Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. mars 1994 8Mwn n ur áður en hann komst niður á Philip Marlowe, sem færði honum fé og frægð. Og áður en lauk fór hann nánast um hann orðum sem einn riddara hring- borösins: „Mergur málsins er, að spæjarinn er til staðar, heill og allur og samur, á hverju sem gengur, þ.e.a.s. sem spæjari ut- an og ofan sögunnar, og verður það alla tíð. Þess vegna hlýtur hann aldrei stelpuna né kvænt- ist né á sér einkalíf utan það að matast og hvílast og að hafa stað fyrir fötin sín. Það er sið- ferðilegur og andlegur styrkur hans að bera aldrei annað úr býtum en þóknun sína, en fyrir hana verndar hann saklausa; gætir hjálparvana og tortímir hinum illu. Og það, að þetta leggur hann fyrir sig gegn rýr- um launum í spilltum heimi, upphefur hann." The Boy Who Would Be King, eftir Earl Greenwood og Kathleen Tracy. A Signet Book, £4,99. Elvis Presley var ein goðvera ódáinsvallanna í Hollywood. Frá honum segir í bók þessari frændi hans, Earl Greenwood (en amma hans var föðursystir Elvis), og nýtur aðstoðar blaða- konu, Kathleen Tracy. Segja má, að þeir hafi alist upp sam- an og fylgst að fram yfir tvítugt (en síðar varð Greenwood einn aðstoðarmanna söngvarans), og er óvíst aö kostur sé á betri frásögn af uppvaxtarárum Elvis Presley. í síðari hluta bókarinn- ar er nærfærni minni, þótt af kunnugleika sé frá sagt. Að nokkru marki virðist frásögnin þó stílfærð. Elvis Presley var fæddur 8. janúar 1935 í smábæ í Miss- issippi, Tupelo, sem hafði þá um sex þúsund íbúa. Forfaðir LISCOP Klippur fyrir sauðfé, nautgripi og hesta. • Drykkjarker, drykkjarstútar, hitalampar. • Úrval varahluta og aukahluta ÁRÆÐIHF. Höfðabakka 9,112 Reykjavfk. Simi: (91)67 00 00. Fax: (91)67 43 00. Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex með barninu 5 ára ábyrgð Sama verð og annars staðar á Norðurlöndum kr. 9.760,- Faxa,ení 7 wfrCII s. 687733 Sendum í póstkröfu um allt land Fréttir af bókum hans í karllegg, skoskur járn- smiður, hafði sest að í Norður- Karólínu 1745. Elvis var ein- bimi (en tvíburabróðir hans dó í fæðingu). Faðir hans var verkamaður, laus í rásinni á yngri árum, og móðir hans vann öðru hverju úti. Bjuggu þau við fátækt, en nutu nokk- urs stuðnings efnaðs ættingja. Fluttust þau til Memphis, þegar Elvis var fjórtán ára gamall, og leit hann á þann bæ sem heimabæ sinn. Þar gekk hann í fjölbrautaskóla, sem hann út- skrífaðist úr 1953. Á bams- og unglingsárum vakti hann a.m.k. tvívegis athygli fyrir söng sinn - 8 ára gamall á hér- aðsskemmtun og síðar í keppni í fjölbrautaskólanum - en hann virðist ekki á unglingsár- um hafa stefnt að því að leggja fyrir sig söng. Og tók hann starf sem vörubílstjóri fyrst í stað. Fljótlega fór Elvis Presley að syngja á veitingastöðum við góðar undirtektir, og inn á fyrstu plötu sína söng hann þegar 1953. Önnur plata hans var út gefin í janúar 1955. Réttu ári síðar, í janúar 1956, valdi Cashbox hann besta nýja „country and western" söngv- arann, og RCA-plata hans, „Heartbreak Hotel", hlaut met- sölu. Frægðarferill hans var hafinn. PÓSTUR OG SÍMJ Útboð Tilboð óskast í innréttingar og frágang húsrýmis á 1. hæð við Hofsvallagötu 53. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteignadeildar, Pósthússtræti 5, frá og með þriðjudeginum 29. mars 1994, gegn 10.000,- króna skilagjaldi. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu fasteignadeildar þriðjudaginn 19. apríl 1994 kl. 11:00. Reykjavík, 24. mars 1994, Póst- og símamálastofnunin. BILAHUSIÐ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími: 67 48 48 Opið laugardag 10-17 sunnudag 14-17 Bílheimar Fosshálsi 1 - Borgarbílasalan Grensásvegi 11 BG bílasalan Keflavík - Betri bílasalan Selfossi - Bílasala Vesturlands - Bifreiðaverkstæði Sig. Valdimarssonar Akureyri - Lykill Reyðarfirði - Emir ísafirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.