Tíminn - 06.01.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.01.1994, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. janúar 1994 WmmWW n Trú og saga Það, ab minnast ýmissa við- burða úr trúarsögu hvers lands á frímerkjum þess, er liður í því að láta frímerkin skila sem best því hlutverki sínu að vera nafnspjald þjóðar þeirrar, er gefur þau út. Ef vib lítum aöeins á söguna hér heima, þá hafa trúarbrögð á landinu oftlega verið kynnt með frímerkjum og sérstimplum. Sé byrjab á Alþingishátíðarsam- stæðunni, þá em þar landvættir og rúnir, útskomar öndvegissúl- ur, landið helgab, lögsögumað- urinn á 50 aura ftímerkinu, sem margir vilja túlka sem Þorgeir Ljósvetningagoða er hann segir upp lög um kristnitöku. Eftir það var ísland rómversk-kaþólskt land í 550 ár. Ábur hafði það ver- ið heiöið í 126 ár, það er aö segja að íbúamir höfðu ab mestu leyti verið Ásatrúar. Eftir að Jón Ara- son og synir hans vom teknir af lífi í Skálholti og þannig gerðir að píslarvottum, varö svo landið lúterstrúar og er svo enn. Ef við svo skoðum 10 króna frí- merkið úr Alþingishátíöarsam- stæöunni, þá er goðinn ab vinna eiða við fómaraltariö. Þama höf- um við mynd af trúarathöfn í Ásatrú. Eins og þegar öndvegis- súlunum var varpað í hafið á 10 aura frímerkinu og þegar landið var helgað á 15 aura frímerkinu. En höldum áfram með trúarlega sögu á íslenskum frímerkjum. Matthías Jochumsson var á sín- um tíma eitt merkasta trúarskáld sem ísland hefir átt. Tel ég mig þá ekki halla á bróöur Eystein né heldur Hallgrím. Þess má geta, ab svo vel var Matthías að sér í trú- fræðinni að hann tók að sér að þýða kaþólska sálmabók fyrir Meulenberg biskup kaþólskra í Landakoti. Frímerkin með mynd haiis komu út áriö 1935 og svo yfirprentuö 1939 og 1941. Píslar- votturinn og þjóðhetjan Jón Ara- son fær svo frímerki af sér í full- um biskupsskrúöa árið 1950, á 400 ára ártíð sinni. Þá má nefna handritaútgáfumar 1953 og 1970, og svo kirkjuleg innsigli í blokkum vegna frímerkjasýn- inga. Rómversk-kaþólski þjóðardýr- lingurinn Þorlákur helgi fær svo frímerki með mynd sinni árið 1956 á 900 ára aftnæli Skálholts. Á 800 ára ártíð sinni á s.l. ári fékk hann svo sérstimpil á Þorláks- messu á vetri. Þorláksmessa á sumri er hins vegar sú er kaþ- ólska kirkjan heldur hátíðlega, og söng þá Alfreð Reykjavíkur- biskup messu í Skálholti á ártíð hans í sumar. í þessari frímerkja- samstæbu er einnig mynd af fomri Skálholtskirkju og lúterski biskupinn og þmmuprédikarinn Jón Vídalín fær einnig mynd sína í þeirri samstæðu. Svona má lengi telja: Jón Þorkelsson 1959; Gub- brandur Þoriáksson, Hallgrímur Pétursson, kristnitakan, Sæ- mundur fróði, árið 1974; Hall- grímur aftur 1975; kirkjan á Húsavík 1976; séra Bjami Þor- steinsson, Pétur Guöjónsen og Sveinbjöm Sveinbjömsson árið 1979; jesúítinn Nonni 1980; krossinn frá Upsum, sem hékk yfir altarinu í páfamessunni, 1981; Maríumynd 1984; Biblían sama ár; Núpsstaður 1988; Hvanneyri 1989; en látum hér staðar numið í þessari upptaln- ingu. Þó skal því ekki gleymt, að 800 ára ártíð þjóðardýrlings okk- ar, Þorláks Þórhallssonar, var á síðasta ári. Var af því tilefni, eins og áður segir, sérstimpill á R-1 þann 23. desember, eða á Þor- láksmessu á vetri. í Belgíu og Ungverjalandi er svo gefin út sameiginleg útgáfa frí- ÞINGEYRAKLAUSTUR 800 ÍSLAND Innsigli klausturs. FRIMERKI merkja, þann 15. mars í ár. Þar er minnst eins af þekktari handrit- um veraldar, sem er messubókar- handritið „Missale Romanum" eða rómversk messubók Matthí- asar Corvinusar, konungs Ung- verjalands. Þessi messubók var unnin í vinnustofu Attavante í Flórens á ámnum 1485- 1487 og er eðlilega á latínu. Bókin var upphaflega í eigu konungsins, síðan í eigu Maríu drottningar, þá Filippusar II Spánarkonungs. Síðan hefir hún gengið á milli bókasafna í Frakklandi og á Nið- urlöndum, uns nú að hún er í „Bibliothéque Royale Albert I". Þar er einnig að finna handrita- söfn frá jesúítum og bollandist- um. Löndin gefa út þrjú frímerki hvort og eina blokk með mynd heillar síðu úr messubókinni. Jafnframt selja þau frímerki hvors annars, þar sem um sam- útgáfu er ab ræða. Samstœöan meö merkjunum frá 1956. Önnur skemmtileg útgáfa, sem fellur undir þetta þema, kom út þann 5. mars í fyrra og verða þau merki til sölu fram til 4. júní. Þetta em merki með myndum úr píslargöngu Krists. Er þetta ell- efta samstæðan sem Suðurafríku- ríkið Bophuthatswana gefur út. Myndefnib er sótt í guöspjöllin. Krafan um frelsi Barrabasar, Lúk. 23:25, er myndefni 35 centa frí- merkisins. Jesús ber krossinn, Jóh. 19:17, er myndefni 70 centa merkisins. Símon frá Kyreníu tekur krossinn, Mark. 15:21, er myndefni 90 centa merkisins og loks er myndefni 1,05 rand merkisins þegar hermennimir negla Krist á krossinn, skv. Mark. 15:23. Allar þessar útgáfur, en tíu hafa komið áður, hafa verib einstak- lega fallega unnar af Johan van Niekerk. Þær em prentaðar af rík- isprentsmiöjunni í Pretoríu með litógrafískri aðferð. Látum svo þessa punkta nægja um trú og sögu á frímerkjum, en eins og sjá má er þama mörgu að safna, bæði innanlands og utan. Sigurður H. Þorsteinsson „Post-Keynesismi" Post-Keynesian Economics, eftir Stephen Rousseas. xiv -128 bls. Önnur útgáfa. M.E. Sharpe, New York. „Fjarri fer, að einhugur sé um peningafræði eftir daga Keynes. Bók þessi er gagnrýnið yfiríit yf- ir nokkra meginþætti hennar. í huga ber samt sem ábur aö hafa að segja má, að nútíma pen- ingastefna (ath. í Bandaríkjun- tun) hafi verið upp tekin fjórum árum eftir samkomulagsgerð bandaríska fjármálaráðuneytis- ins og Seðlabankans í mars 1951 eða á útþensluskeiðinu 1955-57, þegar aðgerba á opn- um markaöi var fyrst neytt sem megin-tóls stefnu í peningamál- um... Síðan hafa tveir helstu skólar stefnumörkunar í pen- ingamálum verið hinn ný-klass- íski keynesismi og fjárhyggjan, Spánarferð er heiti bókar eftir Pétvu J. Hraunfjörö, sem Ólöf P. Hraunfjörð sér um útgáfu á, undirtitill er Draumar og Ijóð. Pétur fæddist áriö 1885, ólst upp við Breiðafjörð og stundabi sjó á skútxun, en var lengstum verkamaður í Reykjavík, þar sem heilsubrestur vamaði hon- um að stunda sjó og útgerð. Hann lést árið 1957. Spánarferðina, sem titill bók- arinnar vísar til, fór Pétur á Alli- BÆKUR sem til uppgangs og forræðis hófst á sjöunda áratugnum. í „post-keynesiskri" fjármála- fræði er málstökum hvona tveggja hafnað. Framboð pen- inga er tahð ráðast af þjóðar- tekjiun, en ekki öndvert. í því felst kenning um inngróið (endogeneous) framboð peninga ... Eins og rök veröa aö færð í meginmáh svarar hún betur til rits Keynes Treatise (on Money) heldur en til umfjöllunar hans í General Theory ... Ef leiðarhnoöa er í umfjöllun þessari, er það það, að post-keynesistar hafi að miklu leyti leitt hjá sér vanda- mál af völdum fjármálalegra ance árið 1917. Var súför í engu lík þeim Spánarferöum sem nú em tíðkabar. Höfundur hélt dagbók, sem er uppistaðan í ferðasögunni og hin eftirtektar- verðasta. Draumar em annar hluti bókarinnar, em þeir skil- merkilega sagðir, og ljóð Pémrs em hinn þriðji hluti. Verði bókarinnar er mjög í hóf stillt og kostar hún þúsirnd krónur. (Fréttatilkynning) nýmæla." Svo segir í formála fyrri útgáfu (1985). í formála að síðari útgáfu bók- arinnar (1992) segir: „Síðla á sjötta áratugnum var stofnað til umfangsmeiri athugana en nokkm sinni ábur á skipan fjár- mála á Bretlandi og í Bandaríkj- unum. Breska Radcliffe-nefndin var skipuð 1957 og birti hún endanlegt álit sitt í ágúst 1959 ásamt með þremur bindum af minnisblöðum um vitnisburð (Memoranda of Evidence) og stóm bindi með framburði vitna (Minutes ofEvidence). Öld- ungadeild Þjóðþings Bandaríkj- anna hóf líka 1957 rannsókn á fjármálalegu ásigkomulagi Bandaríkjanna og öðm hverju birti hún á næsm ámm skýrslur (Reports) og gögn (Compendia) upp á þúsundir blaðsíðna. í maí 1958 var í Bandaríkjunum líka sett upp óháð athugunamefnd peninga- og lánamála, kosmð af Council for Economic Develop- ment og Ford and Merrill- stofnuninni, og birti sú nefnd lokaskýrslu sína í júní 1961 ásamt með átta bindum af rannsóknarskýrslum, athugun- um einstakra þátta (mono- graphs) og rannsókna. Loks stóð Sameiginlega efnahags- málanefnd Þjóðþingsins að fyr- irköllun vitna (hearings) og birti umsögn um álit athugun- amefndarinnar..." „Af öllum álitsgerðunum sætti álit Radcliffe-nefndarinnar ein haröri og fremur óvæginni gagnrýni, — ef til vill sakir þess, að það lagði dálítið nýtt til mála... Hávaðanum olh „þáttur allsherjar lausafjár" í áliti henn- ar. Og það var R.S. Sayers heit- inn vib London School of Econ- omics, sem þátt þann bar fram í athugunum Radcliffe-nefndar- innar. Allsherjar lausafjárþáttur- inn ... gekk út á það, að „fram- bob peninga" væri án merking- ar og að rannsaka þyrfti alla skipan peningastofnana og þab „lausafé", sem þær leggja til, og þá jafnframt „ab hafa stjóm á henni". Og upp af því verður „post-keynesisk" hagfræbi sögð hafa sprottið. Hafnarfjörður Eigendur verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í Hafnarfirði Samkvæmt 10. gr. laga nr. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga, eins og þeim var breytt 20. desember 1993, skulu eigendur verslunar- og skrifstofuhúsnæðis senda því sveitarfélagi, sem eign er í, skrá yfir eignimar ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteignamats- verð þeirra eða eftir atvikum kostnaðarverð. Ennfremur skal skrá þar upplýsingar um notkun eignanna, svo og upplýsingar um rúmmál þeirra, sem einnig eru notaðar til annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds. Upplýsingar skulu hafa borist fasteignaskráningu Hafn- arfjarðarbæjar, Strandgötu 6, fýrir miðvikudaginn 12. janúar1994. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir greindar eignir er sveitarstjórn heimilt að nota aðrar upplýsingar til viðmið- unar við álagningu þar til húseigandi bætir úr. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Draumar og ljó6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.