Tíminn - 29.01.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.01.1994, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 29. janúar 1994 Egill Jónsson, formaöur landbúnaöarnefndar Alþingis, segist ekki geta beöiö frumvarps frá ríkisstjórninni nema fram yfir helgi: „Gæti veriö skynsamlegt að flýta kosningum" EgiII Jónsson, fonnabur landbúnaðar- nefndar Alþingis, segir að leggi ríkis- stjómin ekki fram frumvarp til breyt- ingar á búvörulögum strax eftir helgina muni hann hafa forgöngu í þinginu um að leggja fram frumvarp. Hann segir að skyn- samlegt geti veriö ab flýta alþingiskosning- um. Aðstæður til kosninga um þessar mundir séu aö mörgu leyti góðar. „Bíö ekki nema fram yfir helgi'' Egill var fyrst spurður hvað hann og land- búnaðamefnd gaeti beðið lengi eftir frum- varpi frá ríkisstjóminni um breytingar á búvörulögum. „Ef viö eigum að byggja á tillögum ríkis- stjómarinnar veröa þær að koma fram á Al- þingi strax eftir helgi. Vib veröum aö geta unnið að málinu í þinginu alla næstu viku." — Hefur þú trú á því að ríkisstjómin nái samkomulagi íþessu máli? „Ég hef trú á því að ríkisstjómin lifi þetta af og þetta er náttúrulega spuming um það. Ef ríkisstjómin nær ekki samkomulagi þá hef ég forgöngu um það í þinginu strax í næstu viku ab koma umræðunni á vitræn- an grundvöll." — Eríu sáttur við þau frumvarpsdrög sem rík- isstjómin er að rœða þessa dagana? „Ég hef sagt að þessi drög koma mér á óvart og gera það að verkum aö málin em komin í nýjan farveg." Frumvarp framsóknar- manna spillir fyrir málinu — Nú hafa fulltrúar Framsóknarflokksins í landbúnaðamefnd lagt fram frumvarp til breytinga á búvömlögum sem er samhljóða því frumvarpi sem lá fyrir þinginu í vor. Getur þú hugsað þér að styðja þetta frumvarp? „Nei. Efnisatriöi þessa fmmvarps em að stærstum hluta í lögum. í meginatriöum vom þessar tillögur afgreiddar á Alþingi í desember og þótt einkennilegt kunni að viröast vom þær víötækari en tillögur okk- ar í fyrravor sem framsóknarmenn hafa nú tekiö upp. Þannig að þetta gengur ekki upp. Eg verb hins vegar aö segja að mér finnst vera miður aö framsóknarmenn skuli hafa gripið til þessa ráðs. Ég hef metib það svo að styrkur okkar á Alþingi lægi í því að þeir sem mn þessi mál fjölluðu ynnu saman, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú era því aö ríkisstjómir koma og fara. Við emm hins vegar aö taka mjög mikil- vægar ákvarbanir í landbúnaðarmálum og þab væri langæskilegast ab þab geti verið gott samkomulag í slíkri umræöu. Nú hafa framsóknarmenn bragbið á þaö ráð að fara sína leið í þessum efnum. Ég hef auövitað ekkert um þaö aö segja. Þab er þeirra mál. En meö þessu hafa þeir veikt stöðu land- búnaöarins." Rá&herrarnir eru duglegir ab pexa, — Það hafa verið miklar deilur um landbún- aðarmál í tíð þessarar ríkisstjómar. Telur þú að ríkisstjómin sé yfrrleitt fœr um að l'eysa þau aðkallandi verkefni sem óleyst em í landbún- aðarmálum? „Ráöherramir hafa verið alveg óskaplega lagnir ab pexa um þessi mál of þar af leið- andi er þessi spuming fullkomlega eðlileg. Þab er hins vegar ekkert nýtt að menn deili um landbúnaðarmál í stjómanábinu. Það var deilt um þessi mál í tíð síöustu ríkis- stjómar. Þaö hafa þrír þingmenn Alþýbuflokksins Egill jónsson, formaður landbúnabarnefndar Alþingis. Tímamynd CS Tíminn spyr... EGIL JÓNSSON starfað meö mér að þessum málum í land- búnaðamefnd á kjörtímabilinu. Þeir hafa starfaö þar af fullum heilindum og ábyrgð. Ég kannast ekki vib að í samstarfi þeirra við okkur hina séu nein óleysanleg vandamál. Vandamálin em því ekki fyrir hendi í þing- inu. Spumingin snýst um hvað er sent til okkar í þinginu úr stjómarrábinu. Ef þessi sífellda rábherrastreita væri ekki fyrir hendi litu þessi mál betur út." — En er Sjálfstæðisflokkurinn sammála um að hverju beri að stefna í landbúnaðarmálum? „Já. Sjálfstæöisflokkurinn hefur mjög af- dráttarlausa og skýra stefnu í landbúnaðar- málum. Við lifum á þessu breytingaskeiöi þar sem við erum aö færa okkur frá inn- flutningstakmörkunum yfir í umhverfi sem byggist á auknum frjálsari viðskiptum með búvörur. Um þetta er kveðið á í al- þjóölegum samningum sem viö verðum væntanlega abilar ab. Þab er full sátt um þaö í Sjálfstæbisflokknum ab við ætlum að vinna aö framkvæmd þessara mála meö sama hætti og aðrar þjóbir. Það felur m.a. í sér aö forræðið þessara mála verði áfram í höndum landbúnaðarráðherra." Þessar deilur hafa veikt ríkisstjórnina — Hafa þessar tíðu og alvariegu deilur stjóm- arflokkanna um stefhuna í landbúnaðarmál- um ekki valdið ríkisstjóminni erfiðleikum? Hafa deilumar ekki aukið á þreytuna í stjóm- arsamstarfinu? „Auövitaö hafa þær gert þab. Deilur sem ber aö meb þessum hætti hvaö eftir annab hljóta að veikja störf ríkisstjómarinnar. Það veröur ab segjast að þab er vemlegur munur á málefnagmndvelfi þessara tveggja flokka. Þessi ríkisstjóm var frekar mynduö um völd en málefni eins og stundum ger- ist. Vibreisnarstjómin var mynduð um málefni, en margar stjómir á seinni ámm hafa verib myndaðar um völd frekar en málefni. Þegar gmndvöllurinn að stjómar- samstarfinu er með þessum hætti er aug- ljóst, ekki síst á fjölmiölatímum, að það verður jafnan fyrir hendi umræða sem er af hinu verra fyrir ríkisstjómina." — Telur þú þá að Sjálfstœðisflokkurinn cetti ekki að stefna að samstarfi við Alþýðuflokkinn eftir ncestu kosningar? „Menn hafa nú mikið lært á kjörtímabil- inu og það verður vonandi búið ab leysa mörg ágreiningsmál þegar því lýkur. Þann- ig að þab getur hæglega orðið annað um- hverfi eftir kosningar en nú er. En ég tel mikilvægast aö næsta ríkisstjóm, hvernig sem hún verður mynduð, verði mynduð á sterkum málefnalegum gmndvelli en ekki á völdum einum saman." — Finnst þér þessi ríkisstjóm svona almennt séð hafa náð árangri íþví sem hún hefur tekið sér fyrir hendur? „Já. Ríkisstjómin hefur náð ab mörgu leyti góöum árangri, ekki síst þar sem menn vom búnir ab rækta garðinn sinn eins og í sambandi við verðlagsmál. Það er mjög þýðingarmikiö að þar höfðu fyrrverandi ríkisstjómir haft svipaðar áherslur og þeim hefur verib fylgt eftir með góðum árangri af þessari ríkisstjóm." — Hvar finnst þér þá að þessari ríkisstjóm hafi mistekist? „Langmesti vandi ríkisstjómarinnar núna er bundinn vib sjávarútvegsmál og at- vinnumálin. Þar með er ég ekki ab segja aö ríkisstjóminni hafi mistekist í þeim efnum. Henni vom settar þröngar skorður. Það var búið ab gera tilraun með ab létta á skuldum atvinnulífsins og yfirfæra þær á sjóði eða á ríkiö og þá leiö var einfaldlega ekki hægt aö fara aftur. Til viðbótar hefur afli úr sjö minnkað og verð á erlendum mörkuðum lækkaö þannig að dæmiö er gífurlega erfitt. Það ræöur einfaldlega enginn mannlegur máttur við aðstæður sem skapast í náttúm landsins og hafinu í kringum það." — Undanfarið hefur nokkuð verið rcett manna á meðal og í fjölmiðlum að hugsanlega verði alþingiskosningum flýtt. Morgunblaðið fjallaði m.a. um þetta í langri grein. Hefur þú orðið var við að þetta vœri rcett í Sjálfstceðis- flokknum? „Nei, ég hef ekki oröið var við umræður um þetta innan okkar raöa. Þessi lærða grein í Morgunblaðinu kom mönnum mjög í opna skjöldu." — Ert þú sjálfur þeirrar skoðunar að það sé ekki rétt að flýta kosningum og stjómin eigi að stefna að því að sitja út kjörtímabilið? „Ég held að menn ættu ekki hafa neinn sérstakan ásetning í sambandi við það. Þaö getur alveg eins verið ab það sé skynsam- legt að hafa kosningar fyrr. Ég er samt ekki meö neinar meiningar í þeim efnum, en ég bendi á að aðstæður í þjóbfélaginu em á margan hátt góðar. Hér er stööugt verðlag og gerbir hafa verið kjarasamningar til langs tíma. Umhverfib er því friösamlegt og þannig á þab að vera þegar kosningar fara fram. Ég held einnig að það geti veriö alveg nauðsynlegt að losna vib kosningaáriö, en reynslan sýnir ab þá er allt meira og minna í uppnámi. Stjómarhættir á kosningaári em oft með miður æskilegum hætti. Ábyrgð manna á þingi er í upphafi kjör- tímabils, en það vill oft þverra á síðasta ári. Ég er raunar þeirrar skoðunar ab það ætti aö lengja kjörtímabilin þvi að í rauninni em á fjögurra ára kjörtímabili bara virk tvö ár. Ráðherramir em ab læra fyrsta áriö og komast niður á jörðina. Sérstaklega á það við þegar um er aö ræða reynslulitla menn eins og verið hefur á seinni ámm. Síðan koma tvö ár þar sem menn hafa góða ábyrgö og aö lokum kemur síðasta árið. Ef við hefðum kjörtímabilið lengra þá fengj- um viö þrjú eba fjögur ár þar sem virkilega væri pólitísk festa í stjóm landsins." — Hefur þú velt fyrir þér hvers konar stjóm- armynstur sé líklegt til að taka við á ncesta kjörtímabili? „Eins og staðan er í dag finnst mér ekki líklegt að það verbi sama stjómarmynstur. Spumingin er eins og ég sagði ában hvaö menn hafa leyst mikiö af ágreiningsmálum flokkanna þegar kemur ab næstu alþingis- kosningum og hvort það verður orbib eitt- hvab friðsamlegra í kringum þessa ríkis- stjóm en nú er. Sjálfur hef ég ekkert á móti því aö vinna með þingmönnum Alþýðu- flokksins, en þá veröa þeir líka að hafa vald á rábherraslektinu hjá sér."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.