Tíminn - 08.12.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.12.1993, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 8. desember 1993 LEIÐARI / -t Ótvíræður stuðningur við landbúnaðinn Bent hefur verið á það hér í Tímanum að íslendingum beri að standa við þá samninga, sem þeir gera við fjölþjóðasamtök sem aðra. Oftast eru samning- amir gerðir á ábyrgð ríkisstjóma og ber þeim að framfylgja þeim. En ríkisvaldið verður einnig að standa við þá samninga, sem gerðir em við ihnlenda aðila, og fara málin að vandast þegar þeir fara að stangast á við samninga, sem gerðir eru við erlend ríki eða samtök. Svo er því til að mynda varið um búvörusamninginn og tví- hliða samning við Evrópu- bandalagið um innflutning landbúnaðarafurða. Og svo er Gattsamkomulag í sjónmáli. Ef standa á við búvörusamninginn, verður eitthvað undan að láta hvað varðar samning um inn- flutning búvara og þarf tals- verða stjórnvisku til að láta dæmið ganga upp. Svipað verð- ur uppi á teningnum, ef svo- nefnd Uruguaylota Gattsamn- ingsins verður samþykkt í næstu viku, eins og allt útlit er á. Útkoma úr skoðanakönnun, sem DV gerði um hug lands- manna til vemdunarsjónarmiða annars vegar og til lítt hefts inn- flutnings á landbúnaðarvörum hins vegar, er fróðleg. Álit fólks skiptist til helminga samkvæmt könnuninni. Spurt var um hvor væri mikil- vægari, tvíhliða samningurinn við EB eða búvörusamningur- inn, og er fylgið nær hnífjafnt. En þau úrslit breyta ekki því að ríkisstjómin verður að taka af- stöðu og eitthvað verður undan að láta, þegar fara á að sameina lítt sættanleg sjónarmið. í*að, sem kannski kemur mest á óvart í könnuninni, er hve búvörusamningurinn nýtur mikillar samúðar landsmanna. Miklu púðri hefur verið eytt í áróðrur gegn honum og öflug- ustu fjölmiðlar landsins em not- aðir til að sýna fram á hversu óhagkvæmur hann sé neytend- um, þjóðinni allri og jafnvel bændum og búaliði líka. Samkvæmt því á búvömsamn- ingurinn að festa úrelta land- búnaðarstefnu í sessi, valda öll- um hallarekstri ríkissjóðs, sam- kvæmt formúlum sem upp em gefnar og koma í veg fyrir heil- brigða búskaparhætti og heiðar- lega samkeppni á mörkuðum. Tvíhliða samningurinn við EB á aftur á móti að bæta lífskjör almennings gífurlega með lágu vömverði, sem helgast af hafta- lausum innflutningi og lágum tollum. Ágæti innflutnings á kjöt- og mjólkurvörum er tí- undað með þeim áherslum að verð, gæði og fjölbreytni muni gera lífið svo miklu notalegra hér á norðurslóð. Hér skal ekki deilt um hvort haftalaus innflutningur á bú- vörum sé eins æskilegur og hnökralaus og áróðurinn vill vera láta. En ljóst er að lands- menn gleypa hann ekki hugs- unarlaust og eru varkárir í af- stöðu sinni til hömlulauss inn- flutnings á niðurgreiddum bú- vömm frá EB-löndum. Greinilegt er að stuðningurinn við íslenskan landbúnað er mun meiri en ætla mætti, miðað við þær forsendur sem að manni er haldið. Enginn efast um gæði innlendu framleiðslunnar, en það er verðið sem helst er ás- teitingarsteinn og alls kyns mis- vísandi útreikningar á hag- kvæmni þess að búa að eigin framleiðslu eða flytja vöruna inn mgla fólk í ríminu. Líklegt má telja að sá öflugi stuðningur við íslenskan land- búnað, sem fram kemur í skoð- anakönnun DV, stafi að hluta af því að það er öryggi í því að vera sjálfum sér nægur hvað varðar matvælaframleiðslu á ótryggum tímum. Mörgum hrýs líka hugur við að blómlegar sveitír leggist í auðn og sjónarsviptir verður að, ef kýr hverfa úr haga og fé úr hlíðum. Landið verður ekki samt eftir, ef búskapur í dreifðum byggðum leggst af. Það kemur margt fleira til en hagkvæmnin ein, þegar taka á afstöðu til vals á milli innlendrar búvörufram- leiðslu og óhefts innflutnings. Hvemig standa á samtímis að því að efna búvörusamninginn og tvíhliða samning við EB um innflutning á búvömm, er verk- ur rikisstjómarinnar. Hitt er Ijóst að á meðan helmingur lands- manna vill talsvert til þess vinna að viðhalda landbúnaði á íslandi, þótt svo neytendur þurfi að kosta einhverju til að elsti og einn veigamesti atvinnuvegur þjóðarinnar verði ekki lagður í rúst með einhliða og fljótfæmis- legum ákvörðunum. Réttleysi gegn hávaðamengun > r- Kærðurfyrir miWnnhávaða A RAS í borgum og baejum þar sem yfir- völd láta velferð borgaranna sig einhveiju skipta, em reglugerðir og lögreglusamþykktir sem banna hávaðamengun yfir tilteknum mörkum. Ef til að mynda Lund- únabúi telur sig verða fyrir ónæði vegna hávaðamengunar frá ná- granna eða öðrum, sem hafa yfir öflugum hljómflutningstækjum að ráða eða hávaðasömum at- vinnutækjum, getur hann hringt í lögregluna og kvartað. Hávaðinn er mældur og sé hann yfir óleyfi- legum mörkum, sjá lögregla og dómstólar, ef til þeirra kasta kem- ur, um að halda hávaðaseggjum niðri og vemda þann sjálfsagða rétt borgaranna að fá að lifa í friði fyrir þeim. í Reykjavík þarf að þefa uppi ákvæði í byggingarreglugerð um hljóðeinangrun svefnherbergja tfl að finna einhvers konar takmörk- un á leyfilegum hávaða, sem gerir mörgum erfitt úm svefn og lífið leitt. Svona vamarleysi gegn einni af höfuðplágum nútímans, óheyri- legum hávaða, er óvíða að finna þar sem réttur manna tfl að vera látinn í friði á heimflum sínum er einhvers virtur. Ósvífni Hortugir frekjudallar, sem reka krá í Reykjavík og eiga öflug hljóðmögnunartæki, hafa látið kvartanir og kærur íbúa nærliggj- andi húsa sem vind um eyru þjóta. Þeim kemur ekkert við hvort fólk hefur heimilisfrið á kvöldum eða getur sofið á nótt- um. Mengunarvaldamir sögðust halda uppteknum hætti, hvað sem nágrannamir segðu, og lengi vel fundust engin máttarvöld sem gátu gætt réttar þeirra sem við há- vaðann urðu að búa. Ófétin dældu út hávaðanum í skjóli máttleysis yfirvalda. Það var ekki fyrr en heflbrigðis- fulltrúinn fann ákvæðið í bygg- ingasamþykktinni um hávaða- mörkin í svefnherbergjum að far- ið var að mæla. í svefnstöðum í nágrenni krárinnar, sem mengun- in stafar frá, var hávaðinn ríflega helmingi meiri en leyfilegt er. Upp úr því létu mengunarvaldamir undan og lofa að láta hljóðein- angra græjur sínar sem hafa svona hátt. Það eru ekki aðeins krár og skemmtistaðir, sem spilla heimfl- isfriði og tmfla nætursvefn borg- aranna. Víða í heimahúsum em öflugir hljóðmagnarar, sem skeyt- ingarlitlir dónar nota til að æra , sjálfa sig og það sem verra er, ná- granna sína ekki síður, og em oft tfl mikils ama. Yfirleitt þýðir ekkert að kvarta, því þeir sem svona hegða sér, em tilfinningasljóir gagnvart umhverfi sínu og öðm fólki. Þeir hlusta því hvorki á bænir né hótanir, en hækka prumpið sitt sem mest þeir geta, fullir mannvonsku og and- úðar á samferðafólki sínu. Fómarlömbin em vamarlaus, því ákvæði um takmörkun há- vaða er ekki að finna í reglugerð- um eða lögreglusamþykktum, nema í byggingarreglugerð þar sem kveðið er á um einangrun svefnherbergja. Illvirkjar Hávaðamengun berst víðar að en úr hljóðmögnurum dægurtón- listar og er varnarleysið gegn henni alls staðar hið sama. Um- ferðarhávaði er mörgum óþol- andi, en hann verður að umbera hvað sem tautar og raular. Þegar ökutæki em skoðuð verða hljóðkútar að vera í góðu lagi, og fæst ekki fullnaðarskoðun á bíla eða mótorhjól nema hljóðdeyfar séu í góðu lagi. Hins vegar hefur lögreglan ekkert við það að at- huga, þótt allt útblásturskerfi bíla og vélhjóla sé í megnasta ólagi all- an ársins hring, nema á skoðunar- daginn. Mótorhjólamenn margir hveijir taka hljóðdeyfa í sínum útblást- urskerfum úr sambandi, tfl að há- vaðinn frá þeim sé sem mestur. Óprúttnir strákar djöflast á hávað- amaskínum sínum um götur og torg allan sólarhringinn og gefa grimmt í tfl að gera sem mestan óskunda. Löggæslan lætur þetta óátalið, þykir sjálfsagt að illfyglin fái að skemmta sér og vfll ekkert af því vita að það sé á kostnað borgaranna. Margir íslendingar hafa komið í útlendar borgir. Þeir ættu að reyna að rifja upp hvort þeir hafi nokkurs staðar rekist á mótor- hjólagengi með allt á útopnu í miðborgum eða þéttbýlum íbúð- arhverfum, eins og er daglegt brauð í henni Reykjavík og ná- grannabyggðum. Löggjöf um hávaðamengun nær eingöngu yfir skemmtistaði þar sem hún er mæld innandyra. Þeg- ar hún fer yfir heilsuspillandi mörk, eru gerðar dauflegar at- hugasemdir og skaðræðið heldur áfram. Um þessi mál þarf reglugerðir og lögreglusamþykktir, eins og siðað- ar borgarstjómir gera, og kæru- málum á ekki að stinga undir stól, heldur mæla hávaða og sjá um að farið verði að lögum í þessu efni sem öðrum. Reykvíkingar og nágranna- byggðir hælast um af reyklausri húsakyndingu og tæru lofti. Hins vegar vita þeir ekki að þeir búa við illþolandi hávaðamengun og eru réttlausir gegn öllum úrbótum þar á. OÓ ™“ TÍMINN —• Ritsiiórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík Ritstjóri: Ágúst Þór Árnason • Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson • Fréttastjóri: Stefón Ásgrímsson Póstfang: Póstbólf 5210, 125 Reykjavík Utgefandi: Mótvægi hf • Stjórnarformaður: Gunnlaugur Sigmundsson • Auglýsingastjóri: Guðni Geir Einarsson. ASalsími: 618300 Póstfax: 618303 • Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 • Setning og umbrot: Tæknideild Timans • Prentun: Oddi hf. • Útlit: Auglýsingastofan Örkin • MónoSaráskrift 1400 kr. VerS í lausasölu 125 kr. • 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.