Tíminn - 16.03.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.03.1994, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 16. mars 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Tekst Sjálfstæöisflokknum aö hlaupa frá sínum eigin skugga? Þaö kannast áreiöanlega allir viö þá umræöu aö hug- sjónir frjálshyggjunnar hafi sigrað og aðferöir hennar séu þær einu réttu I stjórnmálum samtímans. Postular þessara kenninga hafa veriö mjög hávaðasamir og fyrir- ferðarmiklir í stjómmálaumræöunni og er það einnig svo hérlendis. Þessir menn náðu lengst árið 1991 þegar ríkisstjóm Davíös Oddssonar tók við, meö þau fyrirheit að stjóma í þessum anda og ganga af „miðjumoði", eins og það var kallað, og félagshyggju dauðri. Davíð Oddsson leiddi ríkisstjórnina af stað í þessum anda og var þessari stefnu trúr framan af. Allir kannast við fyrirheitin um almennar, en ekki sértækar, aðgerðir, „sjóðasukk" svokallað skyldi afnumið og komið á „heil- brigöri" skipan efnahagsmála hérlendis. Ekki leið á löngu áður en Davíð rak sig á í öllum horn- um. Þessi stefna rímaöi ekki við lífið sjálft og tilveru þessarar þjóðar. Sveiflukennt atvinnulíf landsmanna kallar á aö stjómvöld komi til aðstoðar við að þreyja þorrann og góuna, þegar áföll verða. Sértækar aðgerðir, sem nú em í undirbúningi hjá ríkisstjórninni, sanna að frjálshyggjan er að hrynja ofan í höfuðið á þeim tals- mönnum, sem ákafast háfa predikað um hana upp á síðkastið. í stjórn Reykjavíkurborgar er þetta ennþá ámáttlegra. Þar átti að framkvæma einkavæðingu í anda frjáls- hyggju og ungur íhaldsmaður gekk í það verk í góðri trú um að hann væri að gera flokki sínum og borginni og þjóðinni allri gagn og framkvæma stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Það kom í ljós að þessi einkavæöing var ekki til neins nema koma af stað illindum hjá starfsfólkinu og allt fór á skömmum tíma í harðan hnút. Fomsta Sjálfstæðisflokksins ákvað að reyna að losa sig úr mál- inu og gekkst fyrir því aö kasta borgarfulltrúanum unga á dyr. Síðan var dregið í land og hætt við einkavæöing- una, en allt kom fyrir ekki. Hinn almenni borgari í Reykjavík horfði upp á þessi ósköp og lét ekki blekkjast, og skoðanakannanir sýndu að borgarbúar telja tíma til kominn að breyta til í stjórn borgarinnar. Nú vom góð ráð dýr og umræður fóm af stað um stöð- una. Þær fóm um Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík eins og goluþytur fyrst í stað, en urðu að stormi áður en yfir lauk. Markús Orn Antonsson borgarstjóri sá að hverju stefndi og ákvað að yfirgefa skipið. Nú segja talsmenn Sjálfstæðisflokksins að áherslur séu breyttar. Nú eigi aö setja „mjúku málin" á oddinn og Ámi Sigfússon sé talsmaður hinna mjúku gilda. Þetta er útlagt þannig að frjálshyggjan sé á undanhaldi. Nú er hafið leikrit sem er furðulegt á að horfa. Algjör þáttaskil eiga að hafa orðið með mannaskiptunum. Ámi Sigfússon er hafinn upp til skýjanna og skellt í borgarstjórastólinn fram að kosningum til þess að tæki- færi gefist til að auglýsa hann við góðverkin. Ellert Schram, ritstjóri DV, lét svo um mælt í útvarps- þætti að mannfómin væri umdeilanleg og Markús Örn Antonsson hefði ekki verið fulltrúi frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum. Það er rétt. Hann hefur ekki verið sérstakur talsmaður þeirrar stefnu. Það er miklu fremur Árni Sigfússon. Hins vegar verður hann nú klæddur í fé- lagshyggjugallann fram að kosningum. Óll þessi atburöarás er hins vegar til sannindamerkis um þaö aö ekki þykir lengur sigurstranglegt að sigla undir merki frjálshyggju. Þaö em nokkur pólitísk tíð- indi. Hins vegar hefur ávallt reynst erfitt að hlaupa af sér sinn eigin skugga og það er ólíklegt að sjálfstæðis- mönnum takist það. Sjálfseyðingarhvöt íhaldsins Morgunblaðið gTeinir frá þeirri niöurstöðu sinni í leiðara í gær að Markús Örn hafi verið farsæll borgarstjóri þegar á heildina er litið. Síðan segir Morgunblabiö: „Fráfarandi borgarstjóri komst að þeirri niöurstöðu, að hann gæti bezt þjónað hagsmunum flokks síns og borgarbúa meb því að reyna aö rjúfa þessa kyrr- stöðu í fylgi sjálfstæðismanna með óvæntum leik. Það á eftir að koma I Ijós, hvernig til tekst. Hitt fer ekki á milli mála, aö Markús Öm Aritonsson hefur af óeigingimi stigið það skref, sem hann hefur talið bæði skynsam- legt og nauðsynlegt í því skyni." Mogginn meö kjarna málsins Morgunblaðið er í þessum orð- um, eins og raunar blaðið gerir jafnan, að bergmála röksemda- færslu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Þaö út af fyrir sig, að bæði stærsta blað landsins og stærsti stjómmálaflokkurinn skuli telja þessa röksemdafærslu boðlega, er hreint ótrúlegt. Sannleikurinn er sá að á sama tíma og því er haldið fram aö brotthvarf Markúsar muni auka fylgi við flokkinn, er því líka haldið fram að Markús hafi ver- ið farsæll í starfi sínu og hafi endurspeglað vel stefnumálin sem flokkurinn stendur fyrir. M.ö.o. þá gengur röksemda- færslan út á það að flokkurinn muni auka fyigi sitt með því að skipta út farsælum flokksfor- ingja sem staöiö hefur dyggan vörð um stefnu flokksins. Raun- ar hefur Davíð Oddsson, for- maður flokksins, kallað það „dirfsku og sigurvilja" að þessi glæsilegi fulltrúi flokksins skuli hætta í stjómmálum. Garri fær ekki séð hvernig hægt er að komast hjá því að álykta út frá yfirlýsingum um kosti þess að góður forustumaö- ur flokks eigi að hætta, að það þýði jafnframt ab sá flokkurinn sem þessi ágæti forustumaður er svo góður fulltriri fyrir hafi eit- hvert lítið erindi í pólitík. Fögn- GARRI uður Morgunblaösins yfir óvæntum endalokum hins far- sæla borgarstjóra virðist þó af einhverjum ástæðum ekki ná til flokksins í heild, og blabib gerir enga kröfu um aö þab kunni að vera best fyrir „flokkinn og borgarbúa" að Sjálfstæbisflokk- urinn sem slíkur dragi sig í hlé. „Sigurvilji og dirfska" Þvert á móti er engu líkara en að Morgunblaðiö ali með sér þá ósk að flokkurinn hafi erindi, þrátt fyrir allt. Ekki verður a.m.k. annað ráðið af fréttamati blaösins, þar sem því er slegið upp í aöalfyrirsögn að nú veröi atvinnu- og fjölskyldustefna sett á oddinn hjá Sjálfstæöis- floknum. Það að hinn farsæli borgarstjóri skuli sýna „sigur- vilja og dirfsku" og hætta í starfi fær aðeins að fljóta meö í ve- sælli undirfyrirsögn eins og hvert anaö aukaatriði í fréttinni. En í þessu fréttamati er að finna einu jákvæðu einkennin sem komiö hafa frá flokknum lengi og gefur það vonir um að sjálf- stæöismenn séu ekki allir lagstir í sjálfseyöingarhugsýki þar sem höfuömarkmiðiö er að draga sig út úr stjórnmálum. Að visu er þetta veik von því arftaki Mark- úsar, Árni Sigfússon, hefur gengið manna lengst í þvl að dásama „sigurviljann" hjá Markúsi, sem bendir nú ein- dregiö til að hann muni sjálfur fara þessa sömu leib sigurvilja og dirfsku ef eitthvað blæs á móti. En hver veit nema sá næsti í röb bogarstjóraefna Sjálfstæðisflokksins kunni að hafa til að bera eitthvert minni „sigurvilja og dirfsku" eða þá sá þarnæsti. Borgarstjóraprósessía flokksins inn og út úr embætti hefur veriö svo hröð og svo margir hafa komið við sögu að fljótlega hlýtur einfaldlega að koma að því að eitthvert efnið skeri sig úr fjöldanum og telji sig eiga erindi í pólitík. Garrí Katlegir fýlupokar Sumargleðin trallaði og söng hjá Hemma Gunn um daginn og þjóðin kættist eins og venjulega þegar frábærir og bráðhressir skemmtikraftar og vibmælendur fhssa og hossa sér í sófa stjórn- andans. Þar em reknar upp hærri hlátursrokur og tekin stærri bak- föll en aðrar mublur þurfa að þola. í öllu svartagallsrausinu og böl- móðnum sem þjakar samtímann er Hermann hress og glabur og gerir þær kröfur til þeirra sem fram koma í þáttum hans að þeir sýni af sér kæti og áhoríendur í sjónvarpssal em valdir meö það fyrir augum að þeir bókstaflega sturlist af ánægju yfir aö fá að vera viðstaddir þær einstöku hamingjustundir sem Hemmi býður upp á. Fleiri fylgjast með þátmm Her- manns Gunnarssonar en nokkm öðru efni sem útvörp og sjón- vörp bjóða upp á. Höfuösyndin Ástæða var til aö hrökkva illilega í kút þegar sá geöprúði Víkverji Mogga, sem venjulega læmr hugann reika kringum naflann á sjálfum sér og veltir fyrir sér undirstöðuspurningum eins og hvaöa skónúmer hann notar, rýkur upp í bræðiskasti og húð- skammar Hemma fyrir síöasta þátt hans. Orðbragðið er ekki hafandi eftir í sómakæm blaði eins og því sem þú ert aö lesa núna: Ein höfuðsynd Hemma var aö auglýsa sjálfan sig og nokkra vini sína sem gera gestum í öld- urhúsum glatt í geði fyrir smá- þóknun. Þegar þetta uppgötvaðist sigu brýmar á útvarpsráði sem fjall- aði um málið af alvömþunga og ályktaði að Ríkisútvarpið væri ekki ókeypis auglýsingamiðill fyrir eigendur deilda eða þátta. Enda átti Hemma nótu þar um. -Gaman er að börnunum þegar þau fara ab sjá-, sagði kerlinginn um hvítvoðunginn sem var að læra að beita augum sínum að ákvebnu marki. Svipað má segja um útvarpsráb og Víkverja. Hvenær fóm þau Á víbavangi stórveldi upplýsingarinnar að sjá hvernig Ríkisútvarpinu er beitt til auglýsingastarfsemi og innrætingar af hálfu eigenda þátta og dagskrárliða? Hemmi héfur alla tíb keppst við aö auglýsa upp skemmtikrafta og fjölmargir hafa haft ánægju af og enginn kvartað. Stjómendur dægurlagaþátta leggja sig í líma við að selja plöt- ur sem em að koma á markaö og auglýsa upp tónleika meö öllum þeim áhrifamætti sem þeir ráða yfir. Og Ríkisútvarpinu ráða þeir. Þá er Ríkisútvarpið eins og þaö leggur sig á mála hjá boltaíþrótt- unum og er landslýður óspart hvattur til að borga sig inn á kappleiki og skorað á öll fjárveit- ingavöld að spara nú hvergi eitt né neitt þegar keppnismenn þurfa á aðstöbu og fýrirgreiðslu að halda. Ekkert stress Einkavinavæðing þessara miklu ríkisfyrirtækja er svo viðamikil og alþekkt aö dæmin þarf ekki upp að telja. Settar em upp heilu dagskrárdeildimar til ab sinna sérþörfum og koma ómenguð- um boðskap á framfæri. Stjóm- endur em valdir meö tilliti til að þeir séu færir um að koma kór- réttri innrætingu til skila. Hvað Víkverji sá og heyrbi í þætti Hemma, sem hann hefur ekki séb og heyrt margoft áður, er hulin rábgáta. Öll sú lítt dulda auglýsingastarfsemi sem ríkis- starfsmenn og verktakar hjá Rík- isútvarpinu iðka af meðvitaðri óskammfeilni ætti ekki að geta farið fram hjá neinum sem hefur augu til að sjá og eyru til að heyra. Að Útvarpsráð fari að fetta fing- ur út í svona auglýsingar er einn- ig undrunarefni og vekur upp spumingar um hvar það góða ráö dregur eiginlega mörkin milli greiddra og gratís auglýs- inga. Ríkissjónvarpið má hrósa happi yfir að Hermann Guðmundsson skemmtir miklum meirihluta þjóðarinnar á þess vegum. Hann hressir og kætir og skapið bætir og rekur áróbur fyTir vinum sín- um og áhugamálum rétt eins og margir aörir þáttageröarmenn og starfsfólk stofnunarinnar. En fyrst og fremst gleður hann þá mörgu sem hafa einlæga ánægju af aö horfa á þætti hans og alla sprellikarlana og kerlingarnar sem þar koma fram. Það er aðal- atriðið. En þarft væri þab ef Útvarpsráð og hinn skarpskyggni Víkjverji tækju sér fyrir hendur að komast að hinu sanna um hvernig Ríkis- útvarpiö er notað, eða misnotað. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.