Tíminn - 21.12.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.12.1993, Blaðsíða 4
4 tíminn Priðjudagur21. desember 1993 Gerum aldrei neitt í dag sem haegt er að geyma til morg- uns, eru einkunnarorð al- þingismanna. Á því byggist það að ijárlög eru afgreidd með fáti og pati ár eftir ár. Þegar þar við bætist að viðamikil lagafrumvörp varðandi skatta og ríkisfjármál eru ekki rædd fyrr en í jólavikunni, eins og nú á sér stað, verður farið í þinginu enn æð- islegra. Þá er þrautalendingin að rík- isstjómin biður þingmenn að líta helst ekki á plöggin, sem fram eru lögð, en halda sér saman og sam- þykkja. Mæli einhver gegn vinnu- brögðunum, er sá hinn sami ásakað- ur um málþóf og að tefja framgang áríðandi þingmála. ÖQugasta keyrið, sem notað er á þingheim til að halda kjafti, hlýða og vera góður er að hóta kjömum full- trúum að jólafríum þeirra seinki og að þau styttist þar með. Fyrir helgina var mikill hugur í stjómarliðinu að ljúka þingstörfum viku fyrir jól og fara í fríið. Skítt með það, þótt málum væri hrækt í gegn án skoðunar og umræðu, bara að komast í jólafrí, frí, frí, frí. Enda er jólafríið veigamesta þing- málið sem fyrir liggur. Jafnari en aðrir Hvað kemur þingmönnum til að halda að þeir eigi heimtingu á meira og betra fru en aðrir landsmenn er aldrei útskýrt. Hallærislegar afsakan- ir eins og þær að þingliðið þurfi að komast heim til sín úti á landi em ekki fullorðnu fólki bjóðandi. Óþarfi að fjölyrða um ástæðumar, en aug- ljóst er að þingmenn em jafnari en aðrir og ættu allir að skilja það. Miklir annadagar em hjá flestu vinnandi fólki um þetta leyti árs og daglegu amstri á vinnumarkaði lýk- ur ekki fyrr en að kvöldi Þorláks- messu eða á hádegi á aðfangadag. En hjá þingmönnum er allt orðið heilagt viku fyrir jól annarra landsins bama. Fjölmiðlar em látnir básúna það út dögum oftar að fulltrúamir á þjóðþinginu komist ekki í jólafríið sitt vegna anna og málþófs. Fjár- fíminn Ritstjóri: Ágúst Pór Ámason Aðstoðarritstjóri: Oddur ólafsson Framkvæmdastjóri: Hrólfur ölvisson Fréttastjóri: Stefán Ásgrímsson Útgefandi: Mótvægi hf Stjómarformaður: Gunnlaugur Sigmundsson Skrifstofustjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingastjóri: Guðni Geir Einarsson Ritstjóm og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavik Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Aðalsimi: 618300 Póstfax: 618303 Auglýsingasími.618322 Auglýsingafax: 618321 Setning og umbrot: Txknideild Tímans Prentun: Oddi hf Mánaðaráskrifi 1400 kr. Verð í lausasölul25 kr. Á VÍÐAVANGI Veigamesta þingmálið málaráðherra kallar það að and- stæðingar hans „belgi sig út' í þing- sal þegar þeir vilja ræða umdeilanleg skattalög. Svo áfjáðir em stjómarþingmenn að komast í jólafríið að farið er að kaupslaga um undanþágur frá virð- isaukaskatti ofan í þau fádæmi að klúðra skattakerfinu með tveim skattþrepum og þar með skrýtnu „afnámi matarskatts' til að friða að- ila vinnumarkaðarins og hygla skatt- svikumm myndarlega. Búið er að sýna fram á að dellan sú kemur hin- um efnaðri og ósvífnari til góða, en aðrar leiðir em mun vænlegri til að bæta kjör þeirra sem við hvað bág- astar aðstæður búa. En enginn tími vinnst til að koma vitinu fyrir meiri- hlutann og „aðilana'. Tímaskorturinn stafar einvörð- ungu af því að þingmenn þurfa að komast f jólafrí löngu á undan öllu öðm vinnandi fólki. Þar með er ár- átta löggjafarsamkundunnar að geta ekki unnið sín verk í tæka tíð orðin háskaleg, en hvað verður ekki und- an að láta til að þingfólkið komist í fruð? Verksvitið Ekki þættu það burðug vinnu- brögð í fyrirtæki, sem þarf að standa undir sér, að draga allt það sem gert er fram á elleftu stundu og hroða verkunum þá af með gusugangi og lidu verksviti. En Alþingi lætur sér sæipa verklag sem ekki á sinn líka á öðrum vinnustöðum, nema ef til vill þeim sem komnir em að fótum fram og falb'ttin blasa við. Fjáriög, skattalög og aðgerðir í rík- isfjármálum em ekki einkamál ríkis- stjóma og í þingræðisríki er það vond stjóm að leiða slík mál til lykta með tilskipunum. En þau bolabrögð sem tíðkuð em, að leggja frumvöip fram og heimta að þingið afgreiði þau án athugunar og umræðu, ber keim af tilskipanastjóm, sem fremur er í ætt við einræði en þingræði. Og afsökunin fyrir hvemig reynt er að ráðskast með þingið er að þeir sem þar sitja og eiga að starfa þurfi að komast í jólafrí. Um áramótin verða miklar breyt- ingar á löggjöf og högum þjóðarinn- ar með Evrópusamrunanum, sem lengi er búið að vinna að. En tæpast gefst tími til að undirbúa það með nauðsynlegum lagabreytingum, vegna þess að þingheimur er kom- inn í jólaskap og þarf að komast í frí. Jólafríið stendur yfir vikum sam- an, því ekkert liggur á að taka til við þingstörf á ný fyrr en undir vorið og drattast verklitlir þingmenn með mál allt fram undir þinglausnir að allt á að afgreiða í einni lotu og þá sitja svefnlausir og rauðeygir þing- menn og -konur á nefndafundum og í þingsal og mata fjölmiðla á því hve rosalega mikla vinnu þeir verði að leggja á sig og hve erfitt og krefj- andi sé að sitja á Alþingi. Og svo er farið í sumarfríið. En á milli jólafrís og sumarfrís er páskafríið, sem kem- ur sér vel fyrir þá sem vinna fyrir sér með spakvitrum hugsunum. Hvort skattamál og ríkisfjármál eru í uppnámi, skiptir litlu máli. Það, sem mest er um vert, er að þing- menn komist í jólafrí og hafi það gott langt fram á nýja árið. OÓ Maður getur talist heppinn... Ekki fékk ég stóra vinninginn í lottóinu á laugardaginn og þá er einu vandamálinu færra; ég þarf ekki að liggja and- vaka og velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera við alla peningana. Ég var semsagt ekki heppinn á laugar- daginn og samt ekki beinlínis ó- heppinn. Maður er stundum heppinn, stundum óheppinn og er ólíku saman að jafna, en þessi lýsingar- orð eiga það þó sameiginlegt að oft eru þau höfð um aðstæður þar sem maður fær htlu eða engu ráðið sjálfur um útkomuna. Ég man þó ekki eftir því að hafa heyrt nokkum tengja óheppni við happ- drætti. Óheppinn var ég kannski þegar ég datt í hálkunni, en ekki á laugardaginn í sambandi við lottó- ið. Hinsvegar verð ég heppinn þann dag sem stóri vinningurinn kemur. Allt er komið undir heppni í lottóinu og það gerir leikinn spenn- andi, en hvað er það sem ræður úr- sUtum í tilverunni? Stundum verð ég svolítið hissa þegar ég heyri menn tala um heppni sína og ann- arra varðandi ótrúlegustu atriði, til dæmis getur einn verið ansi hepp- inn með húsnæði, annar með vinnu og sá þriðji með bömin sín. Em menn að tala um svipaða heppni og sá einn þekkir sem vinn- ur í lottóinu? Eða er fólk tahð heppið ef það fær einmitt það sem sóst var eftir. Eða er maður kannski heppinn vegna þess að ástandið hefði getað verið svo miklu verra? Þegar ég var ungur drengur var þeirri hugmynd komið inn hjá mér að með heiðarlegri vinnu gæti maður og ætti að sjá sér farborða í lífinu. Mæta á réttum tíma, vinna vel og skila sínu. Þannig hljóðuöu boðorðin. En það vom líka gefin fyrirheit um að maður fengi að sjá árangur erfiðisins í aukinni velsæld með árunum. Og þama var um að ræða nokkuð þar sem maður átti sjálfur að ráða útkomunni. Kannski var þetta þó eitthvað sem ég misskildi, kannski var þetta eitthvað sem ég fann upp sjálfur. Ég veit það ekki, en mér finnst vera orðið æði langt síðan ég hef rekist á einhvem sem í alvöm hefur haldið því fram að launavinna borgi sig. Að minnsta kosti hittir maður fáa sem telja sig fá sanngjöm laun fyrir vinnuframlag sitt og næstum enga sem telja sig geta ráðið einhveiju um útkomuna úr efnahagsdæm- um súium. En þá ber þess líka að geta að ég þekki enga hundraðpró- sent lækna. Nei, allir segja nokkum veginn það sama: Ég veit ekki hvemig þetta færi ef við væmm ekki svo heppin að hafa Jóhannes í Bónus. Þó em fáir sem kvarta upp- hátt, að minnsta kosti ekki launa- fólk, enda hangir sama hótunin yfir hausnum á flestum: Ef þú ert að kvarta geturðu bara farið eitthvað annað. Og í framhaldinu af því er stund- um hvíslað: Maður má kallast heppinn að hafa vinnu. Hvað meinarfólk? Getur verið að það lifi í þeirri trú að allt sé eitt rosalegt lottó þar sem við fáum litlu eða engu ráðið sjálf? Ég átti um daginn viðskipti við mann sem hefði við eðlilegar að- stæður umhugsunarlaust lagt virð- isaukaskatt á verð þeirrar þjónustu sem hann veitti. En við vorum ó- vart staddir á íslandi í desember árið 1993 og auðvitað var spurt hvort ég vildi nótu. Þetta er auðvitað ekkert eins- dæmi úr viðskiptab'finu. Hvar sem því verður við komið ákveður fólk að láta skriffinnskuna eiga sig. Annars teljast menn óheppnir og jafnvel beittir óréttlæti. Það reynir hver að bjarga sér sem best hann getur og á viðskiptunum þykjast báðir aðilar græða, vænti ég. Og þó er það kannski eklci alveg rétt, það er bara óheppni að lenda á ein- hveijum sem vill nótu. En hvað verður um aurana sem hvergi eru gefnir upp? Því er fljótsvarað: Þeir fara í lottóið. Happdrætti eru ágætis dægra- stytting, auk þess sem þau eru oft rekin til styrktar góðum málefnum og um það er svosem ekki fleira að segja. Og þótt maður fái engu ráðið um úrslitin má þó segja að sá sem spilar geri það af fúsum og fijálum vilja. En það er merkilegt hvað sumir virðast geta haldið lengi í vonina, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár og fá þó aldrei nema smávinning, ef eitthvað. Meðan verið var byggja upp þetta þjóðfélag okkar var því lofað að allir fengju að lokum stóra vinn- inginn og þurftu þó ekki að hafa heppnina með sér. Hvers vegna vill fólk ekki trúa því að það fái vinn- inginn með því að borga skattinn? Hvers vegna trúir fólk því ekki að það fái einhveiju ráðið um aðstæð- ur sínar? Hvers vegna er búið að breyta reglunum og neyða fólk út í aðstæður þar sem óréttlát tekju- skipting gerir lóttóvinninginn að helstu framtíðarvon heimilanna? Við skulum taka þátt í happ- drætti okkur til skemmtunar, en við skulum ekki afsala okkur völd- um og lifa í þeirri trú að velgengni okkar yfir höfuð byggist á heppni. Anton Helgi Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.