes, tenór, og Eirík- ur Hreinn Helgason, bassi. Öll sungu þau fagurlega, en mest þótti mér til hinnar óvenjumiklu alt- raddar Elsu Waage koma — slíkar raddir eru sannarlega ekki á hver- ju strái. Gaman var að heyra Garð- ar aftur, heim kominn eftir Bjarmalandsför sína til Svíþjóðar; hann var nokkuð ójafn til að byija með, en sótti sig mjög er á leið. Rödd Ólafar er jafnan ákaflega fal- leg, en sem fyrr þykir mér víbrató hennar til lýta. Eiríkur Hreinn stóð raunar furðu að það skuli ekki heyrast oftar á tónleikum hér. Þessar tvær konur, tónskáldið Jórunn Viðar og kóresk-banda- ríski fiðlusnillingurinn Jennifer Koh, minna oss á þann mikla mannauð, eins og það nú er kall- að, sem í kvenþjóðinni allri og í þjóðum A-Asíu liggur: konur eru helmingur mannkynsins, og íbú- ar A-Asíu eru hátt á annan millj- arð, þannig að gríðarlegra at- burða má vænta þegar þessi h'tt- nýtti mannauður fær tækifæri til að ávaxtast og blómstra svo sem honum ber. Síðust var svo 5. sinfónía Pró- lega, beint til fjárveitingavaldsins, án allra skilyrða hvemig fénu yrði varið. Á leiðinni í ræðustól rakst ég á einhvern og þar með var draumurinn búinn. Þessi draumur er aftur og aftur að koma upp í huga minn. Nú spyr ég í fúlustu alvöru: Er sú hugmynd, sem birtist mér í draumi, e.t.v. raunhæf leið til að minnka halla ríkissjóðs? Hjólpum okkur sjálf Markaðsbúskapur er í tísku í dag. En ekkert er fullkomið. Það hefur sýnt sig að markaðsbúskap fylgja iðulega alvarleg vandamál, þar á meðal atvinnuleysi og ýmiss konar ójöfnuður, eins og hagfræðipró- fessor við H.í. hefur bent á. Gamall, greindur maður sagði við mig fyrir nokkru, að aðalviðfangs- efni stjómmála í hinum siðmennt- aða heimi á næstu árum og ára- tugum mundi vera — eða ætti a.m.k. að vera — að draga sem mest úr atvinnuleysi og ójöfnuði. Ég ætla ekki að sinni að ræða um hræðilegan ójöfnuð á ýmsum sviðum. En um atvinnuleysi vil ég fara nokkmm orðum. Því miður er það svo, að víðast hvar í nágrannalöndum okkar hef- ur um árabil verið töluvert at- vinnuleysi. Misjafnlega mikið eftir löndum. Margir óttast að þetta ástand fari vaxandi og verði við- varandi. Stjómendum gengur illa að leysa þetta þjóðfélagsvandamál. Ég trúi því ekki að það sé vilji eða stefna nokkurs ábyrgs aðila að hafa dálítið atvinnuleysi, eins og sig prýðilega, falleg bassarödd og yfirlætislaus flutningur. Fyrir 25-manna kammersveit fór Júlíana Elín Kjartansdóttir, en Gústaf Jóhannesson lék á orgelið eins og jafnan þegar Kór Lang- holtskirkju flytur verk af þessu tagi. Kórinn er gríðarstór, 85 söngvarar, en syngur ótrúlega vel og hreint. Haydn sjálfur hefði sjálfsagt haft gaman af því að heyra messu sína í svona glæsileg- um flutningi, undir öruggri og ágætri stjóm Jóns Stefánssonar. kofjefs í B-dúr op. 100, sem sam- in var og frumflutt árið 1944 er Þjóðverjar hröktust frá umsátri sínu um Moskvu. Þama er mikill hávaði og skærir litir í tónum, en heldur þótti mér sinfónían samt innihaldsrýr. Fallegastur, og lík- astur höfundi sínum eins og hann getur bestur orðið, er hægi kaflinn. Varla þarf að taka fram að hljómsveit og stjómandi stóðu sig með mestu prýði. Það er mál manna, að Sinfómuhljómsveit fs- lands hafi ekki verið betri í annan tíma, og að Osmo Vánská sé besti stjórnandi sem hún hefur enn fengið. ég hef heyrt haldið fram. Atvinnu- leysi er mikið böl. Það eru þung spor fyrir ungt, hraust fólk að þurfa að ganga um atvinnulaust. Það er niðurdrepandi. Það er eins og því sé hafnað, útskúfað úr mannlegu samfélagi. Við fslendingar megum ekki líða að hér verði viðvarandi atvinnu- leysi. Hvemig eigum við að bregð- ast við? Efla þarf fjölbreytta at- vinnustarfsemi til lands og sjávar. Ég held að aðalvaxtarbroddurinn liggi í margs konar iðnaði. Ég er Scumfærður um að besta leiðin til að útrýma og koma í veg fyrir at- vinnuleysi er að hlúa að íslenskum iðnaði. En hvað get ég og þú, allur almenningur, gert til að bægja at- vinnuleysi frá? Aðalmarkaður hlýtur fyrst um sinn, a.m.k. í flest- um tilfellum, að vera hér innan- lands. Við eigum því að kappkosta að taka íslenskar vörur fram yfir innfluttar, sé þess nokkur kostur. Þegar við kaupum útlendar vömr, sem einnig eru framleiddar innan- lands, þá erum við að flytja at- vinnu úr landi og fækka atvinnu- tækifæmm hér heima. Mig minnir að í byrjun krepp- unnar miklu hafi verið gengist fyr- ir svonefndri „íslenskri viku'. Gott ef Spegillinn gerði ekki grín að þessu. Á þessari viku vom íslensk- ar vörar kynntar og mikill áróður rekinn fyrir því að fólk keypti ís- lenskt. Hvernig væri að við tækj- um okkur til í eina viku að sneiða hjá innfluttum vörum? Nei, ann- ars, ekki eina viku. Við skulum alla daga ársins taka íslenskar vörur fram yfir innfluttar. Hollur er heimafenginn baggi. Hjálpum okkur sjálf — veljum ís- lenskt — kaupum íslenskt. Á þann hátt stuðlum við að því að allir hafi verk að vinna. Október 1993 Tillaga Hér í Hamborg, eins og í Þýskalandi yfirleitt, ríkir sam- keppni í öllum viðskiptum og er ólíkt harðari en það sem gerist á íslandi. Þetta sýnir sig m.a. í því, hve algengt er að fyrirtæki skipti um nafn og um eigendur. Ennfremur þró- ast glæpastarfsemi (mafíur, ólöglegir eiturefnaflutningar o.fl.), sem mjög hefur færst í aukana síðustu misserin, og er miklum mun erfiðara að ráða við slíkt eftir að landamæri féllu niður. Sú spuming hlýtur að vakna, hvort ekki sé það öllu réttara fyrir íslensku þjóðina að reyna heldur að keppa við þessi fá- einu prósent, sem munar vegna tolla, heldur en láta reyna á það hvort hið litla og veikburða íslenska hagkerfi þoli þá raun að tengjast þessu margfalda ofurefli, sem er hinn evrópski viðskiptaheim- ur. Sá, sem þetta ritar, efast ekki um, eftir nokkurra ára búsetu hér, hvor kosturinn sé sá rétti. Ég legg það til við ríkisstjóm íslands — hvað sem áður kann að hafa verið gert — að láta nú þegar fara fram þjóð- aratkvæði um það hvor kost- urinn verði tekinn. Þetta mál er of mikilvægt til þess að því verði ráðið til lykta, meðan nokkur vafi leikur á hver vilji þjóðarinnar er. Eiríkur H. Þorsteinsson Hvemig væri að þessir „pappírsgreifar", ef ég má nota það orð, keyptu töluvert af hlutabréfum í illa stödd- um sjávarútvegsfyrirtækjum víðs vegar um landið. Þá gætu fyrirtækin borgað skuldir og losnað við hina þungu vaxta- byrði. Er þetta ekki leið til að bæta stöðu aðalatvinnuvegs okkar?.....„ u Messa heilagrar Sesselju Magnaður fiðlari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.