Tíminn - 29.01.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.01.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. janúar 1994 IgfMfwtll 15 Tímamynd CS Reynsluakstur Nissan Primera SLX 4 dyra stallbaks: Metnaöarfullur REYNSLU- AKSTUR ÁRNI GUNNARSSON Evrópubúi Nissan Primera hefur litlum breytingum tekib frá því bíll- inn kom fyrst á markab árib 1990. Primeran var hönnub frá grunni meb Evrópumark- ab í huga og þótti takast vel til. Bíllinn vann til verblauna á sínum tíma og hlaut m.a. „Gullna stýrib" í Þýskalandi árib 1990. Ný vél Helstu nýjungar, sem bobib er upp á í 1994-árgeröinni, er ný 2ja 1 bensínvél meö fjölinnspýt- ingarkerfi í stað einfaldrar inn- spýtingar ábur. Framleibandi fullyrbir ab meb þessu náist betri nýting á eldsneyti og meira vélarafl. Þá hafa verib gerbar smávægilegar breytingar á sætum, en þau eru nú mýkri og stybja betur vib en ábur. Abr- ar breytingar em smávægilegar, eins og bremsuljós í afturrúbu o.fl. Sá bíll, sem tekinn var til reynsluaksturs, var fimm dyra stallbakur meb nýju fjölinn- spýtingarvélinni og fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Þab reyndi ab vísu lítib á fjórba þrepib í skiptingunni, enda lítib vit í ab aka hratt í hálku og snjó. Skipt- ingin og vélin vinna mjög skemmtilega saman. Þrátt fyrir að vélaraflið sé yfirdrifið (115 ps/85 kW), skila hestöflin sér mjúklega út í hjól; engir kippir, rykkir eba læti. Spólvörn og sportstilling Vinstra megin vib stýrishjólib er takki fyrir sérstakar tölvu- stýrbar stillingar á sjálfskipting- unni. Þetta er ekki flókinn bún- abur, en getur verið gagnlegur. Annars vegar er um ab ræba sportstillingu, sem virkar þann- ig ab bíllinn skiptir sér upp á hærri snúningi og vibbragbib verbur meira. Þetta getur t.d. verib ágætt að nota vib framúr- akstur, en hentar í raun og vem mun betur á hrabbrautum meg- inlandsins heldur en hér. Hin stillingin er s.k. vetrarstilling, sem felur í sér ab tekib er af stab í hærra hrabastigi en venjulega. Þetta er hugsab sem spólvöm í hálku og snjó. Við akstur á bíln- um kom í ljós að vetrarstillingin getur nýst ágætlega í snjó, bæbi lausum og troðnum. Hins vegar er eblilega lítib gagn ab henni í mjög mikilli hálku eða á ísubum vegi. Sætin í Primera em þægileg og fara vel meb bæbi fram- og aft- ursætisfarþega. Sér í lagi má hrósa frágangi á aftursætinu, sem er mátulega stinnt fyrir minn smekk og stybur vel við líkamann. Þá em höfubpúðar fyrir aftursætisfarþega, en þeir geta hæglega bjargab mannslíf- um vib aftanákeyrslu. Bæði framsætin em upphitub; það er aubvitab lúxus, en engu ab síb- ur góbur kostur hér norbur vib heimskautsbaug. Evrópskur bíll Primeran er í raun og vem evr- ópskur bíll, þó svo ab móburfyr- irtækib, Nissan, geri út frá Jap- an. Þessir bílar em framleiddir í Bretlandi, líkt og hin smáa en fimagóða Micra. Þab er einkum tvennt sem hefur einkennt metnabarfulla evrópska bíla- framleibendur. Annars vegar að vanda frágang bíla og hins veg- ar ab gera miklar kröfur til ör- yggis ökumanns og farþega. Þetta hvomtveggja á við Primer- una. Þannig eiga framendi og afturendi ab gefa eftir vib árekstur og taka þannig vib högginu. Farþegarýmib er aftur á móti styrkt sérstaklega og sem vöm fyrir ákeyrslu frá hlib em styrktarbitar í öllum hurbum. Bíllinn er hins vegar ekki með loftpúba fyrir ökumann og framsætisfarþega, en slíkir púb- ar, sem opnast sjálfkrafa ef bíll- inn fær á sig mikið högg, hafa mtt sér mjög til rúms að undan- fömu. Þetta er t.d. orðinn stað- albúnabur í Golf sem framleidd- ur er fyrir Þýskalandsmarkab. ABS-bremsur em fáanlegar, en þær em ekki stabalbúnabur nema í dýmstu útfærslunum. Ríkulegur búnaður, en þó vantar einn takka Allur frágangur inni í Prime- mnni er til fyrirmyndar. Þab er ágætt ab ganga um bílinn og nægt pláss fyrir farþega og far- angur. Lítib veghljób berst frá dekkjum inn í húsib, vélar- hljóbib er hverfandi og vind- gnaub þekkist ekki, enda loft- mótstaða lítil. Mælaborbib er hefbbundib meb digitalklukku, tveimur stórum mælum fyrir hraba og snúning vélar og tveimur minni fyrir eldsneytis- tank og vatnshita. Önnur atribi em gefin til kynna meb vibvör- unarljósum. Mibstöbin er fjög- urra hraba, hljóðlát, en blæstri upp á rúbur, á fætur o.s.frv. er stjómað meb skemmtilega út- færbum tökkum í stab hefb- bundinna sleba eba snúnings- rofa. Þessi útfærsla er meb vökva- og veltistýri, samlæsing- um og rafdrifnum rúðum. Rúbunum er hægt ab stjóma meb rofum, sem em á milli framsætanna, og ab auki með takka í hurbarhandfangi. Þetta á þó ekki vib um rúbuna hægra megin ab framan og þab er dá- lítib bjánalegur galli ab fram- sætisfarþegi skuli þurfa að teygja sig aftur og nibur á milli sætanna til þess ab hala hliðar- rúbuna upp og nibur. Góðir aksturs- eiginleikar Þab er ekki vafi á því ab Primer- an er bíll í háum gæbaflokki. Hans sterkasta hlib er enn ónefnd og þab em áksturseigin- leikarnir. Þeir em hreint út sagt virkilega góbir og þar ræbur miklu um frábær fjöbmn. Allt fram á síbustu ár hefur viljab loba við japanskhannaba bíla að fjöbmnin í þeim sé of stutt og hörb. Þetta á sér í lagi vib um millistærbarbíla og þar undir. Primeran er búin fjölarmafjöbr- un ab framan, með háfestum efri armi, armi ab neðan og síð- an tengiarmi. Þetta, ásamt tví- arma gormafjöbmn ab aftan, gerir bílinn sérlega rásfastan og skemmtilegan í akstri, jafnvel á hörbum vetiardekkjum eins og var í þessu tilfelli. Mabur finnur þar af leibandi lítib fyrir hraba í Primemnni og ökumaður þarf jafnvel ab vera á varbbergi gagnvart þvi í hálku og snjó. Eftir þriggja daga reynsluakstur er niburstaðan sú ab þab er aub- velt ab mæla meb þessum bíl. Hann er fallegur fyrir minn smekk, mjög þægilegur í akstri og venst vel. Verbib er ef til vill í hærri kantinum, en þab ber líka ab líta á ab þetta er fullorb- inn bíll, hlabinn aukabúnabi. Ámi Gunnarsson Volkswagen bjalla. Ný bjalla kynntí Detroit Sá bíll, sem vakti einna mesta athygli á bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum, var ný Volkswagen bjalla, sem hönnuð er af Ameríkudeild Volkswagen. Þjóbverjar mega vart vatni halda yfir þessum nýja smábíl og þar í landi hefur hann m.a. verið kynntur undir slagorbinu „aftur til framtíbar" (zuriick in die Zukuríft). Þetta er raunar tilraunabíll og talsmenn Volkswagen í Wolfs- burg segja enn ekki ákvebib hvort hann verði framleiddur fyrir almenning. „Vib viljum bíba og sjá fyrst vibtökur al- mennings," segja þeir. Ólíkt gömu bjöllunni er vélin ab frman í þeim nýja. Inni í myndinni eru tvær útfærslur af þriggja stiokka bensínvél og rafmagnsmótor, sem skilar 37 kW og 120 km/klst. hámarks- hraba. Bíllinrí er hugsabur sem einfaldur og umhverfisvænn smábíll. Málin eru eftirfarandi: Lengd 3,82 m, breidd 1,64 m, hæð 1,50 m. Ford Mustang. Afmælis- útgáfa af Mustang Á bílasýningunni í Detioit var einnig kynntur nýr Ford Mu- stang. Þetta er afmælisútgáfa framleidd í tilefni þess, ab þrjá- tíu ár eru libin síðan fyrstu Mu- stangamir rúllubu af færibönd- unum. Boðið verbur upp á tvær vélar- stærbir í þessum nýja sportbíl. Sex strokka, 3,8 1 V-vél, 145 PS. eba 5,0 1 V-8 vél, sem skilar litl- um 224 hestöflum út í hjól. Porsche lækk- ar í Banda- ríkjunum Síbasta ár var erfitt hjá þýska sportbílaframleibandanum Porsche, en búist var vib bættri rekstiarafkomu í kjölfar endur- skipulagningar fyrir rúmu ári síban. Sala Porsche í Bandaríkjunum hefur ekki gengib jafn vel og vonast var til. Til ab bregbast vib því var gripið til þess rábs í upphafi árs, ab lækka verbib á bílunum. Þannig hefur verbib á Carrera-blæjubílnum verib lækkab um 6000 dollara og kostar bíllinn nú 68.200 dollara eba rétt tæpar 5 milljónir ísl. kr. Sami bíll er hins vegar tæplega einni milljón kr. dýrari í fram- leibslulandinu Þýskalandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.