Tíminn - 08.12.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.12.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. desember 1993 5 Matarr eikning - urinn lækkar Útgjöld til matarkaupa hjá íslendingum eru álíka hátt hlutfall af heildarútgjöldum heimila og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Vægi matarreikningsins hefm- minnkað stöðugt frá því á sjöunda ára- tugnum og er hann nú í þriðja sæti af útgjaldaliðum heimilanna. Þetta kemur fram í nýútkomn- um bæklingi um íslenskan land- búnað, sem gefinn er út af Stéttar- sambandi bænda og Upplýsinga- þjónusm landbúnaðarins. Ef skipting framfærsluvísitölu septembermánaðar er skoðuð, kemur í ljós að 16,4% af ráðstöf- unartekjum heimila fer til matar- innkaupa. Þar af fer helmingurinn til kaupa á innlendri búvöru, að frátöldum drykkjarvörum öðrum en mjólk. Stærsti útgjaldaiiðurinn er rekstur húss og heimilis, en í hann fer um fjórðungur ráðstöf- unartekna. Annar stærsti liðurinn er bifreiðarekstur, ferðalög og símareikningur, en í hann fer sam- tals nm fimmtungur teknanna. Hlutfall matarinnkaupa hefur lækkað ár frá ári undanfama ára- tugi. Árið 1965 fór um þriðjungur ráðstöfunartekna til matarinn- kaupa, en hlutfallið var komið niður í 20% árið 1990. Á síðasta ári var hlutfallið 18,6%, sem er svipað því sem var á hinum Norð- urlöndunum. Norðmenn vörðu stærstum hluta ráðstöfunartekna sinna í mat, eða 18,8%, íslending- ar voru í öðru sæti, en hlutfall matarreikningsins er lægst hjá Dönum, eða 14%. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands hafa matvörur hækkað minna í verði en aðrir útgjaldaliðir á undanfömum sex árum. Helstu skýringamar á þessu em niður- greiðslur hins opinbera til land- búnaðarins og hagræðing í ís- lenskum landbúnaði. Heilsuvemd er sá liður, sem hefur hækkað mest, og eigin bifreið kemur þar á eftir. -GK Frjálshyggjurit fæðist Út er komið fyrsta tölublað frjálshyggjutímaritsins Efst á baugi. í leiðara er tfmaritið skil- greint sem rit er fylgi frjálslyndri íhaldsstefnu. Eitt af skilgreindum hlutverkum í leiðara er að blaðið sé samviska íslenskra fjölmiðla, þar sem þeir hafi vanrækt að gera hinum almennu atriðum að baki einstökum málum skil, þeir hlusti og tali í stað þess að hugsa og greina. Fyrsta tölublað Efst á baugi er 60 síður að stærð og höfundar efnis eru fjölmargir. Fyrir utan ritstjórann og ábyrgðarmanninn, Hannes Hólmstein Gissurarson dósent við Háskóla fslands, em meðal höfunda Jóhann J. Ólafs- son stórkaupmaður, Jónas Sigur- geirsson, ritstjóri sjálfstæðistíma- ritsins Hamars í Hafnarfirði, Þor- geir Þorgeirsson kvikmyndagerð- armaður og Þorsteinn Sigur- laugsson ritstjóri Stefnis. Blaðinu er ætlað að koma út átta sinnum á ári og það kostar í lausasölu tæpar 500 kr. Filmu- vinnslu, plötugerð og prentun annast ísafoldarprentsmiðja. -ÁG Breytt neytendalán Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur breytt gildandi reglugerð um neytendalán. Breytingin felst í því að fjárhæð tryggingar, sem seljendur vöm og þjónustu sem veita neytendum lán í formi við- skiptabréfa þurfa að taka, er lækkuð úr fimm milljónum króna í tvær og hálfra milljón. Þetta gildir þó aðeins fyrir þá, sem geta sýnt fram á að lánveit- ingar þeirra til neytenda í þessu formi hafi numið lægri upphæð en tíu milljónum króna síðustu tólf mánuði. Samkvæmt tilkynn- ingu frá ráðimeytinu er tilgangur breytingarinnar að draga úr kostnaði smærri seljenda vöm og þjónustu án þess að draga að ráði úr þeirri vemd, sem neyt- endur hafa. Hugmyndir kynntar um samráSshóp BSRB, heilbrigðisráðuneytisins og embætti landlæknis. Tímamynd Ámi Bjarna Heilbrigðiskerfið rannsakað Af hverju verður kerfið dýrara á sama tíma og kostnaðarþátttaka sjúklinga eykst og vinnuálag starfsmanna einnig? Heilbrigðisráðuneytið, BSRB og embætti landlæknis hafa ákveðið að mynda samráðshóp til að gera úttekt á skipulagi og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarin ár. Þar á meðal á að kanna þróun kostnaðar og þjónustu við sjúklinga, sem og laun og vinnuálag starfs- fólks. Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur BSRB, segir að hug- myndin hafi verið sett fram í ályktun bandalagsráðstefnu BSRB. „Þar vorum við að velta fyrir okkur af hveiju heilbrigðis- kerfið verði sífellt dýrara, þrátt fyrir að bæði kostnaðarþátttaka sjúklinga og vinnuálag starfs- manna hafi aukist. í framhaldi af því var ákveðið að gera þessa út- tekt og ráðuneytið og embætti landlæknis hafa lýst sig tilbúin til að taka þátt í gerð hennar.' Rannveig segir að of lítið sé vit- að um heildaráhrif breytinga í heilbrigðiskerfinu. „Vinna sam- ráðshópsins felst í að skoða þró- un kerfisins, bæði sjúkrahús- anna, heilsugæslu og greiðslna frá Tryggingastofnun. Hafa þær breytingar, sem hafa verið gerð- ar, falið í sér raunverulegan spamað? Eru þær eitthvað til að byggja á, eða er þetta niður- skurður sem kemur annars stað- ar fram sem kostnaðarauki? Við viljum fá að skoða þessar tölur og bera þær saman við það, sem hefur verið gert erlendis. Við er- um að leita að leiðum til fram- tíðar, en ekki fyrir næstu fjárlög, eins og stundum hefur borið á.“ Rannveig leggur áherslu á að samráðið þýði ekki að BSRB verði sammála öllum aðgerðum, sem ráðuneytið kann að grípa til í framhaldi af vinnu hópsins. „Við erum fyrst og fremst að greina vandamálið, en þar með er ekki sagt að allir verði sam- mála um lausnirnar. Sum vandamál þekkjum við þegar, en stundum er eins og viljann skorti til að leysa þau. Við munum þess vegna áfram gagnrýna það sem okkur þykir gagnrýni vert." Rannveig segir að ekki hafi ver- ið skipað í samráðshópinn, en hún býst við að það verði gert á næstunni. -GK Atvinnuleysistrygg- ingasjóði breytt? Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun mn að skipa starfshóp til að endurskoða starfsemi At- vinnuleysistryggingasjóðs. For- maður hópsins er Ólafur Davíðs- son, ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, en auk hans sitja í nefndinni fulltrúar frá fjármála-, félagsmála- og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti. Starfshópn- um er ætlað að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um breytingar á Atvinnuleysistrygg- ingasjóðnum. -EÓ 1GENF - Viðskiptafull- trúi Bandaríkjanna seg- ir að það verði mögu- legt að ganga frá nýjum GATT- samningi þann 15. desember næstkomandi, þrátt fyrir ósam-' komulag milli Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins. BRUSSEL - Viðskipta- fulltrúi Evrópubanda- segist trúa því að hægt verði að koma saman nýj- um GATT-samningi á næstu dögum. Frakkar hafa lýst því yf- ir að þeir geti aðeins sætt sig við samninginn, ef frönskum bænd- um verði greiddar fébætur og vald Evrópubandalagsins til að bregðast við óheiðarlegum við- skiptaháttum verði styrkt. 3HÖFÐABORG Bráðabiígðastjóm hvítra og svartra tók við völd- um í Suður-Afríku í gær. Með henni er bundinn endi á 340 ára sögu stjómar hvíta minniblut- ans í landinu. 4ZAGREB - Króatar ásaka stjóm Bosmu um að tefja friðarviðræðumar í Genf á meðan þeir reyni að ná landsvæði við Adríahaf á sitt vald. 5SARAJEVO - Samein- uðu þjóðimar ásaka Bo- sníuserba um að velja sérstaklega þéttbýlustu svæði Sarajevo sem skotmörk í árásum sínum. Þessar ásakanir komu fram eftir síðustu stórskotaliðs- árás Serba á borgina, sem sex borgarbúar létu lífið í. 6GENF - Starfsmenn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segja að hersveitir Bosníuserba hafi rofið samkomulag með því að standa í vegi fyrir flutningi hjálpargagna til landsvæðis múslíma í austurhluta Bosníu. 7BONN - Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefur sagt að allar tafir, sem verði á því að samkomulag náist við ísraela um sjálfsstjórn Palestínuaraba, muni veikja trúverðugleika frið- arviðræðna Miðausturlanda. KAfRÓ - Nokkur ár- angur náðist í gær í við- ræðum ísraela og PLO um brottför ísraelskra hersveita frá Jeríkó og Gazasvæðinu. Ekki er samt vitað hvort viðræðun- um lýkur fyrir tilsettan tíma, sem er 13. desember. 9JERÚSALEM - ísraels- menn segja að Sýrlend- ingar séu tilbúnir til að halda áfram tvíhliða friðarvið- ræðum. Bandaríkjamenn og ísraelar hafa lagt til að þær verði hafnar að nýju í janúar eftir fjögurra mánaða hlé. DAMASKUS - Sýrlendingar segjast hafa hafn- að boði ísraela, sem Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færði þeim, um að þeir dragi hersveitir sínar frá Gólanhæðum í fjórum áföngum og friði verði komið á þegar í staðinn. MOSKVA - Ut- anríkisráðherra Rússlands, Andr- ei Kozyrev, segir að það sé fá- ránleg hugmynd að Úkraína fái að koma sér upp eigin kjarn- orkuvopnum og taka þátt í stjómun Svartahafsflotans. LONDON Bretar og Kín- verjar hófu við- ræður um Hong Kong í gær í fyrsta sinn frá því að ríkisstjór- inn í Hong Kong fór að þrýsta á um lýðræðislegar umbætur í landinu og vakti þannig reiði kínverskra yfirvalda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.