Tíminn - 06.01.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1994, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 6. janúar 1994 ÍffWÍÍW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sfmi: 631600 Símbréf: 16270 Póthólf 5210,125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Nýskipan björgunarmála Björgunarmál hafa komið við sögu nú eftir ára- mótín í tengslum við samninga við Bandaríkja- menn um starfsemi varnarliðsins. Einn af þeim þáttum, sem ræddur er varðandi þau mál, er framtíð þyrlusveitar hersins, en hún hefur kom- ib vib sögu björgunarmála á íslandi í áranna rás. Björgunarþyrlur og vel þjálfaðar áhafnir þeirra gegna lykilhlutverki í öryggismálum og slysa- vömum hvar sem er í veröldinni. Svo er einnig hér á landi. Það þarf ekki að eyða mörgum orð- um um þýðingu björgunarþyrlu Landhelgis- gæslunnar og þeirra manna, sem þar halda um stjórnvölinn í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu. Björgunarsveit varnarliðsins hefur einnig unnið mjög gott starf og verið þýöingarmikill hlekkur í slysavörnum hér á landi. Hins vegar hefur reynst furðu erfitt að skipu- leggja þessi mál til frambúðar og taka ákvaröan- ir varðandi endurnýjun og uppbyggingu þyrlu- flota okkar íslendinga. Enn er það mál í bið- stöðu, þrátt fyrir miklar umræður og áform um kaup á nýrri björgunarþyrlu, sem alltaf hafa ver- ið sögð á næsta leiti. Ovissunni um þessi mál verður að linna. Þab á bæði við um hvaða tækja- kostur verður tiltækur og staðsetningu hans. Það má ekki ske að málinu verði nú drepið á dreif í langdregnum milliríkjavibræðum. Krafan er að það liggi ljóst fyrir hvaða tækjakostur og áhafnir eru fyrir hendi, sem hafa það sem for- gangsmál að annast slysavarnir á sjó og landi. Jafnframt óvissunni um endurnýjun þyrluflota íslendinga blasir við sú staðreynd að öll björg- unartæki af þessari gerð eru staðsett á einu landshorni. Það fyrirkomulag er óhæft til fram- búðar. Þessi tæki þurfa að vera víðar á landinu og áformin um endurnýjun og nýskipan þessara mála verða að taka mið af því. Björgunarmálin hafa einnig alþjóðlega hliö. í hafréttarsáttmálanum frá 1958 er kveðið á um skyldur strandríkja varðandi björgunarmál. Þar segir að „sérhvert strandríki skuli stuðla að stofnun, rekstri og viðhaldi fullnægjandi og virkrar leitar- og björgunarþjónustu vegna ör- yggis á og yfir hafinu og skal, ef aðstæður krefja, hafa samstarf við nágrannaríkin um sameigin- legar svæðisráðstafanir í þessu skyni". Arið 1990 var samþykkt á Alþingi tillaga um at- hugun á stofnun alþjóðlegrar björgunarsveitar og nefnd var skipuð í framhaldinu til þess að fjalla um það mál. Ekkert hefur spurst um árang- ur af því starfi. íslendingar eiga að leita samstarfs við ná- grannaþjóðirnar á norðurhjaranum um skipu- lagba björgunarþjónustu á því stóra hafsvæði sem aðskilur þessi lönd. ísland gæti legu sinnar vegna gegnt lykilhlutverki í slíku samstarfi. Þessar viðræður á að taka upp við þær þjóðir, sem eiga strendur að Norður-Atlantshafi, og Rússar gætu einnig komið til greina sem aðilar að slíku samstarfi. Þetta er stórt mál, sem tekur tíma, og það má ekki tefja fyrir brýnni endur- skipulagningu björgunarþjónustunnar hér inn- anlands, frekar en langdregnar viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð þyrlusveitarinnar á Keflavíkurflugvelli. * Húsavíkur-Jónar í Útvarpsrábi? Svo virbist sem skrautlegar uppákomur eigi sér stað bak við luktar dyr fundarherbergis út- varpsráðs, en ýmislegt bendir til aö ráðsmenn klæði sig upp í vaðmálsbuxur og sauðskinns- skó. Það er í það minnsta eina skýringin sem Garri kann á þeirri ótrúlegu fomeskju að neita Hrafni Gunnlaugssyni um að endursýna enn einu sinni mynd stórvinar síns og læri- sveins Baldurs Hermannssonar um Þjóð í hlekkjum hugarfars- ins. Eins og alþjóð veit fjallaði mynd Baldurs um íslenska bændaþjóðfélagið, mann- vonsku bændastéttarinnar og hvemig þessum óþverralegu torfkofahugsuðum tókst með vistarbandi og helvíti Húsavík- ur- Jóns að koma í veg fyrir að íslendingar byggðu sér borgir og gengju í háskóla. Baldur talar af reyslu um þessi mál enda upp- lýsti hann í DV-viðtali á sínum tíma að hann hefði sem ung- lingur veriö látinn hafa hægðir í flór í fjósi á sveitabæ norður í landi vegna þess að ekkert sal- emi hefði verið í íbúðarhúsinu. Raunar kom ekki fram í viðtal- inu hvort Baldur ætti eftir að leita aðstoðar sálfræöings til vinna úr þessari reynslu eða hvort hann væri búinn að því. Sveitagrimmd afhjúpuð Heimildamynd Baldurs, um hlekkina á hugarfari þjóðarinn- ar, var sýnd á besta tíma í fyrra og þegar er búiö aö endursýna GARRI hana einu sinni. Talsmenn aft- urhalds og undirokunar hafa vitaskuld orðið æfir í hvert sinn sem myndin hefur verið sýnd en hvorki þeir Baldur né Hrafn, hetjur íslenskrar þilskipaútgerb- ar, hafa látið slíkt mótlæti á sig fá. Ótrauðir hafa þeir barist við að hafa yfir þann sannleika sem þeir hafa uppgötvaö og afhjúpa grimmdina og óeðlið sem ein- kennir sveitalífiö. Þversum í þjóðarvitund Það ætti því ekki ab koma á óvart þótt sauöskinnsliðið í út- varpsrábi leggi galdramannin- um úr Selárdal lið í tilrauninni við að hneppa þjóöina í fjötra vistarbandsins enn á ný. Eins og svo greinilega kom fram í loka- þætti myndaflokksins á sínum tíma er það þungur kross fyrir Baldur að bera aö vera íslend- ingur, en ekki t.d. Grænlending- ur. Því miður fyrir hann tilheyr- ir hann þjóð sem enn hefur ekki náð aö hrista af sér fortíð ónátt- úru, vinnukonunauðgana og niðursetningabarsmíða. Og ólíkt Grænlendingum stendur þilskipaleysið þversum í þjóðar- vitund íslendinga og nuddast í samvisku og geðheilsu hennar. Það er því e.t.v. ekki að undra að þjóð sem svo er ástatt fyrir kjósi yfir sig útvarpsráð sem fremur slík fomaldarleg ódæbi að banna Hrafni Gunnlaugssyni enn eina endursýningu á tíma- mótaverki einkavinar síns Bald- urs Hermannssonar. Slík myrkraverk geta aðeins hafa verið unnin af fólki sem klætt hefur sig upp í lopapeysur, vað- málsbuxur og sauðskinnsskó. Garri Frír og frjáls í stöðluöum heimi Það er mál ályktunarbærustu manna að aldrei hafi fariö fram gáfulegra og betur gmndað við- tal í sjónvarpi en þegar sænski sveitamaðurinn Táppas ræddi við Sveinbjöm allsherjargoða á bæ hans, Draghálsi. Táppas skil- ur ekki íslensku og bar spum- ingar sínar fram á móburmál- inu, en Sveinbjöm, sem hafði öðmm mönnum betur vald á ís- lensku, skildi ekki sænsku. Samt fóm samræðurnar virðulega fram og einkenndust hvergi af þeim losarabrag og hrað- mælskufumi, sem að öllu jöfnu einkennir efnismeðferð talandi andlita sjónvarpanna. Sveinbjöm var sveitamabur í húð og hár og bar ullarfrollu sína jafnhöfðinglega við gegn- ingar og þegar hann gekk í veit- ingasali borgarinnar á gúmmí- stígvélunum. Heimsborgara- braginn bar hann innra með sér og myndugleikinn lýsti af stór- brotnu andlitinu og bringusíðu skegginu. En ljúfari og viðmótsþýöari mann gat varla, enda var Svein- bjöm trúarleiötogi og vafalaust sá þjóölegasti síöan á dögum Þorsteins Ingólfssonar, sem gegndi embætti allsherjargoða á tíundu öld. Vel er við hæfi ab minnast Sveinbjamar Beinteinssonar á staðlaðri öld. Leitast er við að móta alla einstaklinga í sama formiö og stöðluð persóna, sem tollir í tískunni, á ab vera af til- tekinni hæö og þykkt, eiga vib- urkenndan bíl, fara í rétt sam- kvæmi og eiga hús og húsbúnað eins og allir hinir. Bömin læra á blokkflautu og fara í langskóla- nám og allt er svo slétt og fellt og umfram allt viöurkennt. Meira að segja fötin bera alþjóð- lega viðurkennd merki. Svo fara allir í sama leikhúsiö og lesa sömu viðurkenndu bækurnar og hafa viöurkenndar skobanir á A víbavangi innihaldi þeirra, eins og nýlegir sjónvarpsþættir em ömurlegt dæmi um. Svo étur nútíminn staðlaö fæbi, sem mallaö er upp úr alþjóðlegum uppskriftum og neytt í stöbluöum matsöluhús- um með alþjóölegum nöfnum. Stöölunin gengur svo langt að sá er ekki samkvæmishæfur sem lætur uppi skoðun um að ein- hver munur sé á körlum og kon- um, nema launamunur. Frá áramótum em allir staðlar EES gengnir í gildi og þeir em hvorki fáir né smáir. Allsherjargoðinn á Draghálsi var andstæða alls þessa. Hann tók sér frelsi til að vera íhalds- samur og orti og kvað rímur í trássi viö alla menningarpótin- táta sinnar tíöar. Þegar ung- skáldin kasta ginnhelgri kvæöa- gerð Óbins og fræðum Snorra fyrir róöa, samdi Sveinbjöm bækur um bragfræði og orti kviðlinga og rímur með ívafi dýrra kenninga og fomra brag- arhátta. Hann tók upp fornan átrúnað og var löggiltur leiðtogi þeirra manna, sem blóta gömlu goðin, og gegndi þeim störfum meö reisn og mannviti. Ofmetnaður var skapgerð hans framándi. Því átti Sveinbjöm illa heima í sam- keppnisþjóöfélagi, þar sem sýndarmennskan er meira virði en þroski og andlegar gáfur. Þaö er sjónarsviptir að mönn- um eins og Sveinbimi 'á Drag- hálsi. Það er fátæklegra um ab litast í þjóölífinu þegar hann er allur. Þeir veröa færri, sem þora að velja sér lífsmynstur að eigin hæfi og skipta sér ekki af tísku- tildri hverrar tíðar. Hann orti og kvað eins og honum sjálfum bjó í brjósti, klæddist eins og hon- um var eiginlegast og iðkaði þau trúarbrögö, sem honum þóttu best hæfa sér og þjóð sinni. Þetta tókst allsherjargoðanum án þess að troða öömm um tær eöa standa í samkeppni eða oröaskaki við einn eða neinn. Og það án þess að hægt væri að kalla hann sérvitring. Nú er ekki á allra færi ab beina æviferli sínum í þann farveg sem Sveinbimi tókst, enda tæp- ast heppilegt. En æskilegt væri ab menn temdu sér meira sjálf- stæöi í lífsskoðun og lífsstíl en nú er tamt, þegar flestir em varla annað en strengbrúður tíb- arandans og reyna allt hvab þeir geta að passa inn í staölana, sem sífellt verða fyrirferbarmeiri.-OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.