Tíminn - 08.12.1993, Blaðsíða 12
FJÖLBREYTTAR
FÓÐURVÖRUR
„ MR búðin •Laugavegi 164
sími 11125 - 24355 “
NYTT OG
FERSKT
DAGLEGA
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELLI 13-SlMI 73655
Ipóstfax tímans
Ritstjóm:
61-83-03
Auglýsingar:
61-83-21 TVÖFALDUR 1. VINNINGUR
TÍAUMN
Miðvikudagur 8. desember 1993
Mat atvinnuhúsnæðis lækk-
að um fjórðung á s.l. 5 árum
Fasteignamat atvinmihúsnæðis aðeins hækkað 19% á sama tíma og vísitölur hækkuðu 47% til 57%
Fasteignamat á atvinnuhúsnæði hefur lækkað mikið að raungildi á
undanfömum ámm, eða í kringum fjórðung á undanfömum hálfum
áratug. Yfirfasteignamatsnefnd hefur nýlega ákveðið að fasteignamat
atvinnuhúsnæðis hækkaði ekki þann 1. desember s.I.
Er það þriðja árið í röð sem mat-
ið stendur í stað, ef frá er talin
1% hækkun 1992. Á síðustu 5
ámm hefur fasteignamat á þess-
ari tegund húsnæðis aðeins
hækkað um 19% á sama tíma og
byggingarvísitala hækkaði um
57%, lánskjaravísitala um 47%
og fasteignamat íbúðarhúsnæðis
um 48%. Mat atvinnuhúsnæðis,
sem jafnaðarlega þróast í sam-
ræmi við söluverð þess, hefur
þannig lækkað í kringum fjórð-
ung að raungildi á þessum 5 ár-
um.
Ástæða þessarar lækkunar er
nær samfelld lægð, sem atvinnu-
húsamarkaðurinn hefur verið í á
undanförnum árum. Kemur þar
bæði til lélegt atvinnu- og efna-
hagsástand og á sama tíma of-
framboð atvinnuhúsnæðis. Að
sögn Fasteignamats ríkisins birt-
ast afleiðingamar í færri sölu-
samningum, smærri einingum í
sölu og lækkandi verði. Nokkrar
undantekningar séu þó alltaf frá
þessu, t.d. á höfuðborgarsvæð-
inu, þar sem ákveðin staðsetning
og ákveðnar tegundir eigna njóti
alltaf stöðugrar eftirspumar og
seljist því bæði betur og fljótar en
aðrar eignir.
Fasteignamatinu bámst um 400
kaupsamningar um atvinnuhús-
næði, fyrir samtals tæplega 4
milljarða króna á undanfömum
12 mánuðum. Par af vom rúm-
lega 140 vegna iðnaðarhúsnæðis,
rúmlega 120 vegna verslun-
ar/skrifstofuhúsnæðis og rúmlega
130 vegna annars atvinnuhús-
næðis. - HEl
Auknar líkur
á að það
takist að
fella íhaldið
— segir formaður kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins um ályktun framsóknarmanna
Ámi Þór Sigurðsson, formaður kjördæmisráðs Aiþýðubandalagsins,
segir að ályktun framsóknarmanna um viðræður um sameiginlegt
borgarstjóraefni auki líkumar á því að það takist að fella sjálfstæðis-
meirihlutann.
Ámi tekur undir sjónarmið
Valdimars Jónssonar, formanns
Fulltrúaráðs framsóknarmanna,
um að borgarstjóraefnið yrði efsti
maður einhvers af flokkunum
sem nú em í minnihluta. ,Pað er
skynsamlegasta leiðin við val á
borgarstjóra að segja að það verði
efsti maður á þeim lista sem fær
flest atkvæði. Þá er það val kjós-
andans hvem hann vill styðja
sérstaklega til þessa starfs. Pað má
segja að í því felist óformlegt
prófkjör,' segir Ámi.
Nefskattur á
Hann vill samt ekki útiloka hug-
myndir um sameiginlegt borgar-
stjóraefni utan listanna. „Pað
kemur til greina að skoða það, en
það er mjög vandmeðfarið mál.
Þá emm við að setja það þannig
upp að einhver fámennur hópur
fomstumanna úr þessum flokk-
um ákveði hver á að vera borgar-
stjóraefni, en ekki kjósendur,"
segir Árni og vill haga vali á borg-
arstjóra á svipaðan hátt og þegar
forsætisráðherra er valinn.
sveitarfélögin
600 milljónir
Ríkisstjómin hefur ákveðið að
láta sveitarfélögin greiða í At-
vinnuleysistryggingasjóð á næsta
ári, líkt og gert var á þessu ári. Á
næsta ári verður upphæðin 600
milljónir, en ekki 500 milljónir
eins og á þessu ári.
Á næsta ári munu sveitarfélög
með yfir 300 íbúa greiða 2.312
krónur á hvem íbúa, en þessi
sveitarfélög greiddu 2.170 krónur
í ár. Sveitarfélögum, sem em með
færri en 300 íbúa, er gert að
greiða 1.387 krónur á næsta ári.
Jafnframt hefur verið ákveðið
að flytja yfirstjóm Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs frá heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu til félags-
málaráðuneytisins. Þessi breyting
mun eiga sér stað um næstu ára-
mót. -EÓ
Hjúkrunarfræðingar hafa vissar áhyggjur af því að launahækkanir,
sem þær fengu í sumar, verði teknar af þeim.
Þetta leysist
af sjálfu sér
„Ég hef ekki af þessu áhyggjur og
held að þetta leysist af sjálfu sér
þegar kjarasamningar verða
gerðir við stéttarfélag hjúkmnar-
fræðinga,' segir Pétur Jónsson,
framkvæmdastjóri stjómunar-
sviðs Ríkisspítala, vegna yfirlýs-
inga heilbrigðis- og fjármálaráð-
herra, sem segja að ekki komi til
greina að veita fé til spítalanna
vegna launahækkana til hjúkr-
unarfræðinga, sem samið var um
fyrr á árinu. Ekki er gert ráð fyrir
þessum launakostnaði í fjárlaga-
fmmvarpi ríkisstjómarinnar.
Pétur bendir á að á síðasta ári
hafi yfirvöld Borgarspítala hækk-
að laun hjúkmnarfræðinga ein-
hliða, sem varð til þess að hjúkr-
unarfræðingar á Landspítala
fylgdu í kjölfarið.
„Það var gert hér í samráði við
heilbrigðis- og fjármálaráðherra
og þess vegna var veitt fjárveiting
til að mæta því,' segir Pétur.
Hann segir að Ríkisspítalar fái
greiðslur á fjárlögum, sem miðist
við launakostnað á bak við hvem
starfsmann. Petta þýðir að hækki
laun hjúkmnarfræðinga t.d.,
greiði ríkisvaldið sjálfkrafa meira.
Það sé þó háð því að kjarasamn-
ingi við stéttarfélag viðkomandi
starfsstéttar sé lokið.
Það er að heyra á Pétri að ein-
ungis strandi á því að kjarasamn-
ingar við tvö stéttarfélög hjúkr-
unarfræðinga séu enn opnir. Það
segir hann skýrast af því að nú sé
unnið að sameiningu tveggja
stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga
og því hafi þessi kjarasamningur
ekki verið gerður enn sem komið
er. Hann á þó von á því að frá
þessu verði gengið í lok janúar á
næsta ári og ekki þurfi að koma
til lokana deilda.
Nýlega var haft efir formanni
stjómar Ríkisspítala að það væri
eina úrræðið, stæðu ráðherramir
fast á sínu. -HP
dagar til jóla