Tíminn - 04.02.1994, Blaðsíða 2
2
§Mk»
Föstudagur 4. febrúar 1994
Tíminn
spyr...
Á ab gefa opnunartíma
veitingahúsa frjálsan?
Sigur&ur B; Stefánssón,
Stórstúku íslands:
„Nei. Ég tel aö opnunartími veit-
ingastaöa sé nú þegar nógu lang-
ur og enga nauðsyn beri tíl aö
hafa opið allan sólarhringinn. Þá
er ég hræddur um aö frjáls opn-
unartími muni leiða menn í
meiri freistni til aö drekka meira
og skapa þannig sér og sínum
fleiri vandamál. Það er kannski
dálítíð óheppilegt í núverandi
ástandi aö þaö loka allir á jama
tíma og í þeim efnum mætti
kannski hliðra eitthvaö 01. En ég
tel þaö ekki nógu gott hafa opið
fram undir morgun. Ég mundi
ætla ab flestir séu orðnir frekar
þreyttir klukkan þrjú."
Þórarinn Tyrfingsson
yfirlæknin
„Fyrir mitt leyti finnst mér það
alveg sjálfsagt að hafa þetta opib
eins lengi og fólk bara nennir aö
vera á þessum skemmtistööum.
Ég get ekki séð ab þaö breyti
neinu þótt það sé verið að reyna
ab stýra skemmtunum inn á ein-
hvem tíma."
Siguröur Guömimdsson,
formaöur Félags starfsfólks I
veitingahúsum:
„Nei, ég er ekki tilbúinn að gefa
opnunartíma veitingahúsa frjáls-
an í einu stökki. Ef menn verða
sammála um ab rýmka þessar
reglur, þá tel ég nauösynlegt ab
þaö veröi gefinn ákveðinn aðlög-
unartími. Þab getur vel verið ab
það leiði til þess ab mín skoðun
yrði sú að opnunartíminn ætti að
verba alveg frjáls. Það mætti
einnig hugsa sér að taka út úr ein-
hver ákveöin hús, t.d. danshúsin,
og hafa þá meiri næturklúbba-
svip á þeim."
Bréf Arthúrs til Hauks
Til
Hauks Halldórssonar,
formanns Stéttarsambands
bœnda,
Bœndahöllinni,
Hagatorgi.
Reykjavík, 26.1.1993.
Vegna þeirra orða, sem þú lést
falla í umræðuþættinum „Er
bóndi bústólpi?" í Sjónvarpinp í
gærkvöldi, þriðjudaginn 25.
janúar, get ég ekki stillt mig um
að senda þér línu.
í þættinum hafðir þú orð á því
að þaö væri eins og einhverjir
hjá Sjónvarpinu væru „í hlekkj-
um hugarfarsins" og lést það
fylgja að þú teldir þetta hugar-
ástand sjúklegt.
Við þetta bættist að bæði hjá
þér og öðrum, sem tóku til máls í
þættinum, kom fram þaö sjónar-
mið að Ríkissjónvarpinu væri
ekki treystandi til að gera sóma-
samlega heimildarmynd um
landbúnab á íslandi.
Sem starfsmanni þessarar stofn-
unar þykir mér auövitað súrt í
broti að sitja undir slíkum orð-
um. Og ekki síst fyrir þá sök, að
allar þessar ásakanir eru sannar.
Ég vil að þú og aðrir talsmenn
bænda vitið að allur þorri starfs-
manna Ríkisútvarpsins skamm-
ast sín fyrir þá aðför, sem hvað
eftir annab hefur verið gerö að
bændum í Sjónvarpinu.
Sem dagskrárgerðarmaður í
fjölda ára, bæöi í Útvarpi og
Sjónvarpi, og höfundur heimild-
Alþýöubandalagiö í Reykjavík ákveöur eftir átaka-
fund aö efna til forvals 12. febrúar:
Þátttakan bundin
viö gamla flokksskrá
skipa sæti Alþýðubandalagsins á
sameiginlegum framboðslista
félagshyggjuflokkanna í Reykja-
vík. Undanfamar vikur hefur
stjórn fulltrúaráðsins leitað leiða
til að ná samkomulagi, en það
hefur ekki tekist. Fastlega er
reiknað með að Gubrún Ágústs-
dóttir varaborgarfulltrúi skipi
annað sæti flokksins, en Árni
Þór Sigurösson og Arthur Mort-
hens takast fast á um hitt sætið.
Fleiri sækjast eftir kjöri í tvö
efstu sæti listans.
Á fulltrúarábsfundinum í fyrra-
kvöld lögbu þrír forystumenn í
verkalýöshreyfingunni, Grétar
Þorsteinsson, Leifur Guðjónsson
og Bjöm Grétar Sveinsson, fram
tillögu um að fram færi forval og
þátttakendur í því yrðu flokks-
menn og stuðningsmenn
flokksins sem skráb hefðu sig í
flokkinn viku fyrir forvalið. Full-
trúar í Alþýðubandalagsfélaginu
í Reykjavík lögðu til að forvalið
yröi bundið við þá flokksmenn
sem skráðir vora í flokkinn í
nóvember sl. þegar landsfundur
Alþýðubandalagsins fór fram og
var sú tillaga naumlega sam-
þykkt.
Tíminn spurði Ólaf Ragnar
Grímsson, formann Alþýöu-
bandalagsins, hvort hann hefði
ekki áhyggjur af átökum innan
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
um skipan listans og hvort hann
óttaðist ekki ab átökin myndu
skaba sameiginlega framboöiö.
„Ætli þau skaði þab nokkuð
meira en átökin milli Alfreðs
Þorsteinssonar, Helga Pétursson-
ar og Gerðar Steinþórsdóttur eða
barátta milli margra manna hjá
Alþýbuflokknum." -EÓ
Fulltrúaráö Alþýöubandalags-
ins í Reykjavík hefur sam-
þykkt aö láta fara fram forval
12. febrúar um val á frambjóð-
endum á framboöslista fyrir
borgarstjómarkosningamar í
vor. FuUtrúaráöiö ákvaö aö
takmarka þátttöku í forvalinu
viö flokksskrá flokksins eins
og hún var þegar Alþýöu-
bandalagiö hélt landsfund í
nóvember sl. Samkvæmt
þessu munu flokksmenn sem
skráö hafa sig í flokkinn á síð-
ustu tveimur mánuöum ekki
fá aö taka þátt í því.
Átök era um hverjir eigi að
Abferb gegn atvinnuleysi:
Allur fiskur
verbi
unninn hér-
lendis
Stjómarfundur í deild fisk-
vinnslufólks í Verkamanna-
sambandi íslands skorar á rík-
isstjómina aö sjá til þess aö
allur fiskur sem veiddur er
innan íslenskrar fiskveiöUögs-
sögu veröi unninn hérlendis.
Stjómin telur að þetta sé fljót-
virkasta aðferbin til að skapa ný
störf í því mikla atvinnuleysi
sem nú er á meðal verkafólks.
Minnt er á að samkvæmt lögum
er fiskurinn í sjónum sameign
þjóðarinnar og því eigi íslenskt
verkafólk forgangsrétt ab þeirri
vinnu sem hann skapar. -grh
Arthúr Björgvin Bollason
armynda um ýmis efni þarf ég
ekki að fara mörgum oröum um
þau vinnubrögð, sem vibhöfð
vora í sögufrægum þáttum Bald-
urs Hermannssonar og sjón-
varpsþættinum „Bóndi er bú-
stólpi". Meö því að kalla slíkan
óhróöur „heimildarmyndir" er
hreinlega verið að „klæmast" á
því oröi.
Umræddar sjónvarpsmyndir
era auðvitað ekkert annað en
ómerkilegar og Ula unnar áróð-
ursmyndir, sem skömm er ab
skuli vera sýndar í „sjónvarpi
allra landsmanna".
Án þess að fara nánar út í þá
sálma hafa glöggir kvikmynda-
rýnar bent á að um margt séu
þessar ógeöfelldu myndir soönar
Haukur Halldórsson
saman og „kryddaöar" á líkan
hátt og myndir sem þýskir nas-
istar létu gera um Gyöinga í
Þriðja ríkinu. Sá samanburður
væri reyndar verðugt verkefni
fyrir einhvern snjallan kvik-
myndafræðing.
En svo ég víki aftur aö megin-
efni þessa bréfs, þá er ástæðan
fyrir þessari niöurlægingu Sjón-
varpsins einfaldlega sú að það er
undir jámhæl hins pólitíska
valds.
Eins og allir vita, var Ríkisút-
varpið beitt pólitísku ofbeldi á
liönu vori, þegar menntamála-
ráðherra setti mann, sem út-
varpsstjóri hafði vikib úr starfi
dagskrárstjóra Sjónvarps, aftur
inn í stofnunina og að þessu
sinni í embætti framkvæmda-
stjóra.
Frá þeim degi hefur Sjónvarpib
verið í pólitískri „herkví". Viö,
sem látum okkur annt um þessa
stofnun, höfum orðið að horfa á
það aögeröalaus að allar grand-
vallarreglur lýöræðis og faglegra
vinnubragða hafa verið hunsað-
ar í dagskrá Sjónvarps.
Það hefur ekki verið létt ab sitja
undir linnulausri pólitískri mis-
notkun þessa ríkisfjölmiðils. Þar
hafa ýmsir verið beittir pólitísku
ofríki, þótt óhætt sé að fullyrða
að bændur hafi í því tilliti fengið
drýgsta skammtinn.
Eg veit aö ég mæli fyrir munn
alls þorra starfsmanna Ríkisút-
varpsins þegar ég segi að við,
sem hér störfum, hörmum þær
skammir og svívirðingar, sem
bændur og samtök þeirra hafa
mátt þola I sínum eigin fjöl-
miöli, — því Ríkisútvarpið er
eign allra landsmanna.
Hins vegar vísa ég ábyrgðinni á
þessari svívirðu alfarið til
menntamálaráöherra, sem með
dæmalausri valdníðslu gerði
settum framkvæmdastjóra Sjón-
varps kleift aö misnota miöilinn
jafn gróflega og raun ber vitni.
Það er sannfæring mín og
margra annarra í þessari stofnun
að hans skömm muni lengi
verða uppi.
Virðingarfyllst,
Arthúr Björgvin Bollason,
skipulags- og dagskrárráðgjafi út-
varpsstjóra.
Andrés Cubmundsson, starfsmabur Laugardalslaugar og einn sterkasti
mabur landsins, virbist kunna vel vib ab baba sig upp úr brennisteinsríkum
leirnum. Tímamynd CS
Nýjung í Laugardalnum:
Leirböð til heilsubóta
Tekin hafa verið í notkun leir-
böð viö sundlaugina í Laugar-
dal, þar sem einnig er boðiö
upp á nudd. Leirbööin eru um
40 stiga heit og er notast viö
brennisteinsríkan hveraleir,
sem engar bakteríur eöa veirur
geta lifaö í.
Leirböðin era talin vera gagnleg
gegn vöðvaspennu, vöbvabólg-
um, gigtarverkjum og þeim kvill-
um sem spenna og kvíbi ýta und-
ir auk ýmissa húðsjúkdóma. Þá
mun Heilbrigbiseftirlit Reykjavík-
ur fylgjast reglulega með því ab
leirinn fullnægi heilbrigðiskröf-
um.
Þótt leirböðin geti verið allra
meina bót fyrir marga, auk þess
sem þeim fylgir einatt mikil afs-
löppun fýrir viökomandi, þá era
þau ekki fyrir alla.
Fólki, sem er með hjarta- og æöa-
sjúkdóma, er t.d. ráðlagt aö fara
ekki í leirböðin og ekki heldur
fólki meb bjúg, ferskar blæbingar
og smitandi sjúdóma. Þá eru leir-
bööin ekki fyrir ungböm og gam-
almenni.
-grh