Tíminn - 08.12.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.12.1993, Blaðsíða 6
Veröld Miðvikudagur 8. desember 1993 Götusala er blómleg í Prag um þessar mundir með tilkomu nýs markaðshagkerfis. Minni veitingastaðir voru meðal þeirra fyrirtækja sem fyrst voru einkavæda. Bankarnir sitja á fjármagninu í Tékklandi Almenningshlutabréf liggja í stórum sjóðum í eigu bankanna I dag stjóma stórir bankar og fjármögnunarfyrirtæki meginhluta tékkneskra einkafyrirtækja. Tíu stærstu lánasjóðimir eiga 45% þessara fyrirtækja og sjö sjóðanna em í umsjón bankanna. Tékkland fetar stöðugt ákveðnar leið einkavæðingar- innar. Ætlunin er að selja að minnsta kosti 1.000 stórfyrir- tæki og um 800 minni til fjár- magnseigenda. Það er takmark ríkisstjórnarinnar að 85-90% fyrirtækjanna séu í einkaeigu innan árs. Stjórnvöld mála framtíðina björtum litum í ljósi umskipta til markaðshagkerfis og telja stefnu sína þegar hafa borið árangur sé miðað við önn- ur fyrrum Austantjaldslönd. Tekist hefur að sneiða hjá verð- bólguholskeflu, miklum halla á ríkissjóði og atvinnuleysi í stór- um stíl en þessi vandamál plaga Austantjaldslöndin. Yfirmaður rannsóknardeildar tékkneska Seðlabankans, Jan Klacek, talar um að leið Tékka til markaðshagkerfis hafi reynst heilladijúg en samt ekki hættu- laus. Hann telur að hættan sé sú að landsmenn komi ríkiss- hlutabréfamiðum sínum of hratt í sjóði sem vaxi óeðlilega mikið og leiði fljótlega til efna- hagslegrar miðstýringar. Allt að 70% landsmanna hafa þegar lagt ríkishlutabréfamiða eða „kuponer' í um 400 nýja sjóði en aðeins fáeinir þeirra njóta hylii fjármagnseigenda sem leggja fé sitt í örfáa stóra sjóði sem stöðugt eflast. Atvinnulausum mun fjölga Áhersla sjóðanna er ekki aðeins af fjárhagslegum toga þegar einkafyrirtæki eiga í hlut. Þeir líta einnig til samfélagslegra hagsmuna. Þess vegna sneiða Tékkarnir fram hjá uppsögnum starfsmanna í stórum stíl eins og tíðkast bæði í Póllandi og Ung- veijalandi. „Við spyrjum okkur hversu lengi þetta tekst,' segir Jan Klacek. Hann segir að rekstrar- áætlanir fyrirtækjanna séu til of skamms tíma og brátt fylgi sam- dráttur í kjölfarið . .Atvinnuleysi er fylgifiskur þessa því þá þurfa fyrirtækin að hugsa fyrst og fremst um hag- kvæmni og framleiðni. Þá verð- ur nauðsynlegt að skera niður allt sem umfram er eins og t.d. vöggustofur og bamaheimili. Þegar framleiðnin byggir á gam- alli tækni, sem krefst mikils mannafla, mun þróunin leiða af sér nútímatækni sem útrýmir mörgum störfum,' segir Jan Klacek. Atvinnuleysi mælist nú um 2% í Tékklandi en Klacek óttast að innan árs muni það verða 6% og ári seinna nálægt 15%. Á ný í einkaeign Árið 1959 vom nánast öll fyrir- tæki í Tékklandi orðin þjóðnýtt. Þegar jámtjaldið féll unnu aðeins 1.2% Tékka hjá einkafyrirtækj- um og var framleiðsla þeirra að- eins um 2% vergrar þjóðarfram- leiðslu. Þegar kommúnistaríkið leið undir lok fengu fyrri eigendur færi á að endurheimta eigur sín- ar hús, íbúðir, jarðnæði fyrirtæki o.fl. Um 50.000 fyrmm eigendur eða afkomendur þeirra höfðu um síðustur áramót sótt um að fá eignimar Ieystar til sín. Fallist var á kröfur hátt í 10.500 þeirra. Verðmæti þessara eigna er laus- lega áætlað á milli 150 til 300 milljarða ísl. kr sem féll einstak- lingum í skaut. Þá em ótaldar eignir sem ríkið hafði sölsað undir sig frá sveita- félögum og var skilað á ný. Verðmæti þeirra er lauslega á- ætlað um 800 milljarða ísl. kr. Ný fyrirtæki í byijun ársins 1991 lagði þáver- andi ríkisstjórn Tékkoslóvakíu fram áætlun um hvemig minni fyrirtæki ætti að einkavæða. Þetta varðaði sérsaklega h'til fyr- irtæki eins og verslanir og mat- sölustaði sem annað hvort skyldi selja eða fengu rekstarrleyfi á ný. Opinber uppboð urðu almenn og yfirleitt var búist við að fyrir- tækin seldust á röskar 2 millj. kr. Útlendingum var óheimilt að kaupa og landsmenn höfðu ekki ráð á því. Þessu ráðslagi var mótmælt úr öllum áttum. Góð- borgarar bentu á að það væri einungis á færi þjóðfélagsþegna með vafasama fortíð að fjárfesta í fyrirtæki. Þar vísuðu þeir til hópa eins og svartamarkaðs- braskara, vændiskvenna o.fl. Jan Klacek viðurkennir líka að útlendingar hafi staðið að baki nokkmm kaupendunum. í dag- blöðum var þá látið að því liggja að ítalska mafían stæði í stómm stíl á bak við kaupendur og þrif- ist eins og rotta á ruslahaug í austantjaldslöndunum. Auveld- lega væri hægt fyrir þessa aðila að þvo þar illa fengið fé ekki síst þar sem enn vantar viðskipta- og skattalög á vestræna vísu. í lok ársins 1991 voru um 21.000 þessara minni fyrirtækja í eigu einkaaðila og er verðmæti þeirra metið á um 65 milljarða ísl. kr. Hlutabréf í eigu fólksins Hönnuðir einkavæðingarinnar stóðu því frammi fyrir vanda þar sem sparnaður almennings var óverulegur. ' Það hefði tekið hinn almenna borgara næstum 200 ár að öngla fyrir smáfyrir- tæki,' segir Jan Klacek. Þess vegna dreifði ríkisstjómin sérstökum hlutabréfamiðum (kuponner) til íbúanna. Allir sem náð höfðu 18 ára aldri, um 6 millj. manns, fengu miða að verðmæti 1.000 tékkneskra króna. Fyrirtækin sem átti að einkavæða vom tífallt verðmeiri en andvirði hlutabréfamiðanna sagði til um. Þetta hafði í för með sér blómleg viðskipti með hluta- bréfamiðana og hátt í 1.000 rík- isfyrirtæki komust skyndilega í hendur einkaaðila í hlutabréfa- miðakerfinu. Frá upphafi var virði hlutabréfa- miðanna það sama en samhliða því að 198 millj. hlutabréfamiða skiptu um eigendur frá miðju síðasta ári breyttist markaðurinn. Nokkrir hlutabréfamiðar sem lagðir voru í arðbær fyrirtæki stigu fljótt í verði á meðan aðrir miðar féllu í verði. Á þennan hátt nálgast Tékkland raunvemlegan hlutabréfamarkað þar sem verslað er með hluta- bréfamiða og sumir vinna en aðrir tapa. Afmælis- oc i minninaarareinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tve Þœrþuri imur dögum fyrir birtingardag. a aö vera vélritaöar. ONNUMST ALLAR ALMENNAR VIÐGERÐIR Vetrarskoðun kr. 4.950,- m.vsk. fyrír utan efni. SÍÐUMÚLA 3-5 • SÍMI 681320 Loftræstingar Smíöa og set upp reykrör, samþykkt af brunamálastofnun frá 1983 Smíða og sett upp loftræstingar Er viðurkenndur af bygginga- fulltrúa Reykjavfkur frá 1983 ’BLIKKSMISJA skúlagötu34 BENNA SÍMI11544

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.