Tíminn - 04.02.1994, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. febrúar 1994
fÍMÉWt
9
Kannanir sérfrœbinga benda til þess aö Austur-Alpasvœöiö hagnist mest á EES:
Austurríki á uppleiö
Frá stofnun Evrópubanda-
lagsins hefur Austurríki
ásamt Sviss veriö eins og
hvítur blettur á Evrópukort-
inu. Þessi tvö ríki stóðu utan
bandalagsins þó aö nágranna-
ríki þeirra í Vestur-Evrópu,
Ítalía, Frakkland og Þýskaland,
væru öll stofnaðilar EB,
Þann 1. janúar 1994 tengdist
Austurríki þessum nágrönn-
um sínum með aðild að hinu
Evrópska efnahagssvæði og
stefnir landið að aðild að Evr-
ópubandalaginu 1. janúar
1995.
Þegar að er gáð sést að stærri
hluti Austurríkis er austan
þeirrar línu sem taldist vera
járntjaldið á dögum kalda-
stríðsins. Þessi staösetning,
auk efnahagsaðgerða innan-
lands, hefur gefib tilefni til
þess að endurmeta stöðu
landsins með trilliti til þess
áhuga sem erlend fyrirtæki
hafa sýnt á að flytja þangað
stöövar sínar.
Samkvæmt könnun sem
EUREKA lét gera sumarið 1992
er útlit fyrir að hagvöxtur
verði hvergi meiri í Evrópu en
á Alpa-efnahagssvæöinu svo-
kallaða. í könnuninni var gerð
úttekt á 170 svæðum (Region-
en) í Evrópu og komist að
þeirri niðurstööu að sá hluti
Evrópska efnahagssvæðisins
sem mundi hagnast mest á til-
komu þess væri Alpasvæðið,
sem nær yfir Austurríki, Suð-
ur-Þýskaland og Norður-Ítalíu.
Sameignarfyrirtæki í
Austur-Evrópu
Þrátt fyrir efnahagssamdrátt-
inn í fyrra er spáð 1,5% hag-
vexti í Austurríki á þessu ári. Ef
þessi spá gengur eftir verður
efnahagsuppgangurinn þar í
landi meiri en víðast hvar.
Athafnasemi austurrískra fyr-
irtækja í Austur-EvTÓpu bendir
eindregið til þess að spáin eigi
eftir að rætast. í lok ársins
1992 höfðu þau fjárfest fyrir
sem nemur 60 miUjörðum ís-
lenskra króna í Austur-Evrópu.
Þá hafði nærri fimmtungur
þeirra, 9000 fyrirtæki, stofnab
sameignarfyrirtæki (Joint-
venture) í Austur-Evrópu.
Fleiri en 1000 alþjóðafyrirtæki
sinna mörkuðum í Austur-Evr-
ópu frá Austurríki. Þar á meöal
eru mörg heimsþekkt nöfn
eins og American Express,
Bosch, Coca Cola, Daimler
Benz, Gillette, IBM, McDon-
ald's, Nestlé, Pepsi og PhiUps.
Það er einkum Vín, höfuðborg
landsins, sem hentar vel í
þessu tilliti.
Margra ára reynsla austurr-
ískra ráðgjafafyrirtækja af við-
skiptalífinu í Austur-Evrópu
styrkir þessa þróun enn frekar.
Bankar landsins hafa þá stefnu
ab tryggja fjármagn þegar um
„austur"-viðskipti er aö ræða.
Þeir hafa áratugareynslu af
gerð verslunar- og viðskipta-
samninga í ríkjum Austur-
Evrópu. Auk þess sem bank-
amir hófu afskipti af stofnun
sameignarfyrirtækja og fjár-
mögnun iðnframleiðslu í aust-
urvegi löngu ábur en aðrar
bankastofnanir á Vesturlönd-
um.
Austurrísku bankamir hafa
því verulegt forskot á erienda
keppinauta sína í viðskiptum
við Austur-Evrópuríkin. Þessu
Rábstefnuhöllin í Vín
JL
Vínaróperan
UTLÖND
til viðbótar er Austurríki með
samning um bann við tví-
sköttun við Tékkland, Slóvak-
íu, Ungverjaland, Rúmeníu,
Búlgaríu, Pólland og öll fyrr-
verandi lýðveldi Sovétríkj-
anna. Fyrirtæki í þessum lönd-
um geta því hámarkað bæði
hagnaö og skattafrádrátt.
Enginn teljandi munur er á
gæöakröfum í Austurríki og
vesturhluta Þýskalands en
laun em töluvert lægri í Aust-
urríki. Þetta gerir landiö sér-
lega fýsilegan kost sem mið-
stöð Evrópuviöskipta. Stjóm-
völd hafa lagt sitt lóð á vogar-
skálamar með aðgerðum og
fjárframlögum til að ýta undir
viðskipti við nágrannalöndin í
austri. Einnig em í gangi verk-
efni sem eiga að styrkja upp-
byggingarstarf austurrískra
fyrirtækja innanlands.
Lágskattaparadísin
Austurríki
Þann 1. janúar 1994 gengu í
gildi ný skattalög sem eiga ab
létta álögum af fyrirtækjum.
Skattabreytingin hefur vakið
athygli langt út fyrir land-
steinana, því hún gerir Austur-
ríki að lágskattalandi. At-
vinnuskattur var lagður af og í
hans stað var farið að skatt-
leggja hagnað. Skattaprósent-
an lækkaði úr 39% í 34%.
Hætt var að leggja á eignaskatt
og erfðaskatt. Skattlagabreyt-
ingin geröi þab ab verkum að
skattar í Austurríki em nú með
því lægsta sem gerist í Evrópu.
Þrátt fyrir lækkun hlutfalls
ýmissa skatta haldast þeir frá-
dráttarliðir sem boðið hefur
verið upp á.
Uppbygging innan-
lands
Austurríkismenn hafa á und-
anfömum ámm lagt mikla
áherslu á uppbyggingu sam-
gönguæða innanlands
tengingum við útlönd.
Mest áhersla hefur verið lögð
á svokallaða tæknigarða. Þeir
em nú orðnir rúmlega tutt-
ugu. Tæknigarðar bjóða fjár-
festum upp á hagkvæmt
tækniumhverfi, hæft vinnu-
afl, góð aðföng, þjónustu og
samgöngur. Tæknigarbamir
em sérhæfðir á mismunandi
sviðum og höfða því til ólíkra
fyrirtækja.
í suöurhluta Vínarborgar var
tæknigarðinum Wiener Neu-
dorf komiö á fót. Hann er
beintengdur bæöi við hrað-
brautar- og jámbrautamet
landsins. Garburinn er í næsta
nágrenni við Vínarborgarflug-
völl og stutt er að fara í betri
hverfi borgarinnar.
Aðeins sunnar er tæknigarð-
urinn Niederösterreich-Sud,
þar sem unniö er að fram-
leiðslu á umhverfisvænum
vömm og hugbúnaðarfram-
leiðslu.
Lega landsins
Það er ekki nýtt að útlend fyr-
irtæki líti Austurríki hým auga
þegar þau em aö færa út kví-
amar. Þetta hefur sérstaklega
átt við um þýsk fyrirtæki. Þau
hafa flutt til Austurríkis í
hundraðatali í tímans rás.
Ástæöan er augljós. í löndun-
um tveimur er talað sama
tungumálið og lagaumhverfið
er svipað. Það sem freistar
Þjóðverjanna er þó fyrst og
fremst gæðaframleiösla með
minni tilkostnaði en í Þýska-
landi. Þróunin í Þýskalandi ab
undanförnu bendir þó til þess
ab aðstöðumunurinn jafnist
bráðlega út. Hvab sem því líð-
ur verður spennandi að fylgj-
ast meö því hvaða áhrif aðild
Austurríkis að hinu Evrópska
efnahagssvæöi kemur til með
að hafa. Spumingin er hvort
Austurríkismönnum tekst að
notfæra sér legu landsins á
mörkum „austurs" og „vest-
urs".
Ágúst Þór Ámason
mr
Vinningstölur ,------------
miðvikudaginn: 2. febr. 1994
VINNINGAR
6 af 6
. 5 af 6
B+bónus
5 af 6
4 af 6
. 3 af 6
3+bónus
FJÖLDI
VINNINGA
235
984
UPPHÆÐ
Á HVERN VINNING
34.770.000
372.923
103.912
2.110
216
Aðaltölur:
12/ 14 27
31) (36) (46
BÓNUSTÖLUR
(3}@)(32)
Heildarupphæð þessa viku:
36.535.970
áisi, 1.765.970
UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FVRIRVARA UM PRENTVILLUR
Jfljuinningur fór til: Tvöfaldur 1. vinningur næsta miðvikudagT