Tíminn - 21.12.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.12.1993, Blaðsíða 1
Þróun í erfðavísindum veldur hættu á mannréttindabrotum Sjá bls. 2 Verslað fyrir 8,5 milljarða með kreditkortum fyrir jólin Sjá bls. 5 Höfnuðu Stones og Tinu Tumer Aðeins „íslenskt, já takk" á afmæli lýðveldisins TKO-fyrirtækið sem skipu- leggur tónleikahald með heims- þekktum tónlistarmönnum, kannaði hvort gnmdvöllur væri fyrir tónleikahaldi The Rolling Stones og Tinu Tumer í Laugar- dai í tengslum við lýðveldishá- tíðina næsta sumar. Einnig var hugmyndin að fá inn tekjur með því að sjónvarpa tónleik- unum á heimsvísu. Fjárhagshiið þessa dæmis fékkst ekki staðfest en óstaðfestar heimildir herma að Reykjavíkurborg hefði þurft að leggja fram allt að 100 milfj- óna króna tryggingu fyrir hljómleikahaldinu., Steinn Lárusson, frkv. nefndar sem skipuleggur hátíðina á Ping- völlum í sumar, segir að það sé rétt að forráðamenn TKO hafi haft samband við nefndina. „Þeim var strax gerð grein fyr- ir því að þjóðhátíð á Þingvöllum yrði ekki með einhveijum Rol- ling Stones eða öðru slíku. Há- tíðin yrði á öðnrm bylgjum þar sem eingöngu yrði notast við ís- lenskt listafólk. Þannig að þetta komst aldrei á viðræðustig," segir Steinn Lárusson. GRH Skuldarar fágóða • /p • •• /» jolag/of Lánskj aravísitala lækkar um 0,1 % Það skyldi þó ekki verða ein vænsta jólagjöfin fyrir margan skuldaþjakaðan landann að vita til þess að skuldabagginn hans kemur til með að lækka í jólamánuðinum þótt í litlu sé. Þær vísitölur sem notaðar eru til mælinga á verðlagi og verð- tryggingu lækka nefnilega flestar núna í desembermán- uði, þar með talin lánskjara- vísitalan, sem verðtrygging lána yfirleitt miðast við. Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði nú um 0,1% milli nóvember og desember (raun- ar annan mánuðinn í röð). Framfærsluvísitalan lækkaði um 0,5%, eins og áður hefur komið fram. Launavísitalan hækkar að vísu lítillega, eða um 0,2%. En lækkun hinna tveggja er meiri, sem veldur því að lánskjaravísitalan lækkar í kringum 0,1% milli nóvember og desember. HEI ■ Hún lét ekki söng Landsbankakórsins tnjfla sig, gamla konan sem lagöi leiö sina I Landsbankann I gærtil aö borga reikn- ingana slna. Tímamynd Áml Bjama s Odýrt kosningaplott að lögbinda iágmarksútsvar segir Svavar Gestsson og fullyrðir að ríkisstjómin sé að koma sjálfstæðismönn- um í Reykjavík til hjálpar ,Þetta er með öllu fráleitt og ekkert annað en ódýrt kosninga- plott til að hjálpa meirihlutanum í Reykjavík,' segir Svavar Gestsson alþingismaður um tíllögu félags- málanefndar Alþingis þess efnis að útsvarsprósenta sveitarfélaga verði að lágmarid 8,4% af skattskyldum tekjum. Samband íslenskra sveit- arfélaga gerir ekld athugasemd við breytínguna að því tilskyldu að tekjuskattur ríkisins lækki um 1,7 prósent á móti en samkvæmt áformum ríkisstjómarinnar verður sú lækkun ekki nema 1,5 prósent. Hingað tíl hefur hámark útsvars- prósentunnar verið lögboðið en það er nýlunda að kveðið sé á um lágmark hennar í lögum. Svavar Gestsson segir engin rök fyrir því. „Sveitarfélögin eiga auðvitað að hafa frelsi til að leggja á eins lágt útsvar og þau geta. Ástæðan fyrir þessari tillögu er hins vegar sú að meirihluti Alþingis vill hjálpa borg- arstjómarmeirihlutanum í Re'ykja- vík. Þar verður útsvarið hækkað upp í 8,4% með þeim rökum að það megi ekki hækka það minna. Þannig verður reynt að bera rfkis- stjóm og Alþingi fyrir þeirri ákvörðun," segir Svavar Gestsson. Samband íslenskra sveitarfélaga gerir ekki athugasemd við lögbind- ingu lágmarksútsvars. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri sam- bandsins, segir veigamestu rökin fyrir því vera að við lögbindinguna verði mismunur á útsvarsálagn- ingu sveitarfélaganna minni og út- svarsgreiðslur íbúa landsins jafnari. Hins vegar segir hann marga sveit- arstjómarmenn vera á þeirri skoð- un að útsvarsprósentan ætti að vera alveg fijáls, hvorki með lög- bundið hámark né lágmark. Þórð- ur segir að sveitarstjómarmenn telji það grundvallaratriði að ef út- svarsprósentan hækki um 1,7%, lækki tekjuskattur ríkisins um sömu prósentu á móti. „Ef ríkið ætlar ekki að lækka tekjuskattínn nema um 1,5% á móti aukinni heimild til sveitarfélaganna um 1,7% er rikið að auka tekjur sínar og þá em forsendumar sem við tókum afstöðu út frá brostnar." FYRIR HESTA OG HESTAMENN d MR búðin •Laugavegi 164 1 sími 11125 -24355 í DAG Blaöamannafélagiö mótmælir samningum Fróöa hf. vió starfsmenn sína blaösíöa 5 Flaug í 50 stiga frosti og lenti viö illan leik í Reykjavík blaösíöa 6 Sjómenn eru hálfdrætt- ingar á viö lækna í launum blaösíöa 6 ÞJÓNUSTA Sjónvarpsdagskrá bls. 12 Gengisskráning bls. 14 Bíó bls. 15 UPPlÝSINGAR SÍMSVARI91 -681511 lukkulína991002 NÝTT OG rrocirT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.