Tíminn - 25.11.1993, Blaðsíða 9
9
Fimmtudagur 25. nóvember 1993
Félagsvist á Hvolsvelli
Félagsvist verður i Hvolnum sunnudagskvöldin 28. nóvember og 12. desember
W. 21 (ekki 5. nóvember, eins og áður var auglýst). Géð kvöldverðlaun.
Framsóknarfélag Rangælnga
Aðalfundur
Framsóknarfélags Reykjavíkur veröur haldinn mánudaginn
29. nóvember n.k. I Hótel Lind kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Finnur Ingólfsson alþingismaður mun ræða sljómmálavið-
horfið.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Aðalfundur
Aðalfundur fulltrúaráðs ffamsóknarfélaganna I Reykjavik verður haldinn mánudag-
inn 6. desember n.k. I fundarsal A, Hótel Sögu, og hefst kl. 17.00.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa fjallar fundurinn um borgarmál og stjómmálavið-
horfið. Nánari dagskrá verður auglýst slðar.
Stjóm fulltrúaráðslns
Flnnur
Blaðbera
vantar
AÐALLAND • ÁLFALAND - ÁRLAND ■
SLÉTTUVEGUR - BJARMALAND -
BÚLAND • DALALAND
BRÚARÁS • DEILDARÁS - FJARÐARÁS -
GRUNDARÁS • HEIÐARÁS - KLEIFARÁS •
LÆKJARÁS - NÆFURÁS
Hverfisgötu 33 sími 618300
BORGARVERKFRÆÐINGURINN I REYKJAVlK
BYGGINGADEILD
SKÚLATUNI 2, 105 REYKJAVlK, SlMI 91- 632390, MYNDSENDIR 91-626221
Deildarstjórar með
umsjón bygginga-
framkvæmda
Byggingadeild borgarverkfræðings, sem annast umsjón með
byggingum og viðhaldi mikils fjölda fasteigna á vegum borgar-
sjóðs Reykjavlkur, óskar að ráða tvo deildarstjóra.
Störfin felast i umsjón með byggingaframkvæmdum og við-
haldsverkefnum. Óskað er eftir byggingarverkfræðingum, tækni-
fræðingum, arkitektum eða byggingafræðingum. Veruleg
starfsreynsla æskileg. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
byggingadeildar i síma 632400.
Umsóknir skulu berast starfsmannastjóra borgarverkfræðings,
Skúlatúni 2, III. hæð, 105 Reykjavík, fyrir 1. des. 1993, merkt
„Deildarstjóri með umsjón byggingaframkvæmda”.
Marinó Ástvaldur
Jónsson
t MINNING
Fæddur 4. september 1917
Dáititi 21. október 1993
Mig langar með nokkrum orð-
um að kveðja Marinó Jónsson,
en hann lést 21.10. sl. og var
jarðaður í kyrrþey, að ósk hans.
Marinó var uppeldisbróðir föð-
ur míns, en kynni mín af honum
hófust mest eftir að ég var flutt
til Reykjavíkur. Hann fór þá að
koma í heimsókn til okkar og
hélt alla tíð síðan reglulegu sam-
bandi við okkur fjölskylduna.
Malli, eins og við kölluðum
hann alltaf, var ekki allra, eins
og oft er sagt, en í vinahópi var
hann glettinn og spaugsamur.
Hann vildi vera sjálfum sér nóg-
ur, var hjálpsamur og greiðvik-
inn þegar til hans var leitað. Ég
minnist þess þegar ég var að fara
norður í land, ein á bílnum með
krakkana litla, að Malli kom og
yfirfór allan bílinn til að tryggja
að allt færi nú vel. Hann lagði
mikla áherslu á að ég færi ekki
yfir 80 km hraða, þá væri ég allt-
af viðbúin að mæta óvæntum
uppákomum í akstrinum. Ég hef
alltaf minnst þAessara orða
Malla þegar ég hef síðan átt leið
út á land. Við minnumst að-
fangadagskvöldanna sem Malli
eyddi með okkur fjölskyldunni.
Þá var hann í essinu sínu og átti
þá jafnvel til að yrkja vísur og
herma eftir hinum ýmsu persón-
um. Hann var mjög vel lesinn og
átti gott safn bóka, og hlustaði
mikið á útvarp. Malli þoldi ekki
yfirborðsmennsku og snobb,
slíkt var honum ekki að skapi.
Hann var frekar einrænn og
kaus að leysa sjálfur öll sín
vandamál.
Síðustu árin bjó Malli á sambýli
að Fálkagötu 28, þar sem honum
leið vel. I>að var ekki síst að
þakka hinum ágætu ráðskonum,
sem heita báðar Alda, sem önn-
uðust frábærlega um hann þar á
heimilinu. Ég var vön að hringja
eða heimsækja Malla alltaf öðru
hveiju. Ef leið óvanalega langur
tími á milli heimsókna, lét Malli
ráðskonuna hringja til mín og
athuga hvort ég færi nú ekki að
láta sjá mig.
Síðustu árin átti Malli við mikil
veikindi að stríða og var orðinn
blindur og þurfti þessvegna
mikla umönnun. Hann þurfti af
og til að leggjast inn á sjúkrahús,
en það var það versta sem liann
gat hugsað sér, og vildi helst af
öllu vera heima á Fálkagötunni.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksitis hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin,
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá erfenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt sem Guði er frá.
(Vald. Briem)
Við fjölskyldan í Álftamýri 59
minnumst þín, og hafir þú þökk
fyrir allt. Syni Marinós, Inga,
sendum við okkar samúðar-
kveðjur.
Marinó var fæddur á Kollafossi í
Miðfirði. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Bjöm Þorláksson og
Anna Sigrún Sigurðardóttir, af
Stapaætt á Vatnsnesi, afkomandi
Sesselju Hannesdóttur í fjórða
lið; er sú ætt geysifjölmenn. —
Móðir Jóns Þorlákssonar, Rósa,
var dóttir Níelsar sterka Þórðar-
sonar á Sigríðarstöðum og konu
hans, Ingigerðar Bjamadóttur frá
Bjargi í Miðfirði. Níels var orð-
lagður vinnuvíkingur.
Jón Þorláksson líktist afa sínum
að hreysti og vinnuþreki. Samt
varð það hlutskipti hans að vera
fátækur vinnumaður á annarra
búum og draumur um sjálfsábúð
á eigin jarðnæði rættist ekki. Þau
Jón og Anna eignuðust níu
börn, tvær dætur og sjö syni.
Nokkur þeirra vom tekin í fóstur
um lengri eða skemmri tíma,
þeirra á meðal Marinó, sem fór
hálfs mánaðar gamall að Fremri-
Fitjum í Miðfirði til sómahjón-
anna Þuríðar Jóhannesdóttur og
Jóhannesar Kristóferssonar.
Á Fremri-Fitjum ólst Marinó
upp við mikla umhyggju fóstur-
foreldra og barna þeirra. Árið
1933 fór hann frá Fremri-Fitjum
að Syðra-Langholti í Hruna-
mannahreppi til fóstursystur
sinnar, Önnu Jóhannesdóttur,
og manns hennar, Sigmundar
Sigurðssonar bónda þar. Þar
dvaldist hann að mestu um þrig-
gja ára skeið, en fór þá norður í
Miðfjörð og var þar næstu fjögur
árin á ýmsum bæjum, lengst á
Fremri-Fitjum og Aðalbóli.
Aftur lá leiðin suður og nú að
Álafossi þar sem Marinó var í
nokkur ár. Síðar vann hann
mörg ár á bifreiðaverkstæðum,
meðal annarra Jötni, og síðast
hjá vélamiðstöð Reykjavíkur-
borgar. Þess utan var hann eitt
sumar með skurðgröfu í Kirkju-
hvammshreppi ásamt Jónatan
Daníelssyni frá Bjargshóli, eitt
sumar í girðingarvinnu á Amar-
vatosheiði undir verkstjóm Guð-
mundar fósturbróður síns og um
1960 fór hann einn túr sem
smyijari á nýjum togara, Fylki
frá Reykjavík, sem veiddi á Ný-
fundnalandsmiðum. Marinó
taldi sig ekki nógu sjóhraustan til
að stunda vinnu á sjó og hætti
þess vegna.
Af framangreindu má sjá að
Marinó hefur víða tekið til
höndum, enda bráðlaginn og
vandvirkur og lét aldrei frá sér
óvandaða vinnu, hvort sem um
var að ræða skurðgröft eða ná-
kvæmnisvinnu eins og vélavið-
gerðir ýmiss konar; allt var þetta
gert af þeirri snyrtimennsku og
þrifnaði sem einkenndi störf
hans á vinnustað og einnig á
heimili hans, hvar sem það var.
Marinó var hár maður vexti,
fremur grannur og holdskarpur
hin síðari ár. Hann hafði geysi-
þykkt dökkrautt hár á æskuár-
um, en missti það frekar ungur.
Hann var dökkgráeygur og
freknóttur, svipurinn hreinn og
glaðlegur og lýsti góðri greind.
Hann var skapstór og lét ekki
hlut sinn ef í brýnu sló og gat þá
orðið nokkuð stórorður, en
hann var líka sáttfús og við-
kvæmur í lund og fann til með
lítilmagnanum. Mér virtist þessi
hrjúfi skrápur, sem hann brynj-
aði sig með allajafna, væri til
varnar viðkvæmni hans innra
manns.
Marinó virtist vera einfari, en
hann var félagslyndur og kunni
vel að meta heimsins lystisemdir
í hópi kunningja og vina. Það
gladdi hann mjög þegar fyrrum
vinnufélagar hans á Álafossi
sendu honum þakkarskjal fyrir
vel unnin störf í þágu skemmti-
félags þeirra Álafossmanna, en
þar var Marinó ritari í stjóm fé-
lagsins og lét þá stundum fljóta
með gamanvísur um félaga sína,
sem undu því vel og þökkuðu
fyrir áratugum síðar.
Marinó minntist oft vina sinna
frá bemskutíð og alla tíð síðan.
Þar bar hæst þá Bjargshólsbræð-
ur, Hreggvið og Þóri Daníelssyni,
og Jónatan kennara og Benedikt
ættfræðing, Jakobssyni. Þá
minntist hann fósturforeldra
sinna og bama þeirra ávallt með
þakklátum huga.
Marinó kvæntist ekki, en átti
einn son, Inga Jóhann að nafni,
með æskuunnustu sinni, Ólöfu
Jóhannsdóttur, og fylgdu þau
honum bæði ásamt vinum hans
síðasta spölinn á jörðu hér.
Blessuð sé minning hans.
J.B.
----------------------------------------'N
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi
Hörður Tryggvason
frá Svartárkotl i Báröardal
andaöist I Hvammi, heimili aldraöra á Húsavík, föstudaginn 19. nóvember.
Útförin veröur gerö frá Lundarbrekkukirkju laugardaginn 27. nóvember kl.
14.
Guörún Benediktsdóttlr
Haukur Harðarson Sigrún Steinsdóttir
Tryggvi Haröarson Elfn Baldvinsdóttir
Stelnunn Haröardóttir Danfel Jónsson
bamabörn og bamabamaböm
V___________________________ZI_______________________________J
Erla Kristófersdóttir