Tíminn - 29.01.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.01.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. janúar 1994 5 „Vib viljum atvinnu" Jón Kristjánsson skrífar Verkalýösfélögin á höfuöborgarsvæö- inu hafa í þessari viku reynt aö vekja athygli á hinu hörmulega ástandi í atvinnumálum sem hefur skapast og fer stööugt versnandi. Þetta hefur veriö gert meö fjölmiölaumfjöllun og útifundi á Austurvelli síöastliöinn fimmtudag. Þessi umfjöllun hefur oröiö til þess aö dregnar hafa veriö fram tii umræöu ugg- vænlegar staöreyndir í tölum um ástandiö. Verkalýösleiötogamir hafa í sínum mál- flutningi lagt áherslu á aö tölur segja ekki allt um þaö ástand sem skapast. Tölur eru aöeins umbúöir utan um geigvænlegt inni- hald. Innihaldiö er tilfinningin um aö samfélagiö hafi ekki þörf fyrir viökomandi og örvænting sem því fylgir. Innihaldiö eru erfiöleikar, bæöi fjárhagslegir og tilfinn- ingalegir, sem geta haft bein áhrif á heilsu- far þeina, sem lenda í því aö vera atvinnu- lausir mánuöum og jafhvel árum saman. Þáttaskil Á íslandi hafa ávallt veriö sveiflur í at- vinnumálum. Þaö er ekki nýtt aö tíma- bundiö atvinnuleysi sé, til dæmis fyrri hluta ársins. Þá hafa menn hins vegar lifaö í voninni um aö ástandiö fari batnandi og atvinna vaxi meö hækkandi sól. Þáttaskilin eru í því fólgin aö nú er stór hópur manna í þjóðfélaginu sem hefur veriö án atvinnu mánuöum saman, jafnvel er þessi tími far- inn aö mælast í árum. Þá fer aö styttast í breska mynstriö, þar sem fólk á vissu ald- ursskeiöi þekkir ekki hvemig þaö er aö hafa atvinnu. Því fylgja alveg nýjar aöstæður og geigvænlegar félagslegar afleiöingar. í ræðu félagsmálaráðherra utan dagskrár á Alþingi í vikunni kom fram ab 479 manns höfðu í hóvember síðastliðnum veriö at- vinnulausir í heilt ár eða meira. Þessum hópi hefur án efa fjölgað síöan. 2100 manns á aldrinum 20-29 ára vom atvinnu- lausir þá og þriðjungur þeirra atvinnulausu vom ófaglæröir. Þetta em þau hættumerki í tölum sem á ab taka eftir, en festa sér þó enn betur í huga innihaldiö. Ekki má gleyma ab unga fólkið á aldrinum 20-29 ára er fólkiö sem er aö fara út í lífið til þátttöku í samfélaginu. Þetta er fólkið sem er aö koma sér upp húsnæði, eignast böm og hefja búskap. Atvinnuleysiö herjar því á þetta fólk meö skelfilegu miskunnar- leysi. Brennandi spurningar Sú spuming er brennandi, ekki síst fyrir stjómmálamenn, hvaö hægt sé að gera til þess að snúa þessari þróun viö. Ég segi þaö fyrir mig, aö oft leitar þessi spuming á og krefst svara. Ríkisstjómin hefur verið kraf- in svara, m.a. í umræöum utan dagskrár á Alþingi í vikunni. Ráöherramir leggjast í málsvöm, vima gjaman til þess aö verö- bólga sé lág, lægri en í viðskiptalöndunum, og vömskiptajöfnuöur sé hagstæöur. Ástandiö sé ennþá verra annars staöar og ekki sé langt síöan aö ASÍ hafi spáö 20-25% at- vinnuleysi, ef ekkert yröi aö gert. Einn stjóm- arliöi var svo kokhraust- ur að fullyrba aö ríkis- stjómin væri aö stórefla rannsóknar- og þróun- arstarfsemi. Þetta er allt gott og blessaö, en ekki má gleyma því ab hin lága veröbólga og sam- dráttur í innflutningi eru líka kreppuein- kenni. Þessar hagstæröir stafa af samdrætti í þjóöfélaginu og því aö fjárfesting er oröin sú minnsta í þjóbfélaginu frá stríöslokum; hún nær ekki einu sinni aö halda í horfinu um vibhald þeirra eigna sem þjóöin á. Svartsýnisáróbur Þegar núverandi ríkisstjóm tók vib í maí 1991, var mikil áhersla lögö á mistök for- tíðarinnar í fjárfestingum og atvinnuupp- byggingu. Þetta var kallaöur „fortíöar- vandi" og miklu meiri kröftum var eytt í þessi mál heldur en aö móta stefnuna um uppbyggingu atvinnulífs til frambúðar. Þeir, sem höföu fariö meö opinbera sjóöi, voru þjófkenndir af forsætisráöherra í frægri ræðu 17. júní 1991 og öll áróö- ursmaskína stjómarflokkanna var notuö til þess ab hamast á þessum mönnum. Reglu- gerð var sett um Byggöastofnun, sem bannaði stofnuninni aö gerast þátttakandi í atvinnufyrirtækjum meö hlutafjárkaup- um. Áróðursmaskínunni var einnig beint að bönkunum, og þau áföll, sem uröu vegna minnkandi afla í sjávarútvegi og leiddu til gjaldþrota í greininni, vom í op- inberri umræöu skrifuö á reikning ógæti- legra útlána. Endurskipulagning atvinnuvegasjóða Afleiöingin af þessu er sú aö þaö er ekkert auðvelt fyrir atvinnufyrirtæki aö sækja inn á nýjar brautir. Þab er ekki heldur auövelt fyrir menn, sem skortir fjármagn en hafa góöar hugmyndir, aö koma fyrirtækjum á laggimar. Opinber um- ræöa hefur hnigið ab því síöustu árin aö þaö séu ævintýramenn og fjármálasukkarar, sem taka áhættu í atvinnu- lífi, og sá bankastjóri sé bestur sem lánar aöeins í fyrirtæki, sem fyrir- fram er séð aö skili hámarksarðsemi. Þaö væri auövitað óskastaðan aö svo væri. Hins vegar hefur þetta andrúmsloft dregiö kraft- inn úr mörgum athafnamanninum og lagt lamandi hönd á atvinnulífiö. Þetta ástand er aö koma fram með fullum þunga og svartsýnisáróöurinn hefnir sín. Þab er hin þunga ábyrgö, sem ríkisstjómin ber í þessu máli. Þaö er ekkert auðvelt ab snúa ofan af þeim áróbri, sem rekinn hefur veriö, og fara aö tala meö bjartsýni á ný. Á ab sameina atvinnu- vegasjóbina? Sem betur fer hefur íslenska þjóöin mögu- leika. Ennþá em dregin mikil verömæti úr sjó, og enn má auka fullvinnslu sjávaraf- urða hér innanlands. Hins vegar þarf til Menn oq mál- efni þess fjármagn, sem liggur ekki á lausu. Af- koman í sjávarútvegi er ekki enn þannig, aö fiskvinnslustöövar geti tekiö á í þessu efni eins og vert væri. í þessari uppbygg- ingu getur veriö mjög skammt á milli fisk- vinnslu og ibnaöarstarfsemi og þaö vekur upp spumingar um þaö, hvort sjóöakerfi atvinnuveganna er ekki í allt of ríkum mæli hólfaö sundur meö vatnsheldum skil- rúmum. Með aukinni tækni og flóknari framleibslu veröa skilin ógreinilegri milli atvinnugreina. Hvar em skil á milli land- búnaöar, feröaþjónustu og iðnaðar, svo aö dæmi séu nefnd? Hvenær veröur matvæla- framleiðsla iönaöarframleiösla? Er starf- semi Fiskveiðisjóös, Iönlánasjóös eöa Stofnlánadeildar landbúnaöarins í takt við tímann, svo aö dæmi séu tekin? Þaö þarf áreiöanlega uppstokkun í því sjóöakerfi, sem á að styöja við atvinnuupp- byggingu hérlendis, til þess ab fjármögnim hennar veröi nægilega skilvirk. Innlend framleibslustarfsemi Lausnin í atvinnumálum liggur áreiðan- lega í því aö efla framleiöslustarfsemi úr þeim hráefnum, sem viö höfum yfir aö ráöa í landinu. Jafnframt veröur aö veröa hugarfarsbreyting varöandi kaup á erlend- um iönvamingi. Andvaraleysib, sem er í þeim efnum nú, er þjóbhættulegt. Til skamms tíma er svo nærtækt verkefni ab setja fé í ab halda viö þeim mannvirkjum, sem byggö hafa veriö á libnum árum og eru mörg hver aö grotna niöur í höndun- um á okkur. Kemur húsnæöislánakerfiö til dæmis með nógu öflugum hætti inn í við- hald húsbygginga, sem brýn þörf er á? Þetta er eitt atriöi af mörgum, sem þurfa endurskoöunar viö. Framtíbarsýn í stab fortíbarrannsókna Ef ríkisstjómin ætlar að sitja áfram, veröa ráöherramir að hætta aö hugsa um fortíö- ina og fara aö hugsa um framtíðaruppbygg- ingu og þá möguleika sem viö blasa, þrátt fyrir erfiöleika nú um stundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.