Tíminn - 25.03.1994, Síða 9

Tíminn - 25.03.1994, Síða 9
Föstudagur 25. mars 1994 tWIHIIW 9 Delors segist ekki hrceddur vib ósamkomulag Evrópubandalagsríkjanna: Deilur betri en veikt samkomulag París, Reuter Reuter Forsetaframbjóðandi myrtur Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins, segist ekki óttast afleið- ingar deilna um vægi atkvæða í ráðherraráði bandalagsins. Engin hœtta segja rússnesk yfírvöld: Tveir rúss- neskir kjam- orkukafbátar rekast á: Moskva, Reuter Tveir rússneskir kjamorkukaf- bátar rákust saman í gær en skemmdir urðu óverulegar eftir því sem fréttastofari Itar-Tass greindi frá í gær. Engin slys urðu á áhöfnum kafbátanna og ekki er vitað til þess aö spjöll á umhverfinu hafi hlotist af óhappinu. Rússneska fréttastofan hafði heimildir sínar úr aðalstöðvum sjóhersins en þess var ekki getið hvar eða hvenær atburðurinn heföi átt sér staö. Ekki var held- ur frá því skýrt hvort kafbátam- ir hefðu verið knúnir með kjamorku eða með kjamorku- eldflaugar innanborðs. ■ Hann segir að sagan sýni að deilur séu betri en veikburða samkomulag sem enginn sé ánægöur með. Bretar og Spánverjar hafa sett sig upp á móti því aö það hlut- fall atkvæða sem nauðsynlegt er til að hindra framgang mála í ráðherraráðinu, haldist óbreytt eftir inngöngu EFTA-ríkjanna fjögurra, Austurríkis, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. „Þó að ég vilji frekar samkomu- lag en ósætti, óttast ég ekki átök, sem væm betri en veik- burða samkomulag," sagði Del- ors í viðtali við franska dagblað- ið InfoMatin. Delors sagði að allt frá því að ■ Rómarsáttmálinn tók gildi árið 1957 hefði þurft 30% atkvæða í ráðherraráðinu til að stöðva mál sem pieirihlutinn er fylgjandi. „Binding neitimarvaldsins við 23 atkvæöi hefði þaö markmið að veikja möguleika Evrópu- bandalagsins til að taka ákvarð- anir með auknum meirihluta. Það yrði t.d. erfiðara að stýra sameiginlegri landbúnaöar- stefnu bandalagsins eða láta fjárlögin spegla almennan vilja til að ýta undir þrótm svæða- myndunar, en Frakkar myndu hagnast mjög á því," sagði Del- ors. Vopnaðir menn, sem talið var aö væm óeinkennisklæddir lögreglumenn, leiða ungan mann á brott þaðan sem Luis Dohaldo Colosio, forsetafram- bjóðandi í Mexíkó, var myrt- ur. Ungi maðurinn er talinn hafa myrt frambjóðandann. Mann- fjöldinn hafði barið hann illi- lega áður en óþekktir vopnað- ir menn gátu forðað honum á brott. Colosio, sem vax talinn nokk- uð öruggur með aö ná kjöri, var skotinn í höfuð og maga af stuttu færi. Hann var fluttur með hraði á sjúkrahús, þar sem hann lést nokkmm klukkustundum síðar. Stjómmálaskýrendur segja að morðið geti haft veruleg áhrif á þróun mála í Mexíkó og Norður- Ameríku. Þeir segja aö svo geti farið að fríverslunar- samningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, NAFTA, geti átt erfitt uppdráttar í Mexíkó eftir lát Colosios sem var einn helsti baráttumaður- inn fyrir gerð samningsins. Evrópuþingiö segir nýja Gatt-samkomulagib spor í rétta átt: Vill bæta umhverfis- og félagsmálaákvæb- um í alþjóðasamninga Brussel, Reuter Evrópuþingið fjallaði í gær um nýjan heimsviöskiptasamning og stofnun (World Trade Org- anisation) sem á að sjá um að honum veröi framfylgt. Þing- menn lögðu ríka áherslu á að í framtíðinni yrði þess gætt að slíkir samningar hefðu ákvæði um félags- og umhverfismál. Til aö þingið geti samþykkt Norska, sænska og finnska veröa opin- ber tungumál innan Evrópubandalagsins Norðurlandamálin þrjú koma til með að verða jafn rétthá og tungumálin níu sem nú teljast til opinberra mál í starfsemi Evrópu- bandalagsins þegar Noregur, Sví- þjóð og Finnland verða aðilar að bandalaginu. í fréttatilkynningu frá norska ut- anríkisráðuneytinu er greint frá að Evrópubandalagið hafi skuld- bundiö sig til að sjá um þýðingar á öllum lögum bandalagsins og opinberum skjöliun .yfir á norsku. Tekið veröur tillit til þess að norska bókmálið og nýnorska séu jafnrétthá ,mál í Noregi. Búist er við aö aöildin aö Evrópubanda- laginu muni styrkja stöðu ný- norskunnar sérstaklega í laga- máli. ■ samninginn verður helmingur alha þeirra sem eiga sæti (260) að greiða honum atkvæði sitt. Áður en atkvæðagreiðslan fer fram verða þingmönnum kynntir allir þættir samnings- ins. Leon Brittan, sem fer með við- skiptamál innan framkvæmda- stjómar Evrópubandalagsins, sagði að unnið væri af krafti að því aö koma Heimsviðskipta- stofnuninni (WTO) á laggimar. Hann sagði að fulltrúar fram- kvæmdastjómarinnar ynnu að málinu af fullum krafti og stofn- unin myndi bæði fjalla um við- skipti og umhverfismál. Evrópubandalagsríkin vilja stofnsetja valdamikla nefnd í tengslum við nýja samninginn og telja að hún eigi að hafa stjómmálaleg áhrif. Mörg ríki þriðja heimsins em mótfallin því aö slík nefnd verði stofnuö. Þingheimur lét í ljós ósk um að ný aðferð til að leysa deilumál yröi til þess aö ríki gætu komist hjá einhliða vamaraðgerðum sem brytu í bága viö reglur Gatt- samkomulagsins. ' í skýrslu grísku stjómarinnar, sem lögð var fyrir þingið, var skorað á framkvæmdastjómina að sjá til þess að ákvæði um um- hverfismál yrðu ekki til þess að hindra innflutning frá löndum þriðja heimsins. MEST NOTflflfl STRASÆTAIBANDARKJUNUM OG KAMADA GEMDSÆTTHEÐ SWEET'N |pW ROKRAS ^ SÖLUDEILD ☆ NOTAST SEM SYKUR, MEÐ LÁGMARKS KALORÍUINNIHALDI. ☆ LEYSIST AUÐVELDLEGA UPP í KÖLDUM OG HEITUM DRYKKJUM. ☆ EKKERT AUKABRAGÐ - FRÁBÆRT í MATARGERÐ OG BAKSTUR UPP AÐ 180°.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.