Tíminn - 25.11.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.11.1993, Blaðsíða 1
ENN DREGUR ÚR INNFLUTNINGI -sjá baksíðu HVERNIG VÆRI EF PAPPÍRS- GREIFAR KEYPTU HLUTABRÉF í SJÁVARÚTVEGS- FYRIRTÆKJUM? -sjá síðu 3 MOUNT EVEREST KUFINN INNAN- HÚSS í REYKJAVÍK -sjá síðu 7 VERÐMUNUR Á NAUÐSYNJAVÖR- UM EYKST STÖD- UGT MILLI REYKJAVÍKUR OG LANDSBYGGÐAR- INNAR -sjá síðu 7 ERU „GALLAR" KVENNA FRÉTTA- EFNI? -sjá baksíðu ÞJÖÐIN JÁ- KVÆÐ í GARÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS -sjá síðu 6 SAMSTAÐAN ÝTTI VIÐ STJÓRN- VÖLDUM UM KVÓTAKAUP SJÓMANNA -sjá baksíðu USTAMENN FRAMTÍÐAR -sjá síðu 6 RJÚPNAVEIÐI- BANNIÐ VIRT -sjá síðu 5 Óheiðarleg viðskipti „Nauðsyn á hlutlausum fiskmarkaði," segir forseti FFSÍ „Því miður er ekki hægt að segja að í dag séu viðskipti með fisk heiðarleg og opinber. Þar er hver í feluleik fyrir þeim öðrum sem Líka starfar í sjávarútvegi/ segir Guð- jón A. Kristjánsson, forseti Far- manna- og fiskimannasambands- ins. Til að uppræta þessi meintu óheiðarlegu fiskviðskipti leggur Guðjón A. það tii að komið verði á fót hlutlausum fiskmarkaði fyrir ferskan sjávarafla. Þessi markaður hafi enga aðra starfsemi en að selja sjávarfang til kaupenda. Hann leggur jafnframt áherslu á að fyrsta krafa fiskimanna í kom- andi kjaraviðræðum við útvegs- menn verði sú að útgerðarmaður skuli sjá til þess að afli verði seldur á löggiltum uppboðs- eða fisk- markaði. Sé það ekki gert skal verð einstakra fisktegunda í afla ákvarðað af meðalverði innlendra fiskmarkaða á meðalverði undan- gengins almanaksmánaðar. Forseti FFSÍ telur að ef sljómvöld þori ekki að stíga skrefið í frjálsri verðmyndun til fulls þá sé ekki um annað að ræða eri að taka upp verðlagsráðsverð á nýjan leik. „Því verður hins vegar varla trú- að að sú ríkisstjóm fijálsrar verð- myndunar og samkeppni sem nú situr, þori ekki að fylgja eftir sín- um markmiðum að þessu leyti.' Auk þess telur Guðjón A. að verðmyndunarkerfi sem byggist á sölu sjávarfangs á hlutlausum fisk- markaði muni leiða til þess að ekki verði veitt of mikið á skömmum tíma vegna þess að það lækkar verð til sjómanna og útgerða. Að hans mati mundi þetta fyrirkomu- lag einnig tryggja að hlutaskipti færa fram úr heildarsöluverði afl- ans en ekki hluta verðsins eins og nú gerist í beinum viðskiptum með reiknistofur fiskmarkaða sem millilið. Jafnframt mundi aðferðin tonn á móti tonni leggjast af. -GRH ÞAÐ FER ENGINN • • 1 JOLAKÖTTINN Á LAUGAV EGINUM Þessi texti birtist á Ijósaskiltinu ofan á bílageymslu Kringlunnar. Hann fór svo fyrir brjóstið á kaupmönnum í Kringlunni að þeir kröfóust þess að hann yrði fjarlægður. Timamynd Ami Bjarna Kringlumenn vilja ekki Kaupmenn í Kringlunni komu í veg fyrir að auglýsingar frá keppi- nautum þeirra við Laugaveginn birtust á auglýsingaskilti við Kringl- una í jólamánuðinum. Það er Kviksýn sem hefur skiltið á leigu og sér um sölu á auglýsingum, en það fyrirtæki á einnig auglýsingaskilti við Lækjargötu. Laugavegssamtökin pöntuðu birtingar á tveimur auglýsinga- skiltum í einn mánuð, annars vegar á Nýja bíó-húsinu við Lækjargötu og hins vegar í Kringlunni. Það er Kviksýn sem selur auglýsingar á bæði skiltin og á skiltið í Lækjargötu, en hitt er í eigu Kringlunnar. Fyrir þetta ætluðu Laugavegssamtökin að greiða 70 þúsund krónur. Þegar þetta barst kaupmönnum í Kringlunni til eyma, var boðað til neyðarfundar, þar sem þessu samkeppni var mótmælt harðlega og þess krafist að auglýsingamar birtust ekki á Kringluskiltinu. Það varð að ráði og Laugvegssamtökun- um tilkynnt að af birtingu yrði ekki. Þess má geta að fyrirtæki í Borgarkringlurmi auglýsa á skilt- inu í Kringlunni, auk þess sem fyrirtæki í Kringlunni auglýsa á skilti Kviksýnar við Lækjargötu. -PS Fékk blökk í andlitið Þyrla sótti manninn Stærri þyrla Landhelgisgæsl- unnar TF-SIF var um klukkan 15 í gær send til að sækja slasað- an sjómann um borð í nótabát- inn Svan, sem staddur var 13 mílur suðvestur af Hvalbak og hafði hann fengið blökk í andlit- ið. Var í fyrstu talið að hann væri alvarlega slasaður. Þegar læknir kom á staðinn kom þó í ljós að meiðsli hans vora minni en ætlað hafði verið í fyrstu. Þyrlan var komin á staðinn um klukkan 18 eftir að hafa haft viðkomu á Höfn í Homarfirði til að taka eldsneyti. Þegar á stað- inn var komið kom í ljós að of mildl ókyrrð var í sjó til að hægt væri að láta lækni síga niður í bátinn. Var þá stefnan tekin á Berufjörð, þar sem lygnara var og var maðurinn kominn um borð í þyrluna rétt fyrir klukkan 20 og lenti þyrlan við Borgar- spítala upp úr klukkan 22 í gær- kvöldi. Meiðsli mannsins voru ekki fullkönnuð en hann var meðal annars kjálkabrotinn. -PS Svalbarðasvæðið er ekki úthaf Aðild að Svalbarðasamkomulaginu kemur til álita Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að það geti vel komið til álita að íslendingar gerist aðilar að Svalbarðasamkomulaginu og vill alls ekki útiloka slíkt. Hinsvegar bendir flest til þess að aðild að því samkomulagi, sem er frá þriðja áratug þessarar aldar, geti ekki skapað réttindi til nýting- ar á auðlindum nema þá á grand- velli sögulegrar reynslu og hana hafa íslendingar ekki. Að mati ráðherra hafa íslensk stjórnvöld ekki önnur gögn í höndum en þau sem benda til þess að Svalbarðasamningurinn njóti það almennrar viðurkenn- ingar að það sé ekki hægt að líta á svæðið sem úthaf. „Það er því ekki hægt að virða það að vettugi." Þorsteinn segir að við slíkar að- stæður væri það fullkomlega óá- byrgt og óraunsætt að taka aðra afstöðu en ríkisstjórn hefur tekið hvað varðar veiðar íslenskra skipa á fiskvemdunarsvæði Norðmanna við Svalbarða. Ráðherra lagði áherslu á að í þessu máh þyrfti að hafa heildar- hagsmuni íslendinga í huga og það yrði gengið eins langt og hægt er út frá því sjónarmiði. Hann benti hinsvegar á að, m.a. þyrfti að semja við Norðmenn um veiðar úr ört vaxandi stofni norsk-íslensku síldarinnar. Hann sagði jafnframt að það hefðu ekki verið forsendur til viðræðna við Norðmenn varð- andi veiðar íslenskra skipa í Smugunni eða annarsstaðar frá því fundað var um málið í Stokk- hólmi í sumar. „Ef aðstæður verða fyrir hendi þá geri ég ráð fyrir því að viðræð- ur embættismanna landanna geti farið af stað, eins og rætt hefur verið um,“ sagði sjávarútvegsráð- herra. -GRH Á RÁS SIÐA2 W VETT- WSJÓNVARP F VANGIfR W ÚTVARP f SIÐA 3 f SÍÐA 8 W fÞRÓlTIR W SÍÐA5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.