Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 2
2 ffirnmn Laugardagur 26. mars 1994 Páll Magnússon útvarpsstjórí í vibtali um fjárhagslega af- komu Stöbvar 2, kjaftasögurnar og „hunasmálio": „Ég er kom- inn meb harban skráp" Ingvi Hrafn Jónsson lætur af störfum sem fréttastjóri Stöövar 2 í vor, en kemur til annarra starfa hjá Stöö 2 eftir sumarleyfi í haust. Viö frétta- stjórastarfinu tekur Elín Hirst, varafréttastjóri. Páll Magnús- son, útvarpsstjóri hjá íslenska útvarpsfélaginu, segir þessar breytingar gerðar í fullkominni sátt og samlyndi hlutaðeigandi aðila. „Ingvi Hrafn var upphaflega ráðinn til eins árs í mars 1992," segir Páll Magnússon. „Ingvi kom hingað fyrir beiöni mína og féllst á aö taka þetta að sér til eins árs. Hann framlengdi síðan ráöningartímann um eitt ár samkvæmt minni ósk. Hann vill af ýmsum ástæöum minnka við sig vinnu og þaö argaþras sem fylgir því að vera fréttastjóri á stórri fréttastofu." Skipulagbar kjaftasögur? Undanfama mánuði hafa gengið þrálátar sögur um að Páll Magnússon sé sjálfur aö hætta í sínu starfi hjá íslenska útvarpsfélaginu og því hefur verið fleygt að þessi orðrómur sé sldpulagður. „Ég veit ekki hvaðan þessar sögur em mnnar," segir Páll, „en þaö er ekki fótur fyrir þeim. Stjórnarformaður ís- lenska útvarpsfélagsins hefur lýst því yfir hér á starfsmanna- fundi og við önnur tilefni, að stjómin beri til mín fullt traust og ég hef hvergi gefið til kynna aö ég væri aö hætta af eigin fmmkvæði. Þaö vekur alltaf umtal þegar gripið er til að- haldsaðgerða hjá áberandi fyr- irtæki eins og þessu, en ég satt að segja átta mig ekki á tilefn- inu." Rekstur íslenska útvarpsfé- lagsins var nánast barátta upp á líf og dauða fyrstu árin, en síöasta ár var fjórða árið í röö sem fyrirtækið skilaði hagnaði. Eigið fé var neikvætt þar til á árinú 1992. Staðan batnaði mikið á síöasta ári, en bók- haldslega séð er hún enn þröng þrátt fyrir góða afkomu. „Afkoman er viðunandi í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum viö," segir Páll. „Hagnaðurinn var aðeins undir þeirri áætlun sem við geröum, en var þó erigu að síður 154 milljónir eða rúmlega 10% af veltu. Það er þrennt sem hefur verið okkur mótdrægt. í fyrsta lagi gengis- þróun. Dollarinn hefur hækk- aö um rúmlega 25% frá því að viö hækkuðum áskriftargjöldin síöast fyrir rúmlega tveimur ár- um. Öll kaup á aðföngum okk- ar miðast viö gengi dollarsins og vegna ástandsins í þjóðfé- Tíminn spyr... PÁL MAGNÚSSON laginu höfum við ekki treyst okkur til þess að mæta auknum kostnaði með því að hækka áskriftargjöldin. í öðru lagi voru áskriftartekjur nokurn veginn óbreyttar á milli áranna 1992 og 1993, en við höfðum gert okkur vonir um ákveðna aukningu. Þetta má fyrst og fremst rekja til efnahagslægðar og minnkandi ráðstöfunartekna í þjóöfélag- inu. Kannanir sem við höfum látiö gera sýna að það er mjög sterkt samhengi á milli heimil- istekna og áskriftar aö Stöð 2. Sömuleiðis hafði álagning 14% virðisaukaskatts á miðju ári slæm áhrif. í þribja lagi urðum viö varir við stóraukinn þjófnaö á áskrift í gamla myndlyklakerf- inu. Þetta þrennt gerði það að verkum að við jukum ekki áskriftartekjumar á milli ára eins og vib höfðum gert okkur vonir um. Annars vegar með stækkun á dreifikerfinu og hins vegar með herferðinni „lykill að láni". í ljósi þessara að- stæðna hlýtur þetta að teljast mjög viðunandi árangur." Fólk lögsótt fyrir stuld á efni? — Áttu von á að ykkur takist að upprœta þjófnað á dagskránni að mestu eða öllu leyti með nýjum myndlyklum? „Við áætlum að það séu 2-4 þúsund manns að horfa á læsta dagskrá Stöövar 2 án þess að greiða með svokölluðum afrit- uðum myndlyklum. Vib emm að tapa á þessu 60-120 milljón- um á ári. Þessa tegund þjófnað- ar upprætum við með nýju lyklunum. Hins vegar verður ekki komið í veg fyrir samteng- ingar á myndlyklum í fjölbýlis- húsum með nýju lyklunum. Það leysist ekki tæknilega. Við verðum að reyna að slá á það eftir lögfræðilegum leiöum." — Hvemig er það mögulegt? „Þar sem við komumst að því aö samtengingar eigi sér stað byrjum við á því að benda fólki vinsanlega á að þær séu ólög- legar og fömm þess á leit að það láti af þessu. Ef það lætur sér ekki segjast við þab verðum við að láta reyna á málið fyrir dómi." Á undanfömum misserum hefur íslenska útvarpsfélagið stækkað dreifikerfið og nær nú til 97% þjóöarinnar. Á sama tíma og unnið er að því að Páll Magnússon segir stefnt oð þvf ab greiba hluthöfum í íslenska útvarps- félaginu arb á árínu 1996. Tímamynd cs fjölga áskrifendum, er skorið niöur í rekstri. En Páll lýsir þessu sem millibilsástandi. „Næstu 12 mánuðir em tals- vert óvissutímabil hvað varðar tekjur, sér í lagi hvab snýT að áskriftartekjum," segir hann. „Við emm að reyna að stemma stigu við þjófnaði á efni eftir þeim leiöum sem við höfum. Það fer nokkuð eftir því hvern- ig það tekst til hverjar áskriftar- tekjumar verða í rauninni. Ég hef áður lýst því að íslensk fyr- irtæki grípa gjarnan of seint til aðhaldsaðgerða í rekstri og bíöa þar til komið er í óefni. Þegar þau loksins byrja aö skera niöur er það orbið of seint. Það má líta á spamaðinn hjá okkur sem fyrirbyggjandi aðgerðir. Við komumst ekkert hjá því að gæta ítrasta aðhalds þótt fyrir- tækiö sé rekið með góðum hagnaöi." — Nú skuldar Stöð 2 rúmlega þúsund milljónir, eruð þið bjart- sýnir um að ykkur takist að lœkka skuldir á nœstu árum? „Næsta handfasta markmiðiö í rekstri er að keyra þessar skuldir niður. Við munum á næstu tveimur til þremur ámm ná þessari skuldastöbu niður í þab sem er viðunandi. Okkur hefur tekist vel til. Eiginfjár- staðan hefur batnað mjög mik- ið síöustu árin. í árslok 1992 var hún jákvæð um 50 milljón- ir, hún er núna jákvæð um 209 milljónir. Við vonumst til að eigið fé jafni hlutaféð í fyrir- tækinu á næstu tveimur ámm, þannig að unnt verði að greiða út arb á árinu 1996." RÚV kært til Sam- keppnisstofnunar? — Er það eðlilegt umhverfi fyrir ykkur sem einkafýrirtœki að þurfa að keppa við ríkisrekið sjónvarp? „Nei. Samkeppnisstaðan er fullkomlega óásættanleg. Ríkis- sjónvarpið getur náb sínum nauðungargjöldum inn meb fógetavaldi ef ekki vill betur til. Fólk getur átt von á eignaupp- töku ef það borgar ekki afnota- gjöldin. Útvarpslaganefnd sem nýlega skilaði af sér fmmvarpi heykt- ist á því verkefni sínu aö jafna þessa samkeppnisaðstöðu. Hún einfaldlega brást því hlut- verki sem kveðið var á um í er- indisbréfi nefndarinnar. Sam- keppnisstaðan er fullkomlega óeðlileg og við munum innan tíðar láta reyna á þab hjá Sam- keppnisstofnun hvort hún stenst ný lög um samkeppni. Þetta er auðvitað óvibunandi aðstaða, en við þetta búum við og treystum því aö þetta verði lagað innan tíðar." — Viðhorfið til Stöðvar 2 hefur lengst af verið mjög jákvcett. Verðið þið vör við breytingar þar á þegar skóinn kreppir? „Viðhorf viðskiptavina í okk- ar garð er mjög jákvætt. Viö* finnum fyrir áhrifum krepp- unnar í því að fólk hefur meiri tilhneiginu til aö segja upp áskrift, sérstaklega yfir sumar- tímann." — Talandi um umtal. Er þetta ekkert óþcegilegt að vera á milli tannanna á fólki? „Mér fannst þaö óþægilegt til að byrja með. Maður er orðinn dálítið skólaður og kominn með hrabann skráp þannig að þetta hefur ekki svo mikil áhrif lengur. En ég neita því ekki að þetta er leiðinlegt að því leyti til, að maöur veit að þab em fljótar að spinnast af stað sögur af nánast engu tilefni. Það eina sem sem hægt er að gera í þessu er að láta kjaftaganginn og gróusögumar ekkert hrína á sér. Hins vegar er það sem snýr að manni sjálfum að gæta sín á því að gefa ekki tilefni til þess. En það þarf í rauninni ekkert •tilefni, sögunar geta sprottið af siálfu sér." Skaut Páll hvolpinn sinn úti í garði? — Þú varst í umtalaðri veiðiferð í Húnavatnssýslu þar sem það óhapp varð að þekkt veiðitík varð fyrir slysaskoti. „Maður er mannlegur að því leyti aö geta lent í slysum eins og abrir. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessum kjafta- gangi sem varð í kringum þetta leiðindaatvik þama. I ljósi þess sem varö hefði sennilega verið skynsanlegra fyrir þá aðila sem í þessu lentu að segja bara skil- merkilega frá því hvað í raun- inni hafði gerst. Það er kannski lýsandi fyrir málið að jafnvel ég með alla mína reynslu í fréttamennsku áttaöi mig ekki á því. Ég man eftir því að á fyrstu stigum málsins hringdi í mig blabakona af DV og spurði mig út í þetta hundsmál þama fyrir norðan. Ég spurði hana bláeygur á móti í símann, hvort að henni þætti virkilega frétt að hundur hefði orðib fyr- ir voðaskoti. Þá sagði hún mér hreinskilningslega. „Ef þú skaust hundinn þá er það frétt, annars ekki." Þá áttaði ég mig á um hvað málið snerist. Síöan tók þetta á sig hinar kynleg- ustu myndir. Sjálfur á ég hund, sem var hvolpur þegar þetta gerðist. Konan mín var að sækja dóttur okkar í skólann. Þá víkur sér að henni kona og spyr hvort þaö sé virkilega rétt að ég hafi teymt hvolpinn, Bjart, út í garð og skotið hann? Þetta sýnir bara hvaða sögur geta spunnist í umtali manna á meðal. Hins vegar hefði maður með jafnmikla reynslu af fjöl- miölum og ég kannski átt að hafa gert sér grein fyrir því að svona yrði þetta og stuðlað frekar að þvi að það yrði skýrt fullkomlega frá málinu strax í upphafi til að koma í veg fyrir þær kjaftasögur sem síðar spmttu af þessu."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.