Tíminn - 08.12.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.12.1993, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu 125 kr. Miðvikudagur 8. desember 1993 OLAFUR Þ. ÞÓRÐ- ARSON YILL ÓFRIÐ VIÐ NORÐMENN ÚT AF SVALBARÐA -sjá síðu 4 GJALD TEKIÐ AF SEJLDUM BUVELUM -sjá síðu 4 HAR KOSTN- AÐUR VIÐ HEILBRIGÐIS- KERFHD RANNSAKAÐUR -sjá síðu 5 GEIR SVERRISSON KJORINN ÍÞRÓTTAMAÐUR FATLAÐRA ÁRIÐ 1993 -sjá síðu 7 AUKNAR LIKUR A SAMSTARFI MINNIHLUTA- FLOKKANNA í REYKJAVIK -sjá baksíðu BANKARNIR SITJA Á FJÁR- MAQNINU I TEKKO -sjá síðu 6 Nemendur bænda- skólanna greiði gjöld Fjármálaráðherra áformar að gera nemendum í Bændaskólanum á Hvann- eyri, Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal og Garð- yrkjuskóla ríkisins í ölfusi að greiða skráningargjöld vegna skólavistar á næsta ári. Sömuleiðis er áformað að nemendur í sérgreina- deildum Tækniskóla íslands greiði skráningargjöld. Þessi gjöld eiga að skila ríkissjóði samtals 9 milljón- um króna á næsta ári, þar af koma 7 milljónir frá nemendum Tækniskólans, en 2 milljónir frá hinum skólunqm. Ekki fengust upplýsingar í fjármálaráðu- neytinu í gær um hvað há þessi gjöld eiga að verða á hvem nemanda. -EÓ Framkvæmdir skornar niður um milljarð Borgin virðist standa á fjárhagslegum brauðfótum „Viö emm ekki búin að fá tekjuspá fyrir næsta ár, en mér sýnist að það verði varið 500 millj. kr. lægri upphæð til nýframkvæmda og 500 millj. kr. lægri upphæð til gatnaframkvæmda á næsta ári en í ár,* segir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Hún telur að til þess að mæta afborgunum af lánum þurfi og að taka lán. Þetta var haft efdr boigarfulltrúan- um að afloknum löngum fundi borgarráðs í gær, þar sem rætt var um fjárhagsáætlun borgarinnar á næsta ári. Hún segist ekki hafa haft tækifæri til að skoða málið náið, en sér sýnist við fyrstu yfirsýn að þannig sé í pottinn búið. Á fundi borgarráðs lagði Sigrún jafnframt fram tillögu, sem var samþykkt, um að boða til fundar með þingmönnum Reykjavíkur- kjördæmis tíl að kynna þeim stöðu borgarinnar og hvemig efnahags- aðgerðir ríkisstjómarinnar, Band- ormslög sem svo hafa verið nefnd. koma við borgina. Sigrún segir að það sé ljóst að boigin eigi í miklum fjárhagserfið- leikum, jafnvel þó útsvarsprósenta yrði hækkuð. Hún segir að ekki sé áætlað að leggja neitt til Korpúlfs- staða. Þá nefnir hún sem dæmi að engar fjárveitingar verði til upp- byggingar Borgarbókasafns í gamla Moigunblaðshúsinu við Aðalstræti. Á fundinum lagði Sigrún og fram bókun þar sem segir að vegna að- gerða ríkisstjómar Davíðs Oddsson- ar væri augljóst að stórhækka þyrfti skatta á almenning í Reykjavík. í því sambandi minnir hún á að framsóknarmenn hafi varað við af- námi aðstöðugjalds án þess að vita hvaða tekjustofn kæmi í staðinn. Bókunin var gerð í tilefni af því að í borgarráði var tekið fyrir bréf borgarstjóra til félagsmálanefndar Alþingis. Þar er bent á að til að mæta missi aðstöðugjalds og lands- útsvars þyrfti borgarstjóm Reykja- víkur að hækka útsvarsálagningu á íbúa borgarinnar um 1.8 til 2 pró- sentustig, að því tilskildu að heim- ildir til frumvarpsins til hækkunar á álagningu fasteignaskatts á at- vinnuhúsnæði og til sérstakrar skattlagningar á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði verði fullnýttar,' eins og segir í bréfinu. -HÞ Bolti fyrir fatlaða íþróttasamband fatlaðra og Össur stoðtækjasmíði kynntu í gær nýja bolta, sem ætlaðir em til endur- hæfingar fyrir fólk í hjólastólum, en einnig sem leikföng fyrir fólk á öllum aldri. Nýju boltarnir eru kallaðir hæfnisboltar. Þeir verða sérmerktir íþróttasambandi fatl- aðra og rennur hluti söluandvirð- is þeirra til styrktar íþróttastarfi fatlaðra. Maðurinn á myndinni, sem meðhöndlar boltann svo faglega, heitir Martin Mauz. Hann er eig- andi þýska fyrirtækisins, sem út- vegaði hæfnisboltana. Mauz var á ámm áður kunnur fótboltamaður og lék um tíma með Stuttgart, en með því liði leikur í dag íslenski knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Sverrisson. Tímamynd Ámi Bjama Færri til útlanda til jólainnkaupa? Um 12.400 íslendingar komu til landsins núna í nóvember, sem er rúmlega 1.400 mönnum færra heldur en í sama mánuði í fyrra. Það gæti t.d. bent til þess að þeim fari nú aftur fjölgandi, sem ætla að gera jólainnkaupin hjá íslensk- um verslunum. í nóvemberlok voru íslenskir utanfarar orðnir rúmlega 132 þúsund á árinu og hefur þá fækkað um hátt í 6 þús- und, eða rúmlega 4% miðað við sama tímabil í fyrra og 1991. Erlendir ferðamenn halda aftur á móti áfram að slá ný met í hverjum mánuði. Nærri 7.300 er- lendir ferðamenn komu til lands- ins í nóvember, sem er kringum 50% fjölgun miðað við sama mánuð undanfarin tvö ár. M.a. komu nú meira en tvöfalt fleiri Danir, Bretar og Þjóðverjar til landsins en í nóvember í fyrra. Um 3 þúsund Norðurlandabúar komu hér við í nóvember, nær 1.600 Banda'ríkjamenn, rúmlega 1.000 Bretar og 850 Þjóðverjar, en innan við 900 manns frá öll- um öðrum löndum samtals. - HEI Skipulagður áróður Framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda sakar fréttamiðla um hlutdrægni Forsvarsmenn bænda telja að undanfamar vikur og mánuði hafi verið rekinn skipulagður áróður gegn íslenskum landbúnaði. Þeir ætla að snúa vöm í sókn, en að sögn framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda er erfitt um vik, þar sem svo virðist að á fréttamiðlum sé fylgt fyrirfram ákveðnu, neikvæðu munstri þegar fjallað er um landbúnaðarmál. Upplýsingaþjónusta landbúnaðar- ins hefur sent frá sér bækling, sem ber heitið Staðreyndir um íslenskan landbúnað. Markmið hans á að vera að leiðrétta ýmsar rangfærslur, sem settar hafa verið fram um at- vinnugreinina, og hefja sókn gegn skipulögðum áróðri gegn bændum og öðm því fólki, sem hefur fram- færi sitt af innlendri framleiðslu. Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, segir það marka upphaf áróðurstímabilsins þegar Sighvatur Bjöigvinsson viðskiptaráðhena hélt blaðamannafund í byijun ágúst um skýrslu frá Háskóla íslands um sam- anburð á milli Norðurlandanna á stuðningi við landbúnað. Hann nefnir í kjölfarið uppþot út af bein- greiðslum til bænda, skinkumál Hagkaups, kalkúnalærainnflutning Bónus, neikvæða umfjöllun um GATT- tilboðið og fleiri mál varð- andi landbúnað, sem hafa verið í fréttum undanfarið. »Það læðist að manni sá grunur að þetta sé skipulögð aðgerð, og ég held að ekkert af þessu séu tilviljan- ir," segir Hákon. „Það virðist sem einstakir aðilar geti gengið inn á tjölmiðlana og fengið þar inni fyrir sinn málflutning, og í sumum til- fellum virðist engin tilraun gerð af hálfu fjölmiðilsins til þess að meta hvað þama er á ferðinni, heldur er því hleypt athugasemdalaust í gegn." Framkvæmdastjóri Stéttarsam- bands bænda kvartar undan því að talsmenn bænda eigi síður en svo greiðan aðgang að fjölmiðlum. Þetta segir hann eiga sérstaklega við um fréttaflutning um landbúnaðar- mál í sjónvaipi. Sjónvarpsfréttir séu yfirleitt neikvæðar og engu líkara en að þær séu gerðar eftir fyrirfram ákveðnu munstri. „Ef það, sem við segjum, fellur ekki inn í þetta munstur, er því ein- faldlega ekki hleypt í gegn," segir Hákon. „Ég og fleiri talsmenn bænda höfum orðið fyrir því í nokkur skipti, að vera beðnir um að koma í viðtöl við sjónvarp og ekkert af því, sem við höfum sagt, hefur verið birt." — En hvaða andstæðingar íslensks landbúnaðar eru það, að mati Há- konar, sem eiga greiðan aðgang að fréttamiðlum? „Ég tel fyrsta ráðherra Alþýðu- flokksins, sem er út af fyrir sig ekki óeðlilegt, vegna þeirrar stöðu sem þeir gegna. Það má nefna menn eins og Guðmund Ólafsson og Þröst Ólaísson, sem eru í viðhengi við Al- þýðufiokkinn. Það er Hagfræði- stofnun Háskólans og ýmsir aðrir postular, sem láta mjög til sín taka í umræðunni um landbúnaðarmál. Þorvaldur Gylfason prófessor virðist t.d. hafa mjög sérstakan aðgang að Morgunblaðinu fyrir sínar greinar, en ef við svörum koma þær greinar ýmist ekki eða þá það löngu seinna að enginn hefur áhuga á að lesa þær. Ég þarf að vísu ekki að kvarta undan þessu hvað mig varðar. Síð- an eru það vissir innflutningsaðilar, sem er engu líkara en séu í kross- ferð gegn landbúnaðinum. Þar er fyrst að telja Hagkaup og Bónus." -ÁG P Á RÁS ÍÞRÓTTIR W BJpLKUR W SÍÐA 2 I SÍÐA 7 W SIÐA 3 b...' ip IHI ÚTVARP SJÓNVARP SÍÐA8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.