Tíminn - 01.03.1994, Side 8

Tíminn - 01.03.1994, Side 8
8 Þriðjudagur 1. mars 1994 Stríðib í Sarajevó séð af fimmtu hæð Kartöflur 800 kr. kílóið Egg 200 kr. stk. • Sykur 3.200 kr. kílóið nema þegar hjálparliöiö var nýbúið að dreifa matvælasendingum með sykri. Matarolía 1.200 kr. lítrinn Smjörlíki 2.600 kr. pr. 900 gr Mjöl 400 kr. kílóið Hvítlaukur 2.800 kr. kílóið Nautakjöt 2.800 kr. kílóið Bensín 1000 kr. lítrinn Einn rúmmetri af brenni, sem nægir til að hita upp lítið hús í um það bil mánuð, kostar um 20.000 kr. Ismet bendir réttilega á að jafn- vel þeir borgarbúa, sem vinni við þýöingar og önnur störf hjá liðssveitum Sameinuðu þjóð- anna, hangi nánast á hor- riminni. Mánaðartekjur þeirra em sem svarar 32.000 ísl. kr. Áður en stríðið hófst námu meðaltekjur Sarajevóbúa um 85.000 íslenskum krónum, þannig að fólk gat lagt aðeins til hliðar. Ovcina- fjölskyldan átti um tvær milljónir á bankabók þegar stríðið braust út. Þeir pen- ingar em búnir núna. „Allir í borginni vinna án þess aö fá fyrir það laun. Allir eiga ekkert. Allir em í stöðugri lífs- hættu. Við höfum aldrei verið jafnari," segir Ismet Ovcina og glottir. Frekar barbaríib „Það er verst þegar vatnið vantar," segir Biba Ovcina. Hingað til hafa íbúarnir í Mu- stafa Golubica 17 sloppiö aö mestu við það hlutskipti. Þau fá vatn í kranana á hálfsmánaðar- fresti. Þá em öll ílát, bæði stór og smá, fyllt þangað til útaf flæöir. Átta sinnum hefur þrýst- ingurinn á vatninu verið svo lít- ill aö það hefur ekki komist upp á fyrstu hæö. Þá hafa íbúamir orðið að bera það í fötum úr kjallaranum. Á mörgum stöðum í borginni verða íbúarnir að ná í vatniö í krana og bmnna utandyra. Sumstaöar er fólk í sjónmáli við leyniskyttur Bosníu- Serba þegar þaö nær í vatn. „Úti í heimi heldur fólk líklega að skotárásir úr leyni sé þaö versta. Þaö hljómar ömgglega furðulega, en það venst aö vera í lífshættu og hlaupa þegar leyni- skyttur em að athafna sig. „Þegar til lengdar lætur er þaö skortur á orkugjöfum, mat, föt- um, tengslum við umheiminn — það liggur við að við séum al- gjörlega einangmð — og það er þaö versta. Líttu í kringum þig hér í íbúðinni. Við eigum ís- skáp, útvarp, sjónvarp, upp- þvottavél. En við lifum ekki á tuttugustu öldinni. „Ég veit ekki hvemig maöur getur lýst þessu svo vel sé. Þaö er erfitt að ímynda sér jámaldar- mann í iönaðarsamfélagi. Héma er það öfugt. Við emm siömenntaðir Evrópubúar með langa skólagöngu að baki og við búum við algjöra villimennsku, barbarí sem á ekki sinn líka. „Ef ég mætti velja, myndi ég taka villimennskuna fram yfir þaö umsátur sem við búum við." Höfundur þessarar greinar, Henrlk Kauf- holz, blabamabur Politiken, býr hjá Ovc- ina-fjölskyldunni í Sarajevó. ÁÞÁ Það er næstum því sama hvar maöur er staddur í íbúðinni hjá Ovcinafjöl- skyldunni — eldhúsinu, stof- unni eba gestaherberginu — út- sýnib yfir Sarajevó er í einu orbi sagt frábært. Fjöllin hinum megin í dalnum em eins og klippt út úr auglýsingabækling- unum sem féröalangar fá í upp- lýsingum Holiday Inn-hótels- ins: lítil sveitaþorp eins og púðr- uð meö snjó. En héma á fimmtu hæð í Mu- stafe Golubica númer 17 em íbúarnir ekki hrifnir af útsýn- inu. Þab getur vel verið að Serb- arnir hafi flutt þungavopn sín á brott, en leyniskyttumar em enn á sveimi. Hverfið var hið vinalegasta fram til 6. apríl 1992. Frá aðal- götunni em langar tröppur, sem liggja upp fjallshlíöina, og við þær em margir af fegurstu al- menningsgöröum borgarinnar. Leiðin niður í mibbæ er stutt og þaö tekur gangandi mann að- eins nokkrar mínútur að komast niður á Marsal Tita, aðalgötuna í Sarajevó. Á fimmtu hæð í Mustafe Golubica númer 17 búa hjónin Biba og Ismet Ovcina. Þau liggja ekki á þeirri skobun sinni að ástandið sé verra en í seinni heimsstyrjöldinni, þegar pabbi Ismets var stunginn til bana af serbneskum nágranna sínum. „Þeir ætla að drepa okkur." Beint í mark Þá 22 mánuði, sem borgara- styrjöldin hefur staðib, hefur hús númer 17 sloppið viö árásir með einni undantekningu. Þá lenti sprengja í íbúð serbneskrar fjölskyldu. Amma missti báða fætur, en fjölskyldan slapp að öðm leyti. íbúöin eyðilagðist og þaö sem í henni var, en fjöl- skyldan býr þar enn. í næsta nágrenni hafa fallið 20 til 30 sprengjur til viðbótar — þó án þess að valda tjóni. Hús númer 17 er fjölþjóðlegt samfé- lag. Ovcina-fjölskyldan er músl- ímar, fjölskyldan á móti er serb- nesk. „Við emm jafn óaðskiljan- leg og flækjujurtir. Við hittumst tvisvar til þrisvar á dag," segir Is- met. Um daginn komu nágrannam- ir í heimsókn af alveg sérstöku tilefni. Biba Ovcina var að koma heim af spítala eftir sjö vikna legu. Nú átti að heyra hvemig verið hefbi. Ismet túlkabi, því að enginn af nágrönnunum tal- aði annað mál en sitt eigið. Hann sagði að hvorki þetta fólk né aðrar serbneskar fjölskyldur í húsinu vildu fara frá Sarajevó. „Þeim er alveg jafn illa vib Kar- adzic [leiðtogi Bosníu-Serbaj eins og okkur." Nágrannamir kinka kolli og brosa. Rússneskt gas til húshitunar „Gasið kemur frá Rússlandi og af einhverri ástæðu em Serbam- ir neyddir til ab leyfa okkur að njóta þess meb sér," segir Ismet. „Líklega af því aö þeir sjá þeim hluta borgarinnar, þar sem Bosníu-Serbar búa, fyrir gasi." Þrýstingurinn er mjög lítill. Of Franskir hermenn Sameinubu þjóbanna. lítill til að hægt sé ab kveikja upp í eldavélinni. Ismet, sem er verkfræðingur, hefur búið til spaðalaga fyrirbæri úr gasröri og borað mörg smágöt á það, sem gasið seytlar út um. Á þessu er hægt ab hita vatn. Eini ókostur- inn er ab logi veröur ab vera á spaðanum allan sólarhringinn, því annars er hætta á spreng- ingu. Neyðin hefur kennt Sarajevó- búum fleira en að spinna. Hvaö setur maður til dæmis ofan á braub þegar ekki er til smjör, smjörlíki, sulta, hunang, ostur eða annað álegg? Fitukennt mall sem er búið til svona: Fjórir hlutar af mjólkurdufti em látnir út í einn hluta af matarol- íu og einn hluta af vatni. Síðan er bætt einni teskeiö af lyftidufti út í og hrært. Svo lyftir þetta sér í nokkrar klukkustundir. Til- búningurinn getur haldist óskemmdur í tíu daga, ef kalt er úti. Það verður að duga, því eng- ir em ísskápamir. Bragðið nær hálfri kokkahúfu á fimm húfu skalanum, en í þessu em eggjahvítuefni og þurrt brauð verður ólysmgt til lengd- ar. Oumbeöin megrun íbúar Sarajevó hafa lést að með- altali um 10-15 kíló síðan um- sátrið hófst. Ismet hefur losnað við átta kíló og segir aö sér líði vel með það. „Eg er sprækari en ég var áður og mér finnst ég vera líkamlega betur á mig kom- inn." En enginn af íbúum Sarajevó lifir á hollum mat. Það vantar í hann eggjahvítuefni, steinefni, vítamín. Það, sem fólk leggur sér til munns, er brauö, brauð, brauö og súpa. „Frá 6. apríl 1992 höfum við tvívegis haft kjöt á boröum," segir Biba, sem ekki hefur lagt mikið til málanna hingaö til. Hún á ab hafa hægt um sig vegna veikindanna (hún þjáist UTLOND af hjartveiki). Langflestir hinna 300.000 íbúa borgarinnar lifa á neyöaraðstoð. Til vibbótar gemr hver og einn fengið 230 grömm af brauði á hverjum degi úr bakaríum Sarajevó. Af einhverri ástæöu er helling- ur af þvottaefni í neyðarsend- ingunum. Það er líka það eina sem vib fáum nóg af. Neyöaraöstoðinni er deilt út á hálfsmánaðar fresti. Venjulega fær fólk þrjá desilítra af matarol- íu, eitt kíló af mjöli (mjólkur- duft er helst gefið bamafólki) og einstaka sinnum fær fólk sykur — 100 grömm á mann. Af og til fá íbúar Sarajevó baunir, spag- hettí og kartöflur. Það er vonlaust aö kaupa í mat- inn. Eins og áður sagði, þá er Is- met verkfræðingur. Laun hans em því langt fyrir ofan meðal- lag. Hann fær 500.000 bosníska dínara á mánuði, sem svara til 60 íslenskra króna. Þeir pening- ar duga fyrir einum eldspýtu- stokk í Sarajevó. Verðlagið á svartamarkaðnum (það er eng- inn annar markaður) var fyrir skemmstu svona (ísl. kr.):

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.