Tíminn - 04.02.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.02.1994, Blaðsíða 4
4 wtwtwsx Föstudagur 4. febrúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Sfmbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Jafnvægi raskað Aö halda jafnvægi í byggö landsins og spoma viö því aö hún raskist svo aö landauön veröi nema nema viö sunnanveröan Faxaflóa, þykir flestum svo sjálfSagt aö varla þurfi um að ræöa. Rökin fyrir því aö nauðsynlegt sé að byggð sé dreifð og auðlindir og landgæði séu nýtt em ekki deiluefni, enda liggja þau í augum uppi. Samt raskast jafnvægið jafnt og þétt og liggur viö að öll íbúafjölgun á öldinni sé á Innnesjum. Sumir kalla það aö landið sé aö sporðreisast og hér sé aö myndast borgríki og haldi fram sem horfir verði þróunin sú að byggð í öðmm landshlutum leggist af. Sitthvað er gert til að sporna við þróuninni og á það vafalítið þátt í að draga vemlega úr enn óhóflegri fólks- flutningum en raun ber vitni. íbúar utan Innnesja kvarta mjög yfir því að þjónusta margs konar sé þar lakari en í þéttbýlinu og atvinnu- tækifæri fábrotnari. Varla er um annað að ræöa en framleiðslustörf og þjónustu við íbúa í héraði. Þetta veldur því aö ungt fólk og fjölmenntað hlýtur að leita sér atvinnu og búsetu þar sem menntun þess og þjálf- un nýtist. Meðal þeirra ráða, sem til er gripið til að jafna búsetu í landinu og bæta hlut þeirra byggðarlaga sem eiga undir högg að sækja, er að flytja höfuðstöðvar ríkisfyr- irtækja og opinberra stofnana sem lengst frá Innnesj- um. Það þykja hin mestu þjóðráð þegár lagt er á ráðin og áætlanir gerðar, en endar flest í skötulíki þegar til fram- kvæmda og flutninga kemur. Dæmi em samt um að vel hafi til tekist um stofnanaflutning, en þau em sárafá. Aldrei er rætt af hreinskilni um hvað veldur þeirri miklu tregðu sem er á flutningi stofnana út á land og hvers vegna stjórnvöld em ávallt ofurliði borin þegar til kastanna kemur. Viðbrögö starfsmanna Veiðistofnunar er svarið við því. Þeir neita að flytja til Akureyrar með stofnuninni, þegar ákveðið er að þangað skuli hún fara. Og þeir gera betur og fá öflug samtök sem þeir em í, Bandalag há- skólamanna, til að sýna fram á að það sé lögbrot að flytja Veiðistofnun frá Reykjavík, vegna kjarasamn- inga. Að vísu er aðeins stuðst við sérpantað lögfræöiálit, sem em mikið í tísku um þessar mundir og er látið með af lærðum sem leikum sem um dómsúrskurði sé að ræða. Eigi að síður kemur hér í ljós hvar hin eiginlega fyrirstaða er hvað varðar flutning stofnana og fyrir- tækja út fyrir mesta þéttbýlið í landnámi Ingólfs. Þótt flest rök mæli með því að höfuðstöðvar Veiði- stofnunar séu úti á landi, er það ósk um búsetu starfs- mannanna sem ræður hvar þeir kæra sig um að eiga heima. Lái þeim hver sem vill, en þarna er kominn í hnotskurn einn höfuðvandi þess að treysta byggða- kjarna, sem aftur stuðlar að því að halda sem mestu af landinu í byggð eða tryggja það ástand sem kallað er „jafnvægi í byggð landsins", sem skilgreina þarf miklu betur en málskrafsmenn temja sér. Það skiptir ekki sköpum um byggðaþróun hvar Veiði- stofnun er staðsett, en hitt er afdrifaríkara ef öll stjórn- sýsla og opinber umsvif eiga að hrúgast einhliða upp í Reykjavík vegna þess eins að starfsmenn og venslalið þeirra vill ekki búa annars staðar. Ef búseta í dreifðari byggðum þykir ekki fýsileg, af hvaða ástæðum sem það kann að vera, þýðir lítið að tala um byggðajafnvægi eða jafnvel að koma í veg fyr- ir að landið sporðreisist. Það veröur aldrei gert í and- stöðu við þá sem landið byggja, hvort sem þeir búa í dreifðum byggðum eða þéttbýli. Stjórnvaldsákvarðanir einar og sér ríða ekki bagga- muninn. Matador í Um það leyti sem Garri var að fara að sofa í gærkvöldi voru borgarfulltrúar Reykjavíkur í óðaönn að afgreiöa fjárhags- áætlun borgarinnar. Að þessu sinni er afgreiðsla fjárhagsáætl- unar nokkuð merkileg fyrir þær sakir að stjómarandstaðan legg- ur ekki fram neinar breytingar- tillögur við frumvarp meirihlut- ans og lýsir í rauninni frati á fjármálastjóm meirihlutans eins og hún leggur sig. Raunar er slíkt sjónarmið ekki óeðlilegt, því óneitanlega virð- ist tilgangslítiö aö gera formleg- ar breytingartillögur við fjár- málaáætlanir manna sem taka ekki einu sinni eftir því hvort þeir skulda milljarðinum meira eða minna. Hringlið við fjár- hagsáætlunina er raunar svo mikið aö óljóst er hvað veröur þar inni og hvað verður úti frá degi til dags. Fyrst virðast meiri- hlutafulltrúamir hafa verið með alls konar æfingar í tilefni próf- kjörsins í Sjálfstæðisflokknum og síðan, eftir aö ljóst varð að aðeins minnihluti meirihlutans veröur áfram á lista, hafa áhersi- umar enn breyst. Og nú miðast allt við kosningar og fmmvarp minnihluta borgarstjómar- meirihlutans er því oröið sann- kallað kosningafmmvarp. Hann hefur húmor! Borgarstjórinn, sem tók ekki eftir því að það vantaði milljarð í borgarsjóð, var digurbarkaleg- ur í viðtali við málgagn sitt Morgunblaðiö í fyrradag og taldi einsýnt að stjórnarand- stæöingar gætu ekki komið sér saman um breytingartillögur við fmmvarp til fjárhagsáætlun- borgarstjorn ar vegna málefnaskorts og ósættis. Með þessu sýndi Mark- ús á sér nýja hlið, brandarahlið- ina. Því varla er hægt aö ætlast til að borgarfulltrúar sem taka sig alvarlega nenni að spila matador við Markús, en fmm- varpið er auðvitað ekkert annað en risavaxin útgáfa af matador. Sigrún Magnúsdóttir bendir einmitt á það í Tímanum í gær að stjómarandstaðan hafi GARRI ákveðiö að vera ekki meö í þessu matadorspili borgarstjóra, þegar hún segir: „Þetta er þeirra kosn- inga- og fjárhagsáætlun og viö teljum rétt að sjálfstæðismenn beri ábyrgð á henni. Viö treyst- um ekki þessari áætlun. Það hafa komið fram vitleysur í henni, eins og við höfum bent á.... Við vimm ekki hvort það er frekar hægt að treysta öðmm tölum í frumvarpinu." Markús sjálfur meb 300 breytingartillögur En þrátt fyrir að minnihlutinn hyggist ekki koma meb formleg- ar breytingartillögur við fmm- varpið og láti sér nægja ab benda á nokkrar gmndvallar- skekkjur í málinu, s.s. eins og að skuldir séu ofmetnar um millj- arð, þá er greinilegt að minni- hluti meirihlutans ætlar ab gefa upp á nýtt í matadorspilinu. Fmmvarpið, sem borgarstjórinn fylgdi úr hlaði fyrir tæpum mánuði og átti að bera vott styrkri fjármálastjóm íhaldsins, er nú orðið gjörbreytt. Það þurfti ekki formíegar breyting- artillögur frá minnihlutaniun til aö Markús og félagar sæju ástæðu til að sníða nokkra hnökra af þessu minnismerki fjármálastjómar sinnar. Þess vegna bera sjálfstæðismenn nú fram a.m.k. hátt í 300 breyting- artillögur við sitt eigið fmm- varp, fmmvarp sem þeir lögðu svo stoltir fram fyrir rúmum þremur vikum. Er nema von þó menn nenni ekki að eltast viö hálfundirbúin mál og breyting- ar á fmmvörpum frá degi til dags. Það, sem er í dag, verður breytt á morgun, enda virðist enginn í minnihluta meirihlut- ans bera skynbragð á hvað er ab gerast í fjármálum höfuðborgar- innar. Auk þess er það ákveðið verkfræöilegt vandamál ab af- greiöa með vitsmunalegum hætti allar breytingartillögur meirihlutans á einum fundi. Þaö hálfa væri nóg, þó aö stjóm- arandstaðan fari nú ekki að auka enn á þann vanda meb því að taka þátt í matadomum líka! Garri Hús andanna Ég hef viðurkennt það kinn- roðalaust, þegar í tal hefur bor- ist, að ég hef gaman af því að fara í bíó og horfa á kvikmyndir og sjónvarp. Ég horfi kannski ekki á hvab sem er, en mér finnst þetta eigi að síöur góð skemmtan. Þrátt fyrir þetta fara margar myndir kvikmyndahúsanna framhjá manni, en stabreyndin er að nýjar kvikmyndir eiga ótrúlega greiða leið hingab til lands. Því minnist ég á þetta nú, að ég átti þess kost nú í vikunni að sjá forsýningu á myndinni Hús andanna í Bíóhöllinni. Myndin er gerð eftir bók Isabel Allende og henni stýrir hinn þekkti danski leikstjóri, Bille August. Ég hafði áður séð myndir eftir nefndan Bille á borð við Pelle sigurvegara og framhaldsþátt byggöan á frásögn Ingmars Bergman um foreldra sína, sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir tveimur ámm eða svo. Myndin um Pelle sigurvegara fékk Ósk- arsverðlaun og Bille August er orðinn heimsnafn í kvikmynda- gerö. Til myndarinnar Hús and- anna hefur ekkert veriö sparaö, hvorki stórleikarar né umgjörð. Ég hef ekki komiö í verk að lesa bók Isabel Allende, þannig að ég var ekki bundinn af lestri henn- ar við aö horfa á myndina. Hins vegar hef ég heyrt um bókina talað á þann veg að hún sé margslungiö og magnað verk, eins og suður-amerískar bók- menntir em gjaman. Ég fór á þessa mynd meö nokk- urri eftirvæntingu, eftir að hafa heyrt af bókinni og séð hina glæsilegu mynd um Pelle sigur- Á vfoavanqi vegara. Jafnframt blundabi með mér sá kvíði aö þegar búist sé viö miklu verði maður fyrir von- brigðum. Stórbrotin mynd Hins vegar er skemmst frá því að segja aö mér fannst útkoman glæsileg og myndin hélt mér föngnum frá upphafi til enda. Hjálpabist þar allt aö: stórbrotin og margslungin fjölskyldusaga með baksviði atburða í Chile, sem minni kynslóð em 1 fersku minni, stjörnuleikur og góð kvikmyndataka og leikstjóm. Ef þetta er ekki góð mynd, veit ég ekki hvað góð mynd er. Fjallað um tilfinningar Ég ætla mér ekki aö fara að skrifa neina krítík, því að ég kann þaö ekki. Ég hreifst af myndinni, þaö var allt og sumt. Svo ætla ég að fá bókina „Hús andanna" lánaða hjá konunni minni og gefa mér tíma til að lesa hana á næstunni. Hús andanna fjallar um tilfinn- ingar fólks í skugga haturs og mannfyrirlimingar. Myndin finnst mér lofgjörð um ást, vin- áttu, fjölskyldubönd í marg- slungnum og hörðum heimi. Þessi boðskapur skilar sér á sterkan og eftirminnilegan hátt í kvikmyndinni Hús andanna. Ég er illa svikinn ef myndin fær ekki góða aðsókn, þegar sýning- ar hefjast á henni. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.