Tíminn - 25.11.1993, Page 7

Tíminn - 25.11.1993, Page 7
Fimmtudagur 25. nóvember 1993 7 Ari Trausti, Kristín oa Jón í klifurtaekinu. í því munu þau fara í „fjall- göngu" sem jafngildir því að klífa tind Mount Everest, sem er 8.848 m nór. Mount Everest klifinn innanhúss Þau Ari Trausti Guðmundsson, Jón P. Kristinsson og Kristín Al- bertsdóttir stefna að því að kJífa Mount Everest laugardaginn 4. desember nk. í líkamsræktar- stöðinni GYM 80. Tindurinn verður ekki sjálfur klifinn, heldur munu þau fram- kvæma ígildi göngu á fjallstind- inn í sérstöku tæki í líkamsrækt- arstöðinni og nærast á mat frá Nings og Aktiv orkudrykk. Anna Sverrisdóttir læknir. íslenskur læknir Engar skyttur Rjúpnaveiðibann virt í nágrenni Reykjavíkur Engin merki um ijúpnaskyttur sáust í eftirlitsOugi lögreglunnar í Reykjavík í gær. Veiðilendur í lögsagnarumdæmi borgarinnar voru kannaðar á minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, í samstarfi lögreglu og gæslunnar. Flogið var yfir hefðbundnar rjúpnaslóðir í nágrenni höfuð- borgarinar og könnuð Heið- mörk, Þrengsli, Hengillinn, Þing- vallasvæðið, Skjaldbreiður, Kjós- in, svæðið umhverfis Esjuna og Mosfellsheiði. Ekki fékkst upp- lýst hvort farið verður í annað eftirlitsflug á morgun, en lög- regla segir að áfram verði litið eftir ijúpnaskyttum. -ÁG Verðmunur milli Rvk. og landsbyggðar 7,1 % Verðmunur á nauðsynjavörum er að aukast milli Reykjavíkur og landsbyggðar Verðmunur á nauðsynjavörum milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar mældist 7,1 % á síðasta ári og hefur aukist ár frá ári síðustu ár. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspum frá Einari Má Sig- urðssyni, varaþingmanni Al- þýðubandalagsins. í október 1989 kannaði Verð- lagsstofnun verðmun í matvöru- verslunum milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Niðurstaðan var 3,8% lands- byggðinni í óhag. í júní 1990 hafði þessi munur aukist í 4,5% og í október 1990 var munurinn orðinn 4,9%. í október 1992 gaf sams konar mæling 5,6% mun. Verðlagsstofnun ákvað hins veg- ar að breyta samsetningu versl- ana við síðustu mælingu og tók m.a. tillit til Bónusverslana, stór- markaða og svokallaðra klukku- búða. Þessi samanburður leiddi í ljós 7,1 % verðmun. -EÓ í Edinborg Anna Sverrisdóttir læknir var ný- lega kjörin meðlimur í The Royal College of Surgeons of Edinburgh, eftir að hafa lokið tilskilinni þjálf- un og prófum í almennum skurð- lækningum í Edinborg. Anna lauk námi í læknisfræði frá Háskóla íslands og starfaði um tíma á handlækningadeild Land- spítalans. Hún hefur undanfarin fjögur ár verið í framhaldsnámi í skurðlækningum við Edinborgar- háskóla og starfar nú á The Royal Infirmary of Edinburgh. Foreldrar Önnu eru Dóra Berg- þórsdóttir og Sverrir Erlendsson skipstjóri, sem er látinn. Sjónvarps- gláp Fyrirlestur í Fjörgyn Erlendar kannanir hafa sýnt að böm eyða allt að 20% af vöku- tíma sínum fyrir framan sjón- varpið. Þetta kemur fram í fyrir- lestri, sem Irma Sjöfn Óskarsdótt- ir guðfræðingur mun halda í fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafar- vogi þann 30. nóvember n.k. Þar verður einnig fjallað um áhrif auglýsinga á börn og sið- ferðislegar spumingar sem vakna í því sambandi. Er vaxandi of- beldi meðal barna og unglinga vegna lengds útsendingartíma hérlendis? Er hægt að skella allri skuldinni á fjölmiðla eða er sök- ina að finna hjá foreldrum? Irma Sjöfn Óskarsdóttir hefur nýlokið mastersprófi í guðfræði frá Edin- borgarháskóla. Lokaverkefni hennar var um siðfræði fjölmiðla og byggðist hún m.a. á athugun- um á íslenskum fjölmiðlum og samanburði við önnur Iönd. Fyr- irlesturinn hefst klukkan 20.30 og er hann öllum opinn. Að- gangur verður ókeypis fyrir fé- laga í Foreldrasamtökunum. -RH, starfskynning Reykrör - Loftræstingar Smíöa og set upp reykrör, samþykkt af brunamálastofnun frá 1983 Smíöa og sett upp loftræstingar Sf-J? ‘ Er viöurkenndur af bygginga- fulltrúa Reykjavikur frá 1983 VVgfBLIKKSMIÐJA skúlagötu34 lÍBENNA Flugmenn — flugáhugamenn Haustfundurinn um flugöryggismál verður í kvöld, fimmtudaginn 25. nóv., á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20.00. Fundarefni: Fyrsta hjálp. Fallhlífarstökk. Myndasýning. Allir velkomnir. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Flugmálafélag íslands Flugmálastjórn Öryggisnefnd FÍA ^RARIK RAFMAGNSVEmjR RÍKISINS Útboð 93011 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-93011 11 kV rofabúnaður fyrir aðveitustöð Neskaupstað og Raufarhöfn. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með fimmtu- deginum 25. nóvember 1993 og kosta kr. 2.000,- hvert eintak. 1 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. desember 1993. Verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi118, 105 REYKJAVÍK Skattframtöl Bókhaldsþj ónusta Rekstrarráðgjöf Júlíana Gísladóttir . Viðskiptafræð ingur Meistari í markaðsfræðum Langholtsvegpr 82 Sími: 68 27 88 104 Reykjavik Fax: 67 88 81 Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum f blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.