Tíminn - 21.12.1993, Blaðsíða 6
6
tim Inn
Þriðjudagur 21. desember 1993
Dagsbrun brýnir
og lofar Sighvat
Verkamannafélagið Dags-
brún fagnar framgöngu við-
skiptaráðherra í að knýja
fram lækkun vaxta, en skorar jafn-
framt á hinn sama að knýja fastar á
um lækkun nafnvaxta, sem halda
niðri launum og lífskjörum verka-
fólks. Jafníramt fagnar félagið að
viðskiptaráðherra hefur boðað
nýja löggjöf sem á að torvelda
mönnum að stofna fyrirtæki á
grunni gjaldþrota fyrirtækja og
hafa þannig umtalsverða fjármuni
af verkafólki, rikissjóði og öðrum
viðskiptavinum, aftur og aftur.
í ályktun nýafstaðins stjómar-
fundar í Dagsbrún er m.a. skorað á
alia lífeyrissjóði að kaupa bréf Hús-
næðisstofnunar á 5% vöxtum.
Fundurinn telur að ef lífeyrissjóð-
imir fylgi ekki eftir vaxtastefnu
stjómvalda um 5% hámarksvexti,
muni bankamir notfæra sér þá
stöðu og „þráast við öllum lækk-
unum á vöxtum." Ennfremur
skorar stjóm félagsins á Seðlabank-
ann að veija umtalsverðri fjárhæð
til kaupa á húsbréfum, „..sem spáð
er af kunnugum að muni lækka
ávöxtun húsbréfa niður í 5%,"
eins og segir í ályktun fundarins.
í samþykkt fundarins er lýst yfir
undrun á því að ríkisvaldið virðist
engar ráðstafanir ætla að gera gegn
svartri atvinnustarfsemi, sem virð-
ist fara vaxandi. Minnt er á að slík
starfsemi greiðir enga skatta til rík-
is, bæjarfélaga eða til lífeyrissjóða,
öndvert við aðra. Við þessa aðila
verða svo atvinnurekendur að
keppa sem standa í skilum með
skatta sína og skyldur gagnvart
hinu opinbera.
Dagsbrún skorar því á rQdsvald-
ið að standa við fyrirheit sín í þess-
um efnum og gera viðeigandi ráð-
stafanir til að sternma stigu við
svartri atvinnustarfsemi. -GRH
Náttúrulaus rfldsstjórn
Smábátar geta aldrei
ofveitt fiskistofna
Félag smábátaeigenda á Aust-
urlandi mótmælir harðlega
framkomnum tillögum stjómar-
flokkanna um fyrirkomulag
veiða smábáta og skorar á ríkis-
stjóm, þingmenn og aðra ráða-
menn að hætta endalausri at-
lögu að smábátasjómönnum,
sem aldrei munu geta ofveitt
fiskistofna við landið. Þess í stað
eiga stjómvöld að snúa sér að
þeim sem ryksuga upp fleiri fer-
mílna hafsvæði á fáum sólar-
hringum.
Að mati stjómarinnar myndi
fjölgun banndaga um sjö í lok
hvers mánaðar til viðbótar þeim
banndögum sem fyrir em, verða
náðarhöggið fyrir austfirska
smábátasjómenn þar sem ekkert
er hugsað út í náttúrulögmál
eins og t.d. strauma.
Austfirskir smábátasjómenn
telja að ef tUIaga stjómvalda nái
fram að ganga mundi það hafa í
för með sér að lögbundin veiði-
bönn ásamt veiðitakmörkunum
vegna strauma, samsvari allt að
188 banndögum, auk áhrifa
veðurs á sjósókn.
Smábátasjómennimir telja að
með tillögu stjómvalda nýtist
ekki næstum sex smástraumar á
ári til róðra hjá Austfirðingum.
Sjö banndagar í sex mánuðum,
af þeim tíu sem lagt er til að
verði, þýða að fjórtán banndagar
verði í hveijum þessara mánaða.
Með núgildandi veiðistjómun
tekst þorra smábáta fyrir austan
að fara í um eitt hundrað róðra á
ári. ;MikIar líkur eru á því að
fjölgun banndaga um næstum
70 geti þýtt álíka fækkun í róðr-
um,” segir í harðorði samþykkt
félagsins gegn tillögum stjórn-
valda. -GRH
Það var kalt inn i flugvélinni þegar Lavelle lenti á Reykjavíkuflugvelli (fyrrakvöld. Frostiö fór upp í heil 50 stig.
Tímamynd Ámi Bjhama
Hefði farist hefði ég hlytt
ráðum flugumferðarstjórnar
segir flugmaður tveggja
hreyfla vélar sem lenti í
vandræðum á sunnudag
Flugmaðurinn sem var einn á
ferð lýsti yfir neyðarástandi þegar
hann var staddur um 230 sjómílur
suðaustur af Reykjavík. Flugvél
Ðugmálastjómar fór á móti honum
og ráðlagði honum að lenda á
Vestmannaeyjaflugvelli. Flugmað-
urinn aflýsti þá neyðarástandinu
og hélt áfram til Reykjavíkur þar
sem hann lenti síðar um kvöldið.
„Ég er sannfærður um að ég hefði
farist hefði ég reynt að lenda í Vest-
mannaeyjum,'" segir Chris Lavelle,
flugmaður vélarinnar. Forstöðu-
maður rekstrardeildar flugmála-
stjómar segir að skilyrði til lending-
ar hafi verið mum betri í Vest-
mannaeyjum en Reykjavík auk
þess sem flugferill vélarinnar hafi
Sjómenn hálfdrættingar
á við lækna í launum
Meðaltekjur tæplega 8.600
sjómanna vom rétt um 2
milljónir króna á síðasta
ári, eða um 167.000 kr. að meðal-
tali á mánuði. Margumrædd sjó-
mannalaun ná því ekki einu sinni
helmingi af læknalaununum sem
hvað fréttnæmust þóttu í síðustu
viku, þ.e. 4,2 miljónir að meðaltali
á ári, eða um 350.000 kr. mánað-
arlaun. Meðalsjóarinn nær ekki
einu sinni klipptu og skomu þing-
fararkaupi (sem sumir þingmenn
hafa þó látið í ljós að væm hvað
lúsarlegustu launin á íslandi). At-
vinnutekjur sjómanna hækkuðu
um 2,4% að meðaltali frá árinu áð-
ur, eða nokkm meira en atvinnu-
tekjur allra launþega, 0,9% á sama
tíma.
Upplýsingar um atvinnutekjur
sjómanna koma fram í yfirliti um
tekjur og dreifingu þeirra árið
1992, sem Þjóðhagsstofnun hefur
unnið upp úr síðustu skattskýrsl-
um allra framteljenda.
Fyrmefndir 8.600 sjómenn
voru skráðir á sjó 230 daga að
meðaltali á árinu. Þjóðhagsstofnun
athugaði sérstaklega laun þeirra
sjómanna sem töldu fram a.m.k.
274 daga á sjó á síðasta ári. Það var
rétt tæpur helmingur hópsins - eða
4.200 sjómenn - sem vom að með-
altali 346 daga á sjó í fyrra. At-
vinnutekjur þessa hóps vom 3.043
þúsund kr. að meðaltali, eða tæp-
lega 254.000 kr. á mánuði (og tæp-
lega 8.800 á hvem lögskráningar-
dag). Þessi harðsækni hópur (með
346 daga á sjó) hefur lfldega nokk-
um veginn náð miðlungstekjum
dreifbýlisþingmanns, en hann
vantar þó ennþá nærri 100 þúsund
kr. á mánuði til að ná læknameðal-
talinu. Athygli vekur, að meðal-
tekjur þessa hóps lækkuðu um
50.000 kr. (1,6%) frá árinu áður.
Til samanburðar við almúgan
má benda á að atvinnutekjur
kvæntra karla voru um 2.105
þús.kr. á síðasta ári (175.000 kr. á
mánuði). Miðlungstekjur allra
vinnandi karla voru hins vegar
1.570 þúsund krónur (131.000 kr.
á nánuði) eða hátt í 80% af at-
vinnutekjumaHrasjómanna. -HEI
Páll Bergþórsson
veðurstofustjóri hættur
Páll Bergþórsson veðurstofu-
stjóri lætur af störfum sakir ald-
urs um áramótin. Páll hefur gegnt
stöðu veðurstofustjóra frá 1. októ-
ber 1989, en hann hefur starfað
sem veðurfræðingur á Veðurstofu
íslands frá árinu 1949.
Magnús Jónsson veðurfræðing-
ur tekur við starfi Páls. Magnús
starfaði á Veðurstofu íslands sem
veðurfræðingur á árunum 1980-
82 og hóf þar aftur störf 1985 og
hefur starfað þar síðan. Magnús er
45 ára gamall. Eiginkona hans er
Katrín R. Sigurðardóttir.
legið yfir eyjamar.
Lavelle, sem er feijuflugmaður
og var í 24. ferð sinni yfir Atlants-
hafið á þessu ári, tilkynnti flug-
málastjóm um vandræði sín
klukkan 18.44. Þá var olíuhiti orð-
inn mjög lágur og vélin farin að
hiksta. Auk þess var miðstöð vélar-
innar biluð. „Ég var í 24 þúsund
feta hæð og hitastigið úti var mínus
50 gráður. Rúðumar voru alger-
lega þaktar ís fyrir utan smágat á
framrúðunni og kuldinn inni í vél-
inni var svakalegur," segir Lavelle.
Hann segir að sér hafi fundist sem
flugmálastjórn tæki vandræði sín
ekki alvarlega fyrr eri hann lýsti yf-
ir neyðarástandi klukkan 18.52.
„Loftferðaeftirlit á íslandi er gott en
stundum er eins og menn séu ein-
um of yfirvegaðir og taki ekki mark
á flugmanninum. Þess vegna lýsti
ég yfir neyðarástandi," segir hann.
Lavelle segir að samskiptunum
við flugmálastjóm hafi verið ábóta-
vant því hún hafi ekki hlustað á
röksemdir hans. „Þegar ég treysti
mér ekki til að lenda í Vestmanna-
eyjum sögðu þeir að annað hvort
lenti ég þar eða aflýsti neyðar-
ástandinu, hvemig sem það er
annars hægt," segir hann. „Veðrið
var slæmt í Reykjavík en sam-
kvæmt mínum upplýsingum átti
það eftir að færast yfir til Vest-
mannaeyja. Ég hef aldrei lent í
Vestmannaeyjum og var ekki með
aðflugskort af flugvellinum þar.
Auk þess er flugbrautin þar of stutt
fyrir svona vél. Þess vegna treysti
ég mér alls ekki til að lenda þar og
er sannfærður um að ég hefði farist
ef ég hefði reynt það. Eina lausnin
var þess vegna að aflýsa neyðar-
ástandinu og halda áfram til
Reykjavíkur."
Lavelle lenti í Reykjavík klukk-
an 20.38. Töluverður snjór var á
flugbrautinni og mikil hálka. f
lendingarbruninu snerist vélin í
hring á brautinni en fór ekki út af.
Flugmanninn sakaði ekki.
Hallgrímur Sigurðsson, for-
stöðumaður rekstrardeildar flug-
málastjómar, segir að flugmála-
stjóm hafi ráðlagt Lavelle að lenda
í Vestmannaeyjum þar sem flug-
ferill hans lá beint yfir eyjamar.
„Það var hvasst í Reykjavík og
brautarskilyrðin léleg en stjömu-
bjart í Eyjum og brautarskilyrði þar
góð. Hins vegar er það í verkahring
flugmannsins að ákveða hvar
hann lendir. Við ráðlögðum hon-
um það sem við töldum heppileg-
ast en það var hans mat að betra
væri að lenda í Reykjavík. Þegar til
kom treysti hann sér ekki til að
lenda á þeirri braut sem við vorum
búnir að ryðja fyrir hann. Hann
lenti á annarri braut en missti
stjóm á vélinni í lendingunni."
Hallgrímur segir að Ðugbrautin í
Vestmannaeyjum sé nógu löng
fyrir vél eins og Lavelle flaug en
hún er af gerðinni BE60. Hann
segir að Lavelle hefði hugsanlega
mátt vera betur búinn miðað við
árstúna.
Flugvirkjar yfirfóm vélina í gær
og munu þeir gera við það sem bil-
að er áður en Lavalle fær að halda
áfram för sinni. Niðurstöður rann-
sóknar benda til þess að gangtrufl-
anir hreyfilsins hafi stafað af kulda
og ísmyndum í eldsneyti og að ým-
is tæki vélarinnar þar á meðal stað-
setningar- og fjarskiptatæki hafi
ekki virkað sem skyldi í kuldanum.
Barði hf.
orðið
almenn-
ingshluta-
félag
Slámrfélagið Barði hf. á Þingeyri
hefur verið gert að almenn-
ingshlutafélagi. Að tillögu stjómar
félagsins var hlutaféð fært niður
um 19,2 milljónir króna til að
jafna tap liðinna ára en síðan sam-
þykkt að auka það á móti um 30
milljónir. Eftir aðgerðirnar er
■hlutafé Barða hf. því 50 milljónir
króna. Innleggjendur sauðfjáraf-
urða hjá Barða hf. í haust greiða
15% af innleggi sínu í hlutafé og
nautgripaframleiðendur greiða
7,5% í sama skyni. Helstu eigend-
ur Barða hf. eru Kaupfélag Dýr-
firðinga og búnaðar- og sveitarfé-
lög á starfssvæði félagsins ásamt
Goða hf. í Reykjavík. Auk þess má
búast við að flestir bændur á norð-
anverðum Vestfjörðum verði hlut-
hafar.