Tíminn - 08.01.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.01.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. janúar 1994 5 ......................................; ■' ■ ■■■ •. >' : . ;■ ••••: . ’m&V Fyrsta Tímablab nýrra útgefenda komib úr prentun. Sveinn R. Eyjólfsson, Hörbur Einarsson og Jón Kristjánsson virba þab fyrir sér. Tímamynd CS Tíminn Jón Kristjánsson skrifar Samningur Framsóknarflokksins og Tímamóta h/f, sem er dótturfyrir- tæki Frjálsrar Fjölmiölunar, um út- gáfu Tímans hefur vakið mikla athygli og þóttu mestu tíðindi úr fjölmiölaheimin- um í lok síðasta árs. Þar sem ég hef verið kvaddur til verka á Tímanum á ný, þykir mér tii hlýða að nota þessa helgarhugleiðingu til þess að ræða um þetta síðasta skref í langri út- gáfusögu Tímans, þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Blab meb merka sögu Tíminn var stofnaður árið 1917. Frá þessu upphafi blaðsins er meðal annars sagt í grein, sem Þórarinn Þórarinsson skrifar í blaðið árið 1988 um bréf Jónasar Jónssonar til Jóns á Reynistað, en þar er aö finna merka heimild um upphaf blaðsins. Þar skýrir Jónas frá því hvemig nafn blaðsins varð til og hvemig staðið var að ráðningu fyrsta ritstjóra þess. Guðbrand- ur Magnússon var ráðinn ritstjóri til bráðabirgða, og síðan var farið að ræða um nafn. Rætt var um að blaðið héti Þjóðólfur. Héöinn Valdimarsson vildi að það héti Fjallkonan, en faðir hans Valdi- mar Ásmundsson hafði gefið út blað meö því nafni. Guðbrandur Magnússon skarst þá í leikinn og sagði að það skyldi ekki minna á hin gömlu blöð, heldur bera svip nýja tímans. Tíminn skyldi það heita. Blaðið hlaut því þetta nafn, sem það hefur borið síðan. Blaðhausinn, sem nú hefur verið tekinn upp á ný, teiknaði Ríkharður Jónsson myndhöggvari, og er líklegt að það hafi verið gert í tilefni af 10 ára afmæli blaðs- ins, en hann var tekinn í notkun árið 1927. Skýr spor Það segir sig sjálft að svo langur ferill í blaðaútgáfu skiltu- eftir sig spor og til- finningar. Ég hef til dæmis fundið það mjög vel af samtölum við fólk og upp- hringingum síöustu vikuna, að fólki, sem þekkti Tímann með blaðhausnum sem fylgdi honum áratugum saman, þykir vænt um að sjá hann aftur. Ég hef orðað það svo að með því sé stigið ákveð- ið skref til fortíðar blaðsins, ekki í því skyni að hverfa til fortíðar, heldur til þess að tengja útgáfu blaðsins langri og merkri sögu. Tíminn var málgagn sem tekið var eftir, og það er draumur okkar sem vinnum við hann — og raunar eðli- legur draumur allra blaða- og fjölmiðla- manna — að eftir okk- ur sé tekið og að við sé- um virkir þátttakendur í þjóðfélagsumræðunni á hverjum tíma. Tíminn var löngum drjúgur blaðamanna- skóli og ótaldir em þeir fjölmiðlamenn, sem starfa af fullum krafti í dag, sem hafa starfaö á blaðinu í lengri eða skemmri tíma. Rekstrarumhverfi Það lifir þó ekkert blað á merkri sögu. Það lifir ekki þótt í það sé margt vel skrif- að, ef rekstrarlegur bakgmnnur er ekki í lagi. Og þá er ég kominn að ástæðunni fyrir þeim tíðindum sem vöktu svo mikla athygli, samningi flokksins við Tímamót h/f. Aðaleigendur Frjálsrar Fjölmiðlunar, þeir Sveinn Eyjólfsson og Hörður Einars- son, hafa áralanga reynslu í blaðaútgáfu. Þeir vom keppinautar á Dagblaöinu og Vísi á sínum tíma, en ákváðu síðan að vinna saman og brjóta niður múrvegg, sem skyldi þá að í Síðumúlanum, og sameina blöðin. Það var ' sínum tíma mikil fjölmiðlafrétt, ekki sk °n samn- ingurinn nú. Það samstarf, n tókst með þeim félögum þá, hefur s.ríaö öfl- ugri blaðaútgáfu. Nú munu Tímamót h/f taka að sér aö reka Tímann fyrir Framsóknarflokkinn, og samningur þar um hefur birst í fjöl- miðlum. Með því er einfaldlega farið inn á þá nútíma verkaskiptingu aö leita til manna, sem hafa sýnt það með góðum árangri að þeir kunna til verka í þeim flókna rekstri sem það er að reka dag- Menn oq mál efni blað. Þar þarf að samræma marga ólíka þætti, þar sem einum hentar eitt verk, öðmm annað. Ritstjórnarstefnan Ég hef ekki oröið var við annað en að þessi samningur mælist vel fyrir. Helst er að ráðherrar í ríkisstjóminni hafi verib að ýja að því að með þessu samstarfi sé Jón- as Kristjánsson í raun orðinn landbúnaðar- skríbent Framsóknar- flokksins. Ég tek þetta ekki ýkja alvarlega. Þetta er auðvitað heið- arleg tilraun til þess að gera blaðið tortryggi- legt í augum bænda, sem hafa ekki verið ánægðir með skrif Jónasar í gegnum tíðina. En auðvitað vita ráðherramir og aðrir að á blaðinu er sjálfstæð ritstjóm, og ég hef engar áhyggjur af því að menn þekki ekki í sundur forustugreinar okkar Jónasar. Ég hef verið spurður mikið að því í við- tölum í fjölmiðlum, hvort blaðib sé framsóknarblab. Því er til að svara að það verður ekki ýkja mikil breyting á blaðinu að því leyti til frá því að ég sat í stól rit- stjóra síðast. Það var lögð áhersla á þab að fjalla um stjómmál, og ég vona að mín þátttaka í þeirri umræðu höfði til framsóknarfólks og annars félagshyggju- fólks og sé lesefni sem stuðningsmenn annarra flokka gjaman vilja fá. Frétta- stefna blaðsins á að vera óháð flokkum og ég mun ekki íþyngja fréttadeildinni með neinni ritskoðun fram yfir það, sem staða mín sem ábyrgðarmaður blaðsins gefur tilefni til. Það liggur í hlutarins eðli að hvert blað hlýtur að sækjast eftir góðum greina- skrifum um það sem efst er á baugi í þjóðfélaginu. Það munum vib auðvitað gera. Auðvitað væri það óskastaban ab þær greinar spegluðu sem flest sjónar- mið. Útlit og yfirbragð Það dylst þeim ekki, sem sjá Tímann núna, að hann hefur hefðbundið útlit blaðs, sem gefið er út á morgnana. Síð- degisblöð eins og DV bera annan svip. Með þessu er verið að marka blaðinu ákvebinn svip, sem ég er ánægöur með. Framtíbin Ég hef orðið þess rækilega var síðustu dagana að menn hafa taugar til Tímans. Blað, sem á sér 77 ára sögu og hefur allan þann tíma verið virkur þátttakandi í þjóðfélagsumræðunni, skilur eftir sig skarð, ef þaö hverfur af sviðinu. Þá daga, sem Tíminn kom ekki út um áramótin, var abeins vitnað til Morgunblaðsins og Alþýðublaösins t.d. þegar fjölmiðlamenn líta yfir morgunblöðin og geta forustu- greina og helstu efnisþátta. Sú lesning er dálítið einhæf til lengdar. Alþýðublaðib er nokkurs konar fréttabréf til flokks- manna og Morgunblaöið stybur Sjálf- stæðisflokkinn og ríkisstjómina í einu og öllu, þegar á reynir. Nú reynir á ab efla Tímann og gera hann að öflugri rödd í blaðaheiminum. Hib nýja samstarf Samstarfið við hina nýju rekstraraðila Tímans hefur gengið vel. Gengið var til þess af heilindum, og bábir aðilar hafa af því hag að það gangi sem best. Tækni- kunnátta og aðstaða eru fyrir hendi hjá Frjálsri Fjölmiölun til þess að gefa út fleiri blöð en DV og koma þeim til les- enda sinna. Hagnaður Framsóknar- flokksins felst í því að gefa blaöið út og það er í hans þágu að þetta fyrirtæki komi sem best út fyrir rekstraraðilana. Þá er ekki sísti þátturinn í þessu máli ab með þessu hefur tekist að tryggja ab Tím- inn verður áfram vinnustaður fólks. Þaö er mikilvægt fyrir blaðamannastéttina og þær stéttir tæknimanna, sem að blaðaútgáfu starfa. Þaö er barátta framundan í þessari út- gáfu og ekkert sjálfgefiö, en það er ætlun okkar á Tímanum að skilmast áfram í þjóðfélagsumræbunni og við göngum bjartsýn til móts við nýtt ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.