Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.03.1994, Blaðsíða 6
6 VMmi Laugardagur 26. mars 1994- Kagyr&ingaþáttur Æijá Út í sandinn vor róttœkni rennur. Loginn rauöi við slitranda brennur. Ogímakindadá falla markmiðin há. Hann Megas er kominn fneð tennur. Þessi ágæta limra er úr nýrri bók, Jónasarlimrum, sem inniheldur hvorki meira né minna en 140 limrur Jónas- ar Árnasonar. Og fyrst farið er að glugga í þennan skemmtilega kveðskap kemur hér önnur. Stuttorður ráöherra Hvort heldur hann svarar „humm" eða „hummhumm" og „summsumm" og „dumm" pað eftir því fer hvers eðlis það er sem fréttamenn inna hann um. Stjórnmálin eru hagyrðingum hugstæð um þessar mundir enda margt að gerast á þeim vettvangi. Kenn- araskólanemar sendu eftirfarandi. Á uppleið Markúsi steypt afstóli var. Slátrað fyrir kosningar. íhalds töldu afglapar aftöku til framdráttar. Eftirfarandi vísa fannst í pósthólfi Tímans. Skjálfti Atkvœðastríð er afhörku háð Heimdallur skelfur afótta. Borgarstjóri afdirfsku og dáð dauðhræddur lagði á flótta. J.B. Aðalsteinn Sigurðsson orti eftirfamdi stjómmálavísur. Fóm Margskonar óreiða átti sér stað því yfirvöld gátu ekki stjómað. Sjálfstæðismönnum sámaði það og síðan var Markúsi fómað. Engilbert Guðmundsson yrkir: Fyrirmenn Feginn vil ég finna þá sem fyrirrúmin byggja, skal ei láta skatna sjá skutinn eftir liggja. Botnar Sami sendir botn við gamlan fyrripart. „Hljóma finnst mér furðu snjallt jferskeytlunnar háttur." Ljóma tvinnast víst ávallt vel sé spunninn þáttur. G.J. sendi þennan botn. Atómsbullið verður valt en vísan orða máttur. H.P. botnar. Þökk sé henni þúsundfalt, , þjóðar æðarsláttur. eða Þjcðar dýrsti háttur eöa þjóðarinnar máttur. Búi botnar erfiðan fyrripart með sóma og er þá vísan þannig: Öld er köld með vaxtavöld veldur höldum tjóni. Nöldrar f/öldinn, geysi gjöld geldur Sköldungs flóni. Og sami sendir nýjan fyrripart. Nálgast vorið norðurslóð, nepjan burtu víkur. Yrkið vel og skrifið greinilega. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4. 105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA! Póstmannafélagið 75 ára Póstmannafélag íslands held- ur upp á 75 ára afmæli sitt í dag í Sigtúni viö Austurvöll frá klukkan 17-19. Allir póst- menn og aðrir velunnarar fé- lagsins eru hvattir til að mæta í afmælisfögnuðinn. Póstmannafélagið, sem er eitt elsta stéttarfélagið innan BSRB, var stofnað þann 26. mars 1919 og áttu þá ellefu póstmenn í Reykjavík aðild að því. Fyrsti formaður Póstmannafélagsins var Þorleifur Jónsson sem síðar varö póstmeistari í Reykjavík. í dag eru félagsmenn rúmlega eitt þúsund og starfa þeir á um 100 pósthúsum um land allt. Stofnun Póstskólans árið 1968 var mikilvægur áfangi fyrir póstmannastéttina. í skólanum hljóta póstmenn aukna þjálfun og menntun í starfi en sérhæfð- ar reglur og alþjóöasamningar sem póstmenn þurfa aö kunna skil á verða sífellt fjölþættari. Margir póstmenn hafa lokiö námi í skólanum sem veitir þeim viöurkenningu til ákveö- inna starfa innan Pósts og síma. Meginverkefni forystu- manna félagsins hafa frá fýrstu tíb veriö kjara- og samningamál Fulltrúaráð Sambands ís- lenskra sveitarfélaga telur að sameining sveitarfélaga sé ein áhrifamesta leiðin til aö efla sveitarstjómarstigib og auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri sveitarfélaga. Hinsvegar leggst fulltrúaráðið gegn því að sameining sveitar- félaga veröi framkvæmd með því aö hækka lágmarksíbúa- fjölda í hverju sveitarfélagi. en markmiö félagsins er óbreytt frá upphafi, þ.e. að bæta hag póstmanna og gæta hagsmuna þeirra. Formaöur Póstmannafé- lagsins er Lea Þórarinsdóttir. ■ Að mati ráösins sýnir niður- staða kosninganna í nóvember sl. að meirihluti landsmanna er fylgjandi sameiningu sveitarfé- laga. Því mun umræðan um hlutverk sveitarstjómarstigsins og framtíðarskipan stjómsýsl- unnar í landinu halda áfram og em sveitarstjómir hvattar til að hafa áfram frumkvæðið í þeirri umræðu. -grh Sameining sveitarfélaga: Eykur hagkvæmni og skilvirkni SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 28. MAÍ1994 Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd 1. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun hefjast fyrsta virka dag eftir 2. april, þ.e. 5. apríl 2. Krafa um bundnar hlutfallskosningar í sveitarfélagi með 300 íbúa eða færri berist oddvita yfirkjörstjómar bréflega eigi’síðar en........v..................16. apríl 3. Sveitarstjómarmaður, sem skorast undan endurkjöri, skal tilkynna yfirkjörstjóm þá ákvörðun sína eigi síðar en..................................................23. april 4. Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi......................................30. apríl 5. Framlengdurframboðsfrestur, efaðeins kemurfram einn listi, rennurút............ 2. mai 6. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en.......................................... 4. maí og skal framlagning hennar auglýst fyrir þann tíma. 7. Kjörskrá skal liggja frammi til kjördags. B. Kærufrestur til sveitarstjómar vegna kjörskrár rennur út kl. 12 á hádegi.......14. maí 9. Yfirkjörstjóm auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið úrskurðaðir gildir og merktir. 10. Afrit kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörskrá eigi síðar en.............17. mai 11. Sveitarstjóm úrskurðar kærur eigi siðar en.....................................21. maí 12. Oddviti sveitarstjómar eða framkvæmdastjóri hennar undirritar kjörskrá. 13. Sveitarstjóm tilkynni hlutaðeigandi, svo og sveitarstjóm sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir. 14. Sveitarstjóm skal senda oddvita yfirkjörstjómar eintak af kjörskrá þegar kjörskráin hefur verið endanlega undirrituð. 15. Kjörstjóm tilkynni oddvita yfirkjörstjórnar, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðað,.um breytingar á kjörskrá strax og dómur er genginn. 16. Yfirkjörstjóm auglýsir hvenær kjörfundur hefst. 17. Kjörfundi skal slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag. 18. Yfirkjörstjóm auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrirvara á undan kosningum. 19. Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi. 20. Yfirkjörstjóm setur notaða atkvæðaseðla undir innsigli að talningu lokinni, þegar kosning er óbundin. 21. Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá þvi að lýst var úrslitum kosninga. 22. Yfirkjörstjóm eyðir innsigluöum atkvæðaseðlum að kærufresti loknum eða að fullnaðarúr- skurði uppkveðnum hafi kosning verið kærð þegar kosning er óbundin, sbr. nr. 19. 23. Kjörstjóm skal gefa út kjörbréf til aðalfulltrúa í sveitarstjóm og varamanna þeirra og senda nýkjörinni sveitarstjóm greinargerð um úrslit kosninganna. Félagsmálaráðuneytið, 24. mars 1994.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.