Tíminn - 29.01.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. janúar 1994 Sfmtiw 3 Steingrímur Njálsson í varöhald til 21. febrúar: Manni veittur áverki á kynfærum Steingrímui Njálsson, sem kunnur er fyrir að hafa framiö marga kynférðisglæpi á liðn- um árum, hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 21. febrúar vegna áverka sem grunur leikur á að hann hafl veitt manni í fyrrinótt. Maður- inn var fluttur í sjúkrahús með áverka á kynfærum. Atburðxuinn átti sér stað í íbúð í Skipholti undir morgun í gær. Þar voru staddir fjórir menn sem setið höfðu að drykkju alla nóttina og valdið nágrönnum sínum óþægind- um með drykkjulátum. Undir morgun var óskað eftir sjúkra- bíl vegna þess að maður hafði orðið fyrir áverka á kynfærum. Lögregla kom á staðinn og handtók Steingrím vegna gruns um að hann hefði vald- ið áverkanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun áverkinn sem maðurinn hlaut ekki vera til- kominn vegna þess að egg- vopni hafi verið beitt. Við yfirheyrslur hjá lögreglu í gær neitaði Steingrímur sakar- giftum. Vilhjálmur Arnason, heimspekingur og dósent vib Háskóla íslands, fékk ígcer viburkenningu frá Hagþenki, sem er félag höfunda frœbirita og kennslugagna, fyrir bók sína Sibfrœbi lífs og dauba. Félagib veitir ár hvert höf- undi viburkenningu fyrír framúrskarandi frœbistörfog samningu frœbirita og námsefnis. Vilhjálmur fékk viburkenn- ingarskjal og 250 þúsund krónur. Þab var Hjalti Hugason sem afhenti verblaunin fyrír hönd Hagþenkis. Á myndinni tekur Ragnheibur Óladóttir, eig- inkona Vilhjálms, vib blómvendi frá Hjalta. Á milli þeirra stendur Vilhjálmur Árnason. EÓ Tímamynd GS. Týndi milljaröurinn kallaöur nánast „tœknilegt" atriöi: Framboösmál félagshyggjuflokkanna eru aö skýrast: Margir keppa um aö komast í efstu sætin Ellefu sækjast eftir sætum Framsóknarflokksins á sam- eiginlegum lista félagshyggju- flokkanna til borgarstjómar Reykjavíkur. Tíu em í fram- boði hjá Alþýðuflokknum. Framboðsmál Alþýðubanda- lagsins og Kvennalistans em í undirbúningi. Reiknað er meö að eftir miðjan næsta mánuð liggi fyrir hverjir skipi sæti framboðslistans fyrir hönd flokkanna. Þeir sem sækjast eftir sætum Framsóknarflokksins em Al- freð Þorsteinsson varaborgar- fulltrúi, Bima Svavarsdóttir hjúkmnarforstjóri, Geröur Steinþórsdóttir kennari, Helgi Pétursson markaðsstjóri, Ósk- ar Bergsson trésmiður, Sigfús Ægir Amason framkvæmda- stjóri, Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, Sigurður Thorl- atíus læknir, Vigdís Hauks- dóttir kaupmaður og Þuríður Jónsdóttir lögfræðingur. Sérstaka athygli vekur að Gerður Steinþórsdóttir býður sig fram, en hún var borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins hér á ámm áður. Þeir sem sækjast eftir sæti fyr- ir hönd Alþýðuflokksins em: Bolli Runólfur Valgarðsson, Bryndís Kristjánsdóttir, Gunn- ar Gissurarson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Gylfi Þór Gísla- son, Hlírt Dáníelsdóttir, Pétur Jónsson, Rúnar Geirmunds- son, Skjöldur Þorgrímsson og Þorlákur Helgason. Meðal kvenna í Kvennalist- anum hefur farið fram forval sem fór þannig fram að konur vom beðnar um að nefna þær sem þær vildu helst sjá í fram- boði. Á næstunni fer fram leynileg kosning milii þeirra sem oftast vom nefndar og em tilbúnar til að vera á listanum. Vitað er að Guðrún Ögmimds- dóttir, Margrét Sæmundsdótt- ir og Steinunn Óskarsdóttii sækiast eftir sæti á listanum. Brýnt aö vita hvaö reikningsskilin segia Framboðsmál Alþýðubanda- lagsins em til umræðu í flokknum þessa dagana og er reiknað með að þau skýrist á fundi stjómar kjördæmisráðs- ins á miðvikudaginn. Form- lega hefur einungis Ámi Þór Sigurösson lýst yfir framboði. En auk hans berjast Guðrún Ágústsdóttir og Árthur Mort- hens vun efstu sætin. Fleiri koma til greina, en margir leggja áherslu á aö annar full- trúi flokksins komi úr röðum verkalýðshreyflngarinnar. -EÓ „Auðvitað verða menn að hafa einhverjar reglur og vera klárir á því hvað þessi reikningsskil segja hverju sinni og hverju er verið að lýsa," segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi um það hvers vegna ríkisvaldið haldi aðgreindum A- og B-hluta fjárlaga og hvort það geti talist nánast tæknilegt atriði að blanda einstaka þáttum þessara hluta ríkissjóðs. Óvenjulegur ágreiningur hefur komið upp í Reykjavík milli stjómar og stjómarandstöðu í borginni þar sem borgarstjóri og borgaryfirvöld ofmátu skuldastöðu borgarinnar um milljarö eins og greint hefur verið frá í Tímanum. Borgar- stjóri segir í viðtali við Morgun- blaðið í gær að það sé nánast tæknilegt atriði að færa skuldir bílastæðasjóðs með heildar- skuldum borgarinnar, en bíla- stæðasjóður hefur sjálfstæban fjárhag og sérstaka tekjulind, en skuldbindingar hans eru ekki hluti borgarsjóðs þótt borgarsjóður sé á endanum ábyrgur fyrir þeim rétt eins og hjá öðrum borgarfyrirtækjum. Hjá ríkinu em sambærilegar skuldbindingar og færslur í mjög föstum skorðum. Að sögn Sigurðar Þórðarsonar tilheyra ríkisfyrirtæki og sjóbir sem starfa sjálfstætt og em með eig- in fjárhag B-hluta fjárlaga. Þessi tengjast A- hlutanum, sem byggist á skatttekjum, einungis þannig ab B-hluta stofnanir geta fengið framlög eba lán úr A- hlutanum og þá er það gjald- fært sem slíkt. Bábir hafi hins vegar algerlega sjálfstæð reikn- ingsskil og ef þab ætti að blanda einstökum þáttum þama saman þá þyrfti hreinlega að hafa hvort tveggja allt í einum pakka sem í sjálfu sér væri hægt ab hugsa sér. Þá þyrfti hins vegar að breyta fjölmörgu öðm, t.d. að taka úr öll milliviðskipti milli hlutanna og „þá er þetta orðinn allt annar heimur," sagði Sigurbur. Um það hvort eðlilegt væri að tala um nánast tæknilegt atriði ef blandað er saman skuldum sjóðs með sjálf- stæð reikningsskil og skuldum borgarsjóðs sagbi Sigurður að auðvitað yrðu menn að vita hverju sinni hvaba reikningsskil verið væri ab tala um hverju sinni og hverju þau ættu að lýsa. - BG Sjómannasambandiö styöur tillögur Þríhöföanefndar um kvótaþing meö skilyröum: Skref í átt til lausnar Sambandsstjóm Sjómanna- sambands íslands telur að tillög- ur Þríhöfðanefndar um kvóta- þing séu skref í átt til lausnar á kvótabraskinu. Stuðningur sjó- manna viö kvótaþingiö er þó háður því m.a. að gerðar verði breytingar á lögum um skipta- Verbmæti og greiðslumiðlun. Þá krefjast þeir þess að frá og með ársbyrjun 1996 verbi skylt aö selja afla á fiskmarkaöi, sem landaö er til vinnslu innan- lands. „Við emm kahnski með já- kvæðara plagg en menn hafa skynjað hingab til. Þá bendum við á leiðir til ab koma til móts við þá galla sem em á tillögum Þríhöfðanefndarinnar og gerum þaö nánast að skilyrði. Jafnframt krefjumst vib þess aö menn gefi þama tveggja ára aölögunartíma fyrir markabina. Ég vona bara að viðbrögðin við þessu áliti verði góð. Þá veit ég að Vélstjórafélag- iö er með mjög svipaða afstöðu og við og Farmannasambandið er ekkert frá okkur þrátt fyrir einhvem áherslumun á kvóta- kerfiö. Það er líka allt annað mál," segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambands íslands. Vélstjórafélag íslands sendi í gær frá sér álit varbandi tillögur Þríhöfðanefndarinnar og er þaö efnislega samhljóða áliti sam- bandsstjómar SSÍ. Hann segist ekki eiga von á öðm en að Þríhöfðamir séu að vinna á fullu við fmmvarpsgerð- ina. En samkvæmt 1. gr. bráða- birgðalaganna á frumvarp, sem tekur á kvótabraskinu, aö liggja fyrir eigi seinna en nk. þriðju- dag, 1. febrúar. Að mati sambandsstjómarinn- ar þarf samhliða kvótaþingi sterkari ákvæbi í önnur lög svo ekki fari á milli mála ab sjómenn skuli ekki taka þátt í kvótakaup- um. í því sambandi vilja sjó- menn að lög nr. 24 frá 1986 um skiptaverðmæti og greiðslumibl- un verði lagfæri) þannig ab ljóst megi verða að óheimilt sé að sjó- menn taki þátt í kvótakaupum útgeröa. Jafnframt telur sam- bandsstjómin eðlilegt að beitt verði sektum ef útgerðir verba uppvísar aö brotum á kjara- samningi og lögum. Ennfremur telur sambands- stjómin nauösynlegt að hækka það hlutfall aflamarks sem skip þarf að veiða til að halda sínum veiðiheimildum, eða úr 25% samkvæmt 12 gr. núgildandi laga í 80%. Á móti hækkun hlut- fallsins telur sambandsstjómin ab þab megi breyta ákvæðinu á þann veg að í stað þess að skip missi alla aflahlutdeild sína, ná- ist ekki aö veiöa framangreint hlutfall, verði aflaheimildin skert sem á vantar ab 80% mark- inu hafi verið náb. Það er álit sjómanna að með þessum breyt- ingum sé komið í veg fyrir óeðli- lega samþjöppun veiðiheimilda hjá einstökum fyrirtækjum. Þá leggja sjómenn áherslu á að í viökomandi frumvarpi verði sérstaklega girt fyrir allar hugs- anlegar leiðir útgerða til að beita varanlegu framsali aflahlut- deildar innan fiskveiöiársins til ab komast fram hjá kvótaþing- inu og hafa þannig áhrif á skiptaverð til sjómanna. Sambandsstjómin tekur einnig undir þær ábendingar Þríhöfba- nefndar aö með kvótaþingi, séu núgildandi ákvæði þýðingarlaus sem kveða á um umsögn sveitar- félaga og sjómannafélaga, þegar aflaamrk er flutt á milli skipa sem gerð em út hvort frá sinni verstöð. Þá er það mat sambandsstjóm- arinnar að það komi ekki til greina, auk þess sem engin rök séu fyrir því að fiskvinnslustöðv- ar geti flutt til sín aflahlutdeild- ir, eins og gert er ráð fyrir í frum- varpi til laga um stjóm fisk- veiða. Einnig telur stjómin óþarft með öllu ab lagt sé á sér- stakt gjald til ab draga úr fjölda færslna. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.